Morgunblaðið - 14.08.2005, Page 44
44 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 gefa nafn, 4
tannstæði, 7 pípuna, 8
baul, 9 ber, 11 beitu, 13
sigra, 14 reiki, 15 grund,
17 ferming, 20 tímg-
unarfruma, 22 gortar, 23
blærinn, 24 sáðlönd, 25
mál.
Lóðrétt | 1 skýla, 2 klak-
inn, 3 einkenni, 4 örg, 5
fýll, 6 magran, 10 vatns-
flaumur, 12 sjávardýr, 13
greind, 15 gefa eftir, 16
danglar í, 18 skorturinn,
19 naga, 20 vex, 21 gá-
leysi.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 auðsveipt, 8 pínir, 9 iðjan, 10 ill, 11 kúrir, 13
landa, 15 glans, 18 króna, 21 Týr, 22 titri, 23 afann, 24
barnaskap.
Lóðrétt | 2 unnur, 3 særir, 4 erill, 5 prjón, 6 spik, 7 snúa, 12
inn, 14 aur, 15 gota, 16 aftra, 17 stinn, 18 krafs, 19 ólata, 20
asni.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Notaðu daginn til þess að spá í peninga-
málin og fjárfesta í listum eða einhverju
sem tengist börnum. Þú ert venju fremur
skapandi í dag. Íþróttafólk í hrútsmerk-
inu nær árangri.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nautið býr yfir krafti og úthaldi í dag.
Því tekst að umbreyta sínu nánasta um-
hverfi, ekki síst heimilinu. Taktu til og
hentu rusli. Bættu verulega um betur.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tvíburinn fær frábærar, snjallar hug-
myndir í dag. Hugur þinn er fullur af
lausnum og úrbótum. Mundu bara að
skrifa eitthvað hjá þér.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Krabbinn finnur sér nýja tekjumöguleika
með samskiptum við útlönd eða fólk sem
kemur frá öðru menningarsvæði en hann.
Fjárhagstækifærin bíða hans núna.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Einhverjir í ljónsmerkinu gerbreyta lífi
sínu hugsanlega í dag. Krafturinn liggur í
loftinu. Hvernig væri að bæta útlitið og
mannorðið og hressa upp á starfsferilinn?
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Óvæntar uppákomur gætu orðið í verk-
efnum sem tengjast útgáfu, menntun og
ferðalögum og haft áhrif á líf meyjunnar
og hennar nánustu. Dagurinn verður
spennandi og ófyrirsjáanlegur. Vertu
viðbúin.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Vinir (eða jafnvel samtök) koma voginni
til aðstoðar á einhvern hátt í dag.
Kannski fær hún afnot af einhverju sem
einhver annar á. Fólk kemur henni til
hjálpar á einhvern hátt.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Notaðu tækifærið og gakktu frá samn-
ingum, biddu um launahækkun eða
aukna ábyrgð í vinnunni í dag. Talaðu við
maka, viðskiptavini eða aðra um það sem
þig langar til þess að áorka.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þessi dagur er hugsanlega sá besti á
árinu fyrir bogmanninn. Þú ert nánast
ósigrandi. Samskipti við útlönd, áætlanir
um aukna menntun eða ferðalög ganga
að óskum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Nýttu þér hjálp annarra við að taka smá-
vegis áhættu. Ást við fyrstu sýn gæti orð-
ið til í dag. Spennandi og óvænt tækifæri
bíða þín á ýmsum sviðum.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Maki eða náinn vinur aðstoðar vatnsber-
ann við endurbætur á heimilinu eða
breytingar sem orðið hafa á högum hans.
Eða þá að hann leitar sérfræðiráðgjafar
vegna vandamála heima fyrir.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Óvænt tíðindi fá fiskinn til þess að leggja
við hlustirnar í vinnunni. Nýjar umbætur
og stórtækar breytingar eru líklegar. Allt
er á uppleið. Kannski þarftu bráðum sól-
gleraugu!
