Morgunblaðið - 14.08.2005, Síða 30

Morgunblaðið - 14.08.2005, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Austurmörk 4, Hveragerði, www.byr.is sími 568 9800 Vorum að fá í einkasölu sumarhúsalóðir í einstaklega fallegu umhverfi á Flúðum. Frístundabyggð við Hlíðardal og Tjarnadal. Lóðirnar eru staðsettar í sólríkum dal þar sem náttúran fær að njóta sín í skipulagðri skógrækt ásamt fallegum fellum og fjöllum. Í þessu notalega umhverfi verða aðeins byggð 24 frístundahús og sem stendur eru 22 lóðir í boði. Svæðið hefur verið skipulagt með heitu og köldu vatni ásamt rafmagni. Vegir komnir um svæðið. Hver lóð er um 0.5 ha. Hér er á ferðinni einstakt tækifæri fyrir þá sem þekkja allt það, sem Flúðir hafa upp á að bjóða auk þess sem í boði er fjármögnun hjá SPH. Þar sem einungis eru um 22 lóðir að ræða þá verður áhugasömun aðilum kynnt svæðið sérstaklega ásamt fjármögnunarleiðum Nánari upplýsingar er að fá í síma 895 9098 og 824 5000 SUMARHÚSASLÓÐIR - FLÚÐUM Soffía Theodórsdóttir löggiltur fasteignasali Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Mjög fallegur og vel viðhaldinn 46 fm sumarbústaður í landi Svarfhóls, Svínadal, Strandahreppi. Landið liggur norðanvert við Brennifell og að vestari hluta Vatnaskóg- ar. Bústaðurinn stendur á mjög skjólsælum og grónum stað. Bústaðurinn skiptist m.a. í stofu, eldhús, snyrtingu og þrjú herbergi. Auk þess er svefnloft. Allur húsbúnað- ur fylgir. Inntökugjald fyrir hitaveitu hefur verið greitt. Stutt er í golf, sundlaug og veiði. Verð 10,8 millj. Nánari upplýsingar í síma 863 3885 eða á skrifstofu Eignamiðlunar. SÆLUREITUR VIÐ VATNASKÓG - HEILSÁRSHÚS SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is VÍÐIMELUR 37 - OPIÐ HÚS HRAUNBÆR 2 - OPIÐ HÚS Afar falleg og mikið endurnýjuð 4ra herbergja efri sérhæð í tvíbýlishúsi á þessum eftirsótta stað. Íbúðin er 97,4 fm og skiptist með eftirfarandi hætti: Samliggjandi skiptanlegar stofur, tvö rúmgóð svefnherbergi. Eldhús með nýlegri sprautulakkaðri innréttingu. Baðherbergi er nýlega endurnýjað og flísal., með glugga. Eikarparket og dúkur á gólfum. Suðursvalir útaf borðstofu. Í kjallara fylgir gott íbúðarherbergi með séreldhúsi og aðgangi að snyrtingu. Gott geymsluris yfir íbúð. Fallegur suðurgarður. Stutt í alla þjónustu og verslun, Göngufæri við Háskólann. Laus fljótlega. Verð 25,3 millj. Ragnhildur sýnir íbúðina í dag, sunnudag, frá kl. 15-17. Björt og skemmtileg fimm herbergja 123 fm íbúð á 1. hæð í mjög góðu fjölbýlishúsi. Íbúðin skiptist í hol og stóra stofu með flísalögðum suður- svölum út af, eldhús með nýlegri beykiinnréttingu, glugga og borð- krók. Í svefnálmu er gott hjónaher- bergi með austursvölum, tvö barna- herbergi og baðherbergi flísalagt með sturtuklefa, baðkari og glugga. Parket og flísar á gólfum. Í kjallara fylgir 14 fm herbergi og sérgeymsla. Góð sameign. Húsið er klætt að ut- an með "STENI". Stigagangur nýlega tekinn í gegn. Verð 23,5 millj. Elísabet sýnir íbúðina í dag frá kl. 15-17. Ingibjörg Þórðardóttir lögg. fasteignasali Mikil eftirspurn er um þessar mundir eftir öllum stærðum og gerðum atvinnuhúsnæðis til kaups á höfuðborgarsvæðinu. Höfum á skrá trausta kaupendur með sterkar greiðslur í boði. Einnig höfum við á skrá fyrirtæki sem leita að framtíðarhúsnæði til leigu. Nánari upplýsingar veita Óskar R. Harðarson hdl. og Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali. EIGENDUR ATVINNUHÚSNÆÐIS ATHUGIÐ SUNNUFLÖT - G.BÆ - VIÐ HRAUNJAÐAR OG LÆKINN Nýtt í sölu gott 200,2 fermetra einbýli á einni hæð ásamt 63,7 fermetra bílskúr samtals 263,9 fermetrar á fræbærum stað á Sunnuflöt við lækinn og hraunjaðarinn. Tveir inngangar eru í húsið, aðalinngangur og annar þvottahúss megin og er þaðan innangegnt í bílskúrinn. Komið inn í rúmgott anddyri. Opið inn í forstofu og þaðan stórar stofur. Inn af stofu er notaleg arin- stofa í baðstofustíl og inn af því er stórt svefnherbergi með stórum gluggum, þakgluggum og rennihurð út í suður garðinn. Fallegt eldhús með nýrri innréttingu og