Morgunblaðið - 14.08.2005, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 11
’ En því ekki það, fólki er frjálst að fá sérspássitúr, þó það sé í hóp. Ég hef alls ekk-
ert á móti þessu.‘Hafliði Jónsson, vegfarandi í Reykjavík, um gleði-
göngu samkynhneigðra.
’ Það þýðir í raun að miðborgirnar verðaofurseldar ofbeldissinnuðum, drukknum
og ælandi skríl á hverju kvöldi.‘Charles Harris dómari í grein í Times vegna áætlana
um að lengja afgreiðslutíma kráa og veitingahúsa í
Bretlandi.
’ Ég þurfti að eyða stórum hluta af kaup-inu mínu þar í fínar dragtir til þess að ein-
hver tryði því að ég væri að kenna þarna.‘Dr. Þorbjörg Hróarsdóttir, sem nýlega fékk styrk til
málvísindarannsókna, kenndi í Georgetown University
í Washington DC í eins árs rannsóknarleyfi fyrir þrem-
ur árum.
’ Ef brotið er mjög alvarlegt, t.d. „brút-al“ nauðgun, eru það auðvitað almanna-
hagsmunir að gerandanum sé stungið
inn.‘Brynjar Níelsson hrl. í umfjöllun í Morgunblaðinu um
205. grein hegningarlaganna, sem virðist ekki eiga við
ef tveir karlar eða tvær konur eiga í hlut, en í lögunum
kemur fram að refsing við ákveðnum kynferðisafbrot-
um megi falla niður ef karlinn og konan sem kynferð-
isbrotin áttu sér stað í milli gifti sig eða hefji sambúð.
’ Ég get ekki sætt mig að austurhlutinnmuni aftur ráða því hver verði næsti kansl-
ari Þýskalands. Það má ekki verða að
þetta ergilega fólk ráði örlögum landsins.‘Edmund Stoiber, leiðtogi Kristilega sósíalsambands-
ins í Bæjaralandi, systurflokks kristilegra demókrata
og keppinautur Schröders í síðustu kosningum, á fundi
með stuðningsmönnum sínum og nokkrum blaðamönn-
um.
’ Ég er þeirrar skoðunar og hef veriðlengi og fyrir þennan tíma að þessi lög
væru sett fyrst og fremst til að tryggja
réttarstöðu almennra starfsmanna. Staða
stjórnenda sem eru á alvörulaunum og eru
lykilmenn í sínum fyrirtækjum, hún er að
mínu mati allt öðruvísi.‘Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, í um-
ræðunni um fæðingarorlof karla, sem kom upp þegar
Andri Teitsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, lét af
störfum til þess að fara í fæðingarorlof.
’ Fyrir 30 árum fór bandarísk fjölskyldameð 70 sent af hverjum dollara í heimalag-
aðan mat og 30 sent í að borða úti. Nú er
skiptingin jöfn og meira en 25 sent fara í
ruslfæði. Það getur ekki gengið.‘Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem
nú berst fyrir breyttu og betra mataræði, einkum með-
al barna.
’ Þessi hlaup hafa átt sér stað á eins tiltveggja ára fresti, en þau hafa ekki valdið
neinum skaða. Maður veit þó aldrei hvað
náttúran gerir.‘Kristinn Einarsson, hjá Vatnamælingum Orkustofn-
unar, um Súluhlaupið.
’ Það situr líklega enn í fólki hvernigþetta var, en þá þurfti að smala, mjólka
kvölds og morgna og svo framvegis. Þetta
þykir gamaldags og því verður að út-
rýma.‘Sveinn Hallgrímsson, bóndi og fyrrum sauðfjárrækt-
arráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands, í tilefni af til-
raunaverkefni um nýtingu sauða- og geitamjólkur.
’ Forsætisráðherra Bretlands, TonyBlair, þarf að gera sér ljóst að Bretland,
sem þekkt er fyrir að virða mannréttindi,
má ekki verða grafreitur slíkra réttinda.‘Múslímaleiðtoginn Yasser al-Serri, eftir að lögreglan
handtók tíu menn, sem yfirvöld segja vera ógnun við
öryggi þjóðarinnar.
