Morgunblaðið - 14.08.2005, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 14.08.2005, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ festingafélaginu Gaumi ehf., sem var í eigu ákærða Jóns Ásgeirs og fjöl- skyldu hans, lán vegna þriggja eft- irtaldra reikninga frá Baugi hf. vegna hlutdeildar einkahlutafélags- ins í kostnaði Baugs hf., en kröfurnar voru eignfærðar á árinu 1999 á við- skiptamannareikning einkahluta- félagsins hjá Baugi hf., samtals að fjárhæð kr. 13.010.411,00, svo sem hér greinir: [töflur ekki tiltækar] 26. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa veitt Fjár- festingafélaginu Gaumi ehf., sem var í eigu ákærða Jóns Ásgeirs og fjöl- skyldu hans, lán vegna sautján eft- irtaldra reikninga frá Baugi hf. vegna útlagðs kostnaðar fyrir einka- hlutafélagið, en kröfurnar voru eign- færðar á árinu 2000 á viðskipta- mannareikning einkahlutafélagsins hjá Baugi hf., samtals að fjárhæð kr. 6.224.951,00, sem hér greinir: [töflur tiltækar] 27. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa veitt Fjár- festingafélaginu Gaumi ehf., sem var í eigu ákærða Jóns Ásgeirs og fjöl- skyldu hans, lán vegna eftirtaldra fjögurra reikninga Baugs hf., vegna hlutdeildar einkahlutafélagsins í kostnaði Baugs hf., en kröfurnar voru eignfærðar á árinu 2000 á við- skiptamannareikning einkahluta- félagsins hjá Baugi hf., samtals að fjárhæð kr. 70.000.000,00, svo sem hér greinir: [töflur ekki tiltækar] 28. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa veitt Fjár- festingafélaginu Gaumi ehf., sem var í eigu ákærða Jóns Ásgeirs og fjöl- skyldu hans, lán vegna eftirtaldra fjögurra reikninga Baugs hf. vegna útlagðs kostnaðar fyrir einkahluta- félagið, en kröfurnar voru eignfærð- ar á árinu 2001 á viðskiptamanna- reikning einkahlutafélagsins hjá Baugi hf., samtals að fjárhæð kr. 1.293.376,00, svo sem hér greinir: [töflur ekki tiltækar] Framangreindar lánveitingar samkvæmt töluliðum 24 til og með 28 voru að fullu gerðar upp með víxli út- gefnum af einkahlutafélaginu Gaumi til hlutafélagsins Baugs, hinn 20. maí 2002, sem greiddur var 5. september sama ár. Brot ákærðu Jóns Ásgeirs og Tryggva samkvæmt 24. til og með 28. töluliðs ákæru teljast varða við 1. mgr., 104. gr., sbr. 2. tl. 153. gr., laga um hlutafélög nr. 2, 1995. VI. BROT GEGN ALMENNUM HEGN- INGARLÖGUM, LÖGUM UM BÓK- HALD, LÖGUM UM ÁRSREIKNINGA OG LÖGUM UM HLUTAFÉLÖG Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva eru gefin að sök brot á almennum hegning- arlögum, lögum um bókhald, lögum um ársreikninga og lögum um hlutafélög í eft- irgreindum tilvikum: 29. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa í samein- ingu fært og eða látið færa til tekna í bókhaldi Baugs hf. hinn 30. júní 2001, samkvæmt lokafærsluskjali endur- skoðanda dags. 27. september 2001, tvo tilhæfulausa reikninga, sem ekki áttu stoð í viðskiptum félagsins, ann- ars vegar frá P/F SMS, Þórshöfn, Færeyjum, dags. 30. júní 2001, að fjárhæð DKK 3.900.000, sem jafn- gildir ISK 46.679.000,00 og hins veg- ar frá Nordica Inc., Miami í Flórída í Bandaríkjunum, dags. 30. ágúst 2001, að fjárhæð USD 589.890, sem jafngildir ISK 61.915.000,00, eða samtals ISK 108.594.000,00 og hafa með því rangfært bókhald og oftalið tekjur Baugs hf. sem þessu nam í rekstrarreikningi árshlutareiknings hinn 30. júní 2001, sem birtur var á Verðbréfaþingi Íslands og gaf til kynna að EBITDA-hagnaður fyrstu sex mánuði ársins væri 15,6% hærri og hagnaður tímabilsins 24,6% hærri en var í raun. 30. