Morgunblaðið - 14.08.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.08.2005, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ T ruenorth er líf- legt, íslenskt fyr- irtæki sem sér- hæfir sig í að þjónusta erlend kvikmyndafyrir- tæki sem kjósa að taka efni upp hér á landi – veri það kvikmyndir, aug- lýsingar, myndbönd eða sjónvarps- efni. Þótt fyrirtækið sé ungt að ár- um býr það yfir „margra áratuga reynslu, ef ferill einstaklinganna væri lagður saman,“ segir Helga Margrét Reykdal framkvæmda- stjóri, sem gaf sér stutta stund til spjalls í miðjum Eastwood-undir- búningi, ef svo má segja, en True- north hefur yfirumsjón með Ís- landstökum kvikmyndarinnar Flags of Our Fathers, í leikstjórn Clints Eastwoods. „Við sjáum um allt frá því þeir lenda í Keflavík og þangað til þeir fljúga þaðan aftur. Við út- vegum þeim gistingu, bíla, starfs- fólk, tæki, mat … í raun allt sem þarf. Þegar kvikmyndagerðarmenn koma svona til þess að taka upp í öðru landi eru þeir að leita eftir sér- fræðiþekkingu á staðnum. Þeir eru með ákveðna lykilmenn með sér, leikstjóra, framleiðanda, tökumenn og slíkt, en leita svo að fyrirtæki sem útvegar þeim besta samstarfs- fólkið,“ útskýrir Helga Margrét. Kynntust við tökur á Tomb Raider Starfsmenn Truenorth eru allir í kringum 35 ára aldur, hafa verið í „bransanum“ frá því fyrir tvítugt, sem segir sitt um brennandi áhug- ann og, nú, reynsluna. Þetta eru Leifur B. Dagfinnsson sem hefur víðtæka reynslu sem aðstoðarleik- stjóri og framleiðslustjóri, Árni Páll Hansson, kvikmyndatökumaður og framleiðslustjóri, Rafnar Her- mannsson framleiðslustjóri og Helga Margrét, framkvæmdastjóri. Við þessi starfsheiti bætast þó mörg önnur og margvísleg, enda í eðli bransans að fjölhæfni og ráðsnilld gera gæfumuninn. „Strákarnir þekktust fyrir, en það má segja að Truenorth hafi sprottið upp frá því þegar við unn- um öll við Tomb Raider og síðar að Bond-myndinni Die Another Day – ég kynntist Leifi og Árna Páli í raun þar,“ segir Helga Margrét, en þegar þessar myndir voru að hluta teknar hér á landi störfuðu þremenning- arnir fyrir Sagafilm. Truenorth stofnuðu þau svo 2003 og ári síðar bættist Rafnar í hópinn. „Við erum í raun að gera það sama núna, undir nýju nafni. Munurinn er sá að við einbeitum okkur að því að þjónusta erlenda aðila, en kjarnastarfsemin hjá til dæmis Sagafilm og Pegasus hefur verið innlendi markaðurinn.“ Í stærri verkefnum sér True- north um að ráða undirverktaka, sem í tilfelli Flags of Our Fathers eru m.a. Eskimo Casting, Norð- NorðVestur og Fenris. Að sögn Helgu Margrétar er þetta stærsta verkefni sem boðist hefur hérlendu kvikmyndaþjónustufyrirtæki og þau líti því á það sem hnoss, enda starfi rjóminn af bandarísku kvikmynda- rgerðarfólki með Clint Eastwood – miklir fagmenn á öllum sviðum. „Og þetta gengur bara mjög fínt, und- irbúningur á tökustað gengur vel og við höfum verið mjög heppin með samstarfsfólk. Við höfum reyndar þurft að etja aðeins við íslenska veðráttu, en það er bara hlutur sem er „tæklaður“. Okkar leið er að nálgast vinnuna frá jákvæðu sjón- arhorni: Ekkert er ómögulegt – sumt tekur bara aðeins lengri tíma.