Morgunblaðið - 14.08.2005, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 41
FRÉTTIR
Til sölu 6 m langur álbátur með
Evinrude 90 hö utanborðsmótor.
Árg. 2001. 2 stk. 115 hö mótorar
geta fylgt. Góður á sjóstöngina
og svartfuglinn.Tilboð óskast,
skipti möguleg. Uppl. í síma 844
0478.
Sómi 600 200hp Volvo Penta ný-
uppgerð vél, duo prob hældrif.
Búið er að gera allan bátinn upp
og er hann í toppstandi. Einnig er
búið að skipta um flest allt í bátn-
um, t.d. rúður, rekverk, teppi, ol-
íutank o.fl. Sjón er sögu ríkari.
Verðtilboð óskast. Upplýsingar
í síma 660 0270.
Handfæra og sportbátur Þessi
bátur er til sölu. Er í mjög góðu
ástandi og með fullgilt haffæri til
apríl '06. Þrjár gráar DNG geta
fylgt. Upplýsingar í síma 693 8085
Alternatorar og startarar í báta
og bíla. Beinir og niðurg. startar-
ar. Varahlþj. Hagstætt verð.
Vélar ehf.,
Vatnagörðum 16, s. 568 6625.
Alternatorar og startarar í báta,
margar gerðir og stærðir á lager
og hraðsendingar. 40 ára
reynsla.
VALEO umboðið,
Bílaraf, Auðbrekku 20,
sími 564 0400.
Varahlutir
Alternatorar og startarar í
fólksbíla, vörubíla, vinnuvélar og
bátavélar. Á lager og hraðsend-
ingar. 40 ára reynsla.
Bílaraf, Auðbrekku 20,
sími 564 0400.
Bátar
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Smáauglýsingar sími 569 1100
MICHAEL Schulz
hefur verið skipaður
fulltrúi við sendi-
nefnd Alþjóðasam-
bands Rauða krossins
og Rauða hálfmánans
í New York en starf
Schulz er stutt af ís-
lenska Rauða kross-
inum. Schulz mun
verða næstráðandi í
nefndinni sem hefur
áheyrnarstöðu hjá
Sameinuðu þjóðunum
í New York.
Schulz hefur víð-
tæka reynslu af störf-
um fyrir Rauða
krosshreyfinguna og hefur meðal
annars verið yfirmaður Rauða
kross sendinefnda víða um heim.
Starfs síns vegna ferðast Schulz
mikið en hann hefur þýskt rík-
isfang og er uppalinn í Grikklandi.
Hann er í sambúð með íslenskri
konu, Sigrúnu Árnadóttur, fram-
kvæmdastjóra Rauða krossins á
Íslandi, og hefur búið hér í um það
bil fimm ár.
„Ég hef komið víða og verið
mikið á ferðinni en hér
á Íslandi finnst mér
eins og ég sé heima
hjá mér.“
Þegar Morgunblaðið
hafði samband við
Schulz var hann að
búa sig undir ferð sína
til New York. Skipað
er í stöðuna til tveggja
ára og sagðist Schulz
afar spenntur yfir því
að takast á við þetta
verkefni, enda væri
það bæði fjölbreytt og
krefjandi.
„Landsfélög Rauða
krossins og Rauða
hálfmánans, sem eru 181 að tölu,
njóta góðs af skrifstofunni í New
York og styrkja hana einnig. Ég
hef á undanförnum 25 árum unnið
við hjálparstarf Rauða krossins á
stöðum eins og Palestínu, Austur-
Evrópu, Úganda, Afganistan, Ind-
landi, Pakistan, Kambódíu, fyrrum
Sovétríkjunum og á aðalskrifstofu
samtakanna í Genf. Þessi reynsla
kemur mér vonandi að góðum not-
um við að fylgja eftir baráttumál-
um Rauða krossins og Rauða hálf-
mánans gagnvart ríkjum heims,“
segir Schulz en hann segir ís-
lenska Rauða krossinn njóta virð-
ingar víða um heim og bendir á að
stuðningur Íslendinga hafi verið til
fyrirmyndar í gegnum tíðina þegar
hamfarir hafa dunið yfir.
„Sameinuðu þjóðirnar eru að
breytast og það þarf að fylgjast
vel með þeim breytingum enda
verðum við að sjá hvernig best sé
fyrir okkur að hafa samvinnu við
aðildarþjóðirnar hvað hjálparstarf
og aðkomu að mannúðarmálum
varðar. Alþjóða Rauði krossinn
hefur aðgang að nánast öllu kerfi
SÞ.