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa fært og eða látið færa rangar og tilhæfulausar færslur um viðskipti og notkun fjár- muna í bókhald Baugs hf., þegar þeir létu færa eigin hlutabréf í hlutafélag- inu, að nafnverði kr. 40.000.000,00 en bókfærðu verði kr. 330.764.000,00, til vörslu hjá Kaupthing Bank Lux- embourg, eins og um sölu hlutabréf- anna væri að ræða til Kaupthing Bank Luxembourg, á sama tíma og bréfin voru enn í eigu Baugs hf. og ráðstafað í nafni Baugs hf. í Lúxem- borg. Bréfunum var meðal annars ráðstafað til greiðslna til nokkurra af æðstu stjórnendum hlutafélagsins. Ráðstafanir ofangreindra fjármuna voru rangfærðar í bókhaldi og duldar með eftirgreindum færslum og fylgi- gögnum: Færsla nr. 9281 dags. 30.06.1999 með texta: „Hlutabréf í Baugi seld Kaupþingi“ Lykill Heiti lykils Debet Kredit V560882-0419 Kaupþing 330.764.000,00 F 73112 Biðreikningur 330.764.000,00 Færslan, til eignar á viðskipta- mannareikningi Kaupþings hf., byggist á rangri skýringu í fylgi- skjali sem er handskrifað bréf, ódagsett og óundirritað, þar sem segir um færsluna „Kaup á eigin bréfum.(gamall samningur)“ „Baugur kaupir 5% í Baugi og fær lán hjá FBA“ „413.455.006.- Bið- reikningur“ „Selur Kaupþingi 4/5 hlut 330.764.000 út af biðreikn. D/ viðskm. KÞ“. Ytri frumgögn vantar í bókhaldið. Viðskiptamannareikn- ingur Kaupþings V560882-0419 er færður til eignar meðal annarra skammtímakrafna í árshluta- og ársreikningi félagsins. Færsla nr. S005114 dags. 07.07.1999 með texta: „Kaupþing“ Lykill Heiti lykils Debet Kredit V560882-0419 Kaupþing 165.382.000,00 B 77 SPRON 165.382.000,00 Færslan er byggð á fyrirmælum, án skýringa, um færslur á bókhalds- lykla samkvæmt fylgiskjali sem er handskrifað bréf, ódagsett og óund- irritað en með áprentuðu nafni Tryggva Jónssonar. Ytri frumgögn til staðfestingar vantar í bókhaldið. Greiðslan er framkvæmd með milli- færslu af bankareikningi hluta- félagsins í Lúxemborg, sem ekki er skráður í bókhaldi þess, inn á tékk- areikning félagsins hjá SPRON. Færsla nr. S005128 dags. 08.07.1999 með texta: „Kaupþing“ Lykill Heiti lykils Debet Kredit F 73112 Biðreikningur 21.582.000,00 B 77 SPRON 21.582.000,00 Færslan, til eignar á biðreikningi, er byggð á fyrirmælum, án skýringa, um færslur á bókhaldslykla í fylgi- skjali sem er handskrifað bréf, ódagsett og óundirritað en með áprentuðu nafni Tryggva Jónssonar. Ytri frumgögn til staðfestingar vant- ar í bókhaldið. Um er að ræða milli- færslu af tékkareikningi hlutafélags- ins hjá SPRON á bankareikning þess í Lúxemborg sem ekki er skráður í bókhaldi hlutafélagsins. Færsla nr. I00725 dags. 30.06.2001 með texta: „Kaupþing fært á fyrirframgreiddan kostnað“ Lykill Heiti lykils Debet Kredit F 73112 Biðreikningur 21.582.000,00 B 74592 Annar fyrirfram- greiddur kostnaður án vsk 21.582.000,00 Færslan, sem er millifærsla af „Biðreikningur“ og til eignar á „Ann- ar fyrirframgreiddur kostnaður án vsk“, er byggð á fyrirmælum um færslur samkvæmt bókunarblaði sem er handskrifað, ódagsett og óundirritað. Hvorki fylgir skýring millifærslunni né tilvísun í hina upp- runalegu færslu nr. S005128 dags. 8.7. 