Morgunblaðið - 14.08.2005, Page 51

Morgunblaðið - 14.08.2005, Page 51
OWEN WILSON GEGGJAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS REGLA #18: ÓKEYPIS DRYKKIR, HVÍ EKKI? REGLA #26: VERTU VISS U M AÐ HÚN SÉ Á LAU SU. Sýnd í Regnboganum kl. 3.40, 6, 8.30 og 10.50 B.i 10 ára Sýnd í Regnboganum kl. 3.30, 6, 8.30 og 11 Sýnd í Laugarásbíói kl. 1, 3.30, 5.45, 8 og 10.15(POWER) B.i 10 ára Sýnd í Laugarásbíó kl. 1, 3.30, 5.45, 8 og 10.15 Miðasala opnar kl. 15.00Sími 551 9000 ☎553 2075 WWW. XY. IS kl. 8 og 10.30 Sýnd kl. 5.30 B.i 10 ÁRA Sýnd í Laugarásbíói kl. 8 og 10.15 b.i.14 -S.V. Mbl.  INNRÁSIN ER HAFIN Sýnd kl. 8 og 10.30 B.i. 16 Sýnd kl. 4 og 6 Í þrívídd Sýnd í Laugarásbíói kl. 1, 3 og 6 Í þrívídd „EKTA STÓRSLYSAMYND“ -Ó.Ö.H, DV  -KVIKMYNDIR.IS  OFURHETJURNAR ERU MÆTTAR Í EINNI STÆRSTU MYND ÁRSINS ALLIR SEM KAUPA MIÐA Á MYNDINA DAGANA 10.-15. ÁGÚST FÁ FRÍA MÁNAÐARÁSKRIFT Á TÓNLIST.IS!! XY FÉLAGAR FÁ MIÐANN Á AÐEINS 600 KRÓNUR FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA ÞRIÐJA STÆRSTA OPNUN ÁRSINS Í USA POWER SÝNING Í LAUGAR ÁSBÍÓI Á STÆRS TA THX TJALD I LANDSI NS KL 10. 15 ÝNING Í bíói kl . kl. 10. 50 boganu m    BESTA GRÍNMYND SUMARSINS „FGG“ FBL. * TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400KR. ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU400 KR. Í BÍÓ!* 400 KR. Í BÍÓ!* MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 51 FYRR á tímum voru þau nefnd þjóðlög, síðan sönglög, svo dægurlög og nú smellir. Lögin sem standa fólkinu í land- inu næst hverju sinni, þau sem framar öllu öðru eru fingraför síns tíma, hinir eiginlegu þjóðsöngvar. Fyrir tveimur árum skoðuðu tveir af annáluðustu tón- listarmönnum þjóðarinnar, KK og Maggi Eiríks, í kistu íslenskra smella og fundu þar sannan fjársjóð, 22 af dáð- ustu dægurlögum þjóðarinnar sem uppruna sinn rekja til 5. áratugar síð- ustu aldar. Hugmyndin að baki útgáf- unni var að dusta rykið af nokkrum al- kunnum rútubílasöngvum, „gömlum lummum“ sem við vorum hætt að kunna að meta eftir að hafa sungið þau og trallað í öll þessi ár og voru fyrir vikið sumpartinn búin að glata gildi sínu og fegurð. Tókst þetta ætlunarverk tví- menninganna fullkomlega; þeir gæddu hvert eitt og ein- asta lag nýju lífi og færðu þjóðinni gersemarnar á því silf- urfati sem þær eiga skilið. Sama má segja um Fleiri ferðalög, nýja plötu sem sver sig á allan hátt í ætt við 22 ferðalög; hefur að geyma 22 „gamlar lummur“, sem að þessu sinni eru frá 6. áratug síð- ustu aldar. Líkt og fyrri platan er Fleiri ferðalög hreint einstaklega vel heppnuð og skemmtileg plata; sumpart betri, sumpart síðri. Upptaka og útsetningar eru t.a.m. ennþá betur heppnaðar í nær flesta staði; hljómurinn út kassagíturum þeirra félaga hreint einstaklega tær og fag- ur – þökk sé hinum eldklára upptökustjóra Óskari Páli Sveinssyni. Lagavalið er á hinn bóginn síðra – nokkuð sem vel að merkja er þó algjörlega háð smekk hvers og eins og hefur nákvæmlega ekkert með gæði laganna að gera. Fleiri lög hafa þeir valið hér sem telja mætti til „létt- vigtar“ – laufléttar dægurflugur sem eru fyrst og síðast hressilegar en skilja lítið eftir sig