Morgunblaðið - 14.08.2005, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 47
MENNING
GEÐRÆNIR sjúkdómar eiga sér
að sjálfsögðu hinar ýmsu birting-
armyndir. Ein sú sem oft birtist í
leikbókmenntum og er um leið
einna auðþekkjanlegust fyrir
áhorfendur eru ranghugmyndir
um ímyndaðar ofsóknir ásamt
meðfylgjandi skilningsleysi ann-
arra persóna á ástandi sjúklings-
ins. Ástæða þessa er sennilega að
þessar aðstæður kalla á dramatísk
átök andstæðra hugarheima sem
eru tilvalin til umfjöllunar á leik-
sviði.
Þrír leiklistarnemar hafa valið
sér leikritið Penetreitor eftir
skoska leikskáldið Anthony Neil-
son að viðfangsefni, kafað í verkið
með boðskap dramaþerapíunnar
að leiðarljósi án þess að festa sig í
kennisetningum og leitað sér að-
stoðar bæði hjá sérfræðingum á
þessu sviði og þeim sem þekkja
geðraskanir á eigin skinni. Út-
koman að loknu þessu ferli er afar
áhrifamikil leiksýning sem vekur
ósjálfrátt áhorfandann til umhugs-
unar og vekur eflaust óþægilegar
minningar hjá þeim sem hafa ann-
aðhvort umgengist fólk í svipuðu
ástandi eða þekkja það af eigin
raun.
Anthony Neilson hefur skrifað
fyrir leiksvið, útvarp og kvik-
myndahandrit auk þess að spreyta
sig á leikstjórn. Á undanförnum
tólf árum hefur hann skilað frá
sér vel á annan tug fjölbreyttra
verka sem hafa ekki einungis bor-
ið hróður höfundar síns víða um
lönd heldur einnig haft mikil áhrif
á önnur leikskáld, en sem dæmi
um verk af sama meiði má nefna
Shopping & Fucking eftir Mark
Ravenhill sem Egg-leikhúsið sýndi
fyrir tæpum fimm árum. Það
gengur jafnan mikið á í verkum
Neilsons og hann skirrist ekki við
að sýna hve ofbeldi er ríkur þátt-
ur samskipta manna í millum.
Þetta stutta verk er byggt upp
á einfaldan hátt. Áhorfendum er í
upphafi gefin innsýn í daglegt líf
tveggja iðjuleysingja sem berast
stefnulaust fyrir lygnum straumi
þar sem þeir leigja saman í íbúð-
arkytru. Það dregur til tíðinda
þegar þeir fá í heimsókn gamlan
vin annars þeirra og við tekur um-
bylting þar sem tilfinning fyrir ör-
yggi og friðhelgi fábreytts heim-
ilislífs lýtur í lægra haldi fyrir
kúgun gestsins sem þröngvar
fyrst upp á félagana sinni rökum
firrtu heimsmynd og dregur þá
svo inn í þennan umbreytta veru-
leika með skefjalausu ofbeldi.
Neilson dregur upp mynd af
grimmilegum heimi, ekki síst í
ljósi þess að hann hefur í fyrri
hluta verksins fengið áhorfendur
til að finna til yfirlætis og með-
aumkvunar í garð stefnuleysingj-
anna tveggja. Hann fjallar einnig
snilldarlega um þá skilgreiningu
karlmennskuímyndarinnar sem
byggist á afneitun á öllu því sem
tengist samkynhneigð á einhvern
hátt í hugarheimi persónanna og
notar svo þessi viðmið sem und-
irstöðu í mikið bákn byggt á hug-
arórum og ranghugmyndum gests-
ins. Í lokin er svo þeirri mynd
sem áhorfendur hafa gert sér í
hugarlund um persónurnar koll-
steypt hvað þetta varðar er af of-
beldinu tekur við algjör andstæða
þess í upprifjun og gjörðum.
Málfarið endurspeglar anda
verksins, persónurnar nota gróft
orðbragðið sem vopn í andlegri
baráttu til að styrkja eigin ímynd.