Við tökum mikinn þátt í um-
ræðuhópum og reynum að hafa
eins mikil áhrif og við getum á
mannúðarmál en það ber þó að
taka fram að Rauði krossinn tekur
ekki pólitíska afstöðu. Þau málefni
sem helst mætti nefna eru meðal
annars börn í stríði, umhverfis- og
heilbrigðismál, fátækt og fleira. Í
þessum málum tökum við afstöðu
og verjum hana. Við erum tals-
menn þeirra sem minna mega sín.“
Íslenski Rauði krossinn styrkir starf fulltrúa við
sendinefnd sem hefur áheyrnarstöðu hjá SÞ
„Talsmenn þeirra
sem minna mega sín“
Michael Schulz
OG VODAFONE ætlar
að efla GSM-fjar-
skiptakerfi sitt enn frek-
ar á þessu ári með því að
taka í notkun svokallaða
EDGE-tækni (Enhanced
Data Rates for Global
Evolution) sem er sögð
geta margfaldað flutn-
ingsgetu í farsímum við-
skiptavina fyrirtækisins.
„Tæknin gerir notendum meðal
annars mögulegt að miðla gögnum,
ljósmyndum, hreyfimyndum eða
vafra á Internetinu á þrisvar til fjór-
um sinnum meiri hraða en mögulegt
hefur verið hingað til. Flutningshraði
í EDGE er í raun mismunandi hvað
fjarlægð frá sendum varðar og milli
einstakra farsíma en tæknin er frá
120 kb/s til 238 kb/s í kerfi Og Voda-
fone,“ segir m.a. í frétt frá félaginu.
Prófanir vegna EDGE eru þegar
hafnar og er gert ráð fyrir að kerfið
verði tekið í notkun á fjórða ársfjórð-
ungi 2005.
Gert er ráð fyrir að EDGE-tæknin
nái til notenda á höfuðborgarsvæð-
inu og í Eyjafirði fyrst um sinn.
Kostnaður við uppbyggingu á fjar-
skiptakerfi Og Vodafone vegna
EDGE-væðingar og tengdra verk-
efna er áætlaður um 250 milljónir
kr., skv. upplýsingum Og Vodafone.
Gríðarlega öflug tækni
Að mati Gests G. Gestssonar,
framkvæmdastjóra sölu- og mark-
aðssviðs Og Vodafone, er EDGE
mikil bylting fyrir viðskiptavini.
„Hér er um að ræða gríðarlega öfl-
uga tækni því hún gefur færi á nýj-
um þjónustuleiðum til handa við-
skiptavinum. Má þar nefna Vodafone
Mobile Connect, sem er gagnaflutn-
ingskort fyrir fartölvunotendur.
Slíkt kort nýtist sérlega vel í GSM/
EDGE. Vodafone Mobile Connect er
væntanlegt fyrir viðskiptavini í
haust. Það hefur nú þegar slegið í
gegn víða erlendis. Við vonumst því
til þess að EDGE eigi eftir að stuðla
að enn breiðara vöruúrvali hjá Og
Vodafone og efla burðargetu í GSM-
kerfinu verulega,“ er haft eftir Gesti
í tilkynningu félagsins.
Og Vodafone tekur EDGE í notkun
Margfaldar burðar-
getu í GSM-kerfinu
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
BORIST hefur eftirfarandi yfirlýs-
ing frá framkvæmdastjórn Sam-
taka auglýsenda (SAU). Millifyr-
irsagnir eru Morgunblaðsins:
„Af og til kemur upp umræða
um hvort RÚV (útvarp og sjón-
varp) ætti að hverfa af auglýs-
ingamarkaði. Stjórn Samtaka aug-
lýsenda (SAU) ályktaði um málið
haustið 2001 og lýsti sig alfarið á
móti slíkum hugmyndum. Almenn-
ingur virðist vera sama sinnis ef
marka má niðurstöður könnunar
sem Gallup gerði fyrir RÚV og
birt var í byrjun september 2002. Í
henni kom m.a. fram að einungis
13,5% landsmanna á aldrinum 16–
75 ára eru þeirrar skoðunar að
RÚV (Sjónvarpið) eigi að hætta
auglýsingabirtingum!
Í því sem hér fer á eftir verður
leitast við að svara þeirri spurn-
ingu hvers vegna auglýsendur og
almenningur eiga að vera á móti
því að RÚV hverfi af auglýsinga-
markaði. Gengið er útfrá því að
RÚV verði áfram öflugur fjölmiðill
með mikið aðdráttarafl fyrir áhorf-
endur og hlustendur. Ekki er tek-
in afstaða til þess hvert rekstr-
arform RÚV eigi að vera og ekki
gert ráð fyrir því að dagskrá
einkareknu ljósvakamiðlanna
myndi batna það mikið í kjölfar
brotthvarfs RÚV af auglýsinga-
markaði að verulegar breytingar
yrðu á áhorfi/hlustun einstakra
miðla miðað við það sem nú er.
