Morgunblaðið - 14.08.2005, Page 48

Morgunblaðið - 14.08.2005, Page 48
48 SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Reykjavik International School The Reykjavik International School is accepting appli- cations for the 2005-06 school year. Housed within an Icelandic public school, the school offers an educa- tional program in English to children in grades K – 6. Children interact and learn with Víkurskóli students regularly, bringing a true international and cross-cultural spirit to the program. Ideal for expatriates and Icelanders on the move, the school is a new and exciting development for Reykjavik’s business, diplomatic and international community. Skólinn er einkarekinn grunnskóli innan Víkurskóla, sem býður upp á alþjóðlega menntun fyrir börn á aldrinum 5-12 ára. Tökum núna við umsóknum fyrir næsta skólaár. www.vikurskoli.is/RIS/ • Tel. 694-3341 • ris@vikurskoli.is SUMARIÐ er heitasta árstíðin. Þá gerist það líka í henni Hollywood að sumar stjörnur verða heitari en aðrar. Heitasta stjarna heitustu árstíðarinnar 2005 er vafalaust Jessica Alba. Fór með stóra rullu í svölustu og um leið einni umtöl- uðustu mynd ársins Sin City og er ein af fjórum ofurhetjunum í ein- um af óvæntustu smellum sumars- ins, The Fantastic Four, eða Hin- um fjórum fræknu, mynd sem hún er meira að segja meðframleiðandi að. Feimin og hlédræg Stúlkan er 24 ára gömul, fædd 28. apríl í Pomona í Kaliforníu. Hún er búin að leika síðan hún var ellefu ára. „Ég ætlaði mér alltaf að verða leikkona. Held það sé í blóð- inu. Það eru allir svo listrænir og dramatískir í fjölskyldu minni. Hún er algjört bíó. Ég var sú feimna, sú sem átti erfiðast með að tjá mig, þangað til ég uppgötvaði leiklistina,“ segir Alba þar sem ég ræddi við hana á hinu glæsilega Majestic-hóteli í Cannes í maí fyrr á árinu. Hún skaust þó ekki upp á stjörnuhimininn fyrir alvöru fyrr en skapari Tortímandans og Tit- anic, James Cameron, valdi hana til að leika hið erfðabætta hörku- kvenndi Max Guevara, Engil myrkursins, í samnefndum sjón- varpsþáttum sem sýndir voru í Sjónvarpinu. En þrátt fyrir að hafa náð sér í talsvert „költ“-fylgi með Dark Angel-þáttunum var hún enn nokk- uð óþekkt stærð í Hollywood áður en hún tók að sér hlutverkið í Sin City. Hún segist meira að segja hafa verið sú eina af þeim sem fóru með stór hlutverk í myndinni sem þurfti að fara í leikprufu fyrir myndina. „Ég hafði þá ekki þurft að fara í leikprufur í fimm ár, en sóttist mjög eftir að fá að leika í myndinni því ég vildi vinna með Robert Rod- riguez [leikstjóra myndarinnar],“ segir Alba. Hún segir að sér hafi verið nokk sama hvaða hlutverk hún hefði þurft að leika, fyrst og fremst hefði hún viljað vera Rodriguez- mynd. Hlutverk hinnar bláeygðu Nancy Callahan hafi heldur ekki beint verið í anda þess sem hún hafi áður gert – „fullkomin and- staða Max í Dark Angel“ – en það hafi einmitt verið áskorunin. Frækin og feminísk En ekki þurfti hún að fara í leik- prufu fyrir Fantastic Four. Þá hefði hún einfaldlega verið að reyna að sannfæra sjálfa sig um að hún væri rétta manneskjan í hlut- verkið. Þannig er nefnilega að Alba er einn meðframleiðenda mynd- arinnar, ein þeirra sem lögðu hönd á plóg frá upphafi við að reyna að gera þessa nýjustu myndasöguupp- færslu að veruleika. „Það voru vissulega margar leik- konur sem vildu leika Sue. Sumar hverjar frægari en ég. En ég ein- faldlega sannfærði Tim [Story, leikstjóra myndarinnar] um að hann þyrfti ekki að leita langt yfir skammt. Ég væri til í að leika hana, og hygðist gera hana að gáf- aðri, hlédrægri, jarðbundinni, ábyrgri, góðhjartaðri konu, með áherslu á að ég myndi leika hana sem konu, kvenlega ofurhetju, sem mér finnst að hafi aldrei áður verið gert. Venjulega eru ofurhetjur angistarfullar, niðurdregnar og árásargjarnar en ég vildi gera Sue Storm venjulegri. Og mér tókst að sannfæra hann.