Morgunblaðið - 14.08.2005, Page 4

Morgunblaðið - 14.08.2005, Page 4
4 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.ibudalan.is Einfaldari leið að íbúðakaupum Að fjármagna íbúðakaup hjá Íbúðalán.is er einfalt, fljótlegt og þægilegt. Þú ferð einfaldlega inn á vefslóðina www.ibudalan.is og gengur frá þínum málum í tveimur einföldum skrefum - greiðslumatinu og lánsumsókninni. Fasteignasalinn sendir síðan kauptilboðið rafrænt til Íbúðalán.is BLÖNDU sem gerð er úr síma- skránni, svínamykju og grasfræjum má hugsanlega nota til að græða upp aflagðar námur. Tilraunaverkefni á vegum samtakanna Gróður fyrir fólk í Landnámi Ingólfs (GFF) fór af stað í vikunni og blandan hefur verið bor- in á hluta malarnámunnar sem margir hafa eflaust tekið eftir undir Esjuhlíðum í Kollafirði. GFF hefur að meginmarkmiði að nýta lífræn úr- gangsefni til uppgræðslu. Björn Guðbrandur Jónsson, fram- kvæmdastjóri samtakanna, segir að þarna sé verið að nota tvo lífræna efnaflokka með mismunandi eigin- leika. Annars vegar þurran og kol- efnisríkan pappír og hins vegar blauta og köfnunarefnisríka svína- mykju. Þetta kemur annars vegar frá Landssímanum, þar sem símaskráin er nýtt til verksins, og hins vegar frá svínabúinu í Brautarholti. „Við blöndum saman pappírnum og blautri svínamykjunni í steypu- bíl,“ segir Björn. „Grasfræjum er síðan blandað saman við efnið og því dreift yfir hluta námunnar. Við ger- um okkur vonir um að mikil og góð spírun verði af þessu fræi og að á næsta sumri verði þessi hluti nám- unnar iðjagrænn.“ Lífræn efni vantar í námurnar Fyrir nokkrum árum var búin til molta í verkefninu Skil 21 sem marg- ir kannast við með því að nota pappír úr símaskránni og segir Björn að nú sé þráðurinn tekinn upp aftur en í örlítið breyttri mynd. Moltan var unnin úr sams konar efnum og nú eru notuð, en hún var jarðgerð þann- ig að efnið umbreyttist og varð mold- arkennt. „Nú hoppum við yfir þetta stig,“ segir Björn. „Við sleppum jarðgerð- inni og notum efnið beint og sleppum þannig við kostnaðarsaman þátt, enda fylgja jarðgerðinni mörg hand- tök og vélarbrögð.“ Árangur verk- efnisins verður metinn næsta sumar og ef útkoman verður góð, er ætl- unin að taka fyrir mun stærra svæði. Náman er talsvert flæmi og fyrirætl- anir landeigenda gera ráð fyrir að ekki verði tekið meira úr henni. „Þessi náma hefur verið vand- ræðabarn af því að þarna gerir gjarnan mikil hvassviðri,“ segir Björn. „Þá fýkur úr námunni út á veginn og það eru mýmörg dæmi um skemmdir á bílum vegna foks á sandi og möl.“ Björn segir einnig að hafa beri í huga að námur séu svæði þar sem allur jarðvegur hafi verið tekinn. Þar sé oft bara möl og grjót og lítið annað en klöppin undir. „Þessi svæði vantar mikið lífrænt efni og þau fáum við úr pappírnum,“ segir Björn. „Áburðar- og steinefni fárum við úr svínamykjunni. Við vit- um ekki ennþá hversu hagfelld þessi aðferð er, en náman sjálf kallar á efni af þessu tagi.“ Mikið af aflögðum námum Björn segir að bæði svínamykja og pappír séu eins og önnur úrgangs- efni til óþurftar og að þeim þurfi að finna einhvern virðisauka. Menn hafi ekki vitað hvað best væri að gera við þessi efni. „Hingað til hefur ekki fundist góð- ur farvegur fyrir þetta innanlands, en þetta gæti verið skemmtileg lausn,“ segir Björn. „Hér í landnámi Ingólfs er mikið af aflögðum námum sem þarf að græða upp og þetta gæti verið aðferðin til þess.