Morgunblaðið - 14.08.2005, Page 29

Morgunblaðið - 14.08.2005, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 29 Valtýr forgöngu um að leita frekari samninga er hann kom til Kaupmannahafnar um haustið. Á Alþingi hafði hann hins vegar enga ástæðu til að draga frumvarp sitt til baka eða láta fresta af- greiðslu þess, þótt fréttir hefðu borizt um stjórn- arskipti í Danmörku. Hann vissi ekki fremur en aðrir hvað vinstrimenn myndu bjóða en taldi óráðlegt að hvika frá því, sem Danir höfðu þegar fallizt á að veita. Hann mun og ekki hafa trúað því fyrr en eftir hádegisverðinn með Alberti í ársbyrjun 1902, að nýju valdhafarnir í Kaup- mannahöfn ætluðu að ganga svo langt að bjóða Íslendingum heimastjórn enda var slík fram- koma herraþjóðar gagnvart hjálendu einsdæmi og fram til þessa hafði engin hjálenda eða ný- lenda Evrópuríkis hlotið heimastjórn. Eftir á að hyggja er auðvelt að benda á, að Valtýr hefði get- að brugðið á annað ráð sumarið 1901, en eins og á stóð tók hann þann kostinn, sem skynsamleg- astur virtist.“ Sögulegt endurmat Bók Jóns Þ. Þór kallar á sögulegt endurmat á þessu tímabili. Hún markar að því leyti til þáttaskil í umfjöllun sagnfræðinga um aldamóta- árin, að ekki verður hjá því komizt að endurskoða hvernig saga þessara ára er sett fram gagnvart börnum og unglingum í sögukennslu í skólum. Í því felst ekkert vanmat á Hannesi Hafstein eða öðrum þeim, sem hlut áttu að máli. Heldur ein- faldlega hitt að það er ástæða til að hafa jafnvægi í umfjöllun um þetta tímabil. Nú hundrað árum seinna getum við leyft okk- ur að horfa á atburði þessara ára úr meiri fjar- lægð en áður var hægt og kannski leggja skyn- samlegra mat á málefnastöðuna í sjálfstæðisbaráttu þessara ára. Við þurfum ekki að upphefja einn á kostnað annars. Við þurfum heldur ekki að fella neinn af stalli. Því má ekki gleyma að allir þessir menn voru fulltrúar ákveðinna sjónarmiða. Allir stefndu þeir að einu og sama marki en eins og stundum vill verða greindi þá á um leiðir. Í návíginu varð barátta þeirra stundum illvíg og þau harkalegu átök entust landsmönnum langt fram eftir 20. öldinni. En í upphafi 21. aldar er hægt að horfa á atburðina og meta aðstæður af meiri rósemi og það gerir Jón Þ. Þór í bók sinni. Dr. Valtýr Guðmundsson á rétt á því, að hon- um verði skipað til sætis í fremstu röð þeirra, sem leiddu þjóðina til lokasóknarinnar. Þótt hann hafi ekki orðið ráðherra áttu málefnaleg sjónarmið hans mikinn þátt í því í hvaða farveg þessi lokakafli fór. Ævisaga hans sýnir líka, að hann var framfarasinnaður umbótasinni á mörg- um öðrum sviðum íslenzkra þjóðmála. Fyrir áhugamenn um sögu Morgunblaðsins má finna forvitnilega hluti í bók Jóns Þ. Þór. Hann segir: „Á þeim árum er Valtýr var í Heiðarseli bjuggu á Heiði hjónin Stefán Stefánsson og Guð- rún Sigurðardóttir ásamt börnum sínum. Annar sona þeirra, Stefán, var þremur árum yngri en Valtýr og tókst með þeim vinátta, sem entist ævi- langt. Lét Stefán son sinn heita í höfuð bernsku- vini sínum.“ Og ennfremur: „Að loknu þingi 1905 hélt Valtýr að vanda aft- ur til Kaupmannahafnar. Að þessu sinni sigldi hann með gufuskipinu Ceres og í fylgd með hon- um var ungur drengur, nafni hans, Valtýr Stef- ánsson, sonur Stefáns Stefánssonar, skólameist- ara frá Heiði. Hann átti að leita sér lækninga við augnsjúkdómi og ganga á skóla í Kaupmanna- höfn um veturinn.“ Þetta var Valtýr Stefánsson, sem síðar varð ritstjóri Morgunblaðsins um fjögurra áratuga skeið. Í ævisögu dr. Valtýs segir ennfremur: „Heimildir geta hvorki framgöngu né afstöðu Valtýs Guðmundssonar í þessu máli en afar lík- legt verður að telja, að hann hafi fylgt Sigurði Stefánssyni og samherjum hans að máli. Sigurð- ur, sem síðar varð prestur og alþingismaður og er tíðast kenndur við Vigur í Ísafjarðardjúpi, var frá Heiði í Gönguskörðum og bróðir Stefáns Stef- ánssonar, bernskuvinar Valtýs.“ Sr. Sigurður Stefánsson í Vigur var afi Sig- urðar Bjarnasonar alþingismanns frá Vigur, sem jafnframt var ritstjóri Morgunblaðsins um ára- bil. Enn segir í bók Jóns Þ. Þór: „Eftir að Stefán Stefánsson frá Heiði kom til Hafnar haustið 1884 höfðu þeir Valtýr jafnan mikið saman að sælda og haustið 1886 bættist Jó- hannes Jóhannesson í hópinn. Allir héldu þessir piltar saman og virðast hafa haldið sig nokkuð út af fyrir sig.“ Jóhannes Jóhannesson var mágur dr. Valtýs og afi Matthíasar Johannessen, ritstjóra Morg- unblaðsins í rúma fjóra áratugi. Þrír afkomendur þessa vinahóps, sem kom svo mikið við sögu í aldamótapólitíkinni, komu við sögu Morgunblaðsins í þrjá aldarfjórðunga. Tilviljun?! Morgunblaðið/Sverrir Fyrir tæpu ári var hlutur dr. Valtýs réttur með mjög myndarlegum og at- hyglisverðum hætti í bók Jóns Þ. Þór sagnfræðings um dr. Valtý. Með þeirri bók er komið jafn- vægi í umræður um aldamótapólitíkina. Þar er dregið fram framlag dr. Valtýs Guðmundssonar til lokasóknar sjálf- stæðisbaráttunnar með þeim hætti að ekki verður fram hjá því gengið. Laugardagur 13. ágúst

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.