Morgunblaðið - 14.08.2005, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
I. Fjárdráttur.
1) Fyrirtæki Jóns Geralds Sullen-
bergers [JGS], Nordica, fékk mánað-
arlegar greiðslur vegna ráðgjafar og
annarrar þjónustu sem JGS veitti
Baugi við innkaup og merkingar á
vörum. Þá annaðist JGS flutning var-
anna til Íslands, líkt og kemur fram í
texta reikninganna. Vegna taps á
rekstri vöruhúss Nordica voru
greiðslurnar nauðsynlegar til fram-
færslu JGS og fjölskyldu hans. Þetta
kemur fram í gögnum sem aflað var í
tengslum við málarekstur í Banda-
ríkjunum og afhent voru RLS. Meðal
þeirra gagna voru bankareikningar
hans og Nordica. Þar kemur fram að
ráðstöfun hans á þessum fjármunum
virðist vera í samræmi við þá lýsingu
sem Jón Ásgeir Jóhannesson [JÁJ]
og Tryggvi Jónsson [TJ] hafa gefið.
JGS átti umræddan bát einn eins og
kemur fram í ákærunni. Hvorki JÁJ
persónulega né Gaumur eignuðust
hlutdeild í honum heldur lánaði
Gaumur umtalsverða fjármuni til
JGS og Nordica vegna kaupa og
reksturs á bátnum. Því er vandséð
hvaða auðgunarbrot hafi átt sér stað.
Athygli vekur að þar sem RLS telur
að hér hafi verið um lögbrot að ræða
hefði embættinu skilyrðislaust borið
að ákæra JGS fyrir hlutdeild í brot-
unum. Ítarlega er gerð grein fyrir
þessu í bréfum JÁJ til RLS frá 5.
mars 2004 og 30. júní 2005. Rétt er að
taka fram að Kristínu og Jóhannesi er
ekki gefinn að sök fjárdráttur sam-
kvæmt þessum lið heldur hlutdeild í
fjárdrætti, sbr. heimfærslu ákæru-
valds til refsiákvæða í ákæru.
2) Árið 1996 gaf Bónus út ábyrgð til
handa Nordica vegna vöruviðskipta.
Umrædd ábyrgð var notuð til trygg-
ingar yfirdráttarláni sem Nordica tók
vegna vöruviðskipta samkvæmt
gögnum sem aflað var í Bandaríkj-
unum og RLS hefur í vörslum sínum.
Haustið 2003 féll ábyrgðin á Baug en
sakborningar telja fráleitt að hún hafi
staðið í tengslum við kaup á bát. Ef
svo væri hefði einnig átt að ákæra
JGS fyrir þessar sakir. Ítarlega er
greint frá þessu í bréfi JÁJ 5. mars
2004, svo og í bréfi JÁJ til RLS, dags.
5. júlí 2004.
3) Um er að ræða kostnað sem fell-
ur að stórum hluta undir risnu aðstoð-
arforstjóra. Hefur RLS verið bent á
að rannsaka þennan lið betur og ræða
m.a. við vitni sem hafa notið risnunn-
ar en því hefur ekki verið sinnt. Ekki
getur verið um fjárdrátt að ræða þar
sem allan auðgunarásetning skorti.
4) Vegna mistaka starfsmanna
Baugs láðist að innheimta aðflutn-
ingsgjöld hjá TJ. TJ hafði rætt við
viðkomandi starfsmenn um að þeir
gerðu honum reikning vegna gjald-
anna og var í þeirri trú að það hefði
verið gert og málið væri þannig af-
greitt. Ekki getur verið um fjárdrátt
að ræða þar sem allan auðgunará-
setning skorti.
II. Umboðssvik.
5) JÁJ gerði samning við seljendur
Vöruveltunnar sem umboðsmaður
kaupanda, sem skyldi tilgreindur inn-
an 30 daga. Samningurinn fól þannig í
sér sölutryggingu fyrir eigendur
Vöruveltunnar sem JÁJ var ábyrgur
fyrir. Íslandsbanki tók yfir söluferlið
og aðrir aðilar komu að málinu, sem
voru eigendur 70% hlutafjárins en
ekki JÁJ líkt og segir í ákæru. Voru
viðskiptin gerð með vitund og sam-
þykki hluthafa Baugs, sem var ekki
skráð félag á hlutabréfamarkaði á
þeim tíma. Enginn auðgunarásetn-
ingur var til staðar og fyrir liggur að
JÁJ hagnaðist ekkert á þessum við-
skiptum. Baugur (í dag Hagar hf.)
hefur hins vegar hagnast um 3,5 til 4
milljarða á viðskiptunum að mati sak-
borninga. Þessu er nánar lýst í bréfi
JÁJ 30. júní 2005.