Stjörnuspá
Frances Drake
Ljón
Afmælisbarn dagsins:
Þú hefur stíl, húmor og góða tilfinningu
fyrir aðstæðum. Margir sem fæddir eru í
dag vinna við störf sem tengjast skemmt-
anaheiminum og hótelrekstri. Þú ert þér
meðvitandi um kjör manneskjunnar og
berst oft fyrir umbótum.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Tónlist
Hallgrímskirkja | James David Christie á
síðasta Sumarkvöldi við orgelið kl. 20. M.a.
verða leikin verk eftir Buxtehude og Pi-
terszoon.
Hamrar, Ísafirði | Kammersveitin Ísafold á
tónleikaferð. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Al-
mennt verð á tónleikana er 1.500 kr. en eldri
borgarar og námsmenn greiða 1.000 kr. Fyr-
ir 12 ára og yngri er aðgangur ókeypis.
Reykholtskirkja | Trio i ein fjord. Reidun
Horvei, Knut Hamre og Geir Botnen. Verk
eftir Grieg, Hvosleif og Tveitt. Tónleikarnir
hefjast kl. 15.
Salurinn | Elísa Vilbergsdóttir, Hrólfur Sæ-
mundsson og Steinunn Birna Ragnarsdóttir.
Kl. 15.
Stykkishólmskirkja | Havanaband Tómasar
R. heldur tónleikar sunnudaginn 14. ágúst.
Flutt verða latínlög Tómasar R. sem hafa
m.a. komið út á geisladiskum. Tónleikarnir
hefjast kl. 15 og er aðgangseyrir kr. 1.000.
Myndlist
101 gallery | Þórdís Aðalsteinsdóttir til 9.
sept. 101 Gallerý er opið fim.-laug. frá kl. 14–
17 eða eftir samkomulagi.
Austurvöllur | Ragnar Axelsson til 1. sept.
Árbæjarsafn | Anna Gunnarsdóttir með
sýninguna Ljóshaf – lýsandi form úr þæfðri
ull í Listmunahorninu á Árbæjarsafni. Sýn-
ingin er opin kl. 10–17 alla daga og stendur
18. ágúst.
Café Karólína | Eiríkur Arnar Magnússon. Til
26. ágúst.
Deiglan | Sigurður Pétur Högnason (Siggi
P.) Olíumálverk. Til 21. ágúst. þri.–sun. frá 13
til 17.
Eden, Hveragerði | Valgerður Ingólfsdóttir (
Vaddý) til 22. ágúst. Á sýningunni verða
akrýl–, vatnslita–, olíu– og pastelmyndir.
Feng Shui Húsið | Sýning Helgu Sigurð-
ardóttir „Andlit friðar“ verður framlengd til
20. ágúst og lýkur þá á Menningarnótt.
Ferðaþjónustan í Heydal | Helga Krist-
mundsdóttir með málverkasýningu.
Gallerí 100° | Dieter Roth til 21. ágúst.
Gallerí Humar eða frægð! | Myndasögur í
sprengjubyrgi. Sýnd verk eftir Ólaf J. Eng-
ilbertsson, Bjarna Hinriksson, Jóhann L.
Torfason, Halldór Baldursson, Þórarin Leifs-
son, Braga Halldórsson og fleiri sem kenndir
eru við GISP! Einnig myndir úr Grapevine. Til
31. ágúst.
Gallerí Tukt | Sara Elísa Þórðardóttir mynd-
listarnemi við Edinburgh College of Art í
Skotlandi sýnir málverk. Alla virka daga frá
9–17. Sýningin stendur til 5. september.
Grunnskólinn Þykkvabæ | Listaveisla. Verk
5 listamanna: Elías Hjörleifsson, Ómar
Smári Kristinsson, Hekla Björk Guðmunds-
dóttir, Hallgerður Haraldsdóttir og Árni
Johnsen. Opið til 14. ágúst frá kl. 18–22 og
kl. 14–18 um helgar.
Götur Reykjavíkur | Margrét H. Blöndal.
Hafnarbakkinn í Reykjavík | Kristinn Bene-
diktsson. Fiskisagan flýgur, ljósmyndir. Til 31.
ágúst.
