Morgunblaðið - 14.08.2005, Page 19

Morgunblaðið - 14.08.2005, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 19 Rannsóknasjóður Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Umsóknarfrestur 1. október 2005 Stjórn Rannsóknasjóðs auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum með umsóknafrest 1. október 2005. Hlutverk Rannsóknasjóðs er að styrkja vísindarannsóknir á Íslandi. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn skilgreind rannsóknarverkefni einstaklinga, rannsóknarhópa, háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. Með hugtakinu vísindarannsóknum er átt við allar tegundir rannsókna; grunnrannsóknir og hagnýtar rannsóknir. Rannsóknasjóður veitir styrki samkvæmt almennum áherslum Vísinda- og tækniráðs og á grundvelli faglegs mats á gæðum rannsóknarverkefna. Eftirfarandi atriði vega þungt samkvæmt almennri stefnu Vísinda- og tækniráðs frá 18. desember 2003 og síðari ályktunum ráðsins: • Að verkefnið stuðli að uppbyggingu á vísindalegri og tæknilegri þekkingu. • Að verkefnið hafi mikið gildi og miði að vel skilgreindum ávinningi fyrir íslenskt samfélag eða atvinnulíf. • Að verkefnið stuðli að myndun rannsóknarhópa og þekkingarklasa og stuðli að samvinnu milli háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja. • Að verkefnið feli í sér þjálfun ungra vísinda- og tæknimanna. • Að verkefnið stuðli að alþjóðlegri sóknargetu íslenskra vísindamanna og aukinni þátttöku í alþjóðasamstarfi á sviði vísinda. Rannsóknasjóður veitir þrenns konar styrki með umsóknafrest 1. október: • Öndvegisstyrki. • Verkefnisstyrki. • Rannsóknastöðustyrki. Styrkirnir eru veittir til allt að þriggja ára í senn. Umsækjendur sem hlutu styrk til verkefna árið 2005 með áætlun um framhald á árinu 2006 skulu senda áfangaskýrslu til sjóðsins eigi síðar en 1. nóvember 2005. Ítarlegar upplýsingar um styrkina og umsóknareyðublöð fyrir hverja styrktegund er að finna á heimasíðu Rannís (www.rannis.is). Þar er einnig úthlutunarstefna Rannsóknasjóðs birt í heild sinni. sem eru heimil og var að fullu end- urgreitt. Ekki getur verið um fjár- drátt eða umboðssvik að ræða þar sem allan auðgunarásetning skorti, engin leynd ríkti um lánveitinguna auk þess sem lánið var að fullu end- urgreitt og fól því ekki í sér áhættu fyrir Baug. Þá var Fjárfar hluthafi í Baugi á þessum tíma. Ítarlega er fjallað um óheimilar lánveitingar í álitsgerð Jónatans Þórmundssonar. 20) Viðskiptalánið var að fullu end- urgreitt. Ekki getur verið um fjár- drátt eða umboðssvik að ræða þar sem allan auðgunarásetning skorti, engin leynd ríkti um lánveitinguna auk þess sem viðskiptalánið var að fullu endurgreitt og fól því ekki í sér áhættu fyrir Baug. Þá var Fjárfar hluthafi í Baugi á þessum tíma. Ít- arlega er fjallað um óheimilar lánveit- ingar í álitsgerð Jónatans Þórmunds- sonar. 