Morgunblaðið - 14.08.2005, Page 28

Morgunblaðið - 14.08.2005, Page 28
28 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ 10. ágúst 1975: „Íslendingar eru fámenn þjóð, um 217.000 einstaklingar, sem eiga sam- eiginlega hagsmuni, í nútíð og framtíð, bundna nokkrum meginatriðum.  Útfærsla fiskveiði- landhelgi okkar, eðlileg stofn- stærð og nýting nytjafiska á Íslandsmiðum eru og verða höfuðforsendur verðmæta- og gjaldeyrissköpunar þjóð- arbúsins. Undirstaða þeirra þjóðartekna, sem velferð- arþjóðfélagið og lífskjör okk- ar gundvallast á.  Fiskvinnslubæirnir, sem margfalda útflutnings- verðmæti sjávaraflans, mynda framleiðslukeðju á ströndinni umhverfis landið allt. Þeir eru talandi dæmi þeirrar þjóðarnauðsynjar, að landið sé allt í byggð.  Atvinna og afkoma íbúa kauptúna og kaupstaða á landsbyggðinni byggjast jöfn- um höndum á sjávarútvegi, úrvinnslu landbúnaðarafurða og margháttaðri iðnaðar- og verzlunarþjónustu við að- liggjandi landbúnaðarhéruð.  Tækniþróun landbún- aðar og sjávarútvegs hefur stuðlað að stóraukinni fram- leiðni í þessum atvinnugrein- um, þrátt fyrir minnkandi mannafla. Ljóst er því, að þriðja atvinnugreinin, iðn- aðurinn, sem raunar byggir að stórum hluta tilveru sína á hráefnum landbúnaðar og sjávarútvegs, verður að taka við stórum hluta þess viðbót- arvinnuafls, sem í næstu framtíð leitar sér atvinnu á ís- lenzkum vinnumarkaði.  Nýting innlendra orku- gjafa, vatnsafls og jarðvarma, sparar, á sama hátt og land- búnaðarframleiðslan, ótalda milljarða í annars óhjá- kvæmilegri gjaldeyriseyðslu. Þessar orkulindir eru ekki einungis forsenda þess iðn- aðar, sem vinnur úr inn- lendum hráefnum, heldur jafnframt vettvangur stór- iðju, sem er ný stoð undir at- vinnu- og efnahag þjóð- arinnar.“ 11. ágúst 1985: „Þeir skipta tugum ef ekki hundruðum hér á landi, sem treysta á heimsþjónustu breska rík- isútvarpsins BBC – BBC World Service – vilji þeir hluta á greinargóðar og óhlut- drægar fréttir hvaðanæva úr veröldinni. Þá er öllum lands- lýð ljóst, að við gerð sjón- varpsþátta stendur BBC framarlega. Þessi merkilega útvarpsstöð hefur áunnið sér slíkt traust á 53 ára ferli að með ólíkindum er, talið er til dæmis að um 100 milljónir manna um víða veröld hlusti á það, sem heimsþjónustan ein býður. Það þarf því engan að undra, að það vakti heims- athygli, þegar starfsmenn allra rása BBC bæði í hljóð- varpi og sjónvarpi lögðu niður störf í sólarhring á miðviku- daginn til að mótmæla því, sem þeir kölluðu óeðlileg af- skipti ef ekki ritskoðun af hálfu bresku ríkisstjórn- arinnar. Deilan snerist í stuttu máli um það, hvort senda ætti út í sjónvarpinu þátt, þar sem tveir for- ystumenn öfgahópa kaþ- ólskra og mótmælenda, hinna stríðandi fylkinga á Norður- Írlandi, fengu tækifæri til að láta ljós sitt skína. Í BBC World Service var leikin tón- list í 24 klukkustundir en á 15 mínútna fresti las þulur til- kynningu og baðst afsökunar á því að venjuleg dagskrá félli niður.