Þýðing Vignis Rafns Valþórssonar
nær að skila þessum þætti afar vel
og það er greinilegt að hún hefur
kostað talsverða yfirlegu. Um-
gjörð sýningarinnar er einföld og
raunsæ og dregur um leið ekki at-
hygli frá því sem hér er mest um
vert – frábærri frammistöðu leik-
stjóra og leikara.
Samleikurinn er afar sterkur
milli persóna sem hafa mjög
meitluð einstaklingseinkenni. Það
er sama hvar borið er niður,
hvergi er að finna veikan punkt
hvort sem rifjuð eru upp fjöl-
breytt svipbrigði Vignis Rafns í
þeim ótrúlega darraðardansi sem
Alli lendir í, kæruleysislegt yf-
irbragð Magga sem aldrei virðist
missa tökin hvað sem á dynur í
meðförum Jörundar Ragnarssonar
eða óhugnanleg tilþrif Stefáns
Halls Stefánssonar í hlutverki of-
beldismannsins Stinna þar sem
djöfulleg sannfæring og sjúkleg
tortryggni skiptast á uns hann
sturlast og á hann rennur að því
er virðist stjórnlaust æði.
Kristín Eysteinsdóttir á að baki
fjölmörg verkefni í leikhúsi sem
leikstjóri og dramatúrg en hérna
sýnir hún hvers hún er megnug
við að ná fram hrollvekjandi
raunsæisáhrifum í þessum sturl-
aða stofuleik.
Sturlaður stofuleikur
LEIKLIST
Reykvíska listaleikhúsið
og Hugarafl
Höfundur: Anthony Neilson. Þýðandi:
Vignir Rafn Valþórsson. Leikstjóri: Kristín
Eysteinsdóttir. Tæknimál og hönnun leik-
myndar: Hópurinn. Hljóðmynd: Karl
Newman. Umsjónarmaður: Ingvar E. Sig-
urðsson. Leikarar: Jörundur Ragnarsson,
Stefán Hallur Stefánsson, Vignir Rafn
Valþórsson. Mánudagur 8. ágúst.
Penetreitor
Sveinn Haraldsson
Í KLINK og Bank fara um þessar
mundir fram sýningar á verkinu
Penetreitor. Þessi leiksýning er
ekki síst merkileg fyrir þær sakir
að hún er unnin í nánu samstarfi
við fólk með geðræn vandamál.
Stefán Hallur Stefánsson er einn
af leikurunum sem að verkefninu
standa: „Við fengum styrk frá Ný-
sköpunarsjóði námsmanna til að
vinna rannsóknarverkefni sem
fjalla átti um samfélagsleg vanda-
mál, þar á meðal andlegt ofbeldi,
geðklofa og geðræn vandamál.
Rannsóknarverkefnið gengur út á
að komast í samband við fólk sem í
rauninni glímir við þau vandamál
sem koma fyrir í verkinu, hvort
sem fólkið er í bata eða ekki.“
Eftir ítarlegt rannsóknarferli
komst leikhópurinn í samband við
Hugarafl, félagsskap fólks með
geðræn vandamál: „Þetta er hópur
fólks sem leitar óhefðbundinna
batalausna – einhvers annars en
þessara svokölluðu kerfislausna.
Þau vilja frekar glíma við ein-
staklinginn sjálfan: ekki einblína á
vandamálið eða greininguna held-
ur leita óhefðbundinna lausna og
vinna í sjálfum sér – frekar en að
taka bara skammtinn sinn og segja
síðan bless.“
Miðla eigin reynslu
af geðsjúkdómum
Úr varð samstarfsverkefni þar
sem Hugarafls-liðar taka virkan
þátt í mótun leikritsins: „Við hitt-
umst á samlestri og þau lásu verkið
með okkur og hafa fylgst með at-
riðum og vinnunni við leikritið.
