Morgunblaðið - 14.08.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.08.2005, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hún er fædd og uppalin áHofteignum og segirmeð eftirsjá að þau túnsem hún hljóp um sembarn séu öll komin und- ir byggð. Stúdent frá Menntaskólan- um við Hamrahlíð fór hún beint í læknisfræði við háskólann, sem lá þó ekki beint við, raungreinarnar áttu vel við hana, en löngunin til að vinna með fólk varð ofan á og leiddi hana í læknisfræði. Eftir að hafa leyst af á geðdeild á háskólaárunum stóð hugur hennar til framhaldsnáms í geðlækn- isfræði, sem hún nam í Svíþjóð; fyrst í Linkjöbing, þar sem hún kláraði sér- fræðinginn með öldrunargeðlæknis- fræði sem undirgrein, og í Uppsölum, þar sem hún varð doktor. Eftir fjór- tán ára nám og starf í Svíþjóð kom hún heim á liðnu hausti og starfar nú á öldrunarsviðinu á Landakoti. – Af hverju komstu heim aftur? „Það var fjölskyldan sem togaði. Fyrir þremur árum eignuðumst við hjónin dóttur og mér fannst mikil- vægt að hún hefði sína íslenzku stór- fjölskyldu við höndina. Maðurinn minn var mjög fús til þess að flytja og fékk starf við sitt hæfi. Það eru kostir og gallar við allt. Í Svíþjóð er meiri skilningur á því að foreldrar þurfi að sinna börnum sín- um, en fjölskyldutengslin eru snubb- óttari en hér. Eitt það fyrsta, sem ég rakst á í starfi mínu í Svíþjóð, voru sjúklingar, sem ekki þekktust hér heima. Þetta var ungt fólk í sinni fyrstu ástarsorg. Þegar ég spurði, hvort það gæti ekki rætt málið við einhvern fjölskyldu- meðlim, þá sagðist það að vísu eiga fjölskyldu, en væri ekkert að ónáða hana með svona löguðu. Hér heima er sjálfsagt að fjölskyldan sé til staðar þegar erfiðleikar steðja að. Ísland er stórfjölskylduríki. Svíþjóð er aftur á móti vinnuríki, þar sem allt eru svo miklu ósveigj- anlegra.“ Bylting í klínískum rannsóknum á heila „Það má segja að minn gamli raun- greinaáhugi hafi fengið svolítið pláss í doktorsvinnu minni, sem snerist um rannsóknir í „Pet, positron emission camera“, en þeim fylgja miklir út- reikningar.“ – Hvað er „PET“ eiginlega? „Það mætti þýða það sem jáeinda- útgeislunarmyndavél. Þetta er tæki, sem gerir kleift að kortleggja starf- semi líkamans. Þetta gefur t.d. mögu- leika á að staðsetja efnaskipti líkam- ans og meta lyfjaáhrif. Með vélinni er hægt að sjá hvort lyf sem verið er að þróa hafi tilætluð áhrif og í hvaða skömmtum þegar á fyrstu stigum þróunarinnar. Þannig hefur hver tíminn styst frá því að ný lyf verða til þangað til þau koma á mark- aðinn og þrónuarkostnaðurinn sam- tímis lækkað. Fyrir tilkomu þessa tækis var ekki auðvelt að rannsaka heilann í lifandi verum og eftir andlátið verða breyt- ingarnar í heilanum svo hraðar, að lít- ið er á rannsóknum þá að græða. Þetta tæki hefur því valdið bylt- ingu í klínískum rannsóknum á heil- anum. Í fyrstu álitu menn, að við heilarannsóknir myndi duga að skoða bara eina manneskju og þar með væru fengin svör til frambúðar. En þetta er nú aldeilis ekki svo einfalt, því við rannsóknir koma upp fjölmörg álitamál og túlkunaratriði. „Auk þess er tækið gulls ígildi fyrir aðra sjúklinga þar sem það nýtist til þess að leita að krabbameinsmein- vörpum á byrjunarstigi.