Morgunblaðið - 14.08.2005, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 27
Akranes Ófeigur Gestsson 431 4383 892 4383
Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600
Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672
Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 897 4236
Bíldudalur Gísli Snær Smárason 456 2207 456 2158
Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019 864 4820
Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965
Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474
Breiðdalsvík Marenia Kristín Hrafnkelsd. 475 6662 8606849
Búðardalur Aron Snær Melsteð 434 1449
Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039
Djúpivogur Helgi Týr Tumason 478 8161 864 9207
Egilsstaðir Þurý Bára Birgisdóttir 471 2128 8620543
Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123
Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315
Fáskrúðsfjörður Jóhanna S. Eiríksdóttir 475 1260 475 1370
Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885
Garður Erla Ösp Ísaksdóttir 848 5361
Grenivík Hörður Hermannsson 463 3222 848 3397
Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608
Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148
Grundarfjörður Bjarni Jónasson 4386858/8549758/894 9758
Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522
Hellissandur Hafdís Gísladóttir 436 6925 894 9284
Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478
Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140
Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823
Húsavík Elísabet Sigurðardóttir 894 0387 464 1987
Hvammstangi Harpa Vilbertsdóttir 451 2455 892 0644
Hveragerði Úlfar Andrésson 483 4694 893 4694
Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 4878172/8931711/853 1711
Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416
Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463
Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024
Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818
Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112
Laugarás Hjörtur Freyr Snæland 486 8874
Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679
Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 477 1124
Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2650 866 7958
Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 899 6904
Patreksfjörður Sigríður Valdís Karlsdóttir 456 1119 846 8346
Raufarhöfn Örvar Sigþórsson 456 1287
Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488 892 0488
Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900
Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783
Reykjahlíð v/Mýv. Þórunn Snæbjörnsdóttir 464 4464
Sandgerði Jóhanna Ósk Gunnarsdóttir 423 7330 821 7330
Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 854 7488
Selfoss Sigdór Vilhjálmsson 846 4338
Seyðisfjörður GB Bjartsýn ehf, Birna 472 1700 897 0909
Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067
Skagaströnd Kristín Björk Leifsdóttir 452 2703 849 5620
Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 430 1414
Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864
Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244
Súðavík Anna Elísa Karsldóttir 456 4945
Tálknafjörður María Berg Hannesdóttir 456 2655
Vestmannaeyjar Harpa Björgvinsdóttir 586 8036 695 2599
Vík í Mýrdal Æsa Gísladóttir 867 2389
Vogar Vilborg S. Helgadóttir 424 6653 616 2075
Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 820 6788
Ytri-Njarðvík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 820 3463
Þingeyri Hildur Sólmundsdóttir 456 8439 867 9438
Þorlákshöfn Íris Valgeirsdóttir 483 3214 8486214
Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 468 1515
DREIFING MORGUNBLAÐSINS
Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni
Staður Nafn Símanúmer Staður Nafn Símanúmer
Um daginn sá ég írska konu ísjónvarpinu taka við rösklega
9 milljarða króna ávísun – hæsta
vinningi í lottói sem fólk í mörgum
Evrópulöndum tók þátt í.
Ég hagræddi mér betur í sóf-
anum og sökkti mér ofan í dag-
drauma, – hugsa sér ef það væri ég
sem hefði fengið þennan vinning!
Ég velti alvar-
lega fyrir mér
hvað ég myndi
gera við alla þessa
peninga en niður-
staðan kom sjálfri
mér talsvert á
óvart.
Þegar ég var
búin að borga í
huganum allar skuldir velti ég fyrir
mér að fá mér nýjan bíl. Við nánari
athugun fannst mér þess ekki endi-
lega þurfa, ég á ágætan bíl sem er
sjálfskiptur og ekki mjög stór svo
ég get lagt í flest stæði. Strangt til
tekið þarf ég ekki nýjan bíl, ég
kemst ágætlega ferða minna á þeim
sem ég á.
Nú jæja, þá var að athuga með
hús – kannski glæsivillu? Ég hugs-
aði um húsið mitt sem ég er búin að
eiga svo margar ævistundir í, bæði
glaðar og erfiðar, og komst að raun
um að ég vildi alls ekki skipta um
hús, mér þykir vænt um húsið mitt,
kannski mætti lappa upp á ýmislegt
smálegt – en ég þyrfti svo sem eng-
an milljarðalottóvinning til þess.
Þá leiddi ég hugann að ferðalög-
um sem svo mörgum þykja æði eft-
irsóknarverð.
Innra með poppaði upp sú skoð-
un að ég hefði ferðast alveg nóg um
dagana. Ég hef sannreynt að þótt
umhverfið sé svolítið öðruvísi er líf-
ið hvar sem er æði svipað. Í flest
mín ferðalög hef ég auk þess farið
með kvíðahnút í maganum vegna
flughræðslu, „glætan að ég færi í
fleiri ferðalög en ég þyrfti, ég
myndi jafnvel vera til í að borga
slatta af lottóvinningnum til þess að
þurfa ekki að fara í flugvél oftar“,
hugsaði ég.