“ Björn segir eitt vandamál fylgja notkun símaskrárinnar. „Á forsíðu hennar er plastfilma sem fer ekki í bland við mykjuna eins og pappírinn,“ segir Björn. „Þegar búið er að dreifa blöndunni sést plastið vel og það verðum við að gjöra svo vel að tína úr. Við erum ekki búnir að því ennþá, þar sem verkefnið hófst í byrjun vikunnar, en við munum gera það. Við berum kinnroða fyrir að dreifa plasti út um grundir.“ Björn segir að ef aðferðin reynist vel og hún verði álitin fýsilegur kost- ur fyrir förgun á pappír, væri skoð- andi að framleiða símaskrána án plastfilmunnar. „Með allar afurðir skyldi í upphafi endinn skoða,“ segir Björn. GFF tekur frumkvæði að verkefn- inu en stendur ekki eitt að því. „Við fengum nauðsynlegan styrk úr Pokasjóði og svo hefur Vegagerð- in sýnt þessu áhuga í því augnamiði að þróa upp aðferð til að græða upp námur með lífrænum úrgangsefn- um,“ segir Björn. „Við fengum ýmsa aðila til liðs með okkur, eins og Steypustöðina, sem á námuna, Svínabúið í Brautarholti og Lands- símann. Svo hefur Reykjavíkurborg eftirlitshlutverki að gegna þarna.“ Pappír úr símaskránni og svínamykja notuð til að græða upp malarnámu í Kollafirði Náman hefur verið til vandræða og valdið skemmdum á bílum Morgunblaðið/ÞÖK Björn Guðbrandur blaðar í gamalli símaskrá í námunni. „Við sleppum jarðgerðinni og notum efnið beint og slepp- um þannig við kostnaðarsaman þátt, enda fylgja jarðgerðinni mörg handtök og vélarbrögð,“ segir hann. Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is JÓN Sveinsson, formaður fram- kvæmdanefndar um einkavæðingu, segir að skilyrði fyrir forvali um þátt- töku í kaupum á Lánasjóði landbún- aðarins hafi verið vandlega yfirfarin af nefndinni, landbúnaðarráðuneyt- inu og fjármálaráðuneytinu, en for- svarsmenn Sparisjóðsbankans og MP-fjárfestingarbanka hafa gagn- rýnt þau harðlega. Sparisjóðsbank- inn hafi átt kost á að öðlast lánshæf- ismat, er gert hefði hann gjaldgengan í forvalinu. „Það sem kannski réð úrslitum um að skilyrðin eru þetta ströng byggist á að stór hluti af þeim lánum sem ver- ið er að yfirtaka, sem sjóðurinn hefur stofnað til sjálfur vegna endurlána til bænda og landbúnaðarins, er nánast undantekningarlaust með ríkis- ábyrgðum,“ segir Jón. „Þau lán eru til allt að 18–25 ára, þannig að það var sameiginlegt mat okkar að það yrði þess vegna að gera mjög strangar kröfur til þeirra lána- stofnana sem gætu tekið þetta yfir og uppfyllt almennar kröfur varðandi ríkisábyrgðir og annað til svo langs tíma.“ Niðurstaða forvals ekki óvænt Hann kvað nefndar- og ráðuneyt- ismenn hafa gert sér fulla grein fyrir því að skilyrðin væru þess eðlis að væntanlega myndu aðeins viðskipta- bankarnir geta uppfyllt þau, og af þeim sökum komi niðurstaða forvals- ins ekkert sérstaklega á óvart. „En það eru þó að minnsta kosti þrír að- ilar sem geta keppt um þetta, fyrir utan erlenda aðila sem hefðu hugs- anlega getað blandað sér í leik- inn, og þeir þrír uppfylla allir þessi ströngu skilyrði sem sett voru,“ segir hann. Jón kveðst einnig líta svo á að í þessu tilviki sé ekki