Morgunblaðið - 14.08.2005, Síða 2

Morgunblaðið - 14.08.2005, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁKÆRUR BIRTAR Ákærurnar í Baugsmálinu á hend- ur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, for- stjóra Baugs, Jóhannesi Jónssyni í Bónus og fjórum öðrum eru birtar í Morgunblaðinu í dag. Að auki eru birtar athugasemdir sakborninga við öll ákæruatriðin. Þar segir að eðlilegar skýringar séu á því sem á́kært er fyrir. Allir ákærðu neita öllum sak- argiftum í málinu. Ákærurnar voru birtar sakborningunum hinn fyrsta júlí síðastliðinn. Rockville-stöðin rifin Bandaríski herinn hefur samið við Hringrás um niðurrif Rockville- ratsjárstöðvarinnar á Sandgerðis- heiði og tengdra bygginga, m.a. olíu- tanka, lagna og girðinga. Niðurrifið á að hefjast í nóvember og standa í um fjóra mánuði. Um tíu manna hópur frá fyrirtækinu mun vinna við niðurrifið, en kostnaður við það er mikill, eða 100–110 milljónir. Öll tungumál á einum stað Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum getur orðið alþjóðleg miðstöð tungumála í heim- inum, þar sem safnað yrði gögnum um tungumál og menningu á staf- rænu formi. Gátu aflað lánshæfismats Jón Sveinsson, formaður fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu, segir, að skilyrði fyrir forvali um þátttöku í kaupum á Lánasjóði land- búnaðarins hafi verið vandlega yf- irfarin en Sparisjóðsbankinn og MP- fjárfestingarbankinn hafa gagnrýnt þau. Segir hann, að mestu hafi ráðið um hve ströng skilyrðin voru, að stór hluti lánanna, sem sjóðurinn hefur stofnað til, er með ríkisábyrgð. Segir Jón, að Sparisjóðsbankinn hefði getað verið búinn að afla sér al- þjóðlegs lánshæfismats eða að koma því af stað. Y f i r l i t Kynning – Blaðinu í dag fylgir ferða- bæklingur frá Úrval Útsýn. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÓVISSA virðist ríkja um rekstur ákveðinna rekstr- areininga HB Granda á Akranesi, engum afla hefur verið landað í bræðslu frá miðjum marsmánuði og starfsfólk síldar- og fiskimjölsverksmiðju er ugg- andi um sinn hag, enda hafa tekjur þeirra dregist verulega saman vegna þessa. Verkalýðsfélag Akraness hefur óskað eftir fundi með æðstu stjórnendum Granda vegna málsins, og segir Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðs- félagsins, að vonir standi til þess að af því verði í vik- unni. Fimm af tólf starfsmönnum verksmiðjunnar hafa þegar hætt störfum vegna þessa óvissu- ástands. Síld frekar fryst til manneldis „Tekjur starfsmanna síldarverksmiðjunnar byggjast upp á því að þegar verið er að bræða eru settar á 12 tíma vaktir, en þegar engin bræðsla er í gangi er þetta bara dagvinna. Þannig hefur þetta verið frá 18. mars. Tekjurnar hafa dregist verulega saman, en ég þori ekki að nefna ákveðnar tölur,“ segir Vilhjálmur. Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda, segir ljóst að hráefni til bræðsluverksmiðjunnar á Akranesi hafi dregist saman og séu nokkrar mis- munandi ástæður þar að baki. Meðal annars hafi fyrirtækið rekið þá stefnu að bræða ekki síld heldur frysta til manneldis, og markmiðið sé að sem mest af slíkri vinnslu fari fram um borð í nýju skipi fyrir- tækisins, Engey. Þá fari kolmunni ekki til bræðslu á Akranesi heldur til bræðslu á Austfjörðum, þar sem miðin liggi þar næst og vegna hás olíuverðs sé ekki verjandi að sigla langa leið með ódýrt hráefni. „Bræðslan var starfrækt á loðnuvertíð og sinnti þar mikilvægu hlutverki. Þá erum við að vinna þar t.d. hrogn, og þótt um stuttan tíma sé að ræða er sú ver- tíð gjöful og erum við ekki að horfa til þess að gera frekari breytingar á rekstri bræðslunnar að sinni,“ segir Eggert. „Það er hins vegar óskaplega vont ef einhver óvissa ríkir meðal starfsfólks, en ég hef ekki orðið var við að almenn óánægja ríki. Fólk lýsir yfir vonbrigðum að minna sé unnið í fiskimjölsverk- smiðjunni en það virðist yfirleitt skilja ástæðurnar þar að baki. En ef einhver nýtilkomin óánægja er á ferð munum við ræða það við viðkomandi aðila. Ég á ekki von á öðru en að við náum góðum botni í það.“ Skipverjar á Víkingi AK 100 hafa einnig leitað til verkalýðsfélagsins þar sem frést hefur að ekki verði farið á síldveiðar í næsta mánuði eins og reiknað hafði verið með. Geta skipverjar, sem eru á annan tug, illa sætt sig við óvissuástandið, segir Vilhjálm- ur. Vonast til að fá svör „Við vitum ekki hvað er að gerast, en vonandi verður þessi fundur til þess að við fáum svör um það hvað er að gerast og hvernig þeir sjá þetta fyrir sér, þannig að starfsmennirnir sjálfir geti betur vegið það og metið hvort þeir vilji vera þar áfram eða fari að leita sér að nýrri vinnu,“ segir Vilhjálmur. Eggert segir að síldveiðar fyrirtækisins snúist nú um að vinna sem mestan afla á skipi fyrirtækisins, Engey, er leiði sjálfkrafa til þess að minna sé veitt á öðrum skipum. „Við erum með mjög mörg upp- sjávarskip og höfum verið spurðir að því hvenær við ætlum að leggja einhverjum þeirra. Það er ljóst að yfir árið er minna að gera fyrir sum skip en áður en hins vegar er þetta svo vertíðarbundið að við höfum ekki séð ástæðu til að leggja neinum skipum alfar- ið.“ Verkalýðsfélag Akraness óskar eftir fundi með stjórnendum HB Granda Starfsmenn fiskimjöls- verksmiðju uggandi Eftir Brján Jónasson og Sindra Freysson NAUÐSYNLEGT er að koma á laggirnar öldrunar- geðdeild hér á landi. Þetta kemur fram í viðtali við Ínu Marteinsdóttur geðlækni í Morgunblaðinu í dag. Hún bendir á að víðast hvar er- lendis hafi verið byggðar upp sérstakar öldrunargeðdeildir en skorturinn blasi við hér á landi. Ína hefur um árabil starfað í Svíþjóð. Hún segir jafnframt að aldraðir þurfi á markvissri geðþjónustu að halda. „Um það bil 7% af 75 ára fólki þjást af þunglyndi, þar sem einkennin eru oft óljós og geta líkst líkamlegum kvillum sem oftar en ekki eru einnig með í myndinni. Eldra fólki er því oft þvælt fram og aftur í kerfinu. Ef það fær ekki rétta meðferð er hætta á að það leggist í rúmið, endurhæfingin verður erf- iðari og hafi fólk enga fóta- vist eykst hættan á lík- amlegum kvillum og ótímabærum dauðsföllum,“ segir Ína. | 22/23 Skortur á öldrunar- geðdeildum blasir við VERSLUN Ralph Lauren í Smára- lind er hætt starfsemi, rúmum níu mánuðum eftir að hún var opnuð þar, og hefur þess í stað verið flutt á Laugaveg. Helgi Njálsson, eigandi búðarinnar, kveðst hafa verið óánægður með veltuna í rekstrinum í Smáralind og hafi hún ekki verið í neinu samræmi við væntingar sem hann hafi gert til hennar. „Ég tel að verslunarhúsið Smára- lind hafi ekki hentað okkur, sem eru mikil vonbrigði. Markaðssetning hennar er einfaldlega ekki nógu góð fyrir verslun af okkar tagi. Þar virð- ist vera meiri áhersla á verslanir í ódýrari kantinum en við erum í hin- um endanum. Þá verður að segjast að leigan er ekki í neinu samræmi við það sem er að gerast þarna; fyrir 150 fermetra húsnæði þyrftum við að borga um 8,5 milljónir króna á árs- grundvelli. Húsnæðið í Smáralind var vissulega tvöfalt stærra en hús- næði okkar í Kringlunni en aðeins munaði þriðjungi á leiguverði. Veltan í Smáralind var hins vegar aðeins einn þriðji af því sem var í Kringl- unni. Það vantar bara fólkið.“ Versl- un Ralph Lauren á Seltjarnarnesi flyst einnig á Laugaveg. Helgi kveðst ekki bera kvíðboga fyrir því að starf- rækja verslun á Laugavegi. Viðbrögð viðskiptavina hafi verið afar jákvæð og hann hafi fulla trú á að Laugaveg- urinn standi sig í samkeppni við stóru verslunarmiðstöðvarnar. „Ég hugsa að Kringlan beri áfram höfuð og herðar yfir þessa staði en Laugavegurinn muni á næstu árum færast meira út í vandaðar og spenn- andi sérverslanir.“ Verslunin Ralph Lauren úr Smáralind á Laugaveg Veltan í Smáralind einn þriðji af því sem var í Kringlunni ÓVENJUMIKIÐ var um það í fyrri- nótt að Hafnfirðingar kvörtuðu til lögreglu vegna hávaðasamra ná- granna. Segir lögreglan „hávaðaút- köll“ hafa verið mun fleiri en venju- lega. „Það var gott veður og hljóð- bært,“ sagði lögreglumaður. Hávaðasamt í Hafnarfirði Í dag Sigmund 8 Hugvekja 38 Fréttaskýring 8 Myndasögur 42 Hugsað upphátt 23 Dagbók 43 Menning 26, 45/47 Víkverji 42 Sjónspegill 26 Staður og stund 43 Forystugrein 28 Leikhús 48 Reykjavíkurbréf 28 Bíó 50/53 Umræðan 30/34 Sjónvarp 54 Bréf 34 Staksteinar 55 Minningar 38/39 Veður 55 * * * KONAN sem slasaðist alvarlega í árekstri fólksbíls og flutningabíls við Hallormsstað á þriðjudag liggur enn á gjörgæsludeild. Hún er tengd við öndunarvél og hefur líðan henn- ar haldist óbreytt síðustu daga. Með henni í bílnum voru bresk hjón sem létust í slysinu. Tildrög slyssins eru í rannsókn hjá lögreglunni á Egilsstöðum. Enn í gjörgæslu MIKLIR vatnavextir hafa að undanförnu verið í Múla- kvísl, sem rennur vestast á Mýrdalssandi. Áin hefur brotið mikið land í sumar og sérstaklega síðustu daga. Að sögn Jóhannesar Kristjánssonar, bónda og hótel- haldara á Höfðabrekku í Mýrdal, hafa hundruð hektara af landi farið undir vatn á síðustu árum. Hann telur að á bilinu 50–100 hektarar hafi orðið undir í baráttunni við vatnsflauminn sl. þrjár vikur. Það sé mikið áhyggjuefni ef ekkert sé að gert því mikið sé þarna af grónu landi sem landgræðslan hefur grætt. „Þetta lítur alls ekki vel út,“ segir hann. Jóhannes segir Múlakvíslina vera að leita aftur í sinn gamla árfarveg, en fyrir hálfri öld var hún færð nokk- uð vestar. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Jóhannes Kristjánsson, bóndi og hótelhaldari, skoðar landbrot Múlakvíslar við Litlajökul vestast á Mýrdalssandi. Miklir vatnavextir í Múlakvísl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.