’ R-listinn er ekki upphaf og endir alls ístjórnmálum; menn mega því ekki missa
móðinn.‘Árni Þór Sigurðsson, oddviti Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs í borgarstjórn þegar viðræður um
samstarf R-listans sigldu í strand.
Ummæli vikunnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gleðiganga á Hinsegin dögum, sem farin var um
síðustu helgi, er sú viðamesta frá upphafi.
lífi jafnt sem menningarlífi, þar er unnið að
þýðinga- og orðabókarfræði og allt ber þetta
að sama brunni: Að öðlast læsi á hin ýmsu
menningarsvið heimsins. Ég hef unnið að
þessu hugðarefni alla ævi, allt frá því að ég
var frönskukennari í menntaskóla. Ekkert
gagnaðist mér eins vel í embætti forseta og
að geta talað erlend tungumál og hafa inn-
sýn í menningu annarra þjóða. Ég gat komið
á framfæri kynningu á íslenskri menningu
og íslenskum vörum. Ég get aldrei nógsam-
lega þakkað foreldrum mínum að hafa hvatt
mig til Frakklandsferðar í nám. Metnaður
minn fyrir hönd stofnunarinnar í erlendum
tungumálum er mikill, enda lít ég á tengingu
mína við hana sem hápunktinn á starfsævi
minni.“
Margt breytist á 25 árum
Vigdís segir að hún hafi engar efasemdir
um að hér megi koma á fót öflugri, al-
þjóðlegri stofnun á sviði tungumála. „Breyt-
ingar undanfarinna 25 ára hafa verið svo
miklar og hvers vegna ætti ekki að vera
hægt að lyfta grettistaki á næstu árum og
áratugum? Þegar ég var kjörin forseti fyrir
aldarfjórðungi var hér mikið karlasamfélag.
Við embættistökuna var ég umkringd góðum
mönnum í kjólfötum og ég hef stundum sagt
að ég hafi varla séð aðra konu í þessum hópi
en Halldóru Eldjárn. Á mörgum sviðum
sáust konur varla. Til dæmis voru konur að
stíga sín fyrstu skref innan lögreglunnar í
Reykjavík og ég var meira en ánægð með þá
snilldarákvörðun Sigurjóns Sigurðssonar
lögreglustjóra að setja eina þeirra, Ragn-
heiði Davíðsdóttur, í heiðursvörðinn við
Dómkirkjudyr. Núna hefur orðið bylting í
afstöðu til kvenna, þótt það nái auðvitað
engri átt að enn séum við stundum álitnar
annars flokks þegnar.“
Hún segist nú vera komin með þá yfirsýn
yfir lífið að hún átti sig betur á því en áður
hve merkilegt það hafi verið að Íslendingar
hafi kosið konu í embætti forseta. „Það
skiptir engu hvar í heiminum ég er, alltaf
nefnir fólk þetta sérstaklega. Kjörið vakti
rækilega athygli á landi okkar og þjóð og
mér finnst mjög gaman að ræða það við fólk,
hvort sem er í Japan eða Jórdaníu, svo
dæmi frá síðustu árum séu nefnd.“
Vigdís segir að síðustu ár sín í embætti
hafi hún notað til að hnýta nokkra hnúta, til
dæmis til að ganga frá stofnun Heimsráðs
kvenleiðtoga, sem hefur aðsetur í Harvard-
háskóla. Þar settist hún í forsæti. Heims-
ráðið fundar reglulega og hefur m.a. að
markmiði að virkja kvenráðherra heimsins.
Dagana 29. til 30. ágúst verður fyrsti heims-
fundur menningarráðherra úr röðum kvenna
haldinn í Reykjavík, í boði Þorgerðar K.
Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Áður
hafa konur í embætti fjármálaráðherra,
dómsmálaráðherra og umhverfisráðherra
víða um heim hist á slíkum fundum. Tilefni
fundarins nú er 75 ára afmæli Vigdísar í
apríl sl.