Þau koma síðan með athugasemdir
og ábendingar við okkar vinnu út
frá eigin reynslu.“ Þannig miðla
meðlimir Hugarafls hegðun, tals-
máta og atferli persónanna til
verksins sjálfs og einstakra atriða
þess.
„Fyrst af öllu langaði okkur að
búa til gott leikhús, vinna krefjandi
leiklistarverkefni,“ segir Stefán
Hallur. „Síðan fór þetta að vinda
upp á sig eftir því sem við köfuðum
dýpra í verkið. Okkur langaði að fá
meiri innsýn í leikritið og fengum
blessunarlega styrk frá Nýsköp-
unarsjóði til að vinna þá vinnu sem
núna er vonandi að skila sér til
áhorfenda.“
Gagnast öllum sem koma
En um leið er um annað og
meira að ræða en eintóma tilsögn
geðsjúkra um blæbrigði verksins
og leikaranna: „Rannsóknarhluti
verkefnisins gengur út á að komast
að því hvort samstarf af þessu tagi
virki, og hver sé þá ávinning-
urinn,“ segir Stefán Hallur.
„Ávinningurinn fyrir okkur leik-
arana er augljós því ferlið gefur
okkur mjög mikla dýpt til persónu-
sköpunar og meiri skilning á því
sem við erum að gera. Við fáum
beint í æð sögur frá fólki sem hefur
upplifað sjálft það sem við erum að
leika. En við erum einnig að reyna
að komast að því hvað Hugarafl og
aðrir sem hafa unnið með okkur
hafa fengið út úr verkefninu.“
Og árangurinn reynist hafa ver-
ið góður: „Það virðist við fyrstu
sýn að allir séu ákaflega ánægðir
með bæði að hafa tekið þátt, og að
geðsjúku fólki sé sýndur þessi
áhugi og með þeim unnið sem jafn-
ingjum,“ heldur Stefán Hallur
áfram: „Þau geta með þessu móti
tekist á við sín vandamál með
óbeinum hætti: með því að miðla af
reynslu sinni til annarra en ekki til
sálfræðings eða geðlæknis. – Til
stærri hóps sem reynslusögurnar
geta gagnast. Það virðist hafa haft
mjög jákvæð áhrif á umrædda ein-
staklinga að miðla reynslu sinni á
þennan máta.“
Verkið Penetreitor er eftir hinn
skoska Anthony Neilson, heitir á
frummálinu Penetrator, og er
skrifað 1993 þegar höfundurinn
var sjálfur tæplega þrítugur:
„Hann lék í upprunalegu útfærsl-
unni sjálfur og skemmtilegt að lesa
eftirmálann að leikritinu,“ segir
Stefán Hallur. „Það gekk mikið á
þegar verkið var sett upp. Hann
skrifar verkið út frá sinni eigin
reynslu með kvenfólk. Hann hafði
nýlokið ástarsambandi á þessum
tíma og skrifar stykkið mjög reiður
og bitur. Verkið fjallar ekki ein-
ungis um geðklofa heldur um mörg
samfélagsleg málefni, s.s. karl-
mennsku, klámvæðinguna, fem-
inisma, og í raun hvað það er að
vera karlmaður á tvítugs-
þrítugsaldri í dag.“
Að sýningunni standa auk Stef-
áns Halls þeir Vignir Rafn Valþórs-
son og Jörundur Ragnarsson og
eru þeir allir leiklistarnemar við
Listaháskóla Íslands. Kristín Ey-
steinsdóttir leikstýrir og Ingvar E.
Sigurðsson er umsjónarmaður
rannsóknarverkefnisins.
Umræðufundur
á fimmtudag
Sýningar fara fram í Klink og
Bank við Brautarholt en gengið er
inn frá Mjölnisholti um portið.
Uppselt er á sýninguna í kvöld en
aukasýningar verða á þriðjudag og
miðvikudag kl. 21. Miðasala er í
síma 699-0913 og miðaverð kr. 500.
Þó er ókeypis fyrir fagfólk og með-
limi félaga- og forvarnasamtaka og
aðra hópa og einstaklinga sem hafa
ávinning af að sjá sýninguna.
