Morgunblaðið - 14.08.2005, Side 38

Morgunblaðið - 14.08.2005, Side 38
38 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj, s. 691 0919 Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLAFÍA ÁRNADÓTTIR, Hraunbæ 103, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut föstu- daginn 29. júlí. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu. Bára Hákonardóttir, Sjöfn Hákonardóttir, Jón Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNA ÁRNADÓTTIR, Faxatúni 27, 210 Garðabæ, lést á St. Jósepsspítala í Hafnarfirði föstudaginn 12. ágúst sl. Útförin verður auglýst síðar. Attli Örn Jensen, Árni Valur Atlason, Eydís Lúðvíksdóttir, Markús Þór Atlason, Katrín Yngvadóttir, Jens Pétur Atlason, Kristín Sigurbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Kærleiksboðskapurinnhefur alltaf veriðgrundvallareinkennikristinnar trúar, aðrétta út höndina til þeirra, sem eru í neyð. Auðvitað er þar byggt á orðum og gjörðum Jesú sjálfs, enda bar þá hluti oft á góma og sjálfur fór hann um og studdi hina veiku og minni máttar í hvívetna. Þessi hugsun var ekki ný þá. Egyptar höfðu einhvers konar læknisþjónustu í hofum sínum og Forn-Grikkir áttu sinn lækninga- guð, Asklepios, sem Rómverjar tóku yfir til sín og reistu bústað á eyju í fljótinu Tíber í Róm, árið 291 f.Kr. Einnig koma Persar og Indverjar að þessari sögu. En fylgjendur hins nýja siðar gengu lengra, litu til allra sem undirokaðir voru og hjálparþurfi og buðu þeim aðstoð. Fyrsta Níkeuþingið, sem haldið í Litlu- Asíu árið 325, hvatti til enn frekari dáða á þessum vettvangi og fyrir- skipaði að sjúkrahús ætti að reisa í öllum borgum, þar sem dóm- kirkjur væri að finna. Þegar kristnin var svo gerð að opinberri trú Rómaveldis, árið 380, varð algjör bylting í þessum efnum, og eftir að klaustur voru sett á laggirnar, tóku munkar og nunnur við rekstri þessara líknar- stofnana. Á 16. og 17. öld fer hinn trúarlegi þáttur að víkja og á 18. öld kemur nútímasjúkrahúsið fram á sjónarsviðið. Í eina tíð voru mörg klaustur á Íslandi, a.m.k. tvö þeirra nunnu- setur en hin öll gerð fyrir munk- lífi. Sagt er, að Ásólfur alskik hafi reynt að stofna klaustur að írsk- um hætti á Innra-Hólmi á Akra- nesi á landnámsöld, en ekki er ljóst hvernig það fór. Hins vegar mun engilsaxneskur trúboðs- biskup, sem dvaldist hér á landi 1030–1049, hafa stofnsett klaustur á Bæ í Borgarfirði, sem oft er talið það fyrsta á Íslandi. Annað var stofnað árið 1112 á Þingeyrum í Húnavatnsþingi, sennilega form- lega árið 1133. Og það næsta að Þverá í Eyjafirði, árið 1155. Öll þrjú voru af reglu Benedikts frá Núrsía. Hið fjórða reis svo árið 1168 í Þykkvabæ í Álftaveri, hið fimmta um svipað leyti í Hítardal, og það sjötta árið 1172 í Flatey á Breiðafirði. Öll voru þau af Ágúst- ínusarreglu. Hið síðastnefnda var árið 1184 flutt að Helgafelli á Snæfellsnesi, og virðist um miðja 15. öld hafa fylgt reglu heilags Viktors. Allt voru þetta munkaset- ur. En árið 1186 lítur fyrsta nunnuklaustrið dagsins ljós, á Kirkjubæ á Síðu, af Benedikts- reglu. Árið 1197 var stofnað munkaklaustur á Keldum á Rang- árvöllum, en það lagðist fljótlega af. Um 1200 er talið að hafi verið stofnað munkaklaustur af Ágúst- ínusarreglu í Saurbæ í Eyjafirði, og enn eitt í Viðey 1225–1226, af sömu reglu. Og árið 1295 er stofn- sett nunnuklaustur að Reynistað í Skagafirði, af Benediktsreglu. Það tólfta var sett á laggirnar á Möðruvöllum í Hörgárdal, 1296, munkaklaustur af reglu Ágúst- ínusar. Og hið þrettánda og jafn- framt yngsta var klaustrið á Skriðu í Fljótsdal. Það er talið hafa verið af reglu Ágústínusar, reist árið 1493 og stóð til 1554. Við þetta er að bæta, að munnmæli geta einnig Hraunþúfuklausturs í Vesturdal í Skagafirði, en erfitt að vita hvort eitthvað fast er þar á bak við. Fornleifarannsókn á eina klaustrinu sem verið hefur á Aust- urlandi hófst sumarið 2002 og mun ljúka árið 2007. Verður þetta í fyrsta sinn að heilleg mynd fæst af slíkri byggingu hér úr kaþólskri tíð og ýmislegt merkilegt hefur þegar komið í ljós. Eða eins og Steinunn Kristjánsdóttir, forn- leifafræðingur og verkefnisstjóri rannsóknarinnar, segir í bókinni „Á sprekamó“ (2005): Uppgröftur á rústum Skriðuklausturs hefur leitt í ljós að byggingu þess svip- ar mjög til annarra klausturbygginga í Evrópu, enda virðist hlutverk klaustra á Íslandi hafa verið sambærilegt því sem tíðkaðist annars staðar […] Þó líta megi einnig á evrópsk miðaldaklaustur sem alþjóðlegar miðstöðvar mennta og menningar, sinntu þau ekki