21) Hér er um að ræða lán við- skiptalegs eðlis sem eru heimil sem var að fullu endurgreitt 20. maí 2002 áður en til húsleitar RLS kom. Ekki getur verið um fjárdrátt eða um- boðssvik að ræða þar sem allan auðg- unarásetning skorti og engin leynd ríkti um lánveitinguna. Fram kemur í bréfi JÁJ 30. júní 2005 að greiðslum fyrir persónulegum útgjöld hafi ávallt verið haldið aðgreindum frá öðrum kostnaði og að hann hafi á öllum stundum átt inni hjá félaginu en ekki öfugt. Þá hefur RLS verið sýnt fram á að á umræddum tíma stóð Baugur ávallt í skuld við JÁJ, þar sem kaup- réttir, dagpeningar o.fl. höfðu ekki verið gerðir upp við JÁJ. 22) Hér er um að ræða lán við- skiptalegs eðlis sem eru heimil og var að fullu endurgreitt 20. maí 2002 áður en til húsleitar RLS kom. Ekki getur verið um fjárdrátt eða umboðssvik að ræða þar sem allan auðgunarásetning skorti og engin leynd ríkti um lánveit- inguna. Fram kemur í bréfi JÁJ 30. júní 2005 að greiðslum fyrir persónu- leg útgjöld hafi ávallt verið haldið að- greindum frá öðrum kostnaði og að hann hafi á öllum stundum átt inni hjá félaginu en ekki öfugt. Þá hefur RLS verið sýnt fram á að á umræddum tíma stóð Baugur ávallt í skuld við JÁJ, þar sem kaupréttir, dagpening- ar o.fl. höfðu ekki verið gerðir upp við JÁJ. 23) Hér er um að ræða lán við- skiptalegs eðlis sem eru heimil sem var að fullu endurgreiddur áður en til húsleitar RLS kom. Ekki getur verið um fjárdrátt eða umboðssvik að ræða þar sem allan auðgunarásetning skorti og engin leynd ríkti um lánveit- inguna. Fram kemur í bréfi JÁJ 30. júní 2005 að greiðslum fyrir persónu- leg útgjöld hafi ávallt verið haldið að- greindum frá öðrum kostnaði og að hann hafi á öllum stundum átt inni hjá félaginu en ekki öfugt. Þá hefur RLS verið sýnt fram á að á umræddum tíma stóð Baugur ávallt í skuld við JÁJ, þar sem kaupréttir, dagpening- ar o.fl. höfðu ekki verið gerðir upp við JÁJ. V. Brot gegn lögum um hlutafélög. 24) Hér er aðallega um að ræða út- lagðan kostnað vegna tölvu JÁJ, sem Baugur átti réttilega að greiða. Hefur greiðslukvittun þess efnis verið lögð fram í málinu. Greint hefur verið frá því í bréfum JÁJ 5. mars 2004 og 30. júní 2005 að mikil viðskipti áttu sér stað milli Baugs og Gaums og að ávallt hafi verið reynt að tryggja að hallaði ekki á Baug í þeim viðskiptum. Að mati sakborninga er þessi ákæru- liður dæmi um það hvernig leitast hefur verið við að hafa öll samskipti Baugs og Gaums gegnsæ. 25) Reikningarnir voru greiddir 20. maí 2002 áður en til húsleitar RLS kom. Hér er um að ræða reikninga sem Baugur gerði Gaumi vegna þátt- töku í rekstrarkostnaði Baugs og er m.a. rakið í bréfi JÁJ 30. júní 2005. Reikningarnir voru færðir á við- skiptareikning Gaums hjá Baugi. Út- gáfa þessara reikninga undirstrikar að mati sakborninga hversu fráleitt það er að telja að hluthafar Gaums hafi gengið í sjóði Baugs, þegar fyrir liggur að Gaumur var rukkaður um háar fjárhæðir vegna starfa JÁJ fyrir Gaum. 26) Reikningarnir voru greiddir 20. maí 2002 áður en til húsleitar RLS kom. Hér er um að ræða kostnað sem skipt var milli Baugs og Gaums. Kostnaður sem féll í hlut Gaums var færður á viðskiptareikning Gaums hjá Baugi. Útgáfa þessara reikninga undirstrikar að mati sakborninga hversu stjórnendur Baugs voru þess meðvitaðir að ekki mætti halla á Baug í samskiptum Baugs við Gaum. 