6) Erfitt er að skilja hvað sakborn-
ingum er nákvæmlega gefið að sök í
þessum ákærulið. Þessi viðskipti
tengjast viðskiptum sem rætt er um í
athugasemdum við ákærulið 5. Þetta
er nánar skýrt í bréfi JÁJ 30. júní
2005. Vart getur það talist misnotkun
á aðstöðu að hafa selt umræddar fast-
eignir á 354 milljónir króna, sem var
markaðsvirði þeirra á þeim tíma sem
viðskiptin áttu sér stað, þegar mats-
verðið í dag er 573 milljónir króna.
7) Um er að ræða ábyrgð sem Bón-
us gaf út til handa Nordica árið 1996
vegna vöruviðskipta en ekki vegna
báts eins og sýnt hefur verið fram á
með gögnum. Vísast til svars um lið 2.
III. Fjárdráttur og umboðssvik.
8) Um var að ræða lánveitingu í við-
skiptalegum tilgangi fyrir Baug, sem
rúmast innan stöðuumboðs JÁJ sem
forstjóra félagsins. Þessir fjármunir
voru endurgreiddir fyrir lok reikn-
ingsársins 1998, án þess að það sé til-
tekið í ákæru eins og eðlilegt væri.
Eins og rakið er í athugasemdum sak-
borninga við 5. lið ákærunnar gerði
JÁJ samning til að tryggja hagsmuni
Baugs þegar það stefndi í að Vöru-
veltan yrði seld til KEA. Greiðslan
tengist með órofa hætti samningi JÁJ
við seljendur Vöruveltunnar frá deg-
inum áður, þar sem JÁJ kom fram
sem umboðsmaður væntanlegra
kaupenda. Þessi ráðstöfun var gerð
með hagsmuni Baugs að leiðarljósi,
enda jókst velta vöruhúss fyrirtæk-
isins um 18% án þess að kostnaður
færi upp svo nokkru næmi. Þetta at-
riði var ítarlega skýrt í bréfi JÁJ,
dags. 30. júní 2005.
9) Um er að ræða þóknun sem
Gaumur fékk fyrir að falla frá betri
rétti sínum vegna þátttöku í A-Hold-
ing sem stofnað var utan um fjárfest-
ingu í Arcadia. Hafa forsvarsmenn Ís-
landsbanka og KB banka, sem voru
stofnhluthafar í A-Holding, ásamt
Baugi og Gaumi, staðfest að þessir
aðilar hafi einnig fengið sams konar
þóknun fyrir að falla frá rétti sínum.
Með þessari ráðstöfun sparaði Baug-
ur um 650 milljónir króna frá þeim
samningum sem þegar höfðu verið
gerðir. Sýnt hefur verið fram á að
þóknun Gaums var hlutfallslega lægri
en bankanna. Hafði JÁJ umboð bæði
stjórnar og hluthafafundar til að
ganga frá slíkum samningum við hlut-
hafa A-Holding. Þetta hefur ítarlega
verið skýrt í bréfi JÁJ 30. júní 2005,
álitsgerð Jónatans Þórmundssonar
og með bréfi JÁJ til RLS 21. sept-
ember 2004.
IV. Fjárdráttur, umboðssvik og
brot gegn lögum um hlutafélög.
Í heimfærslu til refsiákvæða í lok
IV. kafla er Kristínu Jóhannesdóttur
ekki gefinn að sök fjárdráttur, um-
boðssvik né brot gegn lögum um
hlutafélög líkt og segir hér í upphafi
kaflans. Uppsetning í ákæru er því
bæði röng og ósæmandi að þessu
leyti.
10) Sú lánveiting sem hér er vísað
til er viðskiptalegs eðlis og var heimil
samkvæmt lögum. Umrætt viðskipta-
lán var að fullu endurgreitt eins og
kemur fram í verknaðarlýsingu. Ekki
getur verið um fjárdrátt eða um-
boðssvik að ræða þar sem allan auðg-
unarásetning skorti og engin leynd
ríkti um lánveitinguna. Ítarlega er
fjallað um óheimilar lánveitingar í
álitsgerð Jónatans Þórmundssonar.
Þar segir m.a. að undantekning í 3.
málsl. 2. mgr. 104. gr. hlutafélagalaga
heimili hlutafélagi að veita starfs-
mönnum félagsins eða tengds félags
lán til kaupa á hlutum í félaginu.
