Morgunblaðið - 14.08.2005, Síða 49

Morgunblaðið - 14.08.2005, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 49 Keppni allra landsmanna Frítt á leiki og happdrættispottur Sextán ára og yngri fá frítt á leiki í Landsbankadeildinni í sumar og lenda í happdrættispotti þar sem dregnir verða út 100 glæsilegir vinningar. Miðar eru afhentir í útibúum bankans. 1. vinningur: 4 flugmiðar og 4 miðar á leik í Meistaradeild Evrópu. Aðrir vinningar: Áritaðar landsliðstreyjur og vandaðir fótboltar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 92 26 08 /0 5 410 4000 | www.landsbanki.is VIÐ STYÐJUM ÍSLENSKA KNATTSPYRNU MEÐ STOLTI sun. 14. ágúst 17:00 KR - ÍBV sun. 14. ágúst 18:00 Grindavík - Fylkir sun. 14. ágúst 18:00 ÍA - Fram mán. 15. ágúst 19:15 Valur - Keflavík mán. 15. ágúst 20:00 Þróttur R. - FH NÆSTU LEIKIR LANDSBANKADEILDAR KARLA Reykingar mjög heillarafta“ sungu Stuðmenn ásínum tíma. Þeir reyndust nokkuð sannspáir þegar kemur að reykingum í bíómyndum en birtar voru á dögunum nokkuð athyglisverðar niðurstöður rann- sóknar sem tímaritið Chest stóð fyrir og kannaði reykingar í kvikmyndum. Þar kom meðal annars í ljós að í seinni tíð eru það helst vondu karlarnir og fólk af lágstéttum sem reykir á hvíta tjaldinu frekar en auðugt fólk og hetjurnar eins og áður var. Rannsakendur komust að því að hin síðari ár hafa reykingar farið úr því að vera hluti af glæsilegum lífsstíl fína fólksins í bíómyndunum yfir í að vera enn einn lösturinn í fari vondu kall- anna, en einn af hverjum þremur vondu köllum í þeim kvikmyndum sem kannaðar voru reykti. Könnunin tók til rannsóknar á fimm aðalpersónum í alls 450 myndum sem voru meðal tíu vin- sælustu mynda í Bandaríkjunum frá árinu 1990 til dagsins í dag. Í könnuninni kom meðal annars fram að helmingur allra þeirra sem reyktu á hvíta tjaldinu var af lægri stéttum samfélagsins en einungis 10% reykingamanna úr efri stéttum.    Mikillar viðhorfsbreytingarhefur gætt undanfarinn einn eða tvo áratugi hvað varðar reykingar. Lög sem banna aug- lýsingar á tóbaki, tóbaks- varnaráð, öflugar forvarnir í skólum og aukin umræða um skaðsemi reykinga eiga þátt í því að reykingar þykja ekki eins flottar og áður og eru í kjölfarið ekki eins algengar. Það að láta óprúttnar persónur kvikmyndanna frekar reykja en hinar hefur þó ekki það fordæm- isgildi sem ætlast er til, að mati talsmanns samtaka tóbaksvarn- aráðs Bretlands. Í tilkynningu frá ráðinu í kjölfar könnunarinnar segir meðal annars að kvik- myndagerðarmenn verði að átta sig á því að bófarnir í bíómynd- unum eru oftar en ekki fyr- irmyndir unglinga, þeir þykja talsvert meira töff en góðborg- ararnir. En á það að vera hlutverk bíó- mynda að vera í forvarna- hlutverki gegn reykingum? Eru kvikmyndir ekki listform sem á að endurspegla mannlífið í sinni fjölbreytilegustu mynd? Er ekki leiðigjarnt að hlusta sífellt á ræð- ur um skaðsemi reykinga í kvik- myndum eða að veruleikinn sé af- bakaður, bara svo að færri unglingar byrji mögulega að reykja? Þó að forvarnir gegn reykingum séu vissulega þarfar og auðvitað væri best fyrir alla að sem fæstir reyktu er ég ekki sammála því að kvikmyndir þurfi að vera í hlutverki forvarna- fulltrúans.    Ef við hugsum til hetjanna áhvíta tjaldinu undanfarin ár má sjá að einungis örfáar þeirra reykja og sjaldnast sígarettur. Þeir Gandálfur og Aragorn í Hringadróttinssögu sáust reynd- ar stundum totta pípu en það hefur gjarnan verið einkenni spekinga og gáfumanna. Vindla- reykingar þykja svo tilheyra valdamönnum, mafíósum og öðr- um jakkafataklæddum sögu- hetjum. Sígarettureykingar eru hins vegar á hvíta tjaldinu nær eingöngu í höndum vondu kall- anna, taugaveiklaðra, fátækra og geðveikra. Einhver annálaðasti töffari hvíta tjaldsins, James Bond, hef- ur til að mynda í seinni tíð snar- lega gefið reykingar upp á bát- inn í kjölfar breyttra áherslna á hvað þykir töff og hvað ekki.    Það er einnig eftirtektarvert íniðurstöðum könnunarinnar að fólk í myndum gerðum í Hollywood reykir síður en per- sónur í kvikmyndum gerðum ut- an draumasmiðjunnar. 46% sögu- hetja í þeim síðarnefndu reyktu en einungis 18% persóna í svo- kölluðum Hollywood-myndum. Ástæðu þessa sagði dr. Karan Omidvari, einn rannsakenda, að ábyrgð óháðra kvikmyndagerð- armanna væri minni og þeir því gjarnari á að láta sögupersónur reykja.    