1999. Hluti ofangreindrar eignfærslu að fjárhæð kr. 21.582.000,00 var færður til gjalda á bókhaldslykla með heit- unum „Ýmislegt án vsk“ og „Ýmis- legt ófrádráttarbært“ í bókhaldi Baugs hf. með 16 mánaðarlegum færslum hver að fjárhæð kr. 900.000,00, á tímabilinu mars 2001 til júní 2002, samtals að fjárhæð kr. 14.400.000,00. 31. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa fært og eða látið færa rangar og tilhæfulausar færslur í bókhald Baugs hf., þegar þeir létu færa til eignar á viðskipta- mannareikning Kaupþings hf., kt. 560882-0419, og til tekna hjá Baugi hf. kr. 38.045.954,00 með eftirgreind- um færslum og fylgigögnum: Færsla nr. L0565 dags. 30.04.2000 með texta: „Tekjur v.ábyrgð á hlutabréfum“ Lykill Heiti lykils Debet Kredit V560882-0419 Kaupþing 25.000.000,00 F 51990 Aðrar fjár- munatekjur 25.000.000,00 Færslan, til eignar á viðskipta- mannareikningi Kaupþings hf., er byggð á fyrirmælum um færslur á bókhaldslykla, í fylgiskjali sem er handskrifað og óundirritað bréf (innra frumgagn), dags. 30.4. 2000, þar sem eftirfarandi skýring kemur fram: „Tekjur Baugs v/ábyrgðar á hlutabréfum í UVS. Heildartekjur 50 mills. 25 tekjufært í apríl samkv. TJ.“. Ytri frumgögn til staðfestingar vantar í bókhaldið. Færsla nr. L0619 dags. 30.06.2000 með texta: „Þóknun vegna hlutabréfakaupa“ Lykill Heiti lykils Debet Kredit V560882-0419 Kaupþing 13.045.954,00 F19922 Tekjur utan samstæðu án vsk 13.045.954,00 Færslan, til eignar á viðskipta- mannareikningi Kaupþings hf., er gerð án þess að viðeigandi frumgögn, ytri sem innri, liggi að baki í bókhaldi Baugs hf. 32. Ákærðu Jóni Ásgeiri og Tryggva með því að hafa fært og eða látið færa rangar og tilhæfulausar færslur í bókhald Baugs hf., um við- skipti og notkun fjármuna þegar þeir létu færa sölu á 3,1 milljón hluta í Ar- cadia Plc. til Kaupthing Bank Lux- embourg fyrir kr. 332.010.000,00 og tilhæfulaus endurkaup sömu hluta fyrir kr. 544.050.000,00. Ráðstafanir ofangreindra hlutabréfa voru færðar í bókhald Baugs hf. með eftirgreind- um færslum og fylgigögnum: Færsla nr. I00296 dags. 31.12.2000 með texta: „Lokaf. Sala hlbr. Arcadia til Kaupþ. Lux“ Lykill Heiti lykils Debet Kredit V560882-0419 Kaupþing 332.010.000,00 F65595 Erlend hlutabréf 167.399.464,00 F55505 Hagnaður af sölu hlutabréfa 164.610.536,00 Færslan byggist á óundirrituðu færslublaði frá endurskoðunarskrif- stofu Baugs hf., dags. 23.3. 2001. Engin ytri frumgögn fylgja með færslunni í bókhaldi Baugs hf. Afrit af undirrituðum en tilhæfulausum kaupsamningi lá fyrir utan bókhald- ið. Færsla nr. T000630 dags. 02.02.2001 með texta: „Sala á Arcadia hlutabréfum“ Lykill Heiti lykils Debet Kredit B 720 Íslandsbanki hf.332.010,00 B 720 Íslandsbanki hf.331.677.990,00 V560882-0419 Kaupþing 332.010.000,00 Færslan byggist á handskrifuðu blaði, ódagsettu og óundirrituðu, með skýringunni „Sala á Arcadia hlutabréfum“, auk afrits af bankayf- irliti Baugs hf. sem sýnir innborgun á reikning Baugs hf., hinn 01.02.2001, að sömu fjárhæð. Engin ytri frum- gögn fylgja með færslunni í bókhaldi Baugs hf. Greiðslan var framkvæmd með millifærslu af bankareikningi Baugs hf. í Lúxemborg sem ekki var skráður í bókhaldi Baugs hf., inn á tékkareikning hlutafélagsins hjá Ís- landsbanka. Færsla nr. L1073 dags. 11.05.2001 með texta: „Stofn- hlutafé í A-Holding“ Lykill Heiti lykils Debet Kredit F 65193 Hlutafé, A-Holding 544.050.000,00 V560882-0419 Kaupþing 544.050.000,00 Færslan byggist á handskrifuðu blaði, dags. 27.6. 