sbr. „Bjössi á mjólk- urbílnum“ og „Þú ert ungur enn“. „Kveikjum eld“ og „Fyrr var oft í koti kátt“ eru alveg á mörkum þess að mað- ur þoli að heyra þau oftar, meira að segja í svo fínum flutn- ingi, en Tolli bjargar því síðara fyrir horn með skemmti- lega kærulausum söng, soldið pönkuðum jafnvel. Sum lögin eru svo hreinlega ekki nógu sterk til að þola svo ber- strípaðan flutning, sbr. gamlir rokkarar á borð við „Lóa litla á Brú“ og „Laus og liðugur“ („Sigurður er sjómað- ur“). En á hinn bóginn eru dæmin blessunarlega mun fleiri um lög sem þeim KK og Magga hefur tekist að gæða nýju lífi, laða fram fegurð þeirra og gildi. Má þar nefna yndislega einfalda og algjörlega viðeigandi sveitalega út- gáfu af „Undir bláhimni“ og vel blúsaðan „Óla rokkara“. Eftir að hafa lent í miklu krukki í gegnum tíðina, hipp- arokki og öðru dúlleríi, er kærkomið að heyra „Sprengi- sandinn“ svo nærri sinni upprunalegu mynd. Þá sýna þeir hinum ægifallegu „Hreðavatnsvalsinum“, „Dalakofanum“ og „Dagnýju“ svo mikinn sóma að það sannast enn frekar en oftast áður hvers vegna þau eru enn meðal dáðustu laga þjóðarinnar. Að lokum ber að hrósa þeim KK, Magga og Óttari Felix útgefanda fyrir það að láta fylgja með gítargrip laganna og leiðbeiningar og stuðla þannig enn frekar að því að þau verði leikin áfram í ferðalögum um ókomna tíð. Fingraför þjóðar TÓNLIST Íslenkar plötur 22 sígild íslensk dægurlög í flutningi Kristjáns Kristjánssonar og Magnúsar Eiríkssonar. Kassagítar, söngur, banjó, skriðgítar og munnharpa: KK. Gítarar og kassabassi: Magnús Eiríksson. Upptökustjórn: Óskar Páll Sveinsson. Framleitt af Óttari Felix Haukssyni fyrir Zonet-útgáfuna. KK og Maggi Eiríks – Fleiri ferðalög  Morgunblaðið/Eyþór Plata Magga Eiríks og KK, Fleiri ferðalög, er „hreint einstaklega vel heppnuð og skemmtileg plata“. Skarphéðinn Guðmundsson FYRIRTÆKIÐ Market Evaluation sérhæfir sig í að mæla vinsældir stórstjarna sem auglýsendur, kvik- myndagerðarmenn og fleiri nýta sér svo við val á hvaða stjörnur best sé að fá í lið með sér. Vinsældir fólksins eru mældar út frá því hversu margir kannast við viðkom- andi og hversu margir kunna vel við hann. Mælingarnar ná iðulega yfir fólk víðsvegar úr skemmt- anaiðnaðinum sem á það þó sameig- inlegt að vera enn á lífi – þar til ný- lega. Fyrirtækið bryddaði upp á þeirri nýbreytni að mæla vinsældir þeirra einstaklinga sem horfnir eru yfir móðuna miklu. Leikkonan Lucille Ball, sem lék meðal annars Lucy í sjónvarpsþátt- unum I Love Lucy, þótti fremst meðal látinna jafningja í vinsæld- um. Á hæla hennar fylgdu þeir Bob Hope, John Wayne, Jimmy Stewart og Red Skelton auk þeirra Johnny Carson og John Ritter sem létust nýverið. Af þeim 169 látnu ein- staklingum sem teknir voru til at- hugunar á þessu sviði voru þeir Robert Atkins, uppfinningamaður Atkins-megrunarkúsins, Tupac Shakur og Johnnie Cochran þeir sem fengu fæst atkvæði aðspurðra. Tom Hanks er efstur á lista yfir vinsælustu einstaklingana í heim- inum í dag samkvæmt mælingum Market Evaluation. Lucy vinsælust látinna Lucille Ball er enn vinsæl þó að það séu 16 ár síðan hún lést.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.