Morgunblaðið - 14.08.2005, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 14.08.2005, Qupperneq 36
36 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bæjarlind 12 Kópavogi Til leigu ca 40 fm Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. www.valholl.is -Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Eigum laust nú þegar ca 40 fm rými á 1 hæð í þessu vandaða húsi. Húsnæðið hentar vel undir hverslags skrifstofu og þjónustustarf- semi. Á sömu hæð er í dag starfsemi tengd læknum og heilsu. Mjög góð staðsetning, góð bílastæði og gott auglýsingagildi. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. Bæjargil Garðabæ - Einbýli Vandað ca 193 fm einbýli á tveimur hæð- um staðsett á rólegum stað í Bæjargili. Á neðri hæð eru stofur, eldhús með nýlegri fallegri innréttingu, gestasnyrting og þvottahús. Á efri hæð eru fjögur svefnher- bergi, gott sjónvarpshol og baðherbergi. Geymsluris er yfir húsinu. Innbyggður bíl- skúr. Stór og vel skipulögð lóð. Vandað hús á góðum stað. Verð 44 millj. 6426 Álfhólsvegur Kópavogi Parhús Nýlegt parhús með aukaíbúð. Frábær staðsetning í grónu hverfi. Þrjú svefnher- bergi, stór stofa, tvennar svalir og bílskúr. Tveggja herbergja aukaíbúð með útleigu- möguleika. Verð 39,0 millj. 6900 Jörfalind Kópavogi Raðhús Vorum að fá í einkasölu glæsilegt raðhús á tveimur hæðum á þessum vinsæla stað. Samtals er húsið 182,2 fm, þar af bílskúr 26,4 fm. Vandaðar innréttingar. Verandir báðum megin með góðum sólpöllum. Þrjú góð svefnherbergi, baðherbergi uppi og niðri. Falleg eign á toppstað. Möguleiki er á að taka 3ja herbergja íbúð í Grafarvogi eða Mosfellsbæ uppí. nr 6780 Skaftahlíð 10 - 4ra herb. Glæsileg 110 fm 4ja herbergja íbúð. Tvö góð svefnherbergi, rúmgóð stofa og borðstofa, fallegt baðherbergi. Vönduð og falleg gólfefni. Auðvelt er að bæta við auka herbergi. Björt og glæsileg eign á frábær- um stað. LAUS STRAX. Verð 20,5 millj. 6743 Álftamýri - 4ra herb. Sérlega falleg 4ra herbergja ca 100 fm íbúð, ásamt bílskúr, á 2. hæð í góðu fjöl- býli, ákaflega vel staðsett miðsvæðis í Reykjavík. Nýlegt eikarparket á allri íbúð- inni. Þrjú svefnherbergi. Endurnýjuð eld- húsinnrétting. Stór og björt stofa, tvennar svalir. Útsýni. Verð 21,9 millj. 6949 Sveitasetur Úthlíð - Sumarhús Stórglæsilegt 63 fm sumarhús með stórri verönd. Húsið skiptist í 3-4 svefnherbergi auk svefnlofts, stóra stofu og gott baðher- bergi. Góð hljóðeinangrun í veggjum. Raf- magn og hitaveita. Heitur pottur. Bústað- urinn er mjög vel staðsettur og frá honum er stórfenglegt útsýni. Golfvöllur og sund- laug á staðnum. Tækifæri til að eignast glæsilegt heilsárshús á frábærum stað. Verð 14,8 millj. 7008 Sumarhús Öndverðarnesi Vorum að fá í sölu þennan fallega bústað sem stendur á gróðursælum stað í landi Öndverðarness. Bústaðurinn er A-laga skráður 40,8 fm, en svo er einnig gott svefnloft. Stutt í vinsælan golfvöll, sund og þjónustumiðstöð. Garðsstaðir - 112 Rvk. - Par- hús. Vorum að fá í sölu þetta gullfal- lega parhús á þessum frábæra stað í Grafarvoginum. Eignin er í lokaðri botn- langa-götu og er öll hin vandaðasta með óvenju stórum garði. Bílastæði allt hellulagt, hiti í stétt. Góðar innréttingar og hátt til lofts. húsið er allt á einni hæð. Þrjú góð svefnherbergi og stór stofa. Verð 38,9 millj. 