Talsmaður tungumála
Þegar Vigdís lét af embætti forseta Ís-
lands taldi hún rétt að víkja af sviði íslensks
samfélags um tíma. „Ég vissi að alþjóða-
samfélagið hafði hug á að nýta krafta mína á
einhvern hátt. Fyrst tók ég mér hins vegar
umþóttunartíma og flutti til Danmerkur þar
sem Ástríður dóttir mín fór í nám og lærði
vel dönsku, sem ég er mjög ánægð með,
enda vil ég að Íslendingar geti talað eitt-
hvert Norðurlandamálanna. Strax í upphafi
árs 1997 var ég beðin um að verða velgjörð-
arsendiherra UNESCO á sviði tungumála
og því varð umþóttunartíminn ekki langur.“
Ástæða þess að leitað var til Vigdísar var
án efa sú að hún hafði alltaf lagt áherslu á
mikilvægi menningar og tungu í fjölmörgum
ræðum sínum á erlendri grundu sem forseti
Íslands. „Ég lagði alltaf mikla áherslu á að
kynna Ísland erlendis og fann að ég náði
eyrum fólks með því að segja sögur sem
tengdust menningararfinum og fara með
ljóð. Hvar sem ég kom fann ég að kviknaði
líf í salnum þegar ég vísaði í Hávamál, Völu-
spá eða Edduna á því tungumáli sem við
átti. Íslendingasögurnar höfða líka til allra,
enda er heimsmynd þeirra skýr og þær
fjalla um eðli manneskjunnar, ást, metnað,
svik og trega. Margar fjalla um samskipti
Íslendinga við útlendinga. Menningararfur
okkar er í raun mjög alþjóðlegur.“
Vigdís hefur unnið um allan heim á vegum
UNESCO, en í starfinu felst meðal annars
að fylgjast með skrásetningu allra tungu-
mála heimsins og meta þá hættu sem að
þeim steðjar. Undanfarin fjögur ár hefur
einnig verið unnið að stóru verkefni sem
nefnist „Raddir heimsins“ (Voices of the
World) með dönskum kvikmyndagerðar-
mönnum og felst í því að myndgera öll lif-
andi tungumál í heiminum. Myndskeið um
hvert tungumál er 2–3 mínútur. Þar heyrist
tungumálið og um leið er sýndur bakgrunn-
ur menningarinnar. Nú er búið að gera
nokkur myndskeið og það fyrsta verður fært
Sameinuðu þjóðunum að gjöf á 60 ára af-
mæli samtakanna í haust. „Kofi Annan,
framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna,
hefur stutt verkefnið með ráðum og dáð,“
segir Vigdís. „Við ætlum okkur að ná, þegar
upp verður staðið, til allra tungumála heims-
ins á þennan hátt og höfum að markmiði að
þessi stuttu myndskeið verði sýnd á sjón-
varpsstöðvum í sem flestum löndum. Mynd-
irnar eru leið til að vekja fólk til umhugs-
unar um fjölbreytni tungumálanna og
verðmæti. Þau eru lykillinn að heiminum.
Auðvitað tekur fjölmörg ár, jafnvel áratugi,
að ljúka þessu verkefni og það er dýrt, en ég
vona svo sannarlega að það verði gert. Ég
hef ferðast víða til að sannfæra sjónvarps-
stöðvar um gildi þess að sýna myndirnar og
er sérstaklega ánægð með að fullvissa er
fyrir því að þær verði sýndar hér á landi.“
Vigdís segir að starf hennar að gerð
tungumálamyndanna hafi í raun verið
kveikjan að þeirri hugmynd að hér yrði
komið upp alþjóðlegri miðstöð tungumála á
vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í
erlendum tungumálum. „Við viljum tengja
öll tungumál heimsins við einn stað og gera
Ísland að miðstöð tungumála. Það er eðlilegt
að byrja á að safna málsöfnum um þau 13
tungumál sem kennd eru við Háskóla Ís-
lands, enda mundu þau vera ómetanleg við
kennslu og rannsóknir þar. En það eru líka
fleiri möguleikar fólgnir í slíkum gögnum.