“ Alba segist hafa lagt á það mikla áherslu að samband milli Storm og Mr. Fantastic yrði sem nánast; vildi að tilfinningasemi hennar myndi koma skýrast í ljós í því hversu mjög hún þráði að þessi til- finningabældi gáfumaður tæki sig til, þó ekki væri nema einu sinni, og segðist elska hana. „Ég held því að mér hafi tekist að innleiða hið kvenlega og mjúka í ofurhetjuformúluna. Og vonandi glæðir það líka áhuga hjá stelpum til að sjá slíkar myndir, því þær eru svo skemmtilegar.“ Alba segir að undirbúningur fyr- ir gerð kvikmyndar eftir Fantastic Four-myndasögunum hafi hafist fyrir ellefu árum. Handritið hafi tekið miklum breytingum á þeim tíma og hún telji að þetta sem not- að hafi verið sé það sem komist næst myndasögunum sjálfum. „Þetta er byggt á sögunum hans Stans Lees og útlitið er í anda nýju Marvel Knights-blaðanna.“ Puð og púl Alba segist ekki hafa haft mikið vit eða áhuga á myndasögum áður en hún tók að sér hlutverkin í þessum tveimur myndasögumynd- um. En nú segist hún búin að lesa allt sem hún hafi komist yfir. Sér- staklega í Fantastic Four- flokknum. „Mér finnst þessar gömlu sígildu bestar. Og að lesa um hvernig þau fundu ástvini sína, giftust og eignuðust börn. Ég er voðalega mikil fjölskyldukona.“ Þótt vissulega séu þær báðar byggðar á myndasögum eru Sin City og Fantastic Four mjög ólíkar myndir, og það var það sem heill- aði Alba. Hún segist vilja leika ólík hlutverk og bendir á að hlutverkið í Into The Blue, væntanlegri grín- spennumynd þar sem hún leikur á móti Paul Walker úr Fast and the Furious, verði síðan ennþá ólíkara þeim sem hún hefur áður leikið. „Ég er búin að puða og púla síð- ustu mánuði, skal ég segja þér, og ég vona að ég uppskeri eins og ég hef sáð. Þessar myndir eru ólíkar, höfða því til ólíkra hópa og vonandi kynnast því mun fleiri mér fyrir vikið.“ Segir nei við nektinni Nú á tímum þegar ungar konur – og karlar – virðast ekki setja fyr- ir sig að fækka fötum fyrir frægð- ina, hvort sem er í kvikmyndum eða tónlistarmyndböndum, þá vakti athygli þegar orðrómur barst um það að Alba hefði neitað að fækka fötum fyrir Sin City, mynd sem annars inniheldur ríflegan skammt af beru holdi. Þótt hún leiki fata- fellu í myndinni er hún samt ein af fáum leikkonum í myndinni sem ekki bera sig alveg. Aðspurð segir Alba orðróminn réttan, hún hafi sannarlega neitað að fækka fötum, það sé nokkuð sem hún kæri sig einfaldlega ekki um að gera op- inberlega, ekki einu sinni í þágu frægðar eða listagyðjunnar. „Það var í sjálfu sér enginn þrýstingur á mig. Við máttum ganga eins langt og við kærðum okkur um og ég einfaldlega gerði það. Mér fannst ég ekki þurfa að vera alveg nakin til að koma kynþokkanum til skila.