Hafnarborg | Wilhelm Sasnal, Bojan Sarce-
vic, Elke Krystufek og On Kawara til 21.
ágúst.
Handverk og hönnun | Sýningin „Sögur af
landi“ stendur nú yfir í sýningarsal Hand-
verks og hönnunar. Sýningunni lýkur 4. sept.
Hrafnista Hafnarfirði | Trausti Magnússon
sýnir í menningarsal til 23. ágúst.
Kaffi Sólon | Guðmundur Heimsberg sýnir
ljósmyndir á Sólon. „You Dynamite“. Til 28.
ágúst.
Kirkjuhvoll, Akranesi | Vilhelm Anton
Jónsson sýnir í Listasetrinu til 26. ágúst.
Alla daga nema mán. frá 15 til 18.
Laxársstöð | Sýning Aðalheiðar S. Eysteins-
dóttur, Hreindýr og Dvergar í göngum Lax-
árstöðvar.
Listasafn Árnesinga | Sýningin Tívolí, sam-
sýning á nýjum verkum 23 listamanna.
Listasafnið á Akureyri | Skrýmsl – Óvættir
og afskræmingar til 21. ágúst.
Listasafn Ísafjarðar | Katrín Elvarsdóttir
sýnir nýja ljósmyndaseríu sem kallast
Heimþrá fram í byrjun október. Opið mán.-
föst. kl. 13–19 og laug. kl. 13.-16.
Listasafn Íslands | Dieter Roth til 21. ágúst.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gabriel
Kuri, Jennifer Allora, Guilliermo Calzadilla,
Brian Jungen, Hekla Dögg Jónsdóttir, John
Latham, Kristján Guðmundsson til 21. ágúst.
Listasafn Reykjanesbæjar | Á sumarsýn-
ingu má nú sjá sænskt listagler.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Maðurinn og efnið. Sýning á úrvali verka úr
safneign. Til 2006.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Lest.
Dieter Roth til 21. ágúst.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Úr-
val verka frá 20. öld til 25. september.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sum-
arsýning. Aðföng, gjafir og lykilverk eftir
Sigurjón Ólafsson. Opið frá 14 til 17.
Listasalur Mosfellsbæjar | Ólöf Ein-
arsdóttir, Sigrún Ó. Einarsdóttir og Sören S.
Larsen. Gler þræðir. Til 28. ágúst.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | „Rótleysi“
markar þau tímamót að tíu ár eru liðin frá
stofnun lýðræðis í Suður–Afríku. Sýningin
gefur innsýn inn í einstaka ljósmyndahefð
þar sem ljóðrænn kraftur og gæði heimilda-
ljósmyndunar eru í sérflokki. Opið til 28.
ágúst kl. 12–19 virka daga, 13–17 um helgar.
Mokka-Kaffi | Árni Rúnar Sverrisson. Flétt-
ur. Til 4. september.
Norræna húsið | Grús – Ásdís Sif Gunn-
arsdóttir, Helgi Þórsson, Magnús Logi Krist-
insson. Terra Borealis – Andy Horner. Til 28.
ágúst.
Nýlistasafnið | Lorna, félag áhugafólks um
rafræna list. Ragnar Helgi Ólafsson, Páll
Thayer, Harald Karlsson, Hlynur Helgason
og Frank Hall. Opið 13–17 mið.–sun. Til 3.
sept.
Safnahús Borgarfjarðar | Pétur Pétursson
sýnir 15 málverk í Safnahúsi Borgarfjarðar.
Opið virka daga kl. 13 til 18. Sýningin stendur
til 19. ágúst.
Safnahúsið á Húsavík | Guðmundur Karl
Ásbjörnsson sýnir verk sín í fyrsta skipti á
Íslandi eftir 11 ára hlé. Sýningin stendur til
28. ágúst.
Skaftfell | Malin Stahl með sýningu sýna
„Three hearts“ á vesturvegg Skaftfells. Til
18. ágúst.
Skriðuklaustur | Ítalski listamaðurinn Guis-
eppe Venturini sýnir teikningar úr Fljótsdal
til 14. ágúst.