Þennan mun má einnig sjá ísjónvarpi. Kapalstöðinn HBO, sem sýndi sjónvarpsþættina Beðmál í borginni (Sex and the City), hefur trúlega ekki þessa ábyrgð gagnvart áhorfendum eins og til dæmis sjónvarpsstöðin NBC sem sýndi Vini (Friends). Aðalpersóna Beðmálanna, Carrie (leikin af Söruh Jessicu Parker), reykti eins og skorsteinn framan af í þáttunum en hætti svo snar- lega þegar hún varð sjálf ófrísk. Alveg fram að lokum þáttanna var Carrie þó að berjast við nikó- tínfíknina, staðreynd sem átti ef- laust að sýna breyskleika hennar sem fjöldi áhorfenda ætti að geta samsamað sig. Chandler var sá eini af Vin- unum sem fannst óhemju gott að fá sér sígarettu. Seint væri þó hægt að saka aðstandendur þátt- anna um að hafa sofnað á verð- inum um að básúna skaðsemi þessa akkilesarhæls Chandlers, því í hvert sinn sem hann kveikti sér í sígarettu upphófst jafnan mikið jarm í hinum Vinunum um skaðsemi reykinga, ræður sem Þorgrímur Þráinsson og hver annar talsmaður gegn reykingum gætu verið stoltir af.    Reykingar eru farnar að skipaannað hlutverk en þær gerðu áður í lífi fólks á hvíta tjaldinu. Í stað þess að vera eðli- legur hluti daglegs lífs margra eru þær nú hluti myndmáls sem á að segja okkur meira um karakt- ereinkenni þess sem reykir. Oft- ar en ekki er það sá miður góði sem kveikir sér í sígarettu, eða sá taugaveiklaði. Allavega sjaldn- ast sá sem er með allt sitt á hreinu og með tandurhreint mjöl í sínu pokahorni. Hvort það er kostur eða galli er matsatriði. Hitt er þó annað mál að kvik- myndir og sjónvarpsþættir end- urspegla oft ómeðvitað þau við- mið og gildi sem ríkjandi eru í samfélaginu hverju sinni og því getur verið skemmtilegt að skoða þær með það í huga. Vondu kallarnir reykja! ’Einhver annálaðasti töffari hvíta tjaldsins,James Bond, hefur í seinni tíð snarlega gefið reykingar upp á bátinn í kjölfar breyttra áherslna á hvað þykir töff og hvað ekki. ‘ AF LISTUM Birta Björnsdóttir „Hættu að reykja, það er óhollt!“ Hvunndagshetjan Dwight reynir að yf- irbuga pörupiltinn Jackie Boy í Sin City. birta@mbl.is DRÖG að dagkskrá fyrir hina ár- legu Jazzhátíð Reykjavíkur sem haldin verður dagana 28. sept- ember-2. október, er nú nær full- mótuð. Hefst hún á miðvikudegi með tónleikum Hot’n Spicy í Ráð- húsinu. Á fimmtudag verða tónleikar á Kaffi Reykjavík með Bebop septett Óskars Guðjónssonar. Tvennir nýd- jasstónleikar verða á Pravda þetta kvöld, sveit Róberts Reynissonar Karmelgebach og píanó-víbrafón dúettinn Koko með japanska kven- víbrafónleikaranum Taiko Saito og þýska píanistanum Niko Niko Meinhold. Föstudagur Stórtónleikar á Hótel Sögu í til- efni 30 ára afmælis Jazzvakningar Guðmundarvöku í minningu Guð- mundar Ingólfssonar og verða pí- anóleikararnir John Weber og Hans Kwakkernaat þar í hlutverki Guðmundar. Ennfremur mun danski píanóleikarinn Arne For- chammer halda útgáfutónleika. Ró- bert Þórhallsson verður með M&M kvartett +3 á Kaffi Reykjavík og þar á eftir Haukur Gröndal með Rodent-flokk sinn. Laugardagur Fjörið hefst með norðlensku söngkonunni Ingu Eydal og tríói í hádegisdjass á Borginni. Stórsveit Reykjavíkur leikur söngbók Elling- tons undir stjórn Ole Kock Han- sens á Nasa. Um kvöldið eru svo stórtónleikar með altóleikaranum og goðsögninni Phil Woods á Nasa ásamt Birni Thoroddsen, kanadíska bassaleik- aranum Steve Kirby og bandaríska trommuleikaranum Scott McLe- more en að þeim loknum leiðir bassaleikarinn Ólafur Stolzenwald kvintett á Kaffi Reykjavík með tón- smíðum eftir meistara Megas í djassútsetningum. Sunnudagur Langholtskórinn flytur þá hátíða- söngva Duke Ellingtons ásamt Stórsveit Reykjavíkur í Langholts- kirkju undir stjórn Ole Kock Han- sens og Jóns Stefánssonar. Þetta verður endurtekning á tónleikum sem kórinn og sveitin héldu á Jazzhátíð Egilsstaða í Eskifjarð- arkirkju í sumar. Hátíðinni lýkur svo með tónleikum á Broadway þar sem Ragnheiður Gröndal syngur með oktett sínum. Tónlist | Senn líður að Jazzhátíð Alþjóðlegur djass Phil Woods hefur meðal annars leikið með Quincy Jones, Paul Sim- on, Thelonious Monk og Billy Joel.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.