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. A ldamótapólitíkin fyrir rúm- um hundrað árum er heillandi, sennilega áhuga- verðasti kafli íslenzkrar stjórnmálasögu. Og það er skiljanlegt. Þá var tekizt á um framtíð íslenzku þjóð- arinnar, í hvaða farveg ætti að beina lokasókn sjálfstæðisbaráttunnar. Þeir einstaklingar, sem við sögu komu, voru allir hver með sínum hætti sérstakir persónuleikar. Á milli þeirra voru margvísleg tengsl eins og alltaf í stjórnmálum. Og þeir höfðu mismunandi bak- grunn. Sumir telja að grundvallarþátturinn í pólitískum átökum þessara ára hafi verið sá, að höfðingjarnir, forystumenn ættarveldanna, hafi tekizt á við utangarðsmenn og að forystumaður hinna síðarnefndu hafi verið dr. Valtýr Guð- mundsson. Þeir, sem fóru í gegnum íslenzka skólakerfið um miðja 20. öldina, fengu mjög skýra og ein- falda mynd af þessum átökum í kennslustundum í Íslandssögu, hvort sem var í gagnfræðaskólum eða menntaskólum. Hún var svona: Hannes Haf- stein var hinn glæsti foringi, þjóðhetjan, mað- urinn, sem færði Íslendingum heimastjórnina 1904 og ráðherra, sem hafði búsetu á Íslandi. Annar maður kom við sögu. Það var dr. Valtýr Guðmundsson. Hann vildi heimastjórn en að ráð- herrann hefði aðsetur í Kaupmannahöfn. Dr. Valtýr var ekki hátt skrifaður í þessari sögukennslu. Hann var í augum hinna ungu nem- enda maðurinn, sem vildi ekki að ráðherra Ís- lands hefði aðsetur á Íslandi. Þegar saga Hannesar Hafstein eftir Kristján Albertsson kom út í þremur bindum í upphafi Viðreisnaráratugarins var þessi söguskoðun undirstrikuð enn frekar. Þá gekk yfir landið hrifningaralda og Hannes hylltur ekki sízt í huga ungs fólks þeirra tíma. Ég er ástfangin sagði ung stúlka við ungan mann á þeim árum. Nú, sagði ungi maðurinn, ástfangin í hverjum? Hannesi Hafstein var svarið. Ráðherra? Já. En hann var uppi um aldamótin. Já, svaraði stúlkan. Hann er glæsilegasti maður, sem uppi hefur verið á Ís- landi. Þessi litla saga er til marks um þau hughrif, sem ungt fólk varð fyrir á þessum árum, þegar umræðurnar stóðu sem hæst um aldamótapóli- tíkina vegna bóka Kristjáns Albertssonar. Það er mikill missir, að ekki skuli vera til upp- taka af fundi Stúdentafélags Reykjavíkur í Sjálf- stæðishúsinu við Austurvöll, um aldamótapólitík- ina, en sá fundur var haldinn í tilefni af útkomu bóka Kristjáns. Þar blossuðu deilur aldamótanna upp. Þar tókust 2. og 3. kynslóð ættarveldanna á. Þar voru dætur Hannesar Hafstein meðal fund- armanna. Kannski er til upptaka af þessum fundi hjá Ríkisútvarpinu? Í öllum þessum umræðum lá einn maður óbættur hjá garði. Maðurinn, sem tapaði. Mað- urinn, sem ekki varð ráðherra. Dr. Valtýr Guð- mundsson, fátækur sveitapiltur, sem frá unga aldri var nánast einn í lífinu en barðist frá fátækt til bjargálna af einstökum og ótrúlegum dugnaði. Fyrir tæpu ári var hlutur dr. Valtýs réttur með mjög myndarlegum og athyglisverðum hætti í bók Jóns Þ. Þór sagnfræðings um dr. Valtý. Með þeirri bók er komið jafnvægi í umræður um alda- mótapólitíkina. Þar er dregið fram framlag dr. Valtýs Guðmundssonar til lokasóknar sjálfstæð- isbaráttunnar með þeim hætti að ekki verður fram hjá því gengið. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur hefur skýrt frá því, að hann vinni að nýrri ævisögu Hannesar Hafstein. Það kom mörgum á óvart í ljósi sögu Kristjáns Albertssonar. En við nánari umhugsun er ekkert óeðlilegt að ný kynslóð skoði þessa sögu frá sínum sjónarhóli. Það verð- ur forvitnilegt að sjá hverjar söguskýringar Guð- jóns verða. Hann mun ekki geta horft fram hjá því sjónarhorni á þessa sögu, sem Jón. Þ. Þór bregður upp. Og raunar engin ástæða til að ætla að hann vilji horfa fram hjá þeirri söguskoðun. Með bók Jóns Þ. Þór um dr. Valtý hafa helztu sögupersónum stjórnmálaátaka aldamótanna verið gerð skil. Þetta er saga, sem ekki má gleymast. Og þess vegna tímabært að huga að því að gera þessum atburðum skil bæði á leik- sviði og í kvikmynd. Ragnar Arnalds, fyrrver- andi alþingismaður og ráðherra, hefur skrifað leikrit, þar sem sumar sögupersónur þessara ára koma til skjalanna, leikritið Uppreisnin á Ísa- firði, sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma. Raunar hefur Matthías Johannessen, fyrrver- andi ritstjóri Morgunblaðsins, vikið að leikritun í þessu sambandi. Í upphafi ritsins: Klofningur Sjálfstæðisflokksins gamla 1915 – undanfari og afleiðing, segir Matthías: „Sjálfstæðisbarátta íslenzku þjóðarinnar fyrri hluta þessarar aldar hefur að vonum dregið að sér athygli þeirra, sem nú lifa, enda má margt af henni læra, ef hún er litin réttum augum … Auð- vitað getur það verið skemmtileg sagnfræði að gefa sér forsendur, leiða síðan atburðarásina inn í þær og velja og hafna heimildum samkvæmt forskriftinni. Slík sagnfræði skapar oft hetjur, sem gnæfa yfir alla aðra, eða þá ómerkinga, sem hverfa inn í skuggann af sjálfum sér. Síðan er skilið við þetta fólk eins og í leikriti, sem endar auðvitað á þann veg einan, sem höfundurinn ákveður. En þó að sagnfræði og leikritun eigi vafalaust ýmislegt sameiginlegt er vafasamt að rugla al- gjörlega saman skáldskap og sagnfræði. Engum kemur til hugar að nota leikrit Shakespeares fyr- ir sögulegar heimildir, þó að þau séu auðvitað merkari lýsing á fólki og atburðum en þær heim- ildir, sem til eru réttastar.“ Það er spurning, hvort opinberir aðilar eigi í þágu menntunar og upplýsingar að hafa for- göngu um að um þetta tímabil verði skrifað leik- rit og gerð kvikmynd, þar sem helztu söguhetjur birtast og sjónarmið þeirra leidd fram í þessum miklu átökum. Efniviðurinn er til í þeim bókum, sem skrifaðar hafa verið, og nú er orðið auðvelt að fá jafnvægi í þessa mynd. Átök nýs og gamals tíma? Mikilvægi bókar Jóns Þ. Þór um dr. Valtý Guðmundsson felst ekki sízt í því, að nú er að fást jafnvægi í þá mynd, sem við höfum af stjórnmálaátökum aldamótanna fyrir hundrað árum. Þetta er ekki spurning um að leggja mat á hver hafði rétt fyrir sér og hver rangt í þeim átökum. Niðurstaðan varð heimastjórn og ráð- herra með aðsetur á Íslandi. Hins vegar hefur Jón Þ. Þór tryggt með bók sinni, að nútímafólk hefur meiri yfirsýn yfir þessi