Skúlatún 4 | Listvinafélagið Skúli í Túni
heldur vinnustofusýningu að Skúlatúni 4, 3.
hæð. Opið er fimmtudaga til sunnudaga frá
14 til 17. Til 28. ágúst.
Suðsuðvestur | Huginn Þór Arason, „Yf-
irhafnir“. Til 28. ágúst. Opið fim.–fös. frá 16
til 18 og lau.–sun. frá 14–17.
Thorvaldsen Bar | Skjöldur Eyfjörð heldur
myndlistarsýningu. „Töfragarðurinn“. Til 13.
september.
Vatnstankarnir við Háteigsveg | Finnbogi
Pétursson.
Vínbarinn | Rósa Matthíasdóttir sýnir
mósaíkspegla.
Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Mynd á
þili er afrakstur rannsókna Þóru Kristjáns-
dóttur á listgripum Þjóðminjasafns Íslands
frá 16., 17. og 18. öld.
Þjóðminjasafn Íslands | Kristinn Ingvarsson
sýnir svarthvítt portrett.
Þrastalundur, Grímsnesi | Listakonan
María K. Einarsdóttir sýnir 20 myndverk til
26. ágúst.
Leiklist
Skemmtihúsið | Ferðir Guðríðar, leikrit í
Skemmtihúsinu á Laufásvegi 22, á hverju
fimmtudagskvöldi kl. 20 og alla sunnudaga
kl. 18 til endaðs ágúst. Leikkona Caroline
Dalton. Leikstjóri og höfundur Brynja Bene-
dikdóttir. Tilvalið fyrir erlenda ferðamenn og
þá sem skilja enska tungu.
Söfn
Árbæjarsafn | Í dag fer allt í hundana í Ár-
bæjarsafni en þá mun deild íslenska fjár-
hundsins í Hundaræktarfélagi Íslands kynna
íslenska hundinn gestum og gangandi.
Kynningin byrjar kl. 14 og fyrirlestrar verða
kl. 14.30 og 15.30.
Bókasafn Kópavogs | Dagar villtra blóma. Á
Bókasafni Kópavogs stendur yfir sýning á
ljóðum um þjóðarblómið holtasóley og önn-
ur villt blóm.
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra-
steinn er opinn alla daga í sumar frá kl. 9–17.
Hljóðleiðsögn á íslensku, ensku, sænsku og
þýsku um húsið. Margmiðlunarsýning og
skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu.
Nánar á www.gljufrasteinn.is.
Minjasafnið á Akureyri | Eyjafjörður frá
öndverðu, saga fjarðarins frá landnámi fram
yfir siðaskipti. Akureyri, bærinn við Pollinn,
þættir úr sögu Akureyrar frá upphafi til nú-
tímans. Myndir úr mínu lífi … Ljósmyndir
Gunnlaugs P. Kristinssonar frá Akureyri
1955–1985.
Skriðuklaustur | Sýning um miðalda-
klaustrið að Skriðu og fornleifarannsókn á
því. Sýndir munir úr uppgreftri síðustu ára
og leiðsögn um klausturrústirnar.
Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóð-
minjasafnsins, Þjóð verður til, menning og
samfélag í 1200 ár, á að veita innsýn í sögu
íslensku þjóðarinnar frá landnámi til nútíma.
Fréttir
Krókur, Garðaholti | Í dag verður opið hús í
Króki á Garðaholti í Garðabæ. Krókur er op-
inn á hverjum sunnudegi í sumar frá kl. 13–17
og næstu þrjá sunnudaga verður opið fyrir
almenning. Krókur er lítill bárujárnsklæddur
burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ
árið 1923 og er á Garðaholti, á ská á móti
samkomuhúsinu. Aðgangur er ókeypis.
Fundir
Lækjarbrekka, veitingahús. | Ketill Larsen
fjöllistamaður mun halda myndlistarsýningu
og lesa úr ljóðabálki sínum tengdum indíán-
um Kanada. Eftir hlé verður haldinn aðal-
fundur Vináttufélags Íslands og Kanada.