Ég sé meira að segja fyrir mér stórt hnatt-
líkan eða fleiri lítil í Háskóla Íslands, sem
væri útbúið á þann hátt að fólk gæti stutt
fingri á land, heyrt tungumálið sem þar er
talað og jafnframt fengið upplýsingar um
menninguna. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu
að þessi draumur rætist og bendi á að að-
eins þeir sem koma auga á hið ósýnilega
geta framkvæmt hið ómögulega. Ég er gríð-
arlega stolt af stofnuninni sem kennd er við
mig og því góða fólki sem þar starfar. Á ráð-
stefnu sem haldin var í tengslum við afmæl-
ið mitt í vor voru margir þekktir málvís-
indamenn og það var ánægjulegt að heyra,
hve jákvæðir þeir voru gagnvart hugmynd-
inni. Margir bentu á að lega landsins væri
táknræn fyrir það starf sem þar færi fram.
Ísland er stikla á milli heimsálfa og hérna
getum við látið tungumálin mætast.“
Vigdís segir að stjórnvöld hafi staðið þétt
að baki starfi Stofnunar Vigdísar Finnboga-
dóttur í erlendum tungumálum. Nægi þar að
nefna núverandi og fyrrverandi forsætisráð-
herra og menntamálaráðherra, sem allir hafi
reynst trúir og tryggir stuðningsmenn
stofnunarinnar. Vigdís segir einnig að sá
stuðningur sem hefur verið að berast í
Styrktarsjóð SVF í tilefni af afmælunum í ár
hafi glatt hana innilega. „Enginn rær ára-
laus og þessi stuðningur er ómetanlegur.
Hið sama hefur alltaf verið upp á teningnum
í starfi mínu fyrir UNESCO. Skrifstofan er í
París og ég hef notið mikils stuðnings sendi-
ráðs Íslands þar. Ég stend í mikilli þakk-
arskuld við sendiherra þar, Sverri Hauk
Gunnlaugsson og sérstaklega Sigríði Snæv-
arr, sem ég hef unnið lengst með. Raunar á
hið sama við um sendiráð Íslands hvar sem
er í heiminum, þar er mér ávallt tekið með
kostum og kynjum. Það er afskaplega mikils
virði að eiga svona bakhjarla.“
Verðum að vera á varðbergi
Vigdís segir að Íslendingar geti ekki verið
óttalausir um tungu sína frekar en margir
aðrir. „Við þurfum að vera á varðbergi, því
ef íslenskan hverfur hættum við að vera
þjóð. Bókmenntir okkar og viðhorfið til
tungunnar gegnum aldir er hornsteinninn í
tilveru okkar. Alþjóðleg tungumálamiðstöð
hér gæti verið liður í því. Einu sinni höfðu
menn þungar áhyggjur af dönskuslettum í
íslensku máli og núna líklega enskuslettum.
Ég óttast sletturnar ekki mikið, enda beit-
um við ekki mörgum erlendum orðum fyrir
okkur miðað við hvað við kunnum þau mörg.
Hins vegar er setningaskipan að breytast og
ég hef töluverðar áhyggjur af því. Þegar
fólk segir til dæmis „ég er ekki að skilja
þetta“ þá er auðvitað ljóst að það notar ein-
göngu íslensk orð, en setningin er eins og
þýdd úr ensku. Íslenska útgáfan er „ég skil
þetta ekki“. Í íþróttamáli er þetta nokkuð
áberandi, þar er til dæmis sagt að lið hafi
verið að spila vel, þegar réttara væri að
segja að liðið hafi spilað vel. Við þurfum
ekkert að bæta við sögninni að vera í tíma
og ótíma.“
Vigdís segir hraða velferðarsamfélags nú-
tímans kalla á enn öflugri varðveislu tung-
unnar. „Á meðan við keppumst við að upp-
lifa augnablikið brýtur úthafsaldan á landinu
og molar bergið. Við verðum að gæta þess
að treysta brimgarðinn, svo við eigum ávallt
trausta og örugga lendingu.“
Siðferði í vísindum og tækni
Þótt tungumál heimsins hafi verið helsta
viðfangsefni Vigdísar um árabil hefur hún
lagt hönd á plóginn víðar. Hún var formaður
18 manna Heimsráðs UNESCO um siðferði í
vísindum og tækni. „Þetta verkefni var mjög
gefandi. Þegar ráðinu var komið á fót var að
hefjast sú mikla umræða um siðferði í vís-
indum og tækni sem enn sér ekki fyrir end-
ann á. Framkvæmdastjóri UNESCO bað
mig um tillögur að skipan ráðsins og ég leit-
aði til vísindamanna á Íslandi og bað þá að
benda á starfsbræður sína sem fjallað gætu
um siðferði í vatnsbúskap heimsins, orku-
málum og upplýsingatækni. Sem dæmi um
þau viðfangsefni sem við ræddum var það
siðleysi sem víða viðgengst, að auðhringir
eiga allt vatn á ákveðnu svæði og selja fólki
dýrum dómum. Víða ríkir einnig mikið sið-
leysi í orkumálum. Sjálfri fannst mér
skemmtilegast að kynnast upplýsinga-
tækninni og fræðast um öll þau álitamál sem
tengjast umferð gervihnatta í himinhvolfinu.