6808 Kársnesbraut - 200 Kópavog- ur, Mjög Falllegt ca. 237 fm.einbýli með glæsilegum stofum með arni, og sólstofu með kerlaug.Fjögur svefnherbergi.Gróinn fallegur garðu.Innbyggður bílskúr.Einstak- lega smekkleg eign vestast í Kópavogin- um. Dynskógar Reykjavík - Einbýli Tveggja hæða einbýli í fallegri götu. Stórar stofur og góð herbergi. Sjónvarpshol, tvö baðherbergi. Skjólsæl verönd og fallegur gróinn garður. Stór bílskúr og möguleiki á aukaíbúð. Falleg eign í vinsælli götu. Verð 53 millj. 6754 Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401. Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali. Kringlan 7 • 103 Reykjavík • Hús verslunarinnar • Sími 534 4400 HB FASTEIGNIR Er með á skrá stórar og góðar byggingarlóðir á Reykjavíkursvæðinu fyrir öflug byggingarfélög og/eða fjárfesta. Til sölu mjög stórt og öflugt hótel sem er í útleigu til lengri tíma. Hér er á ferðinni frábært tækifæri fyrir öfluga fjárfesta. Til sölu glæsilegur söluturn sem rekinn er í leiguhúsnæði. Grillmatur, íssala, myndbandaleiga ásamt öllu því sem tilheyrir góðum rekstri fylgir. Fyrirtækið er rekið í leiguhúsnæði og er um að ræða traustan og góðan húsaleigusamning. Er með í sölumeðferð nokkur stór og góð fyrirtæki til traustra aðila. Er með í sölumeðferð ca 3 ha lóð í Reykjavík með byggingarrétti. Þessi lóð er á framtíðarskipulagi um blandaða byggð, þ.e.a.s. íbúðar- og iðnaðarhúsnæði. Þarna er á ferðinni góð fjárfesting fyrir aðila með langtímafjárfestingarsjónarmið að leiðarljósi. Eigendur atvinnuhúsnæðis athugið: Við höfum náð góðum árangri í sölu á atvinnuhúsnæðum í gegnum tíðina. Í dag höfum við á skrá fjöldan allan af traustum kaupendum sem vantar allar stærðir og gerðir af atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Kaupverð er á bilinu 10 millj.- 3 þúsund millj. Margir kaupendanna leita að eignum sem eru í traustri langtímaleigu. Greiðslufyrirkomulag er yfirleitt staðgreiðsla. HB-fasteignir, þar sem fagmennska og reynsla skiptir öllu máli. Þið nefnið það og við finnum það. Sýnishorn úr söluskrá: Pétur Kristinsson. Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Löggiltur verðbréfamiðlari Kristinn R. Kjartansson. Sölustjóri, atvinnu-og fyrirtækjasviði. GSM 820 0762 Hrafnhildur Bridde, löggiltur fasteignasali Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fastsali. Gsm 899 9545 Gísli Sigurbjörnsson sölumaður FAX 568 3231 Til sölu öll húseignin, sem er tilvalin fyrir samrýmda fjölskyldu. Húsið skiptist í mjög stórt sameiginlegt anddyri og 2 íbúðir á efri hæðinni. Hvor íbúð skiptist í skála, stóra stofu og borðstofu, eldhús með búri inn af, gestasnyrtingu, 3 svefnherbergi og baðherbergi. Í kjallara eru 2 þvotta- herbergi, 2 litlar stúdíóíbúðir og stórt gluggalaust rými, sem býður upp á ýmsa möguleika. Vel útbúinn tvöfald- ur bílskúr fylgir húseigninni. Húsið getur losnað fljótlega. SELJAHVERFI - FJÖLSKYLDUHÚS HAFNARSTJÓRI, Hörður Blöndal, hefur ítrekað óskir Hafnasamlags Norðurlands um að við endur- skoðun aðalskipulags Akureyrar