Morgunblaðið - 14.08.2005, Page 39

Morgunblaðið - 14.08.2005, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 39 MINNINGAR Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BALDVINS JÓHANNESSONAR símvirkja, Skúlagötu 40b, Reykjavík. Ragnheiður Indriðadóttir, Ragna Birna Baldvinsdóttir, Gunnar I. Baldvinsson, Guðrún S. Jakobsdóttir, Guðrún Erna Baldvinsdóttir, Bjarni Bessason og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HILMAR ÞÓR HELGASON, lést á Hrafnistu Hafnarfirði föstudaginn 5. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 15. ágúst kl. 15.00. Kristín Herdís Hilmarsdóttir, Þorkell Ericson, Elín Hilmarsdóttir, Mímir Völundarson, barnabörn og langafabarn. Elsku hjartans maðurinn minn, bróðir, pabbi okkar, tengdapabbi og afi, HANNES ÞÓRÐUR HAFSTEIN, lést sunnudaginn 7. ágúst. Útför hans verður gerð frá Dómkirkjunni mánu- daginn 15. ágúst kl. 13.00. Blóm afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Ragnheiður Hafstein, Sigurður Hafstein, Ásgerður Katrín Hafstein og Carl Heggli, Ásta Ragnheiður Hafstein og Jón Kristinn Guðmundsson, Valdimar Tryggvi Hafstein og Birna Anna Björnsdóttir, Soffía Lára Hafstein og Árni Þór Árnason, Hannes Ingi, Valdimar Kristinn, Margaux, Christina, Alexandra, Eva Örk og Tara Sól. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR KONRÁÐSDÓTTUR, Hrafnistu í Reykjavík. Sérstakar þakkir flytjum við starfsfólki hjúkrunar- deilda Hrafnistu fyrir góða og hlýlega umönnun hennar. Hlöðver Kristinsson, Margrét Eyþórsdóttir, Elísabet Kristinsdóttir, Haraldur Henrysson, Kristín H. Kristinsdóttir, Victor K. Björnsson, Svavar Kristinsson, Karólína Hróðmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Við viljum þakka öllum þeim sem sýndu okkur hlý- hug og stuðning vegna fráfalls ARNAR JÁKUPS DAM WASHINGTON. Einnig þökkum við þeim sem komu að útför Arnars innilega fyrir. Fyrir hönd aðstandenda, Birgitta Dam Lísudóttir. Nú er Sigga frænka horfin okkur í bili. En það er von um eilíft líf í Jesú og því sem hann gerði fyrir okkur á krossinum. Sigga frænka var trúuð kona. Oft töluðum við saman um trúmál. Við áttum margar góðar stundir saman og hún var trúfastur vinur. Heimili hennar var alltaf opið okkur öllum SIGRÍÐUR SKÚLADÓTTIR ✝ Sigríður Skúla-dóttir fæddist í Austurey í Laugar- dal 2. júní 1910. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir 13. júlí síðastliðinn og fór útförin fram í kyrr- þey 21. júlí. frá því að ég man eftir mér. Það var alltaf svo mikið samband á milli okkar og var heimili hennar mitt annað heimili. Ég gæti skrif- að miklu meira um elsku móðursystur mína en ég læt þetta nægja. Ég kveð Sigríði Skúladóttur með orð- um Jesú: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa, þótt hann deyi. (Jóhannes 11:25.) Kær kveðja, Guðrún Vilhjelmsdóttir Benner. Hrunamannahreppur | Um þessar mundir er verið að byggja upp Auðsholtsveg á um 3,5 km kafla, þ.e. frá þjóðvegi 30 vestur fyrir bæinn Birtingaholt. Verktakafyr- irtækið Nesey ehf. annast verkið, en Nesey bauð lægst í fram- kvæmdina eða um 73% af áætluðu kostnaðarverði Vegagerðarinnar. Að sögn Árna Svavarssonar, framkvæmdastjóra Neseyjar ehf., hefur verkið gengið vel og er upp- byggingu vegarins senn lokið. Eft- ir er frágangur og snyrting við veginn, en bundið slitlag verður síðan sett á í haust. Gremja er meðal þeirra fjöl- mörgu sem búa við Auðsholtsveg og Langholtsveg, sem tengir veg- inn við Flúðir, að ekki skuli verða af frekari vegaframkvæmdum að þessu sinni. Áætlað er að breyta veginum við Syðra-Langholt árið 2007, þannig að hann liggi norðan bæjanna. Vegalengdin sem þá yrði eftir til Flúða er um 9 km. Við þennan veg eru 36 lögbýli og heilsárshús auk frístundabyggða með um 150 hús, sem og golfskáli og fjölsóttur golf- völlur, að ógleymdu tjaldstæði á Álfaskeiði sem er allmikið notað yf- ir sumartímann. Almennt er óánægja hér í Hrunamannahreppi með vegamál. Auk þessa nauðsynjamáls sem áð- ur er getið er um 4 km kafli illa uppbyggður og ekki bundinn slit- lagi gegnum land jarðarinnar Haukholta sem er varasamur og hafa þar oft orðið slys. Sá vegar- kafli mun þó vera á vegaáætlun ár- ið 2007 að sögn Svans Bjarnasonar, umdæmisstjóra vegagerðarinnar á Suðurlandi. Þá fyrst kæmist bund- ið slitlag á allan aðalveginn gegn- um sveitina. Svo fleira sé efnt hef- ur það m.a. lengi verið draumur margra að brú komi yfir Hvítá hjá Bræðratungu sem fyrst og yrði mikilvæg lífæð á milli Bláskóga- byggðar og Hrunamannahrepps. Auðsholtsvegur byggður upp Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Unnið við uppbyggingu Auðsholtsvegar, Birtingaholt, Syðra-Langholt og Vörðufell í baksýn. Eftir Sigurð Sigmundsson Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvadd- ur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Minningargreinar FRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.