2001, merkt „Jó- hanna“, með skýringunni:„1. Baugur selur K. Lúx. 3,1 m x 0,85 x 126 = 332 mills.2. Baugur kaupir aftur 3,1 m bréf x 135 x 130 = 544 mills. K. Lúx lánar.27/6 TJ og Magnús útvega skuldabréf til 5 ára með 4 afb. út- g.dagur 30/6 með áföllnum vöxtum. Bókast sem stofnframlag Baugs hf. í A-Holding (Hlutafé)“. Engin ytri frumgögn fylgja með færslunni í bókhaldi Baugs hf. til staðfestingar á að viðskiptin eða lán- veitingin hafi átt sér stað. Afrit af undirrituðum en tilhæfulausum kaupsamningi lá fyrir utan bókhald- ið. Færsla nr. I00743 dags. 30.06.2001 með texta „Lokaf. Bakf. skuld við Kaupþing.“ Lykill Heiti lykils Debet Kredit V Holding Baugur Hold- ing S.A. 544.000.000,00 V560882-0419 Kaupþing 544.000.000,00 Færslan byggist á óundirrituðu lokafærsluskjali frá endurskoðunar- skrifstofu Baugs hf., dags. 27.9. 2001, með skýringartextanum „Bakfærð skuld við Kaupþing (skuldfærist í bókhaldi B-Holding)“. Með framangreindum færslum sem tilgreindar eru í þessum 32. ákærulið hefur verið búin til skuld í bókhaldi Baugs hf., að fjárhæð kr. 212.040.000, sem ekki á við rök að styðjast. Brot ákærða Jóns Ásgeirs sam- kvæmt 29. til og með 32. tölulið ákæru teljast varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39, 1995, sbr. 3. og 5. tl. 1. mgr. 37. gr., sbr. 8. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 145, 1994, um bókhald, 2. tl. 1. mgr. 83. gr., sbr. 3. og 9. gr., sbr. 82. gr. laga nr. 144, 1994, um ársreikninga, sbr. 1. og 3. gr. laga nr. 37, 1995 og samkvæmt 29. tölulið ákæru telst brot ákærða jafn- framt varða við 1. tl. 1. mgr. 153. gr. hlutafélagalaga nr. 2, 1995. Brot ákærða Tryggva samkvæmt 29. til og með 32. tölulið ákæru teljast varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39, 1995, sbr. 3. og 5. tl. 1. mgr. 37. gr., sbr. 8. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 145, 1994 um bókhald, til vara sbr. 2. mgr. 37. gr, sbr. og 22. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, 2. tl. 1. mgr. 83. gr., sbr. 3. og 9. gr., sbr. 82. gr., laga nr. 144, 1994 um árs- reikninga, sbr. 1. og 3. gr. laga nr. 37, 1995 sbr. til vara sbr. 2. mgr. 83. gr. og 22. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940 og samkvæmt 29. tölulið ákæru telst brot ákærða jafnframt varða við 1. tl. 1. mgr. 153. gr. laga um hlutafélög nr. 2, 1995. [Enginn kafli VII er í ákærunum sem voru sendar Morgunblaðinu, og segir lögmaður eins ákærða að svo virðist sem Ríkislögreglustjóri hafi hlaupið yfir það númer í ákæru sinni. Því sé enginn kafli númer VII í ákæruskjal- inu.] VIII. BROT GEGN ALMENNUM HEGNINGARLÖGUM OG LÖGUM UM ÁRSREIKNINGA Ákærðu Jóni Ásgeiri, Tryggva, Stefáni Hilmari og Önnu eru gefin að sök brot gegn almenn- um hegningarlögum og lögum um ársreikninga í eftirgreind- um tilvikum. 