“ Smæð þjóðfélagsins er kostur að því leyti að oft er hægt að bjarga hlutum snarlega, en enn meiri kost- ur er þó lífsreynsla Íslendinga. Helga tekur sem dæmi að í vor hafi umfangsmiklum bílatökum í Skafta- fellssýslu verið flýtt um heilan dag, seint að kvöldi, vegna arfaslæmrar veðurspár. Slíkt kallaði á skyndilegt endurskipulag. „Þetta er gott dæmi um hvað Íslendingar geta, með góðri samhæfingu. Við sem búum hér á þessu landi erum vön því að þurfa að kljást við náttúruöflin.“ Helga Margrét er spurð í hverju Truenorth-fjórmenningarnir séu bestir, fyrir utan að vera „meistarar í listinni að leysa vandamál,“ eins og haft er eftir auglýsingaframleiðand- anum Philippu Thomas á vefsíðu Truenorth. Helga Margrét brosir að tilvitnuninni, svarar svo: „Ég held að lykillinn að okkar fyrirtæki sé að við vinnum afskaplega vel saman, þekkjum hvert annað og styrkleik- ana vel og bætum hvert annað upp.“ Allt miðað við myndavélina Vinnan í kvikmyndagerð er yf- irleitt í miklum skorpum – þegar talað er við Helgu Margréti klukkan 18 á virkum degi játar hún að eiga fimm til sex tíma eftir af vinnudeg- inum … Af hverju er alltaf unnið lengi á tökustað kvikmynda, er hver dagur svona dýr? „Í kvikmyndagerð eru alltaf margir sem koma að verkinu; þótt verið sé að taka upp litla, ein- falda auglýsingu geta verið 30 manns á staðnum. Einnig þarf að koma miklu af tækjum á staðinn og þegar búið er að ferja þau og setja allt upp á tökustaðnum, þá fyrst er hægt að byrja vinnudaginn sem felst í tökunum sjálfum. Þannig að þetta vill teygjast svona í báða enda.“ Í öllum verkefnum er einn eða fleiri starfsmenn Truenorth á töku- stað en aðrir á skrifstofunni í Reykjavík. Því reynist þrautin þyngri að koma öllum saman í myndatöku. „Rafnar er til dæmis núna úti við tökur á myndbandi með Sigur Rós,“ tekur Helga Margrét sem dæmi, en Árni Páll og Leifur eru á vettvangi hjá Arnarfelli og Sandvík – tökur hófust þar í fyrra- dag og munu standa í einn mánuð. Helga Margrét segir þau ekki uggandi, þótt skiptar skoðanir hafi verið á leyfisveitingum fyrir tökur á svæðinu. Allt sé undir mjög góðri stjórn. „Auðvitað skiljum við það að almenningi sé ekki sama þegar hann heyrir að taka eigi upp stríðs- senur og sprengingar, en sprengja og sprengja er bara svo innilega ekki það sama í þessu samhengi,“ segir Helga Margrét og áréttar að sjónhverfingamáttur kvikmyndanna sé mikill. „Til þess að taka upp sprengingu er lítil sprengja grafin ofan í sandinn og fullt af gróður- mold og öðru sett með – svo er þetta sprengt fyrir „effektinn“. Sem er sá að mikill jarðvegur þeytist upp Listin að leysa vanda Starfsmenn Truenorth þykja meistarar í listinni að leysa vandamál, hleraði Sigurbjörg Þrastardóttir. Sérgrein þeirra er þjónusta við erlent kvikmyndagerð- arfólk. Og nú er Clint Eastwood mættur. Leifur B. Dagfinnsson, Helga Margrét Reykdal og Árni Páll Hansson, stofnfélagar Truenorth, á tökustað Fána feðranna (Flags of Our Fathers). Frá tökum á bandarískri auglýsingu fyrir Cadillac í ágúst 2004. Íslenska veðr- áttan er alltaf áskorun en vanir menn kunna til verka – líka í rigningu. Frá gerð tónlistarmyndbandsins Demons með Brian McFadden, sem Truenorth hafði umsjón með. Brian og leikstjórinn Howard Greenhalgh við Skógafoss. Tökur á listaverkinu „Truenorth“ fyrir myndlistarmanninn Isaac Julien, en verkið er nefnt eftir fyrirtækinu og hefur m.a. verið sýnt í Pompidou í París og víðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.