átök og umfjöllunin um einstaklingana, sem við sögu komu, verður sanngjarnari. Í ævisögu dr. Valtýs segir höfundur m.a.: „… vel má líta á stjórnmálabaráttuna um alda- mótin 1900, baráttuna um valtýskuna, sem átök nýja og gamla tímans, annars vegar gróinna valda- og embættismannaætta, sem í skjóli danskra yfirráða höfðu ráðið flestu á Íslandi alla 19. öldina, og hins vegar nýrra manna, sem sóttu fram í krafti menntunar og höfðu að bakhjarli þjóðfélagshugmyndir, borgaralegar og sósíalist- ískar, sem ruddu sér til rúms í Evrópu á síðari hluta aldarinnar. Magnús Stephensen og Tryggvi Gunnarsson voru öðrum fremur fulltrú- ar gamla ættarveldisins, Stefánunga og Briem- ara. Þeir kærðu sig ekki um neins konar „sys- temskifte“ á Íslandi og var í mun að halda valdaþráðunum í höndum sinna manna en inn- lend stjórn í nýjum stíl leysti af hólmi embættis- mannastjórn gömlu aldarinnar. Í þeirra augum var Valtýr Guðmundsson nánast „ættlaus“ slett- ireka, hálfgerður uppivöðsluseggur og helztu stuðningsmenn hans töldu þeir vera af sama sauðahúsi, jafnvel enn hættulegri, þótt sumir þeirra væru af embættismönnum komnir og hefðu gegnt embættum um lengri eða skemmri tíma. Foringjar gamla ættarveldisins gátu ekki hugsað sér að láta völdin í hendur þessum mönn- um og þess vegna leituðu þeir logandi ljósi að ráðherraefni úr eigin röðum, manni, sem þeir treystu til að gæta þess að völdin héldust áfram í „réttum“ höndum og að stjórnarskiptin yllu ekki of skörpum skilum í íslenzku þjóðlífi. Þar var Hannes Hafstein sem kjörinn og lágu til þess ýmsar ástæður, auk ættartengslanna …“ Sú mynd, sem Jón Þ. Þór dregur hér upp, er gömul saga og ný á Íslandi. En stundum gerist það að utangarðsmennirnir verða að ættarveld- um og standa nokkrum áratugum seinna frammi fyrir nýjum utangarðsmönnum, sem berja að dyrum! Í bók sinni ræðir Jón Þ. Þór um hlutskipti dr. Valtýs í þessum átökum og segir: „Þegar litið er á gang stjórnarskrármálsins á árunum 1901–1903 er erfitt að verjast þeirri hugsun, að Valtý Guðmundssyni hafi þá verið bú- in grimmari örlög en flestum öðrum íslenzkum stjórnmálamönnum fyrr og síðar. Allir þeir fræðimenn, sem fjallað hafa um örlög valtýsk- unnar og átökin á Alþingi á þessum árum, munu sammála um, að hefðu vinstrimenn ekki komizt til valda í Danmörku sumarið 1901 hefði Valtýr örugglega verið skipaður Íslandsráðgjafi fyrstur Íslendinga þá um haustið. Sumir hafa jafnvel lát- ið að því liggja, að hið sama hefði líklega gerzt ef hann hefði „… frestað afgreiðslu stjórnarskrár- frumvarpsins á þinginu 1901, þegar fall hægri- stjórnarinnar spurðist, og sjálfur haft forgöngu um að leita frekari samninga“. Þetta getur í sjálfu sér verið rétt en hafa ber í huga að eins og þegar hefur komið fram hafði ÁKÆRUR BIRTAR Fréttablaðið birti í gær í heildákærur í svonefndum Baugs-málum. Birting ákæranna var með þeim hætti að eftir hvern ákæru- lið eru birtar athugasemdir sakborn- inga. Jafnframt birtir blaðið viðtöl við þá Jóhannes Jónsson og Jón Ás- geir Jóhannesson, tvo sakborninga, um