Á fimmtudag verður umræðu-
fundur þar sem Héðinn Unn-
steinsson stjórnar umræðum. Hóp-
ur fagfólks ræðir verkið og þau
vandamál sem í því birtast og reyn-
ir að víkka umræðuna út í sam-
félagið. Áhorfendum stendur til
boða að taka þátt í þessum fundi og
geta skráð nafn og símanúmer á
sýningunni.
Leiklist | Hópur leiklistarnema í samstarfi með geðsjúkum í Klink og Bank
Leikið, lært og læknað
Morgunblaðið/Þorkell
Stefán Hallur Stefánsson, Vignir Rafn Valþórsson, og Jörundur Ragnarsson í hlutverkum sínum.
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
MÁL og menning gefur út bókina Algjör
Milli eftir Madonnu. Hér er á ferð
fimmta og um leið síðasta barnabók
Madonnu en
áður hefur
hún látið frá
sér Ensku
rósirnar, Epl-
in hans Pea-
body, Yakov
og þjófarnir
sjö og Abdí
og háls-
men
drottn-
ingar. Bækurnar hafa allar
komið út á 40 tungumálum og í meira
en 100 löndum.
Segir nýjasta bókin af Algjörum Milla
sem á allt sem hann girnist en er afar
óhamingjusamur. Hann leggur, að því
er segir í tilkynningu, upp í leit að
gleðinni og kemur ýmislegt á óvart á
þeirri ferð.
Bókin er myndskreytt af Rui Paes og
er þetta fyrsta barnabókin sem hann
myndskreytir. Líkt og með fyrri bækur
Madonnu rennur ágóði af sölu bók-
arinnar til Spirituality for Kids-sjóðsins.
Bókin kostar 2.290 kr. en er á sér-
stöku mánaðarbókartilboði, 1.590 kr.
Barnabók
BÓKAFORLAGIÐ Bjartur hefur gefið út
skáldsöguna Dauðinn og mörgæsin
eftir Andrej Kúrkov í þýðingu Áslaugar
Agnarsdóttur.
Bókin er hluti
af neon-
bókaflokki
Bjarts sem sér-
staklega er ætl-
aður nýjum er-
lendum
skáldverkum.
Segir bókin
frá Viktori, lán-
lausum og hæg-
látum rithöfundi
í Úkraínu, eftir að Sovétríkin liðuðust í
sundur. Hann býr í blokkaríbúð ásamt
þunglyndri mörgæs. Hann hlýtur þá
starf á dagblaði við að undirbúa minn-
ingargreinar um frammámenn í þjóð-
félaginu sem síðan hefur í för með
sér óheppilegar afleiðingar fyrir Vikt-
or.
Prentun annast Oddi hf. og Ásta S.
Guðbjartsdóttir hannaði kápu. Bókin
kostar 1.980 kr.
Skáldsaga
BJARTUR bókaforlag hefur gefið út
bókina Líf af lífi: Gen, erfðir og erfða-
tækni eftir dr. Guðmund Eggertsson.
Bókin kemur
út sem hluti af
nýrri ritröð
sem fengið
hefur heitið
Hnotskurn og
helguð verður
hnitmiðuðum
fræðiritum um
einstök við-
fangsefni, að
því er segir í
fréttatilkynn-
ingu.
Í bókinni fjallar Guðmundur um
rannsóknir manna á erfðaefninu allt
frá síðari hluta 19. aldar til nútímans.
Gen eru útskýrð og virkni þeirra í frum-
um og loks fjallað um rannsókn-
araðferðir í erfðatækni og hugmyndir
um nýtingu slíkra aðferða til lækninga
og annarra hluta.
Dr. Guðmundur Eggertsson var pró-
fessor í líffræði við HÍ frá 1969 til
2003. Hann hefur birt fjölda greina
um rannsóknir sínar og fræðasvið
hérlendis og erlendis.
Erfðir