Morgunblaðið - 14.08.2005, Síða 9

Morgunblaðið - 14.08.2005, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 9 FRÉTTIR Aiphone dyrasímar me› myndavél s‡na og segja flér vafningalaust hver fla› er sem hringir dyrabjöllunni hjá flér. fia› er jafneinfalt a› setja upp mynddyrasíma og venjulegan dyrasíma en ver›i› kemur flægilega á óvart. Aiphone dyrasími me› myndavél er me› nettri dyrastö› og fyrirfer›arlitlum litaskjá, sem er festur á vegg. Aiphone tryggir handfrjáls, flægileg og örugg samskipti. Gaman a› sjá flig, gakktu í bæinn! Aiphone dyrastö›varnar fást í ‡msum útgáfum og bæ›i me› plast- og álhlíf. vélar & verkfæri SKÚTUVOGUR 1 C • 104 REYKJAVÍK • Sími: 550 8500 • FAX 550 8510 • www.vv.is Verndari Vildarbarna er Vigdís Finnbogadóttir. Landsbanki Íslands sér um fjárhald sjóðsins. Umsóknir um ferðastyrki Vildarbarna Styrkir verða í þetta skipti veittir til barna á aldrinum 6-14 ára. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á heimasíðu Vildarbarna: www.vildarborn.is Umsóknarfrestur er til 15. september 2005. Úthlutað verður úr sjóðnum 22. október 2005. Alva Lena og systir hennar í Florida. Ferðasjóður Vildarbarna Icelandair er sameiginlegt átak félagsins og viðskiptavina þess til að gera langveikum börnum og fjölskyldum þeirra, og börnum sem búa við sérstakar aðstæður vegna veikinda, kleift að ferðast. Ferðasjóður Vildarbarna hefur gert 30 fjölskyldum kleift að fara í ógleymanlega og uppbyggjandi fjölskylduferð. Fréttasíminn 904 1100 ÞINGMENNIRNIR Össur Skarp- héðinsson, Samfylkingu, og Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokki, hafa báðir gert að umtalsefni á vef- síðum sínum yfirlýsingar einstakra útgerðarmanna um málsókn á hend- ur ríkinu vegna byggðakvótans og línuívilnunar. Össur segir þetta frá- leita ósvífni útgerðarmanna. Útgerð- armenn eigi ekki fiskinn í sjónum. Kristinn segir að sér finnist að út- gerðarmenn ættu bara að láta verða af hótunum sínum. Enginn vafi léki á því hvernig slík málaferli myndu fara. Löggjöfin væri algjörlega ótví- ræð. Veiðiheimildum væri úthlutað til eins árs í senn og mynduðu ekki eignarrétt. „Veiðiheimildir, sem hafa verið keyptar, mynda engan eignarrétt, aðeins rétt til að nýta heimildina samkvæmt ákvæðum laganna. Þeirra sömu laga sem kveða sérstak- lega á um það að úthlutunin myndi ekki eignarrétt,“ segir Kristinn. „Menn geta aðeins átt það sem þeir kaupa. Það sem er keypt er réttur sem hægt er að breyta hvenær sem er eða fella niður. Eignarréttar- ákvæði stjórnarskrárinnar getur ekki fært mönnum það sem þeir eiga ekki. Það er kjarni málsins.“ Tekið á móti af fullri hörku Össur segir að yfirlýsingar út- gerðarmanna séu nýjasta dæmi þeirra um ásælni gagnvart sameig- inlegri eign þjóðarinnar. „Þeim hef- ur áður tekist að fá heimild til að veð- setja kvótann, og nytjarétturinn nær meira að segja út yfir gröf og dauða – því hann erfist,“ segir hann og heldur áfram: „Útgerðarmenn eru nú að kasta stríðshanskanum aftur og ætla sér greinilega að skapa nýtt stríð kring- um kvótann. Þeir um það. Það verð- ur tekið á móti því af fullri hörku ef þetta eiga að verða vinnubrögðin. Viðbrögð þeirra sýna svart á hvítu að það er orðið brýnt að festa í stjórnarskrá ákvæði um sameigin- lega þjóðareign á auðlindinni í haf- inu.“ Útgerðarmenn eiga ekki fiskinn í sjónum REYKJAVÍKURBORG þarf að vera skilvirkari í því að þrífa upp rusl af götum borgarinnar, auk þess sem víða þarf betri ruslatunnur og betur merktar, enda borgin skítugri nú en hún ætti að vera. Farið verð- ur í hreinsunarátak í borginni í haust. Þetta segir Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, en hann átti frumkvæði að því að stofnaður hefur verið starfshópur til að fara yfir sorphirðu- og umgengn- ismál á almannafæri í borginni. Hópinn skipa sviðsstjórar umhverf- issviðs, framkvæmdasviðs og íþrótta- og tómstundasviðs, og er þeim ætlað að skila samantekt og tillögum til borgarráðs fyrir lok ágústmánaðar. „Þetta hefur verið talsvert í um- ræðunni í sumar og við höfum heyrt kvartanir frá fólki um að borgin sé að verða óhreinni og það sé gengið verr um,“ segir Stefán. „Ég sem borgarfulltrúi hef fengið talsvert af ábendingum og fór þar af leiðandi að kanna málið.“ Borgin sýni frumkvæði Farið verður í átak til þess að hreinsa til í borginni í haust, líklega í næsta mánuði, og segir Stefán að allir verði að taka höndum saman um að hreinsa til í borginni. Ekki dugi að borgaryfirvöld standi fyrir hreinsun heldur verði borgararnir að ganga betur um. „Ég held að þetta vinni hvert með öðru, borgin þurfi að sýna ákveðið frumkvæði og þá muni fólk taka við sér. Til dæmis hélt maður að það væri alveg búið að fólk væri að henda rusli út um bílgluggann en svo er ekki. Maður sér þetta sjálfur á rauðu ljósi. Það er enginn pólitík- us sem getur stoppað þetta nema með því að stuðla að vitundarvakn- ingu. Mér finnst þetta hafa versnað í sumar,“ segir Stefán. Morgunblaðið/Eyþór Óvenju mikið rusl er víða um borgina og borið hefur á kvörtunum fólks. Hreinsunarátak í borginni í haust

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.