síður margháttaðri samfélagsþjónustu sam- hliða andlegum málefnum. Þau tóku á móti sjúkum, fátækum og jafnvel kon- um í barnsnauð, og átti það jafnt við munka- og nunnuklaustur […] Skriðuklaustur samanstóð […] af þyrpingu vistarvera, kapellu og veg- legri kirkju sem byggð voru í kringum klausturgarð […] Úr klausturkirkjugarðinum á Skriðu hafa verið grafnar upp beinagrindur fyrirbura og ungbarna, jafnt sem full- orðinna einstaklinga sem líklega leit- uðu sér lækninga og líknar í klaustr- inu, létust þar og hlutu sitt hinsta leg í grafreit þess. Af þeim beinagrindum sem þegar hafa verið grafnar fram má ráða að skjólstæðingar Skriðuklaust- urs áttu við krankleika af ýmsum toga að stríða. Einnig er ljóst að þangað leituðu þeir sér skjóls sem skáru sig úr samfélaginu með einum eða öðrum hætti, þó ekki hafi endilega verið um sjúkdóma að ræða í nútímaskilningi [...] Uppgröftur á rústum Skriðuklausturs hefur staðfest að það hafði fjölþættu hlutverki að gegna, þar sem hæst bar líkn sjúkra og fátækra samhliða bæna- haldi auk ritunar skjala og bóka, líkt og önnur samtíða klaustur gegndu í Evrópu. Ég mun fjalla nánar um Skriðu- klaustur í næsta pistli mínum, en ætla að endingu að gera hér orð Stefáns Friðbjarnarsonar að mín- um, en 6. september árið 2001 rit- aði hann eftirfarandi, í hugvekju sem nefndist „Einsetufólk og klaustur“: Maður er manns gaman. Félagsskap má flokka til frumþarfa manneskj- unnar. Mannleg samskipti í leik og starfi gefa lífinu lit og angan. Eigi að síður er það hollt hverjum og einum að vera stöku sinnum einn með sjálfum sér og Guði sínum í þögn, leit og íhug- un. Leit og íhugun vóru aðal einsetu- fólksins. Í klaustrunum stilltu fámenn- ir hópar saman strengi í bæn og lofgjörð. Þau vóru trúar- og menning- arlind, sem samfélagið naut góðs af í bráð og lengd. Lilja Eysteins munks, sem allir vildu kveðið hafa, er dæmi um klausturlist. Íslendingabók Ara fróða, sem var prestur, og Landnáma- bók Styrmis Kárasonar, príors í Við- eyjarklaustri, dæmi um klaustur- og þjóðmenningu. Við stöndum í mikilli þakkarskuld við löngu liðna klaustur- búa. Skjólið sigurdur.aegisson@kirkjan.is „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld,“ sagði meist- arinn forðum. Sigurður Ægisson lítur í pistli dags- ins á klaustur á Íslandi fyrrum og eina af merk- ustu niðurstöðum forn- leifarannsóknarinnar að Skriðu í Fljótsdal. HUGVEKJA Enn einn ungur maður er fallinn í val- inn og Hjörtur fór án þess að kveðja, en ég skil það og hver svo sem ástæðan var þá tek ég hana fullgilda. Hvort sem brottförin var skyndi- ákvörðun eða slys, þá er hann líklega HJÖRTUR SVEINSSON ✝ Hjörtur Sveins-son fæddist 21. september 1981. Hann lést 4. ágúst síðastliðinn og var jarðsunginn frá Kópavogskirkju 12. ágúst. feginn að losna undan okinu. Bubbi söng: „Hvítir hestar drógu vagninn“ til að lýsa þessu ástandi. Ég veit ekki hvort hestarnir þínir voru endilega hvítir eða hvort það voru yfirhöfuð hestar sem drógu vagninn, en því miður var kannski fyrirsjáanlegt hvert förinni var heitið. Ég veit ekki hvort einhver mundi fella þann dóm að þú hafir ekki verið tilbúinn fyrir þennan heim, ég held hins vegar að það hafi verið heim- urinn sem ekki var tilbúinn fyrir þig. Það er með eftirsjá sem ég kveð þig Hjörtur því í hjartanu varst þú sann- ur stríðsmaður og atorkan og kappið sem þú lagðir í þann félagsskap sem var vettvangur kynna okkar er eft- irminnilegt. Það er mín von að þú finnir þinn frið og að minningin um þig verði hvatning til okkar sem eftir erum til að starfa í þágu þeirra sem enn sitja í vagninum. Hjörtur, ég kveð þig með þessari bæn: Guð ég fel mig þér á vald, að þú getir mótað mig og gert við mig eins og þér þóknast. Leystu mig úr fjötr- um sjálfshyggjunnar svo ég megni betur að gera vilja þinn. Taktu frá mér erfiðleikana svo sigurinn yfir þeim geti orðið vitnisburður til þeirra sem ég mun hjálpa, um mátt þinn, kærleika og lífsvegu. Megi ég ávallt lúta vilja þínum. Rúnar Jensen, Bandaríkjunum. Sofðu rótt, sofðu rótt, nú er svartasta nótt. Sjáðu sóleyjarvönd geymdu hann sofandi í hönd. Þú munt vakna með sól Guð mun vitja um þitt ból. (Jón Sigurðsson.) Með virðingu og þökk, Soffía Georgsdóttir. HLYNUR SIG- TRYGGS- SON ✝ Hlynur Sigtryggsson fæddistá Núpi í Dýrafirði 5. nóvember 1921. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Eir í Reykjavík 14. júlí síðast- liðinn og var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík 22. júlí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.