“ Ína segir, að nú sé til umræðu að kaupa svona „PET“-tæki á Landspít- ala – háskólasjúkrahús. Rannsóknir Ínu hafa beinzt að framleiðslu heilans á boðefninu seró- tónín, sem er framleitt út frá amínó- sýrunni tryptofan, sem kemur úr fæðu. Í taugunum umbreytist tryp- tofan; fyrst í 5-hydroxytryptofan, sem myndar svo serótónín. Serótónín er talið gegna afgerandi hlutverki við kvíða og þunglyndi. Ína segir, að notkun lyfja, sem auka framboð seró- tóníns í heila, hafi gefið góða raun gegn þessum sjúkdómum og því hef- ur verið talið að minnkun þessa efnis geti verið grunnvandamálið. Í rann- sóknunum er notað geislamerkt 5- HTP, sem talið er fara sömu leiðir úr blóðinu upp í heilavefinn og sjálf am- inósýran tryptofan. Þannig fæst mælikvarði á það hversu mikið heil- inn tekur upp af þessu forstigsefni og með flóknum reikniaðferðum er hægt að sjá hversu hratt serótónín er fram- leitt í heilanum. Í Uppsölum rannsakaði Ína á þennan hátt í „PET“-tækinu áráttu- sjúkdóm, félagsfælni og þunglyndi, en allir þessir sjúkdómar svara seró- tónínörvandi lyfjum. Hún segir að al- mennt sagt um niðurstöðurnar stað- festi þær, að við þunglyndi sé um útbreidda minnkun á flutningi bygg- ingarefnis serótóníns til heilans að ræða, en við kvíðasjúkdóma svo sem félagsfælni og áráttuhegðun sjáist minnkanir á afmörkuðum en kvíða- tengdum heilasvæðum. Eftir meðferð þunglyndra einstak- linga með serótónínörvandi lyfjum varð aðflæði þessa byggingarefnis eins og hjá frísku fólki. Stærsta rannsóknin í doktorsverk- efninu segir Ína að hafi verið byggð á hópi fólks, sem þjáðist af félagsfælni. Hún segir að löngum hafi verið tal- ið að félagsfælið fólk væri ekki veikt, menn sögðu „það er bara svona feim- ið“ og þar við sat. Rannsóknir hafa hins vegar leitt í ljós, að þarna er um sjúkdómsferli að ræða og rannsóknir Ínu staðfestu af hverju lyf gagnast gegn félagsfælni. „Það sem mér fannst mest sláandi var hvað hægt var að hjálpa mörgum mikið með tiltölulega litlum aðgerð- um, sem er mikill ávinningur ekki bara fyrir einstaklinginn en líka þjóð- félagið þar sem hver vinnufær ein- staklingur er dýrmætur.“ Ína rekur, að félagsfælni byrji gjarnan snemma hjá einstaklingnum, hann hættir í skóla vegna vaxandi krafna um að tjá sig í og frammi fyrir hópnum og á síðan stöðugt erfiðara uppdráttar, hrökklast undan í at- vinnulífinu og verður fælinn. Þau svæði í heilanum þar sem minni upp- taka serótóníns sést hjá þessu fólki eru svæði tengd tilfinningastjórnun og minni. Stór hluti þessa fólks hættir í skóla og vinnu og oft fær það svo aðra sjúk- dóma eins og þunglyndi. „Ég get sagt þér gott dæmi af manni sem þjáðist af fælni og hrökkl- aðist burt úr draumanáminu. Með réttum aðgerðum komst hann aftur á réttan kjöl og tók sína doktorsgráðu á undan mér.“ Ína og samstarfsmenn hennar rannsökuðu fólk á eyjunni Gotlandi og í Stokkhólmi, en fundu ekki áber- andi mun á tíðni félagsfælni á þessum tveimur stöðum, sem Ína segir að hafi komið óvart. Rannsóknirnar leiddu í ljós, að um 15% Svía þjást af fé- lagsfælni. Til eru eldri rannsóknir á Íslandi, sem segja tíðnina vera allt að 4%. Ína segir þetta vera lága tölu og gizkar á að tíðnin liggi nú á bilinu 7– 12%. Í framhaldi af doktorsverkefni Ínu rannsökuðu hún og sex aðrir „gamalt þrætuepli“; hvort dygði betur huglæg atferlismeðferð eða lyfjameðferð. Hún segir, að niðurstaðan hafi orðið eins konar fræðileg bræðrabylta; báðar aðferðirnar breyttu starfsemi heilans á svipaðan hátt í þeim hlutum hans sem talið er að hafi afgerandi áhrif á kvíðastjórnun. Aldraðir þurfa á mark- vissri geðþjónustu að halda Þegar Ína er nú komin heim og tekin til starfa á öldrunarsviðinu á Landakoti, telur hún ýmislegt mega betur fara hjá okkur. „Þegar ég kom heim og var að leysa af sá ég margt, sem mér fannst mega gera betur, eða öllu heldur sem ég saknaði frá Sví- þjóð. Hér blasir við skorturinn á sér- stakri öldrunargeðdeild með göngu- deild og sterkum heimateymum. Víð- ast hvar erlendis hafa verið byggðar upp sérstakar öldrunargeðdeildir, þar sem hægt er að leggja inn sjúk- linga. Jafnframt