11) Hér er um að ræða hlutabréf í
Flugleiðum sem Bónus hafði upphaf-
lega keypt en við tilurð Baugs láðist
hins vegar að yfirfæra þau til félags-
ins. Þetta uppgötvaðist eftir að hluta-
bréfin höfðu verið seld og var andvirði
söluverðs bréfanna þá fært sem krafa
á viðskiptamannareikning Gaums í
bókhaldi Baugs. Krafan var lán við-
skiptalegs eðlis sem eru heimil og var
að fullu endurgreidd 20. maí 2002 áð-
ur en til húsleitar RLS kom. Ekki
getur verið um fjárdrátt eða um-
boðssvik að ræða þar sem allan auðg-
unarásetning skorti og engin leynd
ríkti um viðskiptin.
12) Til stóð að Baugur keypti hluta
af fasteigninni að Viðarhöfða 6 í félagi
við Gaum þar sem m.a. voru geymd
bókhaldsgögn frá félaginu. Hins veg-
ar láðist að ganga frá endanlegum
kaupsamningi þess efnis. Krafan var
því lán viðskiptalegs eðlis sem eru
heimil. Skuldin var að fullu endur-
greidd 20. maí 2002 áður en til hús-
leitar RLS kom. Ekki getur verið um
fjárdrátt eða umboðssvik að ræða þar
sem allan auðgunarásetning skorti og
engin leynd ríkti um viðskiptin.
13) Viðskiptatraust ehf. var sam-
eiginlegt verkefni SPRON og Bónus
um útgáfu greiðslukorta fyrir Bónus
sf., sem á þeim tíma tók ekki við slík-
um kortum. Ekkert varð af verkefn-
inu og að kröfu SPRON keypti Gaum-
ur hlutafé SPRON í Viðskiptatrausti
ehf. Samkomulag var um að Baugur
keypti umrætt hlutafé og greiddi
kaupverðið til SPRON og tók yfir
starfsemi Viðskiptatrausts. Staða á
viðskiptamannareikningnum vegna
þessa var gerð upp með kaupum
Baugs á öllu hlutafé í Viðskiptatrausti
hálfu ári síðar. Ekki getur verið um
fjárdrátt eða umboðssvik að ræða,
þar sem allan auðgunarásetning
skorti og engin leynd hvíldi yfir við-
skiptunum.
14) Framangreint viðskiptalán var
að fullu endurgreitt eins og fram
kemur í verknaðarlýsingu. Í bréfum
JÁJ 5. mars 2004 og 30. júní 2005 er
m.a. greint frá margháttuðu sam-
starfi Baugs og Gaums þar sem
Gaumur fór oft á undan í leit að fjár-
festingum og tók áhættuna af þeim.
Fjárfestingarnar voru síðan færðar
yfir til Baugs sem hagnaðist verulega
á viðskiptunum. Þessi viðskipti sem
stóðu í tengslum við einkaleyfi fyrir
Debenhams á Íslandi og síðar á Norð-
urlöndunum eru skýrt dæmi um slíkt
samstarf. Ekki getur verið um fjár-
drátt eða umboðssvik að ræða þar
sem skuldin var greidd upp og allan
auðgunarásetning skorti og engin
leynd ríkti um lánveitinguna.
15) Hér er um að ræða lán við-
skiptalegs eðlis sem eru heimil. Við-
skiptalánið var að fullu endurgreitt
20. maí 2002 áður en til húsleitar RLS
kom. Ekki getur verið um fjárdrátt
eða umboðssvik að ræða þar sem all-
an auðgunarásetning skorti og engin
leynd ríkti um lánveitinguna. Ítarlega
er fjallað um óheimilar lánveitingar í
álitsgerð Jónatans Þórmundssonar.
Þar segir m.a. að undantekning í 3.
málsl. 2. mgr. 104. gr. hlutafélagalaga
heimili hlutafélagi að veita starfs-
mönnum félagsins eða tengds félags
lán til kaupa á hlutum í félaginu.
16) Hér er um að ræða lán við-
skiptalegs eðlis sem eru heimil. Við-
skiptalánið var að fullu endurgreitt
20. maí 2002 áður en til húsleitar RLS
kom. Ekki getur verið um fjárdrátt
eða umboðssvik að ræða þar sem all-
an auðgunarásetning skorti og engin
leynd ríkti um lánveitinguna. Ítarlega
er fjallað um óheimilar lánveitingar í
álitsgerð Jónatans Þórmundssonar.
Þar segir m.a. að undantekning í 3.
málsl. 2. mgr. 104. gr. hlutafélagalaga
heimili hlutafélagi að veita starfs-
mönnum félagsins eða tengds félags
lán til kaupa á hlutum í félaginu.