33. Ákærði Jón Ásgeir, sem fram- kvæmdastjóri Baugs hf., með því að hafa, við undirbúning, gerð og fram- setningu ársreiknings vegna ársins 1998, með tilstuðlan og aðstoð með- ákærða Tryggva sem aðstoðarfram- kvæmdastjóra og yfirmanns fjár- mála hlutafélagsins, sett fram rangar og villandi sérgreiningar á liðum skammtímakrafna í efnahagsreikn- ingi þar sem fjárhæð lána, sundurlið- að ásamt upplýsingum um vexti, greiðslukjör og aðra helstu skilmála, til hluthafa, stjórnarmanna, fram- kvæmdastjóra og aðila þeim ná- tengdum, var ekki sérstaklega getið, heldur felldar undir liðinn aðrar skammtímakröfur í efnahagsreikn- ingi, auk þess sem þeirra var ekki getið í skýrslu stjórnar eða í skýr- ingum ársreikningsins eins og bar að gera. Ársreikninginn með þessum röngu og villandi sérgreiningum og án viðeigandi skýringa, áritaði ákærði Stefán Hilmar, endurskoð- andi hlutafélagsins, án fyrirvara. Lán til hluthafa, stjórnarmanna, framkvæmdastjóra og aðila þeim ná- tengdum námu í lok reikningsárs 1998 fjárhæðum sem hér greinir: [ekki aðgangur að töflum.] 34. Ákærði Jón Ásgeir, sem fram- kvæmdastjóri Baugs hf., með því að hafa, við undirbúning, gerð og fram- setningu ársreiknings vegna ársins 1999, með tilstuðlan og aðstoð með- ákærða Tryggva sem aðstoðarfram- kvæmdastjóra og yfirmanns fjár- mála hlutafélagsins, sett fram rangar og villandi sérgreiningar í liðum skammtímakrafna í efnahagsreikn- ingi þar sem fjárhæð lána, sundurlið- að ásamt upplýsingum um vexti, greiðslukjör og aðra helstu skilmála, til hluthafa, stjórnarmanna, fram- kvæmdastjóra og aðila þeim ná- tengdum, var ekki sérstaklega getið, heldur felldar undir liðinn aðrar skammtímakröfur í efnahagsreikn- ingi, auk þess sem þeirra var ekki getið í skýrslu stjórnar eða í skýr- ingum ársreikningsins eins og bar að gera. Ársreikningurinn með þessum röngu og villandi sérgreiningum og án viðeigandi skýringa, áritaði ákærði Stefán Hilmar, endurskoð- andi hlutafélagsins, án fyrirvara. Lán til hluthafa, stjórnarmanna, framkvæmdastjóra og aðila þeim ná- tengdum námu í lok reikningsárs 1999 fjárhæðum sem hér greinir: [ekki aðgangur að töflum.] 35. Ákærði Jón Ásgeir, sem fram- kvæmdastjóri Baugs hf., með því að hafa við undirbúning, gerð og fram- setningu ársreiknings vegna ársins 2000, með tilstuðlan og aðstoð með- ákærða Tryggva sem aðstoðarfram- kvæmdastjóra og yfirmanns fjár- mála hlutafélagsins, sett fram rangar og villandi sérgreiningar á liðum skammtímakrafna í efnahagsreikn- ingi þar sem fjárhæð lána, sundurlið- að ásamt upplýsingum um vexti greiðslukjör og aðra helstu skilmála, til hluthafa, stjórnarmanna, fram- kvæmdastjóra og aðila þeim ná- tengdum, var ekki sérstaklega getið, heldur felldar undir liðinn aðrar skammtímakröfur í efnahagsreikn- ingi, auk þess sem þeirra var ekki getið í skýrslu stjórnar eða í skýr- ingum ársreikningsins eins og bar að gera. Ársreikninginn með þessum röngu og villandi sérgreiningum og án viðeigandi skýringa árituðu ákærðu Stefán Hilmar og Anna, end- urskoðendur hlutafélagsins, án fyr- irvara. Lán til hluthafa stjórnarmanna, framkvæmdastjóra og aðila þeim ná- tengdum námu í lok reikningsárs 2000 fjárhæðum sem hér greinir: [ekki aðgangur að töflum] 36. Ákærði Jón Ásgeir, sem fram- kvæmdastjóri Baugs hf., með því að