Morgunblaðið - 14.08.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.08.2005, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VINSTRI grænir í Reykjavík ákveða annað kvöld hvort félagið bjóði fram sjálfstætt í borgarstjórn- arkosningum á næsta ári eða hvort unnið verði áfram að samkomulagi við samstarfsaðila okkar í borg- arstjórn, Samfylkingu, Framsókn og óháða. Boltinn liggur ekki bara hjá Vinstri grænum því flokksfélögin öll munu í þessari viku ákveða hvort og þá hvernig gengið verður til kosn- inga næsta vor. Málefnin skipta máli Lífskjör fjölskyldna í Reykjavík hafa umbylst eftir að Reykjavík- urlistinn náði stjórn borgarinnar. Fyrir 13 árum þegar ég var með 2 ung börn gat ég unnið hálfan daginn því ég fékk bara fjögurra tíma leik- skólapláss. Eldri börnin fengu ekki heitan mat í skólanum sem var tví- setinn og miðbærinn leið mjög fyrir þá áherslu sem lögð var á nýjan miðbæ á Kringlusvæðinu. Sem félagsráðgjafi átti ég í mestu vandræðum með að leita réttar skjól- stæðinga minna gagnvart Félags- málastofnun enda réttur fólks til fjárhagsaðstoðar ekki tryggður. Nú er lögð áhersla á heildstæða velferð, endurmenntun og endurhæfingu þeirra sem lengi hafa búið við fátækt, og sérstaklega er hugað að aðbúnaði barna í fátækum fjölskyldum. Útgjöld til velferðarmála eru helmingi hærri í Reykjavík en því sveitarfélagi sem næst okkur kemur og í þeim nágrannasveitarfélögum sem stjórnað er af sjálfstæð- ismönnum eru útgjöldin einungis þriðjungur af því sem er í Reykjavík. Með skoðun á því í hvað fjármunir sveitarfélagsins fara má sjá hverju munar á félagshyggju- eða íhalds- stjórn. Skipulag án strætó Í skipulagsmálum ríða sjálfstæð- ismenn í borgarstjórn ekki feitum hesti. Nýlega kynntu þeir skipulags- tillögur sínar og viti menn, hvergi var að finna eitt orð um almennings- samgöngur. Í borginni á að byggja fyrir milljarða mislæg gatnamót og breiðstræti því ekki má hrófla við né hafa áhrif á val almennings sem nú er pallbílar og stórir amerískir drek- ar – „þökk“ sé lágu gengi dollarans. Já, það er áfram þörf á stefnufestu og styrkri stjórn félagshyggjuafla til að bæta enn frekar öldrunarþjónustu í borginni, tryggja daggæslu barna frá því fæðingarorlofi lýkur, móta frekari þjónustu við utangarðsfólk og húsnæðislausa, auka hlutdeild al- menningssamgangna og þétta og skipuleggja stór svæði þannig að fleiri geti búið við lífsgæði í Reykja- vík. Valkostir vinstri grænna Það er mat mitt að samstarf við Framsókn og Samfylkingu standi ekki til boða eftir kosningar bjóði all- ir fram sjálfstætt og eru fyrir því margar ástæður. Líklegast er að ef Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki hreinum meirihluta muni hann ná öðrum flokki í meirihlutasamstarf áður en við gætum nuddað stírurnar Valkostir okkar vinstri grænna í Reykjavík Höfundur fjallar um framtíð Reykjavíkurlistans Björk Vilhelmsdóttir Skipholti 29a, 105 Reykjavík fax 530 6505 heimili@heimili. is Einar Guðmundsson, lögg. fast. Finnbogi Hilmarsson, lögg. fast. Bogi Pétursson, lögg. fast. sími 530 6500 FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Falleg, björt og vel skipulögð, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi, ásamt stæði í bílageymslu. Eignin