17) Hér er um að ræða lán við-
skiptalegs eðlis sem eru heimil. Lánið
var að fullu endurgreitt 20. maí 2002
áður en til húsleitar RLS kom. Um-
ræddu félagi, Nordic Restaurant
Group AB, sem var handhafi rekstr-
arleyfis fyrir Pizza Hut í Svíþjóð og á
Íslandi, var m.a. ætlað að kaupa veit-
ingarekstur af norska félaginu Reitan
Gruppen, sem var þá einn af stærstu
hluthöfum Baugs. Gaumur hefur í
gegnum tíðina oft tekið upphafs-
áhættu í fjárfestingarverkefnum sem
Baugur hefur svo tekið yfir, sbr. at-
hugasemdir sakborninga við ákæru-
lið 14. Svo var í þessu tilviki. Eign-
arhluturinn í Nordic Restaurant
Group er nú í eigu Baugs. Ekki getur
verið um fjárdrátt eða umboðssvik að
ræða þar sem allan auðgunarásetning
skorti og engin leynd ríkti um lánveit-
inguna. Ítarlega er fjallað um óheim-
ilar lánveitingar í álitsgerð Jónatans
Þórmundssonar.
18) Viðskiptalánið var að fullu end-
urgreitt. Ekki getur verið um fjár-
drátt eða umboðssvik að ræða þar
sem allan auðgunarásetning skorti,
engin leynd ríkti um lánveitinguna
auk þess sem viðskiptalánið var að
fullu endurgreitt og fól því ekki í sér
áhættu fyrir Baug. Þá var Fjárfar
hluthafi í Baugi á þessum tíma. Ít-
arlega er fjallað um óheimilar lánveit-
ingar í álitsgerð Jónatans Þórmunds-
sonar.
19) Hér er um að ræða viðskiptalán
Athugasemdir sakborninga
Í skjali því sem Morgunblaðinu hefur borist frá
lögmanni eins sakborninga eru einnig settar fram
athugasemdir sakborninga við einstaka ákæru-
liði, og eru þær birtar orðrétt hér.
STJÓRNVÖLD vildu með ákær-
unum í Baugsmálinu svokallaða
brjóta Baug á bak aftur og eyði-
leggja fyrirtækið þar sem það var
stjórnvöldum ekki þóknanlegt.
Þetta segir Jóhannes Jónsson,
kenndur við Bónus, í viðtali við
Fréttablaðið í gær. Jóhannes vildi
ekki koma í viðtal hjá Morg-
unblaðinu þegar eftir því var leitað.
„Hreinn Loftsson, stjórn-
arformaður Baugs, var raunar bú-
inn að lýsa áhyggjum og vara okk-
ur við því að eitthvað væri í aðsigi
af hálfu stjórnvalda áður en inn-
rásin var gerð. Það yrðu aðgerðir
af hálfu skattayfirvalda, lögregl-
unnar eða samkeppnisyfirvalda.
Þessu lýsti hann eftir að hafa verið
á fundi í London með Davíð Odds-
syni, þáverandi forsætisráðherra.
Sá fundur var eins og menn vita
átta mánuðum fyrir húsleitina í lok
ágúst 2002,“ segir Jóhannes í
Fréttablaðinu.
„Ég er nú kominn yfir sextugt en
ég hélt að svona viðbjóður væri
ekki til hér í þessu landi. Ég hélt að
þetta væri eitthvað sem tíðkaðist
undir stjórnarfari Mugabes í Sim-
babve eða viðlíka stjórnarherrum.
En við vitum að valdið spillir og
þegar menn sitja of lengi að kjöt-
kötlunum, eins og við höfum upp-
lifað undanfarin ár, er sem stjórn-
arherrarnir fari fullfrjálslega með
vald sitt,“ segir Jóhannes.
Tilgangurinn að ná
sér niðri á Baugi
Hann segir árangurinn af
þriggja ára rannsókn Ríkislög-
reglustjóra á Baugi skila heldur
rýrum niðurstöðum, og undarlegt
að geta ekki bent á einhvern þátt
þar sem verðmæti hafa misfarist.
„Það er eins og þessi rannsókn og
málatilbúnaður hafi allur miðast að
því að ná sér niðri á okkur sem fyr-
irtæki og sem fjölskyldu og að
sverta mannorð okkar út í eitt. Mér
virðist þetta hafa verið tilgang-
urinn.“
Undir þetta tekur Jón Ásgeir Jó-
hannesson, forstjóri Baugs, í viðtali
í sama blaði, og segist hafa það á
tilfinningunni að sakborningar hafi
þegar í upphafi verið skilgreindir
sem glæpamenn og svo hafi verið
farið að leita að glæpnum.