hafa, við undirbúning, gerð og fram- setningu ársreiknings vegna ársins 2001, með tilstuðlan og aðstoð með- ákærða Tryggva sem aðstoðarfram- kvæmdastjóra og yfirmanns fjár- mála hlutafélagsins, sett fram rangar og villandi sérgreiningar á liðum skammtímakrafna í efnahagsreikn- ingi þar sem fjárhæð lána, sundurlið- að ásamt upplýsingum um vexti, greiðslukjör og aðra helstu skilmála, til hluthafa, stjórnarmanna, fram- kvæmdastjóra og aðila þeim ná- tengdum, var ekki sérstaklega getið, heldur felldar undir liðinn aðrar skammtímakröfur í efnahagsreikn- ingi, auk þess sem þeirra var ekki getið í skýrslu stjórnar eða í skýr- ingum ársreikningsins eins og bar að gera. Ársreikninginn með þessum röngu og villandi sérgreiningum og án viðeigandi skýringa árituðu ákærðu Stefán Hilmar og Anna, end- urskoðendur hlutafélagsins, án fyr- irvara. Lán til hluthafa stjórnarmanna, framkvæmdastjóra og aðila þeim ná- tengdum námu í lok 14 mánaða reikningsárs 2001, 28. febrúar 2002, fjárhæðum sem hér greinir: [ekki að- gangur að töflum.] Brot ákærða Jóns Ásgeirs sam- kvæmt 33. til og með 36. töluliðs ákæru teljast varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39, 1995 sbr., 2. tl. 1. mgr. 83. gr., sbr. 82. gr. sbr. 43. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 144, 1994, um ársreikninga. Brot ákærða Tryggva samkvæmt 33. til og með 36. töluliðs ákæru telj- ast varða við 2. mgr. 262. gr. al- mennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39, 1995, sbr. 2. tl. 1. mgr. 83. gr., sbr. 82. gr., sbr. 43. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 144, 1994, um ársreikninga. Til vara teljast brot ákærða Tryggva varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39, 1995, sbr. 2. tl. 1. mgr. 83. gr., sbr. 82. gr., sbr. 43. gr., sbr. 36. gr., sbr. 2. mgr. 83. gr. laga nr. 144, 1994, um árs- reikninga, sbr. 22. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39, 1995. Brot ákærða Stefáns Hilmarsson- ar samkvæmt 33. til og með 36. tölu- liðs ákæru teljast varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegningarlaga nr. 19, 1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39, 1995, sbr. 2. og 3. tl. 85. gr., sbr. 82. gr., sbr. 43. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 144, 1994 um ársreikninga. Brot ákærðu Önnu samkvæmt 35. og 36. tölulið ákæru teljast varða við 2. mgr. 262. gr. almennra hegning- arlaga nr. 19, 1940, sbr. 1. gr. laga nr. 39, 1995, sbr. 2. og 3. tl. 85. gr., sbr. 82. gr., sbr. 43. gr., sbr. 36. gr. laga nr. 144, 1994 um ársreikninga. IX. TOLLSVIK OG RANGFÆRSLA SKJALA Ákærðu Jón Ásgeiri, Jóhannesi og Kristínu fyrir tollsvik og rangfærslu skjala í eftirgreind- um tilvikum: 37. Ákærði Jón Ásgeir með því að hafa við innflutning í nafni Bónuss sf. á bifreiðinni PX 256, með sending- arnr. D 779 01 11 8 US NYC 0884, gefið rangar upplýsingar á aðflutn- ingsskýrslu dags. 6. nóvember 1998, innlagðri sama dag hjá Tollstjóran- um í Reykjavík, ásamt tilhæfulaus- um vörureikningi dags. 20. október 1998, útgefnum af Nordica Inc., Miami, Flórída í Bandaríkjunum, sem tilgreindi kaupverð bifreiðarinn- ar ranglega USD 29.875,00 í stað USD 37.000,00 samkvæmt kaup-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.