Morgunblaðið - 14.08.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 45
DAGBÓK
• Stórt ferðaþjónustufyrirtæki á Vesturlandi.
• Þekkt kaffihús í Reykjavík.
• Gott iðnfyrirtæki fyrir trésmið sem vill breyta til. Ársvelta 150 mkr.
• Rótgróið iðnfyrirtæki með mikla sérstöðu. Ársvelta 70 mkr. Góð afkoma.
• Stór heildverslun með vörur fyrir stórmarkaði.
• Þekkt bílasprautunar- og réttingaverkstæði. Ársvelta 50 mkr.
• Lítil sérverslun með þekktar gjafavörur. Ársvelta 40 mkr.
• Þekkt heildverslun - sérverslun með húsgögn og gjafavörur. Ársvelta 70 mkr.
Góður hagnaður.
• Stór matvælavinnsla. Ársvelta 380 mkr.
• Sérverslun - heildverslun með heimilisvörur. Ársvelta 170 mkr. Góð framlegð.
• Trésmíðafyrirtæki með eigin innflutning sem framleiðir heilsárshús. Góð
verkefnastaða.
• Heildverslun með sérhæfðar tæknivörur. Ársvelta 110 mkr.
• Deildir úr heildverslunum með ýmsar vörur. Hentugar sem viðbót fyrir
heildverslanir.
• Kvenfataverslun með nokkra útsölustaði.
• Rótgróin bókabúð í miðbænum. Góður rekstur.
• Lítið vínumboðsfyrirtæki með fjórar bjórtegundir í kjarna. Hentugt til sameiningar.
• Ferðaskrifstofa með innanlands- og utanlandsdeild.
• Stórt iðnfyrirtæki. Ársvelta 450 mkr.
• Fiskvinnsla í eigin húsnæði á Eyrarbakka.
Ráðgjafaskólinn er fyrir þá sem starfa við, eða ætla sér að starfa við,
ráðgjöf fyrir áfengis- og fíkniefnaneytendur og fjölskyldur þeirra, t.d.
ráðgjafa, félagsráðgjafa, sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga og lækna og er
ætlað að tengja saman persónulega reynslu, starfsreynslu og menntun
á þessum sviðum.
Eftirfarandi er m.a. tekið fyrir í náminu:
• Grunnþekking á alkóhólisma og fíkn í önnur efni en áfengi.
• Vinsun, inntaka, meðferðarkynning og mat á skjólstæðingi.
• Ráðgjöf (einstaklings-, hóp- og fjölskylduráðgjöf) og tækni til inngripa.
• Meðferðarstjórnun, meðferðaráætlanir, skýrsluhald.
• Inngripatækni í áföllum.
• Forvarnir og fræðsla.
• Samstarf við aðra fagaðila.
• Siðfræði, lögfræðileg álitamál, trúnaðarmál.
• Sérstakir hópar (þjóðerni, menning, kynhneigð, kynferði, alnæmi og
fatlanir).
• Líffræði og efnafræði áfengis og annarra vímuefna (lögleg, ólögleg,
sniffefni og nikótín).
• Sálfræðileg, tilfinningaleg og persónuleg álitamál, þroski skjólstæðinga.
• Tólf spor, erfðavenjur og heimspeki sjálfshjálparhópa.
Umsóknarfrestur um skólavist á haustönn 2005 er til 20. ágúst.
Upplýsingar og eyðublöð fást hjá:
Ráðgjafaskólanum, pósthólf 943, 121 Rvík.
Netfang stefanjo@xnet.is, sími 553 8800,
fax 553 8802 og www.forvarnir.is
Tónlistarsjóður Rótarý á Íslandi
Tónlistarsjóður Rótarý á Íslandi auglýsir eftir umsóknum um styrk.
Tilgangur sjóðsins er að veita ungu tónlistarfólki, sem skarað hefur fram úr á
einhverju sviði tónlistar, viðurkenningu í formi fjárstyrks til frekara náms.
Styrkurinn verður veittur í janúar 2006 og verður að upphæð kr. 500.000.
Umsóknum skal skilað til skrifstofu Rótarýumdæmisins,
Suðurlandsbraut 54, 108 Reykjavík, fyrir 15. september nk.
Netfang: rotary@simnet.is.
Fyrirspurn til garðyrkju-
stjóra Reykjavíkur
UNDIRRITUÐ á daglega leið um
Hljómskálagarðinn ásamt fjölda
annarra Reykvíkinga. Háskólastúd-
entar, ferðamenn, íbúar í vesturbæ
og austurbæ eiga daglega leið um
garðinn auk leikskólahópa, skóla-
hópa og annarra Reykvíkinga, sem
nota þennan frábæra skrúðgarð
Reykvíkinga sér til yndisauka.