„Það eru allt of margar tilviljanir
í þessu máli til að þær fái staðist. Í
mínum huga er alveg klárt að þessu
er stjórnað. Í hvert skipti sem við
vorum í fréttum vegna þess sem við
vorum að fást við, þá bárust fréttir
af rannsókninni. Fyrst þeir ætluðu
ekki að þingfesta málið fyrr en 17.
ágúst, af hverju lá þeim þá svona
mikið á að birta ákæruna? Það
hafði verið í fréttum að áreið-
anleikakönnun vegna Somerfield
var að ljúka. Þeir vissu vel um það.“
Segir Davíð Oddsson
hafa hótað Hreini Loftssyni
Spurður hver það sé sem stjórnar
þessu segir Jón Ásgeir: „Andrúmið
stjórnar dálítið. Það skapaðist
2001–2002 með gegndarlausum
árásum þáverandi forsætisráð-
herra [Davíðs Oddssonar] á fyr-
irtækið og hótunum hans um að
brjóta upp félagið. Ráðherrann hót-
aði Hreini Loftssyni því að opinber-
ir aðilar myndu herja á félagið. Jón
Steinar tekur að sér málið fyrir Jón
Gerald. Jón Steinar hringir í rík-
islögreglustjóra. Hversu augljóst
getur þetta verið?“
Jón Ásgeir heldur áfram: „Jón
Steinar fær flýtimeðferð án þess að
skoða gögn málsins eins og frægt
er. Menn þekkja hvernig það er að
kæra til efnahagsbrotadeildar. Það
er ekki eins og þar sé venjulega
brugðist hratt við. Í þetta skiptið
fengu þeir húsleitarheimild án þess
að kanna einu sinni hvort reikning-
urinn sem var tilefni innrásarinnar
væri debet eða kredit. Næði Baug-
ur Arcadia var ljóst að félagið yrði
orðið langstærsta fyrirtæki á Ís-
landi. Fyrirtæki sem hefði hagnast
meira en allur íslenskur sjávar-
útvegur. Það er ljóst að mörgum
stóð stuggur af því og einnig stóð
mörgum stuggur af því að við vor-
um orðaðir við nýja útgáfu Frétta-
blaðsins. Jú, það var pólitík í þessu
máli, það er klárt.“
Báðir taka þeir Jóhannes og Jón
Ásgeir fram að enginn hafi orðið
fyrir tjóni vegna sakborninganna,
og enginn kært þá vegna neins, og
segir Jóhannes hluthafa fyrirtæk-
isins, þegar það var almennings-
hlutafélag, hafa hagnast ágætlega.
„Við erum nú stærstu hluthafar
Baugs í dag þegar félagið hefur
stöðu brotaþola. Ég veit ekki hvar
eða hvernig tjónið mælist. Baugur
hefur vaxið og dafnað með ótrúleg-
um hraða fyrir atbeina þeirra ein-
staklinga sem nú eru ákærðir fyrir
brot gegn þessu sama fyrirtæki.“
Ætla að höfða skaðabótamál
Jóhannes og Jón Ásgeir segja
báðir að þrátt þrátt fyrir það sem á
undan er gengið treysti þeir dóm-
stólum, því að réttlætið sigri og
ákærðu geti haldið áfram að bera
höfuðið hátt. „Þetta mál verður sótt
af okkar hálfu allt til enda eða þar
til niðurstaða fæst. Það verður sótt
á þeim dómstigum sem völ er á hér
á landi. Við ætlum að höfða skaða-
bótamál til þess að freista þess að fá
bætt það tjón sem Baugur hefur
orðið að þola að ósekju. Menn hafa
borið ótrúlegustu sakir á okkur án
þess að geta bent á tjón eða skaða
sem fyrirtækið hefur orðið fyrir. Í
skaðabótamáli munum við ekki
undanskilja þá embættismenn sem
við teljum að framið hafi afglöp,“
segir Jóhannes. Spurður hvort
hann eigi þar við Harald Johann-
essen ríkislögreglustjóra segist
hann ætla að láta lögmenn sína um
að sækja á þau mið.
Forsvarsmenn Baugs segja stjórnvöld vera að ná sér niðri á fyrirtækinu með ákærum
„Hélt að svona viðbjóður væri ekki til“
Ætla að höfða skaðabótamál gegn
stjórnvöldum og embættismönnum