verði hafnarsvæðið í Krossanesi stækkað til suðausturs inn í Jötun- heimavík. Meirihluti umhverfisráðs sem fjallaði um málið í vikunni, fellst á að í endurskoðun aðalskipulags verði gert ráð fyrir stækkun fyll- ingar Krossaneshafnar inn í Jötun- heimavík og að „ósnert strand- lengja“ skerðist sem því nemur. Tveir fulltrúar ráðsins, þeir Jón Ingi Cæsarsson og Haraldur Helga- son, bókuðu á fundinum að þeir geti ekki fallist á beiðni um stækkun fyllingar í Jötunheima- vík. „Þetta er hluti af strandlengju sem ákveðið var að láta ósnerta í aðalskipulagi. Hafnarsamlag hefur þegar látið framkvæma uppfylling- ar, sumar í leyfisleysi, sem ekki reyndust notaðar að neinu marki t.d. norðan flotkvíar. Að okkar mati á ekki að fylla upp með þessum hætti nema ótvíræð þörf sé fyrir slíkt. Þegar hefur verið lagt til að skoða þarfir hafnarinnar í heild sinni og við teljum að svona ákvörð- un eigi að bíða niðurstöðu úr því verkefni.“ Krossaneshöfn fær meira rými Rangt var farið með föðurnafn Bergs Þorgeirssonar, forstöðumanns Snorrastofu, í grein um afmælishátíð í Reykholtskirkju vegna aldarafmæl- is Þorgeirs Sveinbjarnarsonar ljóð- skálds í Morgunblaðinu í gær. Berg- ur mun annast setningu hátíðarinnar í dag en þess má geta að Þorgeir Sveinbjarnarson var afi Bergs. LEIÐRÉTT Rangt föðurnafn Fréttir í tölvupósti ALLS bárust 75 tillögur um nafn á gamla Lækjarskóla í Hafnarfirði í samkeppni sem efnt var til um nafn á húsnæðið, þar sem Námsflokkar Hafnarfjarðar eru nú til húsa. Fræðsluráð Hafnarfjarðar valdi úr fjórar tillögur sem settar verða í kosningu á heimasíðu Hafnar- fjarðar. Nöfnin sem um ræðir eru: Gamli barnaskólinn, Lækjarsetrið, Menntasetrið við lækinn og Skóla- gerðið. „Þetta húsnæði var byggt yfir barnaskóla Hafnarfjarðar og bar það nafn þar til því var breytt í Lækjarskóli árið 1961 þegar Öldut- únsskóli tók til starfa. Þegar skól- inn flutti í nýtt húsnæði á Hörðu- völlum fylgdi nafnið Lækjarskóli með og ber nýi skólinn það nafn núna. Gamla Lækjarskólahúsið hef- ur nú fengið nýtt hlutverk. Ákveðið hefur verið að þar verði starfsemi tengd menntun og menningu,“ seg- ir á vefsíðu Hafnarfjarðarbæjar. Ákveðið var að leita að nýju nafni á húsið sem annaðhvort tekur mið af sögulegri nýtingu þess eða framtíð- arhlutverki. Kosning fer fram á heimasíðu Hafnarfjarðar og stend- ur til hádegis 22. ágúst. 75 tillögur um nýtt nafn á skóla ELDUR kviknaði í ruslatunnu sem stóð inni í bílskúr í húsi í Borgar- firði um kl. 23 á föstudagskvöld. Bílskúrinn er samfastur við íbúðar- hús, og mátti ekki miklu muna að mikil hætta skapaðist, að sögn lög- reglu. Tvær 16 ára stúlkur voru í hús- inu, en þær fengu aðstoð nágranna við að hringja í Neyðarlínuna. Ná- granni hljóp einnig til með slökkvi- tæki og náði að slökkva eldinn með því. Að sögn lögreglu bendir allt til þess að stúlkurnar hafi tæmt úr öskubakka í ruslatunnuna á meðan enn var glóð í öskunni, og hafi eld- urinn kviknað út frá því. Slökkvilið kom á vettvang fljótlega eftir að nágranninn réð niðurlögum elds- ins, og þurfti að reykræsta bílskúr- inn eftir brunann. Nágranninn slökkti eldinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.