hægt að leggja að jöfnu Spari- sjóðsbankann og Samband íslenskra sparisjóða, fyrir hönd sparisjóðanna í landinu, annars vegar og viðskipta- bankana hins vegar. Svið Sparisjóðs- bankans eða samtaka sparisjóða sé óskilgreindara í þessu sambandi. „Með þessum skilyrðum er líka verið að horfa til þess að þetta eru að- ilar sem eru búnir að vera lengi á markaði og líklegt að þeir verði það áfram, nema eitthvað alveg sérstakt gerist með samruna þeirra innbyrðis eða eitthvað þess háttar. Það var sameiginlegt mat þeirra aðila sem komu að setningu skilyrðanna að hagsmunir ríkissjóðs væru best tryggðir með því að hafa þau þetta ströng. Út af fyrir sig, þó að maður eigi kannski ekki að segja það eftir á, hefðu Sparisjóðsbankinn eða samtök sparisjóðanna getað verið búin fyrir löngu, eða jafnvel að einhverju leyti í þessu ferli, verið búin að koma þessu alþjóðlega lánshæfismati af stað. Við höfðum ekki beina vitneskju um hvort eitthvað væri í farvatninu eða í undirbúningi af hálfu þessara aðila, en það hefði getað spilað inn í málið ef menn hefðu verið komnir eitthvað áleiðis í þeirri undirbúningsvinnu af hálfu Sparisjóðsbankans eða Straums eða einhverra slíkra aðila. Við hefðum lagt mat á gæði lánshæf- ismatsins hverju sinni, en það var þó ekki sett sem skilyrði að lánshæfis- matið væri af einhverju tilteknu tagi.“ Framkvæmdanefnd um einkavæð- ingu undirbýr nú útboðslýsingu vegna Lánasjóðs landbúnaðarins og kveðst Jón gera ráð fyrir að í þar- næstu viku verði unnt að kynna við- skiptabönkunum hana, ásamt tíma- áætlun og hvernig nefndin hugsar sér framkvæmdina frá upphafi til enda. Í kjölfarið muni væntanlegir kaupendur fá aðgang að öllum grunnupplýsingum um sjóðinn, að undanteknum trúnaðarupplýsingum í bókhaldi um einstök skuldabréf o.s.frv., er geri þeim fært að gera bindandi tilboð. „Ég vonast eftir að bankarnir þrír sem eftir standa fylgi ferlinu til enda, en þegar tilboð hafa skilað sér verður bara einn sem stendur upp úr og við erum að vonast til að það verði í lok september eða fyrri hluta október,“ segir Jón. Einkavæðingarnefnd og ráðuneyti yfirfóru skilyrði vandlega að sögn Jóns Sveinssonar formanns Bankar gátu aflað sér lánshæfismats Eftir Sindra Freysson sindri@mbl.is Niðurstöðu að vænta í lok september Jón Sveinsson ALLS voru 65.837 atvinnuleys- isdagar skráðir hér á landi í júl- ímánuði en miðað við það voru 3.135 manns á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Áætlaður mannafli á vinnumarkaði í júlí var 156.683 að mati Efnahags- skrifstofu fjármálaráðuneytis og jafngildir þetta því 2% atvinnu- leysi. Þar með lækkar atvinnu- leysi um 0,1 prósentustig á milli mánaða, var 2,1% í júní, en um 1 prósentustig á milli ára, var 3% í júlí árið 2004. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofn- unar um ástand á vinnumarkaði í júlí. Meðalfjöldi atvinnulausra hef- ur minnkað um 107 frá því í júnímánuði, sem jafngildir 3,3% fækkun, og um 1.577 frá því í júlí, sem jafngildir 33% fækkun. Í lok júlí voru 3.422 á atvinnu- leysisskrá, þar af voru 1.162 karlar og 2.260 konur. Atvinnu- lausum konum fjölgaði um 57 í júní en atvinnulausum körlum fækkaði um 72. Enn dregur úr atvinnuleysi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.