Dagskráin hefst kl. 14.30.
Fyrirlestrar
Rangárþing eystra | Njáluferðir á hestum
frá Torfastöðum í Fljótshlíð Riðið í slóð
Brennu-Flosa, áð við Klitnafoss. Fyrirlestur í
Sögusetrinu á Hvolsvelli. Traustir og þægir
hestar, hnakkar og hjálmar. Takmarkaður
fjöldi. Átta ferðir sumarið 2005, allar á
sunnudögum, undir leiðsögn Bjarna Eiríks
Sigurðssonar skólastjóra.
Raunvísindadeild Háskóla Íslands | Dagana
15.–17. ágúst nk. mun próf. Guido Burkard
frá háskólanum í Basel, Sviss, halda röð fyr-
irlestra um skammtareikninga og eðl-
isfræðileg kerfi. Fyrirlestrarnir verða kl. 10–
12 alla dagana í Endurmenntun H.Í. við Dun-
haga 7. Heiti fyrirlestranna er eftirfarandi:
Quantum Computation: An Introduction.
Námskeið
Salur Fjölbrautaskóla Suðurlands | Nám-
skeið í smellþjálfun (Clicker Training) verður
haldið í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands, 19.
ágúst kl. 9–17. Námskeiðið er einkum ætlað
fólki sem vinnur við hreyfiþjálfun. Kennslan
fer fram á ensku. Skráning og upplýsingar
hjá Fræðsluneti Suðurlands 480 8155 og á
www.tagteach.com.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vetrarstarfið hefst
12. september. Skráning í postulín
og myndlist er hafin. Nánari uppl. í
síma 562 2571 og á staðnum.
Handavinnustofan er opin alla virka
daga. Allir velkomnir.
Ferðaklúbbur eldri borgara | 23.
ágúst er dagsferð í Landmanna-
laugar. Uppl. í síma 892 3011.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20.
Caprí-tríó leikur fyrir dansi í Stang-
arhyl 4.
Félag kennara á eftirlaunum | Ferð
í Breiðafjarðareyjar miðvikudaginn
17. ágúst kl. 8 frá BSÍ. Skráning hjá
KÍ í 595 1111.
Félagsstarf Gerðubergs | Þriðju-
daginn 16. ágúst er opnað að af-
loknum sumarleyfum starfsfólks.
Vinnustofur opnar kl.9–16.30 og
spilasalur frá hádegi, skráning á
postulínsnámskeið sem byrjar í
sept. o.fl. Fundur hjá Gerðubergskór
um vetrarstarfið verður síðar í
mánuðinum, nánar auglýst síðar.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið öll-
um opið. Púttvöllur alla daga.
Gönguhópar fjórum sinnum í viku.
Betri stofa og Listasmiðja virka
daga. Dagblöðin liggja frammi.
Morgunkaffi, hádegismatur og síð-
degiskaffi virka daga. Veitingar í
Listigarðinum á góðviðrisdögum.
Hárgreiðslustofan s. 568 3139 og
Fótaaðgerðastofan s. 897 9801.
Norðurbrún 1 | og Furugerði 1. Farið
verður á Smæfellsnes 18. ágúst, kl.
9 frá Norðurbrún, síðan farþegar
teknir í Furugerði. Ekið verður að
Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi með
stoppi í Borganesi. Súpa og brauð á
Hótel Ólafsvík og ekið um sunn-
anvert Snæfellsnesið til baka.
Skráning og uppl. í síma 568 6960
og 553 6040.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Nú
stendur yfir skráning í námskeið
vetrarins, námskeiðin eru opin öll-
um óháð aldri og búsetu. Við erum
með námskeið í bútasaumi, perlu-
og pennasaumi, bókbandi, gler-
skurði, glerbræðslu, bókbandi og
leirmótun. Allar uppl. í síma
411 9450.
Kirkjustarf
Hjálpræðisherinn á Akureyri |
Sunnudaginn 14. ágúst verður engin
samkoma. Næsta samkoma er 21.
ágúst kl. 20.
Fréttasíminn
904 1100