Morgunblaðið - 14.08.2005, Page 8

Morgunblaðið - 14.08.2005, Page 8
8 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Verzlunarmanna-félag Reykjavíkur(VR) birtir á vef- síðu sinni www.vr.is frétt þess efnis að veruleg aukning hafi orðið á ýmiss konar hlunnindum á milli áranna 2004 og 2005. Er þetta samkvæmt niður- stöðum launakönnunar VR fyrir árið 2005 sem nú er verið að vinna að. Um 70% þátttakenda í könn- uninni fá einhvers konar hlunnindi á móti 43% árið 2004 og er því ljóst að um verulega aukningu er að ræða. Alls bárust um 8.000 svör frá félagsmönnum í VR og nemur aukningin 52% frá því í fyrra. Fram kemur að í könnuninni hafi verið spurt hvaða hlunnindi fólk fengi sem hluta launakjara. Svarendur höfðu nokkra val- möguleika, þ.á m. engin hlunn- indi. Niðurstaðan í ár var sú að sjö af tíu félagsmönnum VR fá hlunnindi sem hluta launakjara. Þess ber þó að geta að launakann- anir félagsins eru einungis gerðar meðal félagsmanna og er mark- miðið að veita félagsmönnum upp- lýsingar um markaðslaun í mis- munandi starfsgreinum, svo þeir geti borið laun sín saman við þau laun sem greidd eru í hliðstæðum starfsgreinum. Hlunnindi af ýmsum toga Hlunnindi í könnun VR falla körlum frekar í skaut en konum, eða 75% á móti 66%. Þessi munur er þó minni en í fyrra þar sem 52% karla fengu hlunnindi á móti 37% kvenna. Að sögn Kristínar Sigurðar- dóttur, forstöðumanns þróunar- og samskiptasviðs VR, sem vinn- ur nú að gerð nýjustu launakönn- unarinnar, er margt í gangi varð- andi hlunnindi til starfsmanna. Umrædd hlunnindi eru af ýmsum toga en meðal þess sem minnst var á í könnuninni eru líkams- ræktarstyrkir, farsímar, greiddur símakostnaður, bílastyrkir auk af- sláttar af ýmsu tagi. „Það eru gjafabréf, út að borða og sumir semja um aukna sumarfrísdaga þannig að það er greinilega ýmis- legt hægt að gera,“ bætir Kristín við og segir að það sé greinilegt að hlunnindi til starfsmanna séu að aukast. Hún bendir á að ekki sé ávallt svigrúm til að semja um beina launahækkun til starfs- manna en hinsvegar sé oft svig- rúm til þess að semja um hlunn- indi til þess að koma til móts við starfsmennina. Hún telur að hvatning VR til fé- lagsmanna um að fara í launavið- töl hafa sitt að segja varðandi launahækkun og þá hlunninda- aukningu sem hefur átt sér stað. „Það er ekki spurning að það skil- ar sér í launahækkun; þeir sem fara í viðtölin fá einhverja bót á sínum kjörum hvort sem það er í beinum launum eða í einhverjum hlunnindum.“ Stjórnendur fá mest Samkvæmt könnuninni fá t.a.m. 82% stjórnenda hlunnindi, 58% skrifstofufólks og 64% sölu- og afgreiðslufólks. „Það er eigin- lega hægt að sjá þetta í öllum hópum en það eru fleiri stjórn- endur að fá þetta en aðrir hópar,“ segir Kristín og bætir því við að stefnt sé að því að birta niðurstöð- ur launakönnunarinnar í heild um miðjan september. Ekki var að heyra á þeim stétt- arfélögum og stofnunum sem einnig var rætt við að þau hefðu kannað sérstaklega hlunninda- aukningu meðal sinna félags- manna. Jafn taxti fyrir félagsmenn og engin sérstök hlunnindi Skúli Thoroddsen, fram- kvæmdastjóri Starfsgreinasam- bandsins, bendir þó á að lítið sé um slíkt innan sambandsins. Þar séu menn á sínum töxtum og kjör jöfn. Hann segir sambandið alfar- ið hafa hafnað launaviðtölum líkt og VR hvetji til, en litið er svo á að þá sé verið að mismuna mönnum. „Annaðhvort eru allir jafnir eða ekki. Þú átt ekki að þurfa að sækja launin þín sjálfur til þíns atvinnurekanda,“ segir Skúli en u.þ.b. 40 þúsund manns heyra undir Starfsgreinasambandið í hinum ýmsu starfsgreinum. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), seg- ir samtökin ekki hafa tekið sér- staklega saman eða skoðað hlunn- indi meðal félaga í samtökunum. Hann segist þó vera þeirrar skoð- unar að menn ættu að sameinast um gerð vandaðrar kjarakönnun- ar sem næði til sem flestra starfs- hópa í þjóðfélaginu. Hagstofan hefur heldur ekki tekið sérstaklega saman hlunn- indi starfsmanna í þeim launa- könnunum og vinnumarkaðsrann- sóknum sem eru á þeirra vegum, en Hagstofan og Kjararann- sóknanefnd gerðu í lok árs í fyrra með sér samstarfssamning sem í fólst að Hagstofan tæki við störf- um nefndarinnar. Nefndin var áð- ur samstarfsvettvangur Alþýðu- sambands Íslands og SA um launakannanir á samningssviði samtakanna. Hagstofan benti þó á að það gæti verið athyglisvert að skoða hlut hlunninda í launa- kjörum í framtíðinni líkt og VR gerir nú meðal sinna félags- manna. Fréttaskýring | Hlunnindi á vinnumarkaði Veruleg aukn- ing milli ára 70% félagsmanna VR segjast fá hlunnindi í ár miðað við 43% í fyrra Bílastyrkir eru meðal hlunninda VR-félaga. Hlunnindi talin til tekna og skattlögð sem slík  Á vefsíðu Ríkisskattstjóra (www.rsk.is) kemur fram að telja beri til tekna hvers konar gæði sem mönnum hlotnast og metin verða til peningaverðs og skiptir þá ekki máli hvaðan þau koma eða í hvaða formi þau eru. Á það t.d. við um fatnað, fæði, húsnæði, hvers konar fríðindi, greiðslur í vörum eða afurðum svo og framlög og gjafir sé verð- mætið hærra en almennt gerist um tækifærisgjafir. Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is Fáðu ferðatilhö gun, nánari upp lýsingar um gististaðina og reiknaðu út ferðakostnaðin n á netinu! www.urvalutsyn.is ÍS L E N S K A A U G L † S IN G A S T O FA N /S IA .I S U R V 2 9 2 2 9 0 8 /2 0 0 5 Portúgal 22. og 29. ágúst. 5., 12., 19. og 26. sept. Verð frá: 42.900 kr.* á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi eða stúdíó á Brisa Sol í 7 nætur 29. ágúst. Mallorca 17., 24. og 31. ágúst. 7. og 14. sept. Verð frá: 41.300 kr.* á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi eða stúdíó á Club Royal Beach í 7 nætur 24. ágúst. Krít 15., 22. og 29. ágúst. 5., 12., 19. og 26. sept. Verð frá: 44.200 kr.* á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi eða stúdíó á Helios í 7 nætur 22. ágúst. Costa del Sol 25. ágúst. 1., 8., 15. og 22. sept. Verð frá: 43.500 kr.* á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð m/1 svefnherbergi eða stúdíó á Aguamarina í 7 nætur 25. ágúst. *Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting, ferðir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Finndu verð á þinni ferð á www.urvalutsyn.is Lengdu sumarið – Njóttu sólar í haust! Síðustu sætin í sólina 2 fyrir 1 á Brisa Sol 22. og 29. ágúst. 2 fyrir 1 á Club Royal Beach 24. ágúst. 2 fyrir 1 á Helios 15. og 22. ágúst. 2 fyrir 1 á Aguamarina 25. ágúst. BLINDA og góða konan skellti sér í margmennið á Times-torgi í New York-borg fyrir stuttu til að hitta heimspressuna og spjalla við veg- farendur. Hún er persóna einleiks- ins The Secret Face eftir Elísabetu Jökulsdóttur sem sýndur var á The American Living Room-leiklistar- hátíðinni í Here-listamiðstöðinni í New York-borg á dögunum. Þessi óvenjulega uppákoma Pál- ínu Jónsdóttur, leikkonu, kom veg- farendum verulega á óvart en á Times-torg fór hún, ásamt Elísa- betu og leikstjóra verksins, Stein- unni Knútsdóttur, í fullum skrúða og með blindrastaf. „Ég var með lokuð augun allan tímann og spjall- aði við fólkið. Sumir spurðu Elísa- betu og Steinunni hvort ég væri í rauninni blind,“ segir Pálína. Á meðan Blinda og góða konan, sem elskar allt fólk, boðaði fagn- aðarerindi sitt, dreifðu samferða- konur hennar kynningarbækling- um um leikritið. „Það er merkilegt hversu vel ég sá með lokuð augun,“ útskýrir Pál- ína. „Fyrst var mikið áreiti af um- hverfinu en síðan fór ég að nema fólkið á fallegan hátt og ég átti mörg einstök samtöl.“ Einleiknum, The Secret Face, var ákaft fagnað af leikhúsgestum og troðfullt var á báðum sýningum, að sögn Pálínu. Hún segir líklegt að farið verði með leikritið til fleiri áfangastaða og aldrei að vita nema Blinda og góða konan heimsæki íbúa annarra heimsborga. Blind og góð heimsækir miðborg New York Ljósmynd/Amy Lyne

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.