tækjum. Inn af eldhúsi er stórt þvottahús, búr milligangur og bílskúr. Í svefnherbergjaálmu eru fjögur svefnherbergi (eitt notað sem fataherbergi) og baðherbergi. Á gólfi hússins er nýlegt parket. Góður fullbúinn bíl- skúr með geymslu inn af. Lóðin sem er 1590 fm býður upp á mikla möguleika en um endalóð er að ræða og er örstutt í Heiðmörkina. Verðtilboð HAUSTIÐ 2004 var það hitamál að Skjár einn skyldi fá réttinn á dreifingu enska boltans. Íbúar bæja eins og Bol- ungarvíkur, Grundarfjarðar, Ólafsvíkur, Fá- skrúðsfjarðar og margra fleiri voru bálreiðir yfir því að dreifikerfi Skjás eins náði ekki til þessara landshluta, því eins og flestir vita er enski boltinn mikil fíkn og margir, þar með talinn undirritaður, mundu láta margt yfir sig ganga til að sjá leiki uppáhaldsliðs síns. Þess vegna söfnuðu íbúar Bolung- arvíkur sjálfir fyrir sendi til að taka á móti útsendingum Skjás eins. Vegna þessarar boltaástríðu landsmanna finnst mér merkilegt, mitt í allri gúrkut- íðinni, hversu lítið hefur heyrst í fjöl- miðlum varðandi sein- asta ferðalag enska boltans yfir á nýja áskriftarstöð Skjás eins. Málið er hreint út sagt ótrúlegt. Í fyrsta lagi er það sér- kennilegt að Síminn, meðan hann var rík- isfyrirtæki, keypti hlut í Skjá einum, sjónvarpsstöð. Nú í sumar selur svo Sím- inn Skjá einum, í raun sjálfum sér, sýningarréttinn á enska boltanum og Skjár einn telur víst þann kost bestan að dreifa honum á dreifikerfi Símans. Nú bjóðast fótboltaáhugamönn- um tveir möguleikar: Annars veg- ar að horfa á stöðina á breiðband- inu, hins vegar að fá sér ADSL-sjónvarp hjá Símanum og ná útsendingunni þannig. Breiðbandið næst ekki víða utan höfuðborgarsvæðisins og alls ekki á hverju heimili innan þess. Þeim sem ekki eru tengdir breiðbandinu er nauðugur einn kostur að fá sér ADSL-tengingu hjá Símanum. Í hnotskurn: Til að ná sjónvarpsstöð þarf fólk að skipta um netteng- ingu. Menn eru í raun neyddir til að breyta viðskiptum sínum á einu sviði til að fá þjónustu á öðru sviði. Þetta hlýtur að orka tvímæl- is. Því hefur heyrst fleygt að í raun þurfi ekki að skipta, en ekki allir vita að greiðslur vegna ADSL-þjónustu eru tvíþættar; annars vegar fyrir tengingu og hins vegar fyrir niðurhal. Þannig þurfa þeir sem vilja ADSL- sjónvarp að skipta um tengingu yfir til Símans, þótt þeir greiði kannski fyrir niðurhal til annars fyrirtækis. Þarna er Síminn kominn í ljóta einokunarstöðu. Það má spyrja sig í ljósi einkavæðingarinnar, að fyrst við Íslendingar, sem vorum í raun eigendur Símans, létum svona vinnubrögð yfir okkur ganga, hvernig verður þetta þá þegar einkaaðilar reka fyrirtækið? Ég er með ADSL hjá Og Voda- fone og er blessunarlega tengdur breiðbandinu. Þó er ég í miklum vafa um hvort ég eigi að borga fyrir þessa nýju stöð, svo mikið finnst mér óréttlætið. Margir eru í þeirri aðstöðu að vera hvorki tengdir breiðbandinu né geta tengst ADSL-sjónvarpi og sitja því eftir með sárt ennið. Af hverju var ekki hægt að dreifa enska boltanum á annan hátt? Og fyrst Bolungarvík, tæplega 1.000 manna samfélag, gat gert eitthvað í mál- inu er ótrúlegt að öll þjóðin láti svona hegðun yfir sig ganga. Nú er deildin byrjuð og þeir sem eru á fjögurra vikna biðlista eftir ADSL-sjónvarpi eða geta engan veginn náð stöðinni missa af fjör- inu og allt vegna yfirgangs fyr- irtækis sem átti að heita í okkar eigu. Löglegt en siðlaust. Enska boltann fyrir alla Steindór Grétar Jónsson fjallar um enska boltann ’Til að ná sjónvarpsstöðþarf fólk að skipta um nettengingu. ‘ Steindór Grétar Jónsson Höfundur er sagnfræðinemi. Sturla Kristjánsson: Bráð- ger börn í búrum eða á af- girtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyrirmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líf- fræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum tilvikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofn- ana, sem heyra undir sam- keppnislög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á honum. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.