Kannski að ég keypti mér þá
snekkju, það er víst mjög eftirsókn-
arvert farartæki. En þá þyrfti ég
að lifa á sjóveikitöflum, – „það er
ekkert líf“, tautaði ég við sjálfa
mig. Snekkjukaupin gengu því til
baka.
En ég gæti keypt mér jörð – eða
hvað? Ég á raunar svolítinn
jarðarpart sem ég hef aldrei hirt
um að byggja sumarhús á, það
benti óneitanlega til þess að ég
væri ekki mjög áhugasöm um
sumarhúsabyggingu eða frístunda-
hússbyggingu eins og það heitir
núna.
En ég gæti þá kannski gert mjög
vel við mig í mat. – Nei, það gengi
alls ekki, ég er þvert á móti að
reyna að minnka við mig átið. Ekki
yrði sjón að sjá mig ef ég æti fyrir
900 milljarða – slíkt kæmi alls ekki
til mála.
Föt þá? Já, ég gæti kannski
keypt mér pels og orðið verulega
fín frú – hárfeld eins og vinkona
mín kallar það. „Eventúelt“ gæti ég
það – og keypt líka fleira af öðru
fatakyns, en ég er raunar ekki á
slíku flæðiskeri stödd hvað fatnað
snertir að slík kaup myndu skipta
sköpum. Þannig var nú það.
Þessu næst fór ég að hyggja að
þörfum þeirra sem mér þykir vænt
um. Fólkið mitt er ekki húsnæð-
islaust þannig að ég þarf ekki nauð-
synlega að koma því til hjálpar og
ekki er gott að taka af fólki sjálfs-
bjargarviðleitnina, það væri bjarn-
argreiði. Smávegis aðstoð gæti
kannski komið að gagni en ekki
meiri en svo að lottóvinning þyrfti
til.
Smám saman fór ég þannig yfir
alla flóruna og fann að ég hefði
bara hreint ekkert með þennan
mikla vinning að gera.
Þvert á móti rann upp fyrir mér
að hann gæti orðið mér til trafala,
hann myndi raska öllu jafnvægi í
lífi mínu og líklega svipta mig því
sem mér er mikilvægast af öllu, það
er sjálfri lífsbaráttunni. Baráttu-
völlurinn er skemmtilegt kjörlendi
og það er ekkert gaman að baráttu
nema hún hafi einhvern tilgang.
Lífsbaráttan gefur lífinu gildi og
fyllir mann stolti ef vel gengur.
Alltof miklir peningar myndu eyði-
leggja þessa tilfinningu. Annað
gæti líka gerst, – samband mitt við
annað fólk gæti breyst. Félagsleg
auðlegð er að mínu mati sú auðlegð
sem mestu skiptir. Enginn maður
er fátækari en sá sem ekki á góða
fjölskyldu og vini. Betra er að eiga
einn góðan vin en fjölda kunningja.
Fólk sem hefur grun um að aðrir
vilji einkum þekkja það vegna pen-
ingaeignar eða valda er ekki öf-
undsvert. Sem sagt; við núverandi
aðstæður er ég ekki í þörf fyrir
stóran lottóvinning.
Allt myndi hins vegar líta öðru-
vísi út ef ég ætti ekki hús, bíl, föt
né mat. Þá gæti mátulegur lottó-
vinningur verið hrein guðsgjöf. En
sá sem á allar helstu lífsnauðsynjar
fyrir getur litlu bætt við þótt hann
eignist mikinn auð; það er aðeins
stigsmunur en ekki eðlismunur á
því að kaupa dýrara eða flottara og
getur varla nema skamma stund
gert lífið skemmtilegrra. Við
skyndileg auðæfi getur hins vegar
tapast ýmislegt það sem ekki verð-
ur metið til peninga. Reynsla fólks
og ótal sögur þar um hafa sýnt svo
ekki verður um villst að ríkt fólk og
frægt er hvorki lífsglaðara né ham-
ingjusamara en hinir sem minna
eiga – jafnvel þvert á móti.
Í samfélagi okkar hefur umræð-
an um peninga verið æ fyrirferð-
armeiri seinni árin. Önnur verð-
mæti lífsins hafa minna verið rædd
og sum eru jafnvel gleymd að því
er virðist. Í uppsveiflunni núna er
þetta áberandi, en ekkert stendur í
stað í þessum heimi þar sem allt er
á hverfanda hveli, – líklega munu
þeir tímar aftur renna upp að hin
innri verðmæti munu hefjast til
vegs og virðingar á ný og pen-
ingahyggjan lúta í lægra haldi í bili.
Á sama hátt og sár fátækt fer oft
illa með fólk getur hömluleysi mik-
illa auðæfa líka gert einstaklingum
og fjölskyldum mikið mein.
„Allt kann sá sem hófið kann,“
segir í Gísla sögu Súrssonar. – Í
þessum orðum eru mikil sannindi
fólgin.
ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Hvernig væri að
vinna í lottó?
Allt kann sá
sem hófið kann
eftir Guðrúnu
Guðlaugsdóttur
mbl.is
smáauglýsingar
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn