Morgunblaðið - 14.08.2005, Síða 46
46 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
LAUGARDAGINN 11. júní var
frumsýndur í Gúttó í Hafnarfirði
nýr íslenskur grínharmleikur,
Dauði og jarðarber. Sýningin er
farandsýning sem ætlunin er að
ferðast með um landið í sumar.
Það er nokkuð óvenjulegt að sjá
leikrit eins og Dauða og jarðarber
hér á landi þar sem um er að
ræða frumsamið verk um suðrænt
fólk með heitt blóð í æðum auk
þess sem verkið er öðrum þræði
trúðasýning. Það er óneitanlega
frumlegt og kraftmikið af þeim
Gunnari Birni og Snorra, sem báð-
ir eru starfandi í Leikfélagi Hafn-
arfjarðar, að ráðast í farandsýn-
ingu og sýna hana víða um land.
Farandleikhúsið hentar vel efni
verksins en það fjallar um sí-
gaunabræður sem þurfa að horf-
ast í augu við frelsið eftir að ráð-
rík amma þeirra deyr. En þó að
ekki séu sígaunar á Íslandi er efn-
ið sígilt; fólk lætur aðra halda aft-
ur af sér, oft undir yfirskini ástar
þó að tilgangurinn sé eigingjarn.
Þó að grínið ráði mestu tekst Fé-
lagi flóna vel að snerta streng ein-
lægninnar þannig að hið harm-
ræna kallast fallega á við
kómedíuna. Gera má ráð fyrir að
sýningin sé unnin í spuna þar sem
hvort tveggja er að slík er helsta
vinnuaðferð Ágústu og kemur vel
fram og leikararnir nýta sér við-
brögð áhorfenda eins og bestu
trúðum er lagið.
Gunnar og Snorri eru færir í því
að leika trúða sem spila á hlátur
áhorfenda og hefðu jafnvel mátt
gera meira af slíku en undir lokin,
þegar bræðurnir eru orðnir vel
flæktir í óskum og vonum hvor
annars og sjálfra sín og áhorf-
endur eru farnir að vorkenna
þeim reglulega mikið, þá hefði
ekki sakað að létta andrúmsloftið
með hinu endurtekna og þakkláta
sambandi við áhorfendur sem kitl-
aði hláturtaugarnar svo mjög í
byrjun. Aðalatriðið er þó að sýn-
ingin kemur á óvart vegna þess
hvað söguþráðurinn er þéttur, hve
tónlistin hentar efninu vel, hvað
félagarnir eru flinkir í alls kyns
brögðum og danskúnstum, en þar
kemur Snorri sérlega sterkur inn,
og hvað leikritið er sammannlegt
og einlægt í bland við húmorinn.
Framtak Félags flóna að ferðast
til staða þar sem alla jafna er ekki
boðið upp á leiksýningar er virð-
ingarvert og ættu flestir að hafa
nokkurt gaman af Dauða og jarð-
arberjum.
Tragískir trúðar
LEIKLIST
Félag flóna
Höfundar: Ágústa Skúladóttir, Björn
Thorarensen, Gunnar Björn Guðmunds-
son og Snorri Engilbertsson. Leikstjóri:
Ágústa Skúladóttir. Leikarar: Gunnar
Björn Guðmundsson og Snorri Engilberts-
son.
Sýning í Ungó á Dalvík 6. ágúst.
Dauði og jarðarber
Ágústa Skúladóttir
Hrund Ólafsdóttir
Fréttir á SMS
Sumarkvöld við
orgelið í
Hallgrímskirkju
14. ágúst kl. 20.00:
Hinn þekkti bandaríski
organisti James David
Christie leikur verk m.a.
eftir Bach, Alain og
Tournemire.
9. sýn. sun. 21/8 kl. 14 nokkur sæti laus
10. sýn. sun. 28/8 kl. 16 sæti laus
11. sýn. fim. 1/9 kl. 19 sæti laus
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar,
Laugarnestanga 70, 105 Rvík.
www.lso.is - lso@lso.is
Þriðjudagstónleikar
16. ágúst kl. 20.30
Il Rosignolo -
Næturgalinn
Ítölsk barokktónlist.
Jóhanna Halldórsdóttir alt,
Heike ter Stal teorba,
Steinunn A. Stefánsdóttir
barokk selló og Guðrún
Óskarsdóttir semball
LAUGARDAGUR 20.8. KL.16.00
Setning Kirkjulistahátíðar 2005
SUNNUDAGUR 21.8. KL.17.00
OG MÁNUDAGUR 22.8. KL. 19.00
Matteusarpassían
eftir Johann Sebastian Bach, BWV 244
fyrir tvo kóra, drengjakór, tvær hljómsveitir og
sjö einsöngvara. Eitt af höfuðverkum vestrænnar
menningar flutt í fyrsta skipti í barokkstíl hér á
landi, með einsöngvurum í fremstu röð.
Flytjendur:
Markus Brutscher tenór, guðspjallamaður
Andreas Schmidt bassi, Noémi Kiss sópran
Robin Blaze kontratenór, Gunnar Guð-
björnsson tenór, Jochen Kupfer bassi
Benedikt Ingólfsson bassi, Mótettukór
Hallgrímskirkju, Drengjakór Reykjavíkur,
Unglingakór Hallgrímskirkju, Alþjóðlega
barokksveitin í Den Haag.
Stjórnandi: Hörður Áskelsson
Miðaverð: 4000 kr.
ÞRIÐJUDAGUR 23.8. KL. 18.00
Yfir landamæri, tónlist barokktímans
Noémi Kiss sópran og tónlistarhópurinn
Ensemble L’Aia flytja verk eftir Johann Joachim
Quantz, Georg Philipp Telemann, George
Frideric Handel og André Campra.
Ensemble L’Aia:
Georgia Browne, flauta (Ástralía), IanWil-
son, blokkflauta (Skotland),Tuomo Suni, fiðla
(Finnland), Nicholas Milne, viola da gamba
(Írland), Cvetanka Sozovska, semball (Makedónía)
Miðaverð: 2000 kr.
ÞRIÐJUDAGUR 23.8. KL.19.30
Trúlega Tarkovskí I
Kvikmyndir Tarkovskís
BÆJARBÍÓ HAFNARFIRÐI
Tvær klassískar kvikmyndir eftir Andrej Tar-
kovskí, Æska Ívans (1962) og Fórnin (1986)
Stuttar innlýsingar fyrir sýningar.
Myndirnar eru sýndar með enskum texta.
Sýningarnar eru fyrri hluti dagskrár um
kvikmyndaskáldið Tarkovskí.
Miðaverð: 1000 kr. (ein sýning),
1500 kr. (báðar sýningarnar).
MIÐVIKUDAGUR 24.8. KL.20.00
Trúlega Tarkovskí II
Málþing um kvikmyndaskáldið Andrej Tarkovskí.
(Suðursal Hallgrímskirkju)
Deus absconditus – á mörkum hins sýnilega
og ósýnilega í kvikmyndumTarkovskís. Astrid
SöderberghWidding, prófessor í kvikmynda-
fræðum við Stokkhólmsháskóla, flytur fyrirlestur.
Samstarfsaðilar: Kvikmyndasafn Íslands
og Deus ex cinema
Miðaverð: 500 kr.
FIMMTUDAGUR 25.8. KL.20.00
Klais-orgelið á Kirkjulistahátíð,
frá barokki til nútímans
Hinn heimsfrægi organisti David Sanger frá
Englandi leikur á Klais-orgel Hallgrímskirkju.
Miðaverð: 2000 kr.
FÖSTUDAGUR 26.8. KL.18.00
Kirkjulistaspjall með kaffihúsastemningu
(Suðursal Hallgrímskirkju)
„Þér eruð salt jarðar“, passían og guðspjöll in
í listinni. Stutt innlegg, almennar umræður.
Umræðum stýra Ævar Kjartansson
og dr. Sigurður Árni Þórðarson.
Dagskráin er fimmþætt:
18.00 TÓNLIST
Matteusarpassíur Bachs og Kvernos
Umsjón: Halldór Hauksson og sr. Haukur Ingi
Jónasson.Trond Kverno tónskáld og Terje
Kvam kórstjóri, sem stjórnað hefur báðum
verkunum, segja frá.
19.00 BÓKMENNTIR
Hallgrímur Pétursson og guðspjöllin
Umsjón: Margrét Eggertsdóttir cand. mag.
og dr. Gunnar Kristjánsson guðfræðingur.
20.00 MYNDLIST
Guðspjöllin séð með augum
myndlistarmanna
Umsjón: Dr. Þóra Kristjánsdóttir og dr. Pétur
Pétursson guðfræðingur. Rúrí segir frá verkum
sínum á Kirkju listahátíð 2005.
21.00 KVIKMYNDIR
Fjallað um Matteusarguðspjall Pasolinis
Umsjón: Oddný Sen kvikmyndafræðingur og dr.
Arnfríður Guðmundsdóttir guðfræðingur.
22.00 Matteusarguðspjall
Kvikmynd frá 1964 eftir Pier Paolo Pasolini.
Miðaverð: 500 kr.
LAUGARDAGUR 27.8. KL.18.00
Kórtónleikar Hamrahlíðarkórsins
Verk eftir Arvo Pärt, Olli Kortekangas, Þorkel
Sigurbjörnsson,Atla Heimi Sveinsson, Jón Nordal,
HaukTómasson og Hafliða Hallgrímsson.
Miðaverð: 2000 kr.
KL.22.00
Röddun
Gjörningur Rúríar
Umfangsmikið verk sem á sér stað í tíma og
rými og er skapað sérstaklega fyrir hátíðina
og rýmið sem hýsir það. Hér er um að ræða
viðamikið fjöltækniverk (multi-media), þar sem
notuð er myndvörpun, (video projections) fjöl-
rása hljóð (multi track audio), orgel og fleira en
spuni flytjenda er mikilvægur þáttur verksins.
SUNNUDAGUR 28.8. KL.17.00
Matteusarpassía eftir Trond Kverno
fyrir kór og tíu einsöngvara án undirleiks.
Rómað verk frá 1986 sem hlotið hefur alþjóðlega
viðurkenningu.
Flytjendur:
Vox evangelistae: Marianne Hirsti, cantus,
Marianne E Andersen, altus, Ian Partridge,
tenor I, Joseph Cornwell, tenor II, Njål Sparbo,
bassus,Vox Christi: David Martin, altus, Jon
English, tenor I, Colin Campbell, tenor II,
Thomas Guthrie, bassus I,GrahamTitus, bassus II.
Dómkórinn í Osló,
Stjórnandi:Terje Kvam.
Miðaverð: 2500 kr.
Allir dagskrárliðir fara fram í Hallgrímskirkju
nema annað sé tekið fram.
Miðasala við innganginn á tónleikadögum.
Fjölbreytt helgihald og tónlistarandakt alla
daga hátíðarinnar.
Kirkjulistahátíðarkort kr. 10.000
(veitir aðgang að öllum viðburðum
hátíðarinnar)
KIRKJULISTAHÁTÍÐ
200520.–28. ÁGÚSTHallgrímskirkju í Reykjavík
Heildardagskrá og nánari upplýsingar á www. kirkjan.is/kirkjulistahatid
Upplýsingar og miðapantanir í síma 510 1000