Skerða möguleika almennings
á að uppfylla þarfir sínar
Segja má að auglýsingar hafi
tvenns konar hagrænan tilgang. Í
fyrsta lagi þá hafa þær það hlut-
verk að sjá almenningi fyrir upp-
lýsingum sem auðvelda þeim að
taka neyslutengdar ákvarðanir. Al-
menningur fær upplýsingar um
eiginleika vöru eða þjónustu, verð
hennar og breytingar á því. Þessar
upplýsingar gera almenningi kleift
að fullnægja þörfum sínum betur
og/eða ódýrar en áður. Í öðru lagi
geta auglýsendur aukið verðmæti
vöru eða þjónustu sinnar með því
að tengja jákvæða huglæga þætti
við vörumerki sitt í gegnum
ímyndarauglýsingar. Varan eða
þjónustan uppfyllir þá fleiri þarfir
en áður. Brotthvarf RÚV af aug-
lýsingamarkaði myndi því almennt
séð skerða möguleika almennings
á því að uppfylla þarfir sínar og/
eða yki kostnað þeirra við það.
Áhrif brotthvarfs RÚV fyrir
auglýsendur eru í meginatriðum af
tvennum toga. Í fyrsta lagi minnk-
ar aðgengi auglýsenda að almenn-
ingi. RÚV hefur mesta vikulega
dekkun ljósvakamiðlanna (þ.e. nær
augum og eyrum flestra) og ekki
er hægt að ná til ákveðins hluta
þjóðarinnar nema í gegnum RÚV.
Þetta þýðir að erfiðara yrði fyrir
auglýsendur, og þar með óhag-
kvæmara, að nálgast neytendur ef
RÚV nyti ekki við. Í öðru lagi
myndi brotthvarf RÚV þýða að
dýrara yrði fyrir auglýsendur að
koma skilaboðum sínum á fram-
færi við neytendur. Þetta á rætur
sínar að rekja bæði til þess að
framboð auglýsingatíma í ljósvaka-
miðlunum myndi minnka með til-
heyrandi verðhækkunum (væntan-
lega umfram aukið áhorf) og líka
vegna þess að samval auglýsinga-
tíma verður óhagstæðara (það yrði
dýrara að ná til neytenda án RÚV
jafnvel þó einkareknu ljósvaka-
miðlarnir myndu ekki hækka
verðskrár sínar – ef svo væri ekki
þá væri hvort sem er ekki verið að
auglýsa á RÚV!).
Afnotagjöld myndu hækka
Áhrif brotthvarfs RÚV á al-
menning yrðu ferns konar. Í
fyrsta lagi myndu afnotagjöld
RÚV hækka miðað við óbreyttar
rekstrarforsendur þ.e. ef bæta
ætti RÚV upp tapaðar auglýs-
ingatekjur. Að sjálfsögðu fer end-
anlegur kostnaðarauki síðan eftir
því hversu takmarkað endurskoð-
að hlutverk RÚV yrði. Í öðru lagi
yrði eins og fyrr var getið mun
erfiðara fyrir almenning að afla
sér upplýsinga um vörur og þjón-
ustu og þar með erfiðara og/eða
dýrara fyrir hann að fullnægja
þörfum sínum. Í þriðja lagi myndi
verð á vöru og þjónustu hækka
vegna þess að auglýsendur þyrftu
að leita óhagkvæmari/dýrari leiða
til að koma upplýsingum um
vörur sínar eða þjónustu á fram-
færi og auka verðmæti þeirra með
ímyndarauglýsingum. Og að síð-
ustu má ekki gleyma því að aug-
lýsingar hafa, auk upplýsingahlut-
verksins, ákveðið afþreyingar- og
skemmtanagildi, og geta jafnvel
lengt líf fólks ef rétt er að hlát-
urinn lengi lífið eins og rannsókn-
ir benda til!
Í ljósi þess sem sagt hefur verið
hér að ofan ætti engum að koma á
óvart að auglýsendur og
meginþorri landsmanna vilja að
RÚV verði áfram á auglýsinga-
markaði.“
Yfirlýsing frá framkvæmdastjórn Samtaka auglýsenda (SAU)
Á RÚV að hverfa af auglýsingamarkaði?
mbl.is
ókeypis
smáauglýsingar