Ég hafði ekki gert mér neina grein fyrir
fjölda njósnahnatta og nú sé ég stórbygg-
ingar með öðrum hætti en áður. Ég hélt allt-
af að smáhýsi ofan á þaki þeirra hýstu lyftu-
búnað, en í raun er mjög líklegt að þar
leynist búnaður til móttöku á upplýsingum
frá gervihnöttum.“
Heimsráðið hittist 2–3 sinnum á ári, en að
auki störfuðu ýmsar undirnefndir sérfræð-
inga. Starf heimsráðsins varð grundvöllur
stefnumótunar Sameinuðu þjóðanna á þessu
sviði.
Gerir út frá verinu
Nefndarformennska við endurreisn Norð-
urbryggju í Kaupmannahöfn, sem nú hýsir
menningarhús, varð næsta verkefni Vigdís-
ar. Húsið var opnað í lok árs 2003 og er ætl-
að að kynna list og menningu Íslands, Fær-
eyja og Grænlands í Danmörku og styrkja
samskipti landanna fjögurra. „Ég heyrði
margar úrtöluraddir, en þetta hafðist með
seiglunni og hjálp góðra manna. Danskir
stjórnmálamenn tóku mér vel, enda á ég
vináttu þeirra margra. Ekki má gleyma hlut
íslenskra stjórnmálamanna, sérstaklega
Davíðs Oddssonar. Ég fæ aldrei fullþakkað
honum, bæði fyrir stuðninginn við þetta
verkefni og við mig persónulega þegar ég lét
af störfum sem forseti. Hann gerði allt sem í
hans valdi stóð til að auðvelda mér þau um-
skipti.“
Vigdís rifjar upp þegar hún stóð á sviði
Borgarleikhússins þegar það var enn í bygg-
ingu. Hún var þá forseti, en hafði barist fyr-
ir byggingu hússins sem leikhússtjóri Leik-
félags Reykjavíkur. „Þótt ég stæði á sviðinu
ætlaði ég varla að trúa að þetta væri raun-
verulegt. Tilfinningin var svipuð þegar ég
tók á móti Margréti Danadrottningu og
fleira fyrirfólki við opnun Norðurbryggju.“
Enn sér ekki fyrir endann á starfi Vigdís-
ar fyrir UNESCO, þar sem hún ber ein þá
ábyrgð að vera velgjörðarsendiherra í
tungumálum. Hún segist oft dvelja í
„verinu“, íbúð sinni í Kaupmannahöfn, og
gera út þaðan. Þó hafi hún verið meira
heima á Íslandi undanfarin ár. „Ég fór aldr-
ei að heiman, þótt margir hafi haldið að ég
væri flutt til Danmerkur. Ég hef alltaf átt
heima hérna og mun alltaf eiga heima hér.“
heiminum
rsv@mbl.is
’Aðeins eru um tveir áratugir frá því að fariðvar að ræða þörfina á að vernda tungumálin.
Og enn er erfitt að fá fólk til að skilja mikil-
vægi þess að halda tungum lifandi.‘