Það voru góð tíðindi fyrir Reyk-
víkinga þegar gosbrunnurinn sem
var búinn að ausa skítugu og illa
lyktandi tjarnarvatninu yfir þá ár-
um saman var tekinn niður fyrir
nokkrum árum. En Adam var ekki
lengi í Paradís – í byrjun sumars
var settur upp nýr gosbrunnur sem
er hálfu verri en sá gamli fyrir það
að hann gengur alla daga, hvernig
sem vindur blæs og eys menguðu
vatninu úr Tjörninni yfir vegfar-
endur.
Vil ég benda á, að það þarf ekki
að hreyfa mikinn vind til þess að
vatnsbununa og úðann leggi yfir
gangvegina í Hljómskálagarðinum.
Hefur verið athugað með sýking-
arhættu af menguðu tjarnarvatn-
inu?
Þegar maður hugsar um þann
fjölda fugla sem heldur til á Tjörn-
inni og úrganginn úr þeim verður
manni illt. Hafa verið tekin sýni úr
tjarnarvatninu nýlega með tilliti til
salmonellusýkinga, þar sem það er
vitað að mávar og aðrir fuglar geta
borið þessar bakteríur?
Ég vona að þessi fyrirspurn verði
tekin til athugunar og henni svarað
fljótlega.
Með bestu kveðju,
Auður Sigurðardóttir.
Allir í strætó
Í FRÉTTABLAÐINU í síðustu
viku var mikið fjallað um nýtt leiða-
kerfi strætó. Margir hafa kvartað
og breytingin fyrir eldra fólkið er
slæm. Ellilífeyrisþegi í Árbæ sagði
að mörgum væri gert ófært að taka
strætó. Verst virðist þetta vera í Ár-
bænum og ég sá í Fréttablaðinu
mynd af himinháum stiga sem fólk
þarf að ganga til þess að taka
strætó niður í bæ og ég skil ekki
hvernig hægt er að ætlast til þess að
fólk sem á erfitt með að hreyfa sig
þurfi að ganga þennan stiga í öllum
veðrum í vetur því þarna á Ártúns-
holtinu er mjög vindasamt þegar
vont er veður.
Ásgeir Eiríksson framkvæmda-
stjóri Strætó bs. segir varðandi
óánægju íbúa í Árbæ að það sé boð-
ið upp á hraðleið niður í bæ og mikið
hlýtur sú leið að fara hratt því fólk
hefur ekki ennþá fundið hana. Dag-
ur B. Eggertsson, borgarfulltrúi og
formaður hverfaráðs Árbæjar,
kveðst ekki hafa fengið kvartanir
vegna breytinga á leiðakerfinu en
fólk hefur mikið kvartað undan því
að það hafi ekki verið nokkur leið að
ná sambandi við borgarfulltrúana
vegna þessa. Það sem fólk, sem býr
í úthverfum borgarinnar, þarf á að
halda er að komast beina leið ofan í
bæ eða ofan á Hlemm.
Það á ekki að þurfa að setja upp
stiga eða hindranir svo að fólk kom-
ist leiðar sinnar. Víða er það þannig
að fólk þarf að fara yfir miklar um-
ferðargötur og þar af leiðandi er þar
aukin slysahætta.
Að lokum skora ég á forráðamenn
Strætó að breyta þessu aftur.
Sigrún Reynisdóttir.
Serafína er týnd
6. ÁGÚST sl. týndist kettlingurinn
okkar Serafína frá Njálsgötu. Hún
er tæplega 5 mánaða gömul, grönn
og háfætt. Mjög sérkennilega útlít-
andi, svört í grunnlit með ljós-
brúnum yrjum á búk, hvít yrjótt í
andliti og smá hvítt fremst á lopp-
unum. Einnig er hún með ljósan
blett á hálsi. Serafína er afar vin-
gjarnleg. Hennar er mjög sárt sakn-
að. Ef einhver hefur séð eða fundið
hana vinsamlegast hafið samband í
síma 552 0373, 899 3363 og 860 0324.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
80 ÁRA afmæli. Í dag, 14. ágúst,er áttræð Hrönn Kristjáns-
dóttir, Dalbæ, Dalvík. Hún tekur á
móti gestum í safnaðarheimili Dalvík-
urkirkju kl. 15.00.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Tónlistarmaður-
inn Rúnar hefur
sent frá sér
plötuna Sol-
itude. Platan er
fyrsta sólóplata
listamannsins
og er gefin út af
Parade Records en platan er einnig
fyrsta útgáfa þessa nýja útgáfufyrir-
tækis.
Á plötunni eru ellefu lög eftir Rúnar
sem unnin voru á tveggja ára tímabili.
Lögunum er raðað í tímaröð og eru
þau að mestu leikin af Rúnari einum á
gítar.
Dreifing er í höndum 12 tóna og er
leiðbeinandi útsöluverð 2.199 krón-
ur. Útgáfutónleikar verða auglýstir síð-
ar.
Nýjar plötur