27) Reikningarnir voru greiddir 20. maí 2002 áður en til húsleitar RLS kom. Hér er um að ræða reikninga sem Baugur gerði Gaumi vegna þátt- töku í rekstrarkostnaði Baugs og er m.a. rakið í bréfi JÁJ 30. júní 2005. Reikningarnir voru færðir á viðskipta- reikning Gaums hjá Baugi. Útgáfa þessara reikninga undirstrikar að mati sakborninga hversu fráleitt það er að telja að hluthafar Gaums hafi gengið í sjóði Baugs, þegar fyrir liggur að Gaumur var rukkaður um háar fjár- hæðir vegna starfa JÁJ fyrir Gaum. 28) Reikningarnir voru greiddir 20. maí 2002 áður en til húsleitar RLS kom. Hér er um að ræða kostnað sem skipt var milli Baugs og Gaums. Kostnaður sem féll í hlut Gaums var færður á viðskiptareikning Gaums hjá Baugi. Útgáfa þessara reikninga undirstrikar að mati sakborninga hversu stjórnendur Baugs voru þess meðvitaðir að ekki hallaði á Baug í samskiptum Baugs við Gaum. VI. Brot gegn almennum hegningarlögum, lögum um bókhald, lögum um ársreikn- inga og lögum um hlutafélög. 29) Kreditreikningurinn frá Nord- ica, sem raunar var hluti upphaflegra ásakana RLS um fjárdrátt við húsleit 28. ágúst 2002, var gefinn út í kjölfar samningaviðræðna milli JÁJ og JGS um afslátt vegna viðskipta milli Baugs og Nordica á tímabilinu 1992– 2002, sem námu samtals nálægt 700 milljónum króna, og óánægju vegna mikils lagers af óseldum vörum. Hér má t.a.m. vísa til tölvupósts sem RLS hefur í gögnum sínum þar sem fram koma ummæli stjórnenda Baugs um „60 milljóna króna vandræðalager“ af vörum frá Nordica. Kreditreikning- urinn frá SMS var gefinn út vegna fyrirfram greidds afsláttar í tengslum við fyrirhuguð kaffiviðskipti sem varð síðan ekkert úr. Þess skal getið að kreditreikningurinn frá SMS var bak- færður innan reikningsársins og hafði því ekki nokkur áhrif á ársreikning félagsins. Hafi sakborningar ætlað að hafa áhrif á hagnað félagsins í upp- gjöri Baugs vegna fyrstu sex mánaða ársins 2001 hefði þeim verið í lófa lag- ið að gera það með öðrum hætti, t.a.m. með því að færa aukna hlut- deild í gengishagnaði vegna hluta- bréfa félagsins í Arcadia, sbr. tilkynn- ingu félagsins til Kauphallar um sex mánaða uppgjör, dags. 3. september 2001, og draga úr gjaldfærslum vegna niðurfærslu birgða. Að öðru leyti var gerð ítarleg grein fyrir efni þessara reikninga og útgáfu þeirra í bréfum JÁJ 5. mars 2004 og 30. júní 2005 og vísast til þess sem þar segir. 30) Samkvæmt lögum í Lúxemborg kom bankinn fram sem eigandi gagn- vart þriðja aðila, svonefndur „nom- inee“ eigandi, en Baugur var svokall- aður „beneficiary“ eigandi. Hafði Baugur ekki formlegt eignarhald á þeim verðmætum sem stóðu inni á umræddum vörslureikningi, enda stóðu þau til fullnustu á kröfum bank- ans gagnvart lánum til Baugs sem fóru gegnum reikninginn. Staða á vörslureikningnum var ávallt skráð í bókhaldi Baugs en vegna sérstaks eðlis slíkra reikninga var ekki talin þörf á að færa þar sérhverja færslu. Sérstaka athygli vekur að skattrann- sóknarstjóri sá ekki ástæðu til að gera athugasemdir við umræddar færslur. Ítarlega er gerð grein fyrir umræddum vörslureikningi í bréfi JÁJ 30. júní 2005. 31) Það mun almennt talið að eign- færsla á vörslureikningum í bókhaldi félags sýni rétta stöðu og að ekki þurfi að bóka allar færslur. Ítarlega er gerð grein fyrir umræddum vörslureikn- ingi í bréfi JÁJ 30. júní 2005. 32) JÁJ og TJ er gefið að sök að hafa látið færa 3,1 milljón hluta í Ar- cadia Plc. til Kaupthing Bank í Lúx- emborg fyrir kr. 332.010.000 og end- urkaup sömu hluta fyrir kr. 544.050.000. Þannig hafi verið búin til skuld í bókhaldi Baugs, að fjárhæð kr. 212.040.000, sem ekki ætti við rök að styðjast. Hér er um að ræða viðskipti með hluti í Arcadia sem síðar gengu til baka þegar áætlanir breyttust og ákveðið var að stofna félagið A-Hold- ing utan um fjárfestingu í Arcadia. Þetta mál var endanlega frágengið í kjölfar sölu Baugs á hlutabréfum í Arcadia. Ítarlega er gerð grein fyrir umræddum viðskiptum í bréfi JÁJ 30. júní 2005. Rétt er að vekja sérstaka athygli á því að á sama tíma og sak- borningum er gefið að sök í ákærulið 29, að hafa látið færa til tekna tilhæfu- lausa reikninga og oftalið tekjur Baugs, eru sakborningar sakaðir um að hafa fært inn tilefnislausa skuld í bókhaldinu samkvæmt lið 32. Vakin er athygli á að enginn kafli með númerið VII. er í ákæru. VIII. Brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um ársreikninga. 33) Hér vísast til þess sem segir í köflum IV. og V. um meintar ólög- mætar lánveitingar. Var það mat að- ila að þessar ráðstafanir væru heim- ilar, m.a. samkvæmt 104. gr. hlutafélagalaga, og þeirra því ekki getið í ársreikningi. Vísast ennfremur til bréfs JÁJ 30. júní 2005 um meintar ólögmætar lánveitingar. Vegna ákæruliða 34–35 er vísað til athugasemda sakborninga við lið 33. 36) Vísast til athugasemda sak- borninga við lið 33. Þá er rétt að vekja athygli á yfirlýsingu KPMG Endur- skoðun hf., dags. 4. júlí 2005, sem er svohljóðandi: „Vegna ákæru Ríkis- lögreglustjóra í svonefndu Baugsmáli á hendur starfsmanni KPMG Endur- skoðunar hf. vill félagið koma eftirfar- andi upplýsingum á framfæri. Það sem starfsmanni KPMG er gefið að sök er að hafa áritað ársreikninga Baugs hf. fyrir árin 2000 og 2001 án fyrirvara en Ríkislögreglustjóri telur að tilteknar upplýsingar í ársreikn- ingunum hafi ekki verið settar fram í samræmi við lög. Hlutverk endur- skoðenda er að láta í ljós álit á því hvort reikningsskil gefi glögga mynd af afkomu og efnahag. Það er mat KPMG að endurskoðendur Baugs hf. hafi sinnt starfsskyldum sínum í sam- ræmi við lög. Álit KPMG er að áritun á framangreinda ársreikninga Baugs hf. hafi verið með eðlilegum hætti. [...]“ IX. Tollsvik og rangfærsla skjala. 37. Ásökun um brot er alfarið hafn- að. Lögregla hefur ekki gert reka að því að rannsaka nánar sakargiftirnar sem byggjast alfarið á framburði JGS sjálfs. Ættu ásakanirnar við rök að styðjast væri JGS augljóslega sek- ur um hlutdeild í meintum brotum. Engin ákæra hefur verið gefin út á hendur JGS. Gerð er grein fyrir þess- um innflutningi í bréfi JÁJ 5. mars 2004. Vegna ákæruliða 38–40 er vísað til athugasemdar við ákærulið 37.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.