Morgunblaðið - 14.08.2005, Side 42

Morgunblaðið - 14.08.2005, Side 42
Mímí og Máni Kalvin & Hobbes KALVIN!! HVAÐ HEFUR ÞÚ GERT VIÐ SÓFABORÐIÐ MITT?!? ERTU AÐ REYNA AÐ FÁ MIG TIL ÞESS AÐ TALA AF MÉR? © DARGAUD Bubbi og Billi ÞESSI SKORDÝR ERU ALVEG ÓTRÚLEG MÉR ÞYKIR SVO GAMAN AÐ SKOÐA MAURA MEÐ STÆKKUNARGLERINU MÍNU ÞEIR ERU SVO SKIPULAGÐIR, KERFISBUNDNIR OG AGAÐIR EN UMFRAM ALLT ÞÁ ERU ÞEIR VINNUSAMIR OG HLÝÐNIR SUM DÝR SEM ÉG KÝS AÐ NEFNA EKKI ÆTTU AÐ HELGA SÉR EINHVERJA AF ÞESSUM EIGINLEIKUM ER ÞAÐ EKKI BILLI? HVERT FÓR HANN? VÁ! SNILLD! RÉTT HJÁ ÞÉR BILLI! MAURAR HAFA MARGA KOSTI EN ÞEIR HAFA HÚMOR Á VIÐ SEXTUGAN ÞINGMANN Dagbók Í dag er sunnudagur 14. ágúst, 226. dagur ársins 2005 Víkverji er almenntmjög lífsglaður og kátur maður og á gott með samskipti við fólk. Það verður samt að ját- ast að stundum verður hann pirraður í vinnunni enda á blaða- mennskan það til að vera erilsamt starf. Þegar Víkverji tekur styttri eða lengri viðtöl við fólk hefur hann það fyrir reglu að leyfa því að heyra sín eigin um- mæli áður en þau fara á prent. Það sama gera flestir samstarfs- félagar Víkverja. Víkverji hefur því miður bitra reynslu af því að senda fólki texta til yfirlestrar. Of oft hefur hann fengið mun lengri texta til baka með alltof miklum málalengingum. Víkverji lít- ur hins vegar á það sem hlutverk blaðamannsins en ekki viðmæland- ans að ákveða hvað á erindi í blaðið og hvað ekki. Víkverji hefur því brugðið á það ráð að hringja frekar í viðmælendur sína sem þess óska og lesa yfir fyrir þá textann. Þannig sparar hann sér bæði tíma og and- lega orku. Langflestir viðmælendur Víkverja taka þessu mjög vel og eru ánægðir að fá að heyra textann. Víkverji verður þó ákaflega pirraður þeg- ar viðmælendur hans heimta að fá textann í tölvupósti. Oftar en ekki er það einmitt sama fólkið og sendir Víkverja hreinlega nýj- an texta til baka. x x x Fyrst Víkverji erbyrjaður að nöldra með þessum tóni er rétt að halda því áfram og kvarta yfir fram- komu opinberra starfs- manna. Víkverji þurfti nýverið að hafa samskipti við allmörg ráðuneyti og í alltof mörgum tilvikum fékk hann lélega þjónustu. Þegar hann kynnti sig kurteisislega var jafnvel svarað með stuttu já-i á innsoginu svo Víkverja þótti sem hann væri að trufla viðkomandi ægilega mikið í vinnunni. Er það ekki hluti af starf- semi ráðuneyta að veita bæði fjöl- miðlum og almenningi upplýsingar? Þetta á auðvitað alls ekki við alla starfsmenn eða í öllum ráðuneytum og púkann í Víkverja dreymir stund- um um að segja sem flestum frá því hvar hann fær slæmt viðmót og hvar þjónustulundin er til fyrirmyndar. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is          Leiklist | Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands æfir um þessar mundir leik- ritið „Forðist okkur“. Verkið er byggt á myndasögum Hugleiks Dagssonar og er unnið í samvinnu við leikhópinn Common Nonsense og leikstjórar Stef- án Jónsson og Ólöf Ingólfsdóttir. Verkið verður fyrsta verkefni Nemendaleikhússins í vetur en sýnt verður á Litla sviði Borgarleikhússins með haustinu. Morgunblaðið/Jim Smart Að forðast eða ekki forðast MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Vakið, standið stöðugir í trúnni, verið karlmannlegir og styrkir. Allt sé hjá yður í kærleika gjört. Náðin Drottins Jesú sé með yður. (Kor. 16, 13–14.23.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.