Morgunblaðið - 14.08.2005, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
L
YF
2
91
02
08
/2
00
5
www.lyfja.is
- Lifið heil
FRESHMINT
105 STK. 2 MG
FRESHMINT
105 STK. 4 MG
Nicorette
Ágústtilboð
10% afsláttur
FÆST ÁN LYFSEÐILS
Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni -
Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði -
Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi -
Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási
Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr
reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklings-
bundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar
um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar
sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis
eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingumumlyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum
innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt
heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á
brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað
er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.
„FÓSTURLANDSINS Freyjur“ er íslenskt heiti
á samstarfsverkefni Finna, Svía, Skota og Íslend-
inga, sem kynn var á sýningunni „Gull í mó“ í
Ráðhúsi Reykjavíkur sl. föstudag. Að sögn Bjarn-
heiðar Jóhannsdóttur, atvinnu- og jafnréttisráð-
gjafa Suðurkjördæmis, var sýningin vel sótt og
gestir ánægðir með það sem fyrir augu bar.
Byggðastofnun fer með forystuhlutverk í verk-
efninu innanlands, en því er ætlað að efla atvinnu-
sköpun kvenna í dreifbýli, sem lýtur að nýtingu
náttúruauðlinda í víðum skilningi. Þá er átt við
gæði lands og sjávar, jafnt hvað varðar fram-
leiðslu og þjónustu sem byggist á náttúruauð-
lindum.
Verkefnið felur meðal annars í sér rannsóknir,
ráðgjöf og stuðning við smáfyrirtæki kvenna auk
markaðsgreiningar og markaðssetningar náttúru-
afurða. Þá sinnir það fjáröflun þróunarverkefna
og stendur fyrir námsferðum til þátttökulandanna
og fleiru fyrir íslenskar konur sem vilja starfa á
þessu sviði. Loks hafa verið haldin námskeið fyrir
stærri hópa, auk þess sem boðið hefur verið upp á
sérfræðiráðgjöf til að aðstoða frumkvöðla.
Íslenskir aðilar í verkefninu hafa beint sjónum
sínum að íslenskum jurtum og nýtingu þeirra. Af-
urðirnar eru margvíslegar og mörg sprotafyrir-
tæki eru að spretta upp á þessum vettvangi. Með-
al þróunarverkefna innanlands sem hafa verið
studd, er vinnsla á kollageni úr fiski til notkunar í
snyrtivörur, þróun umbúða og kynningarefnis og
rannsókn á minkafitu með það að markmiði að
losna við lykt, en halda öðrum eiginleikum til
smyrslagerðar.
Snýst allt um náttúruafurðir
Bjarnheiður sér um verkefnið á Íslandi og segir
hún að á sýningunni hafi verið um 30 erlendir
gestir, meðal annars konur frá hinum þátttöku-
löndunum, sem kynntu sínar vörur og fyrirtæki.
„Þarna voru á annan tug íslenskra frumkvöðla-
kvenna og aðilar sem tengjast atvinnurekstri
kvenna og rekstri í sambandi við jurtir,“ segir
Bjarnheiður. „Við erum að draga saman fullt af
fólki og kynna hvað við erum að gera.“
Bjarnheiður segir flest íslensku verkefnin
tengjast jurtum, en þó sé eitthvað um ferðaþjón-
ustufyrirtæki og örlítið af handverki. „En þetta
snýst allt um náttúruafurðir,“ segir hún.
Meðal íslenskra fyrirtækja nefnir Bjarnheiður
tvo ferðaþjónustuaðila í Svarfaðardal og Villimey
á Tálknafirði, en þar eru búin til smyrsl við al-
gengum kvillum eins og sveppasýkingum og
vöðvabólgu.
Margar konur í startholunum
„Fósturlandsins Freyjur“ er hluti af Evrópu-
verkefni og hið íslenska heiti þess skírskotar bæði
til landsins og landgæða, en ekki
síður til frjósemisgyðjunnar
Freyju og annarra máttarkvenna.
Verkefnið hófst í nóvember 2003
en lýkur í lok mars á næsta ári.
Bjarnheiður segir erlendu gest-
ina sem hér eru staddir hafa kom-
ið til að kynna sér hvað er að ger-
ast hér á landi og munu þeir
meðal annars heimsækja frum-
kvöðla á Suðurlandi. Gestirnir eru
annars vegar samstarfsaðilar í
verkefninu og hins vegar frum-
kvöðlakonur frá hinum þátttöku-
löndunum.
Bjarnheiður segir verkefnið
hafa gengið mjög vel og ánægja
ríki með það.
„Við ákváðum að taka þennan
jurtavinkil og það var greinilega
mikil þörf á því, því það eru marg-
ar konur í startholunum,“ segir
Bjarnheiður. Aðspurð um hvort
fyrirtæki hafi orðið til beinlínis
vegna verkefnisins segir hún að þau séu nokkur.
„Sum hafa þó í raun ekki verið stofnuð ennþá. Við
erum að vinna að viðskiptaáætlunum og vöruþró-
unarverkefnum og sumt er ekki tilbúið til kynn-
ingar. Þetta er eins og með önnur þróunarverk-
efni. Þetta tekur tíma.“
Kynning á samstarfsverkefni Fósturlandsins Freyja var vel sótt í ráðhúsinu
Virkja frumkvöðlakraft fjölda
kvenna í atvinnurekstri
Eftir Hrund Þórsdóttur
hrund@mbl.is
Morgunblaðið/Þorkell
Bjarnheiður Jóhannsdóttir sér um verkefnið „Fósturlandsins Freyjur“ sem kynnt var á sýningunni.
Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir framleiðir náttúrudropa sem
unnir eru úr blómu, trjám, jurtum og fleiru. Hún segir þá góða
gegn stressi og streitu og tilfinningalegu ójafnvægi. Þegar ljós-
myndara bar að garði var hún að athuga hvaða dropar hentuðu
best fyrir einn gesta sýningarinnar.
NDIRRITAÐUR var samstarfs-
samningur Háskólans í Reykjavík og
Eddu útgáfu við athöfn í HR sl.
föstudag en þau hafa tekið saman
höndum, í samstarfi við Háskóla Ís-
lands, um gerð spænsk-íslenskrar
orðabókar.
Margrét Jónsdóttir dósent við við-
skiptadeild HR er einn af aðstand-
endum verkefnisins:
„Það er afskaplega sterk hefð fyr-
ir því að orðabókargerð eigi sér stað
innan viðskiptadeilda. Því hvað eru
viðskipti annað en samskipti? Ís-
lendingar eru sérstaklega háðir því
að kunna tungumál vel til að ná ár-
angri í viðskiptum. Við teljum okkur
vera að stunda menningar- og við-
skiptavegagerð því við erum að
byggja menningarbrýr við þau u.þ.b.
25 lönd þar sem spænska er töluð.
Málið tala ekki einungis 40 milljónir
á Spáni, heldur eru 40 milljónir
Bandaríkjamanna spænskumælandi
og loks er Rómanska-Ameríka að
opnast sem viðskiptasvæði með 350
milljónir manna.“ En Margrét bætir
við að fyrsti vísir að orðabók á Ís-
landi var einmitt Íslensk-baskneskt
orðasafn sem samið var vegna við-
skipta Íslendinga og spænskra sjó-
manna á Vestfjörðum á öldum áður.
Verkinu verður ritstýrt og það
skipulagt af HR en í ritnefnd munu
sitja fulltrúar frá Eddu útgáfu og
Háskóla Íslands. „Þetta er líkast til
fyrsta stóra verkefnið sem Háskóli
Íslands og Háskólinn í Reykjavík
taka höndum saman um að vinna. Í
jafn pínulitlu landi og Íslandi verð-
um við að vinna saman að rannsókn-
um og sköpun þekkingar. Við getum
síðan keppt í kennslu,“ segir Mar-
grét.
Mikill vöxtur hefur verið í
spænskunámi á síðustu árum. Frá
árinu 1999 hefur fjöldi spænsk-
unema í framhaldsskólum tvöfaldast
og á háskólastigi þrefaldast. „Sífellt
fleiri Íslendingar velja að læra
spænsku sem þriðja mál,“ segir
Margrét. „Gefin var út vasaorðabók
á áttunda áratugnum og spænskt
orðasafn en okkur vantar nútíma-
lega orðabók sem hjálpar spænsk-
unemendum að komast yfir þann
hjalla að geta farið að nota spænsk-
spænskar orðabækur. Íslenskir
nemendur eiga rétt á því að læra er-
lend tungumál á eigin máli.“
Samningur um gerð spænsk-íslenskrar orðabókar
Byggja menningarbrýr
við allt að 25 lönd
Morgunblaðið/ÞÖK
Þorlákur Karlsson, forseti viðskiptadeildar HR, Margrét Jónsdóttir dósent
og Sigurður Svavarsson frá Eddu útgáfu undirrita samstarfssamninginn.
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
NEYTENDASAMTÖKIN hafa falið
lögmanni sínum að kanna hvort SKY-
sjónvarpsstöðin og SMÁÍS (Samtök
myndrétthafa á Íslandi) hafi lagaleg-
ar heimildir til að láta loka á viðskipti
við öll íslensk krítarkort sem notuð
eru til að greiða áskriftir að stöðvum
SKY.
„Ljóst er að með þessum aðgerðum
er mörgum heimilum gert að kaupa
þjónustu (þar á meðal enska boltann)
á hærra verði en þau þurfa nú að gera
og líta Neytendasamtökin það alvar-
legum augum,“ segir m.a. í tilkynn-
ingu frá Neytendasamtökunum.
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, segir að
margar spurningar vakni vegna að-
gerða SKY og SMÁÍS. Til dæmis
hvort einhliða sé hægt að loka á um-
rædd viðskipti. „Auk þess hélt ég að
það væri frjálst flæði á vöru og þjón-
ustu milli landa,“ segir hann. „Þá get
ég ekki séð, fljótt á litið, að það sé ver-
ið að brjóta höfundarréttarlög. Hver
á höfundarréttinn? Er það ekki eig-
andi myndarinnar en ekki stöðin
sjálf?“ Hann segir að lögmanni fé-
lagsins verði falið að kanna þessi og
fleiri atriði sem tengjast aðgerðum
SKY og SMÁÍS.
Loka fyrir áskrift að Sky
Lögmaður
kanni lög-
mæti aðgerða
ÚTLENDINGASTOFNUN hefur
birt 21 útlendingi, sem mótmæltu
fyrirhuguðum virkjanaframkvæmd-
um á Kárahnjúkasvæðinu, bréf um
væntanlega brottvísun úr landi.
Sýslumaðurinn á Eskifirði vísaði
málinu til Útlendingastofnunar sem
fjallaði um mál fólksins. Endanlegur
úrskurður í málinu, þ.e. hvort fólkinu
verði vísað úr landi eður ei, verður
kveðinn upp þegar fólkið hefur kom-
ið andmælum sínum á framfæri en til
þess er gefinn 7 daga frestur, þ.e. til
18. ágúst. Í framhaldi þess og á
grundvelli þeirra gagna verður úr-
skurðurinn kveðinn upp.
Mótmælendum birt
bréf um brottvísun
Hafa sjö daga
til andmæla
♦♦♦