skiptist í hol/anddyri, gang, stóra stofu, eldhús, baðherbergi og tvö stór herbergi. Búið er að stúka af her- bergi út frá holi sem hægt er að nota sem svefn-/tölvuherbergi. Gólfefni er parket og dúkur á baði. Sameign er öll nýlega tekin í gegn að innan og búið er að endurnýja þakefni húss. Stutt í alla þjónustu. Íbúðinni fylgir stæði í bílageymslu. Íbúðin er laus til afhendingar strax. Verð 15,9 millj. Lilja tekur á móti áhugasömum. Opið hús í dag milli kl. 14 og 16 Engjasel 85 Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli OPIÐ HÚS AÐ ÁLFTAMÝRI 29 Fallegt raðhús á tveimur hæðum með sólstofu og heitum potti. Til sýnis og sölu bjart, fallegt og vel skipulagt 216,1 fm endaraðhús á tveimur hæðum ásamt sólstofu og innbyggðum bílskúr. Í dag eru fjögur svefnherbergi í húsinu en auðvelt væri að hafa þau fimm. Góð eign í eftirsóttu hverfi. Eignin er laus og til afhendingar við undirritun kaupsamnings. Ákveðin sala. Verð 46,5 millj. Húsið verður sýnt í dag, sunnudag, milli kl. 15.00 og 17.00 og þriðjudaginn 16. ágúst milli kl. 17.00 og 19.00. Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Tvíbýlishús óskast Traustur kaupandi óskar eftir tvíbýlishúsi með tveimur góðum íbúðum í Reykjavík. Kópavogur - lyftublokk Óskum eftir 110-135 fm íbúð á 2. hæð eða ofar í lyftuhúsi í Kópavogi. Verðbil 22-30 millj. Hæð í Hlíðunum óskast Traustur kaupandi óskar eftir 130-160 fm hæð í Hlíðunum. Íbúð við Espigerði óskast - staðgreiðsla Traustur kaupandi óskar eftir 110 fm íbúð við Espigerði. Sérhæð við miðborgina óskast Fjársterkur kaupandi óskar eftir 150-200 fm hæð sem næst miðborginni. Staðgreiðsla. Íbúð við Hæðargarð eða Sólheima óskast - rýming eftir 1 ár Traustur kaupandi óskar eftir 3ja-4ra herb. íbúð við Hæðargarð eða í háhýsi við Sólheima. Staðgreiðsla. Íbúðin þarf ekki að losna fyrr en eftir 1 ár. Íbúð við Kirkjusand óskast Traustur kaupandi óskar eftir 110-140 fm íbúð við Kirkjusand. 800-1.200 fm lagerhúsnæði óskast Höfum verið beðin að útvega 800-1.200 fm lagerhúsnæði með góðri lofthæð til kaups. Iðnaðarhúsnæði í Garðabæ óskast 250-400 fm iðnaðarhúsnæði með góðri lofthæð í Garðabæ óskast. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Upplýsingar veita Sverrir Kristinsson og Hákon Jónsson Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur flestar stærðir raðhúsa og einbýlishúsa víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Einnig vantar flestar stærðir og gerðir íbúða. Traustir kaupendur. Dæmi úr kaupendaskrá: ATVINNUHÚSNÆÐI Fjarðargötu 17 - Hafnarfirði Sími 520 2600 - Fax 520 2601 Netfang as@as.is Heimasíða http://www.as.is Kári Halldórsson, löggiltur fasteignasali, Jónas Hólmgeirsson, Eiríkur Svanur Sigfússon, Birna Benediktsdóttir, Melkorka Guðmundsdóttir, Laufey Lind Sigurðardóttir Opið virka daga kl. 9–18 SUÐURGATA - SÉRHÆÐ MEÐ BÍLSKÚR OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 17 OG 19 SONJA TEKUR VEL Á MÓTI YKKUR, S. 565 1034 OG 695 1034 FALLEG OG VÖNDUÐ 146 fm NEÐRI SÉRHÆÐ í góðu tvíbýlishúsi ásamt 26,2 fm FULLBÚNUM BÍLSKÚR með öllu, samtals 172,2 fm. Þrjú svefnherbergi, mögulega fjögur. SÉRINNGANGUR. Verð 31,9 m. Fréttir í tölvupósti smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.