Morgunblaðið - 14.08.2005, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.08.2005, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ S tofnun Vigdísar Finnbogadótt- ur í erlendum tungumálum get- ur orðið alþjóðleg miðstöð tungumála í heiminum, þar sem safnað yrði gögnum um tungu- mál og menningu á stafrænu formi. Slíkt mundi skapa ný skilyrði til alþjóðlegra tungumálarannsókna hér á landi og vekja fólk víða um heim til vitundar um gildi tungumála og tungumála- kunnáttu og stuðla þannig að varðveislu þeirra. Á nokkrum stöðum í heiminum eru til stofnanir sem fást við tungumál á af- mörkuðum svæðum, en tölvutæknin gerir mögulegt að tengja slíkar stofnanir saman. Miðstöð slíkra stöðva gæti verið hér. Sænski seðlabankinn hefur styrkt stofnunina til að stíga fyrstu skrefin við að þróa þessa hug- mynd frekar. „Ísland er stikla á milli heims- álfa og hingað gætu fræðimenn komið og notfært sér gagnagrunn og rannsóknir um öll heimsins tungumál,“ segir Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi forseti, sem stofnun Háskóla Íslands í erlendum tungumálum er kennd við. „Íslendingar hafa mikið fram að færa þegar tungumál eru annars vegar og alþjóðamiðstöð á þessu sviði gæfi tækifæri til að koma menningu og þjóð á framfæri á afar jákvæðan hátt. Um leið legðum við lið tungumálunum, sem eiga í vök að verjast. Slík miðstöð myndi styðja allt menntastarf og stuðla að aukinni tungumálakunnáttu. Ég veit að sumum þykir í mikið ráðist, en sjálf hef ég fulla trú á að þessar áætlanir eigi eft- ir að ganga fram.“ Nú eru 25 ár liðin frá því að Vigdís Finn- bogadóttir tók við embætti forseta Íslands, fyrst kvenna í heiminum til að vera kjörin í embætti þjóðhöfðingja. Hún var forseti í 16 ár, eða til 1996. Því fer fjarri að hún hafi sest í helgan stein að þeim tíma liðnum. Hún hefur verið velgjörðarsendiherra á sviði tungumála hjá UNESCO, Menntunar-, vís- inda- og menningarstofnun Sameinuðu þjóð- anna, frá 1997, tekið þátt í starfi Heimsráðs kvenleiðtoga, sem hún átti drjúgan þátt í að stofna, í fjögur ár var hún formaður Heims- ráðs UNESCO um siðferði í vísindum og tækni, hún hefur 17 sinnum hlotið heið- ursdoktorsnafnbót við háskóla víða um heim og hún sat í forsæti nefndar um uppbygg- ingu menningarhússins á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Vænst þykir Vigdísi þó um sumargjöfina sem hún fékk fyrir fjórum árum. „Á sum- ardaginn fyrsta árið 2001 var ég spurð hvort rannsóknarstofnun í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands mætti bera nafn mitt. Þessi sumargjöf er merkilegasta og falleg- asta gjöf sem ég hef fengið á ævinni og mikil viðurkenning á störfum mínum í þágu tungumála. Í Evrópu tíðkast ekki að fólk fái háskólastofnanir nefndar eftir sér á meðan það er enn lífs. Ég er afskaplega þakklát fyrir að fá að leggja mitt af mörkum í þágu tungumálanna á þennan hátt. Ég hef unnið mikið með stofnuninni og sérfræðingum hennar, ferðast víða um heim og kynnt þær rannsóknir sem unnar eru innan vébanda hennar. Oft ber á góma viðhorf Íslendinga til tungumála og tungumálakunnáttu. Það þykir, nú sem fyrr, mjög merkilegt að Ís- lendingar hafi varðveitt tungumál sitt jafn vel og raun ber vitni í 1100 ár og séu svona meðvitaðir um að erlend tungumál séu lyk- illinn að skilningi á ólíkum menningarsvæð- um.“ Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlend- um tungumálum starfar innan Hugvísinda- stofnunar Háskóla Íslands og er rannsókna- vettvangur þeirra kennara hugvísinda- deildar sem fást við erlend tungumál, fornfræði og þýðingafræði. Stofnunin hefur einsett sér að efla rannsóknir og vera vett- vangur fræðilegrar umræðu um tungumál og notagildi þeirra á öllum sviðum þjóðlífs- ins, tungumálanám og menningarfræði. Hún fær árlegt framlag frá Háskóla Íslands, en auk þess hafa fyrirtæki, stofnanir og sjóðir veitt henni framlag til að hrinda einstökum verkefnum í framkvæmd. Það hefur gert stofnuninni mögulegt að efla starfsemina til mikilla muna. Þekking deyr með tungumáli Vigdís segir líf sitt og yndi vera að geta lagt sitt af mörkum í þágu tungumála heims- ins. „Í heiminum öllum er talið að tungu- málin séu um 6.500 og að um helmingur þeirra sé í útrýmingarhættu. Verkefni mitt hjá UNESCO hefur verið að minna á þessa stöðu og sýna fram á hættuna á menning- arlegri fábreytni ef tungumál líða undir lok. Í tungumálum felst líka mikil þekking og reynsla. Fyrir nokkrum árum hvarf tungu- mál, sem talað var á ákveðnu svæði í Suður- Ameríku, og með því hvarf þekkingin á hvernig yrkja beri jörðina á svæðinu. Þar er nú örfoka land. Menn hafa í hálfa öld gert sér grein fyrir mikilvægi fjölbreytni í gróðri og dýralífi, en aðeins eru um tveir áratugir frá því að farið var að ræða þörfina á að vernda tungumálin. Og enn er erfitt að fá fólk til að skilja mikilvægi þess að halda tungum lifandi.“ Vigdís nefnir annað dæmi um afstöðu til tungumála. „Þegar ég var í Japan á vegum stofnunarinnar í erlendum tungumálum spurðu heimamenn hvort Íslendingar ótt- uðust ekki um eigin menningu þegar þeir lærðu erlend tungumál. Japanir hafa fram til þess ekki lagt sérstaka áherslu á tungu- málakennslu, sem einangrar þá óneitanlega. Okkar skilaboð voru, að þekking á tungu- málum eykur skilning á heiminum og sann- leikurinn er sá, að til þess að skynja eigið tungumál er ekkert betra en að læra önnur. Og ekki bara eitt tungumál, eins og ensk- una, heldur önnur til hliðsjónar. Sá sem þekkir setningaskipan og málfræði annarra tungumála hefur betri skilning á eigin tungu. Þetta þekkja Íslendingar, sem hafa í aldir lagt áherslu á að læra þrjú til fjögur erlend mál. Og nú, þegar útrás íslenskra fyrirtækja er á allra vörum, er vert að minna á að þekking á tungumáli viðsemj- anda er jafnframt grunnur að skilningi á menningu hans og þar með undirstaða vel- gengni í viðskiptum sem og öðrum sam- skiptum.“ Vigdís hefur flutt þennan boðskap á veg- um stofnunarinnar í Japan, Danmörku, Þýskalandi, Svíþjóð og á Spáni, en allar ferðinar hafa verið farnar til að tengja Há- skóla Íslands háskólum í þessum löndum og efla rannsóknarsamvinnu á fræðasviðum stofnunarinnar. „Næst förum við til Noregs, Frakklands, Finnlands, Bandaríkjanna og Kanada. Ferðirnar hafa þegar skilað miklu. Þýskubíllinn er t.d. afrakstur þeirra ferða sem og stór styrkur til þýsk-íslenskrar orða- bókar, vilyrði um styrk til íslensk-danskrar orðabókar og styrkir til einstakra verkefna.“ Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlend- um tungumálum er fyrst og fremst rann- sóknastofnun í tungumálum, menningar- fræðum og málvísindum. „Stofnunin hugar vel að rannsóknum á tungumálakennslu og hagnýtingu málsins í daglegu lífi, í atvinnu- Tungumál eru lykillinn að Morgunblaðið/ÞÖK Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, segir hraða velferðarsamfélags nútímans kalla á enn öflugri varðveislu tungunnar. Tungumál hafa löngum verið Vig- dísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta, hugleikin. Í viðtali við Ragnhildi Sverrisdóttur rekur hún m.a. hugmyndir um að stofnun Háskóla Íslands í erlendum tungu- málum, sem við hana er kennd, verði alþjóðleg miðstöð tungumála.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.