ákærurnar. Sú ákvörðun sakborninga í Baugs- málinu að birta ákærurnar með þess- um hætti kemur ekki á óvart. Þeir hinir sömu eiga ráðandi hlut í útgáfu- fyrirtæki Fréttablaðsins og hafa ber- sýnilega komizt að þeirri niðurstöðu, að það henti hagsmunum þeirra bezt að birta ákærurnar að eigin frum- kvæði í eigin blaði. Við því er ekkert að segja. Þessi aðferð við birtingu á ákær- unum undirstrikar tengsl þeirra við blaðið, sem öllum eru út af fyrir sig ljós, en mun vafalaust gera Frétta- blaðinu erfitt um vik að sannfæra les- endur sína um að umfjöllun blaðsins verði hlutlæg á næstu mánuðum og misserum en það er svo sem vandi, sem fleiri fjölmiðlar hafa lent í. Svo er ekkert víst að Fréttablaðinu sé það eitthvert sérstakt kappsmál að sann- færa lesendur sína um slíkt. Í forsíðu- frétt blaðsins í gær um ákærurnar er sáralítið fjallað um ákæruatriðin en þeim mun meira um málsvörn sak- borninga, sem vissulega eiga fullan rétt á að koma henni á framfæri. Það er hins vegar umhugsunarefni fyrir réttarkerfið, hvort eðlilegt sé af þess hálfu, að einn og hálfur mánuður líði frá því tilkynnt er að ákærur hafi verið birtar sakborningum í svo stóru máli og þar til þær eru gerðar op- inberar af þess hálfu, en það verður ekki fyrr en á miðvikudag í næstu viku. Þetta geta tæpast talizt eðlileg vinnubrögð eins og Morgunblaðið hefur áður bent á. Hér er um stórt mál að ræða í okkar samfélagi og þungbært fyrir sakborninga og eðli- legra hefði verið að ákærurnar hefðu verið birtar um leið og ljóst var að þær höfðu verið birtar öllum sak- borningum. Hér er einfaldlega um að ræða upplýsingar, sem almenningur á rétt á að fá frá ákæruvaldinu sjálfu. Þetta er þeim mun athyglisverðara, sem engin lög banna slíka birtingu af hálfu ákæruvaldsins, heldur byggist þessi aðferð á vinnureglum, sem þessi embætti hafa sett sér. Er þess- um stofnunum ómögulegt að laga sig að breyttum aðstæðum í þjóðfélag- inu?! Hvað sem því líður er það ákveðinn léttir fyrir alla aðila, að ákærurnar hafa verið birtar og umræður um þetta mál geta nú farið fram á grund- velli fram kominna staðreynda en ekki sögusagna og dylgna. Það er spor í rétta átt. Í þessum umræðum öllum ber að hafa í huga að um er að ræða ákærur en ekki dóm. Það veit enginn á þessari stundu hver niður- staða dómstóla verður. Það er ljóst af þeim aðferðum, sem forsvarsmenn Baugs nota við birt- ingu á ákærum, fyrst frásögn í brezku dagblaði í gær og nú birting á ákærununum með sérstökum hætti í eigin málgagni, að þeir telja miklu skipta að hafa áhrif á almenningsálit- ið. Það sjónarmið er skiljanlegt hjá þeim, sem standa frammi fyrir þung- um ásökunum. En því má ekki gleyma, að dómur fellur ekki hjá al- menningi heldur hjá dómstólum. Þar verður þessu máli lokið á hvern veg sem það verður og þar fæst niður- staðan. Þess vegna getur barátta um almenningsálitið haft einhverja þýð- ingu um takmarkaðan tíma en þegar upp er staðið er það niðurstaða dóm- stólanna, sem máli skiptir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.