er lögð áherzla á heimateymi, þar sem hjúkrunarfræð- ingar og starfsmenn heimaþjónustu taka höndum saman um að tryggja að aldraðir með geðvandamál geti eins og aðrir dvalið sem mest og lengst heima hjá sér. Æskilegt væri að auka mjög þjónustuna við aldraða heima fyrir. Í Svíþjóð er minna um langdval- arheimili en meiri möguleikar á að fá góða þjónustu heim. Ína undirstrikar einnig að aldraðir þurfi á markvissri geðþjónustu að halda. Það breytist svo margt bæði félagslega og líkamlega, þegar fólk kemst á efri ár. Um það bil 7% af 75 ára fólki þjást af þunglyndi, þar sem einkennin eru oft óljós og geta líkzt líkamlegum kvillum sem oftar en ekki eru einnig með í myndinni. Eldra fólki er því oft þvælt fram og aftur í kerfinu. Ef það fær ekki rétta með- ferð er hætta á því að það leggist í rúmið, endurhæfingin verður erfiðari og hafi fólk enga fótavist eykst hætt- an á líkamlegum kvillum og ótíma- bærum dauðsföllum. Kostnaðurinn við allt þetta ferli getur orðið mikill. Meðferð geðrænna einkenna hjá eldra fólki er flókin, þar sem það hef- ur hægan bruna, glímir við önnur lík- amleg vandamál og tekur kannski yf- ir tíu önnur lyf. Allt þetta eru hlutir sem taka verður tillit til og sýnir hversu mikilvægt er að þessi þjónusta sé sérhæfð. Hér á landi er því mikið verk fyrir höndum. Það finnast t.d. einstaklingar með alvarleg geðræn vandamál á elliheimilum sem eiga ekki sjálfsagðan kost á sérhæfðri að- stoð. Það eiga allir að eiga jafngóðan að- gang að geðþjónustu, byggða á hæstu þekkingu; ungir sem aldnir. Öldrunarþjónustan hér er mjög góð hvað varðar heilabilaða og öldr- unarlæknar sinna vel líkamlegu ástandi fólks. Því væri óskandi að við gætum boðið jafn góða öldrunargeð- þjónustu. Til dæmis er að byggja hana í tengslum við öldrunarsviðið og í samvinnu við þá sem sinna öldruð- um. Þá nýttist líka það vel uppbyggða kerfi sem er til staðar. Þannig myndi nást kostnaðarleg samhæfing. Einnig hefur gott aðgengi að líkamslæknum greinilega kosti. Ég held að við Ís- lendingar höfum gullið tækifæri til þess að gera góða hluti í þessum mál- um sem öðrum.“ Talið berst að tillögu til þingsálykt- unar, sem Ágúst Ólafur Ágústsson er fyrsti flutningsmaður að, um rann- sóknir á þunglyndi meðal eldri borg- ara. Eftir fyrri umræðu var tillögunni vísað til heilbrigðis- og trygginga- nefndar. Ína segir umfang þunglyndis með- al eldri borgara út af fyrir sig þekkta stærð, en hendir á lofti ummæli í greinargerðinni um skort á stofnun innan heilbrigðisgeirans hér á landi, sem fæst við þunglyndi eldri borgara. „Við þurfum að fá slíka stofnun sem fyrst,“ segir hún með þunga. Þrír Somalkettir í fjölskyldunni Ekki þarf að spyrja um áhugamál Ínu Marteinsdóttur. Það sprangar um húsið í líki þriggja Somalkatta. Einn þeirra gerir sér dælt við mig, nuddar sér upp við fætur mér og stekkur svo upp á borð, þar sem hann spígsporar fram og aftur yfir skrif- blokkina. „Mér er sagt að þegar ég var barn hafi ég sagzt ætla að verða heila- skurðlæknir og búa fyrir utan bæinn með fullt af dýrum. Það má eiginlega segja að ég hafi látið þetta rætast á Morgunblaðið/Eyþór Ína Marteinsdóttir: Á elliheimilum hef ég rekizt á einstaklinga, sem eiga ekki kost á sérhæfðri geðhjálp. Hún vill aðgerðir í mál- efnum yngstu þjóðfélags- þegnanna og þeirra elztu; veikindi leikskólabarna séu of mikil og aðgengi aldraðra að sérhæfðri geðhjálp of lítið. Í samtali við Freystein Jó- hannsson segir Ína Marteins- dóttir hug sinn til þessa, fjallar líka um félagsfælni og Somalkettirnir hennar spíg- spora inn í samtalið. Okkur bráðvantar öldrunargeðdeild
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.