“ Alba segir að hún eigi e.t.v. eftir að skipta um skoðun síðar, þegar hún er orðin eldri og þroskaðri, en nú finnist henni það of nærgöngult að fækka fötum opinberlega. „Ég var á ströndinni um daginn með kærastanum mínum, að laga á mér handklæði, og áður en ég vissi voru myndir af því komnar í Playboy! Þetta er viðbjóðslegt. Hvernig litið er á kvenmannslíka- mann með eitthvað ógeðfellt og af- brigðilegt í huga. Öll nekt, meira að segja sú sem sýnd er í heil- brigðu og fallegu listrænu sam- hengi, er svo sjúklega afbökuð á netinu, slitin úr samhengi og gerð ógeðsleg. Ég gæti ekki hugsað mér að lenda í því. Ég meina, ég var að laga handklæðið, og það var komið í klámblað áður en ég vissi. Og þá hringdi pabbi og spurði hvað ég væri eiginlega að gera í Playboy! Og ég svaraði: Pabbi, hvers vegna varst þú að lesa Playboy!“ Alba vill þannig hafa fulla stjórn á ímynd sinni og þeim verkefnum sem hún velur sér, segist meira að segja hafa hafnað hlutverkum vegna þess að þau kröfðust of mik- illar nektar, hlutverkum sem hún segir nú að hún hefði hvort eð er ekki viljað leika. Fegurðin ekki allt Alba er með bein í nefinu. Veit hvað hún vill og lætur engan stjórna sér. Að hluta til þess vegna hefur hún ákveðið að hafa sig æ meira í frammi sem framleiðandi kvikmynda, ekki síst þeirra sem hún leikur sjálf í; einfaldlega til að hafa meira um það að segja hvern- ig myndirnar og hún sjálf er mark- aðssett. En hún segist líka hafa brennandi áhuga á öllum hliðum kvikmyndagerðarinnar og hafa heilmikið vit á henni núorðið. „Ég læt mig þetta miklu varða. Hef skoðun á öllum þáttum kvikmynda- gerðarinnar og er ekkert endilega að sækjast eftir framleiðandatitl- inum bara til að slá um mig en gera samt ekki neitt, eins og er til- fellið með svo marga.“ Fegurðin hefur tvímælalaust veriðAlba til framdráttar á frama- brautinni. Hún segir fegurðina eina og sér ekki nægja til að slá í gegn í hinum harða heimi kvik- myndanna. „Það sem mestu máli skiptir er dýnamík, nærveran. Maður verður að hafa sterka nær- veru, annars gengur ekkert. Það er til fullt af fallegu fólki í heiminum, en fegurðinni verður að fylgja sterk nærvera, sjálfstraust og miklir hæfileikar, svo hún nái að skila sér þegar hún er komin upp á hvíta tjaldið. En ég viðurkenni það fúslega að útlitið hefur hjálpað mér frekar en ekki, en ég sé fullt af stelpum sem eru fallegri en hjá þeim gengur samt hvorki né rekur á framabrautinni. Ég hlýt því að kunna eitthvað er það ekki?“ Kvikmyndir | Leikkonan Jessica Alba hefur skotist með hraða stormsins upp á stjörnuhimininn Hún birtist okkur fyrst sem engill á skjánum, ruggaði sér svo í lend- unum í Sin City og er nú mætt til leiks sem ofurkvendið Sue Storm í Hinum fjórum fræknu. Skarphéðinn Guðmundsson ræddi við leikkon- una og framleiðandann Jessicu Alba. ’Og þá hringdi pabbiog spurði hvað ég væri eiginlega að gera í Playboy! Og ég svaraði: Pabbi, hvers vegna varst þú að lesa Playboy!‘ Jessica Alba í hlutverki ofurhetjunnar góðhjörtuðu Sue Storm í kvikmynd- inni Fantastic Four. skarpi@mbl.is  Heitir fullu nafni Jessica Mar- ie Alba.  Gælunafnið hennar er Sky Angel.  Alba er af norrænum ættum. Móðir hennar er dönsk í aðra röndina, frönsk í hina, en fað- ir hennar er mexíkanskur.  Fyrsta myndin sem hún lék í heitir Camp Nowhere og er frá 1994.  Er með tattú á hálsinum sem er mynd af fagurfífli með maríubjöllu.  Var með asma sem barn.  Spilar golf í tómstundum.  Lærði leiklist hjá hjónunum William H. Macy og Felicity Huffman (Lynette í Að- þrengdum eiginkonum).  Komst á lista tímaritsins People árið 2005 yfir 50 feg- urstu manneskjur í heimi. Danska Jessica Alba í Dark Angel. Ofurkvendið Alba

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.