Morgunblaðið - 14.08.2005, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. ÁGÚST 2005 53
Kvikmyndir.is
S.V. Mbl.
KRINGLAN KEFLAVÍKAKUREYRI
„The Island, virkilega
vel heppnuð pennumynd,
skelfileg en trúleg framtíðarsýn!!“
S.U.S XFM
„The Island er fyrirtaks afþreying.
Ekta popp og kók sumarsmellur. “
-Þ.Þ. Fréttablaðið.
l i i .
ll .
- . . r tt l i .
kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10
m/ensku.tali. kl. 1.40 - 6 - 8 - 10
m/ísl.tali. kl. 2 - 4 - 6
Sýnd bæði með íslensku og ensku tali.
Þrælskemmtileg rómantísk
gamanmynd um dóttur sem reynir að
finna draumaprinsinn fyrir mömmuna.
ÞEIR VILJA EKKI AÐ ÞÚ VITIR HVAÐ ÞÚ ERT!
Hvað myndir þú gera ef þú
kæmist að því að þú værir afrit af einhverjum öðrum?
EWAN McGREGOR SCARLETT JOHANSSON
„Island er afar vel heppnuð
með góðu plotti, mæli með
að þið fáið ykkur stóran
popp og kók og njótið bestu
myndar Michaels Bays til þessa.“
-Ragnar H. Ragnarsson Mbl. Málið
mtun fyrir alla.
Herbie Bjallan sem getur allt er komin
aftur og fær hin sæta Lindsay Lohan
(“Freaky Friday”, “Mean Girls”) að keyra
hana
Kvikmyndir.is
S.V. Mbl.
DV
Ó.H.T. RÁS 2
HERBIE FULLY LOADED
kl. 12-1.05-2.10-4.20 - 6.30 - 8.40 - 10.40
THE ISLAND kl. 8 - 10.40 B.i. 16 ára.
THE PERFECT MAN kl. 4.20 - 6.15 - 8
MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 12-2.10-4.20-6.15
BATMAN BEGINS kl. 10 B.i. 12 ára.
HERBIE FULLY LOADED kl. 2-4-6-8
THE ISLAND kl 10.10
FANTASTIC FOUR kl 3.50-5.55-8-10
MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 2
HÁDEGISBÍÓ AR MYNDIR KL. 12 FÖSTUDAG,LAUGARDAG OG SUNNUDAG Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
HERBIE FULLY LOADED kl. 12-2-4-6-8-10
THE ISLAND kl. 8 - 10.30
MADAGASCAR m/ísl.tali. kl. 12-2-4-6
Í gegnum árþúsundir hafa Kínverjar þróað fullkomnar
aðferðir til eflingar líkama og heilsu
• Hugræn teygjuleikfimi
• Tai Chi
• Kung Fu - fyrir börn, unglinga
og fullorðna
Sérhæfð heilsumeðferð
Dekur að kínverskum hætti
Heilsute - gjafavörur - verkjastillandi jurtaolíur
Skeifan 3 ◆ Sími 553 8282 ◆ www.heilsudrekinn.is
Hóptímar
Einkatímar
Við hjálpum þér að ná jafnvægi milli huga og líkama
Breska rokk-hljóm-
sveitin Rolling
Stones, sem
ræðst gegn
bandarískum
íhaldsmönnum
og stefnumálum
þeirra í nýjasta
lagi sínu, segir
að texta nýja
lagsins sé ekki beint persónulega
gegn George Bush, forseta Banda-
ríkjanna. „Þú kallar sjálfan þig
kristinn mann, ég kalla þig hræsn-
ara. Þú telur sjálfan þig föðurlands-
vin, ég tel þig vera rugludall,“ er
brot úr texta lagsins „Sweet Neo
Con“ sem kemur út á nýjustu plötu
Rolling Stones, A Bigger Bang.
Í textanum er einnig minnst sér-
staklega á bandaríska fyrirtækið
Halliburton sem Dick Cheney,
varaforseti Bandaríkjanna, var eitt
sinn forstjóri hjá. Cheney er talinn
hafa hagnast á stríðsrekstrinum í
Írak vegna tengsla sinna við Halli-
burton.
„Já, það er eitthvað um ádeilu í
laginu,“ sagði Mick Jagger, söngv-
ari sveitarinnar, hlæjandi í viðtali á
CNN-fréttastöðinni. „En laginu er
ekki beint gegn Bush forseta. Það
héti ekki „Sweet Neo Con“ ef svo
væri,“ bætti Jagger við.
„Í textanum er vissulega gagn-
rýni á þá stefnu sem hann aðhyllist.
Þetta byggist á rifrildi sem ég lenti
í við vini mína sem eru repúblik-
anar. Við rifumst um stríðið í Írak,“
sagði Jagger í viðtalinu.
Ný plata Rolling Stones kemur út
6. september.
Prjónaskapur mun vera það nýj-asta nýtt á meðal stjarnanna í
Hollywood og eru leikkonurnar
Uma Thurman
og Sarah Mich-
elle Gellar m.a.
sagðar hug-
fangnar af þeirri
iðju.
Gellar hefur
marglýst yfir
áhuga sínum á
prjónaskap og nú
virðist Thurman hafa fetað í fótspor
hennar þar sem hún hefur sést í
prjónabúðum bæði í Los Angeles og
New York að undanförnu. Þá sást
hún nýlega kaupa stuttermabol með
mynd af nakinni konu að prjóna.
Fólk folk@mbl.is
STAÐFEST hefur verið sýning á
nokkrum kvikmyndum á vænt-
anlegri alþjóðlegri kvikmyndahátíð í
Reykjavík sem fram fer dagana 29.
september til 9. október næstkom-
andi, en enn eiga talsvert fleiri
myndir eftir að bætast á listann.
Í flokknum Fyrir opnu hafi er bú-
ið að staðfesta pólsku kvikmyndina
Mój Nikifor (Nikifor minn) en hún
hlaut nýverið verðlaun á Karlovy
Vary-kvikmyndahátíðinni sem besta
mynd, fyrir bestu leikstjórn og bestu
leikkonu í aðalhutverki. Myndin
fjallar um síðustu átta árin í lífi
pólska málarans Nikifors Krynickis,
en hann var einn forvígismanna na-
ívismans svonefnda.
Ný heimildamynd um listamann
af allt öðru tagi, söngvarann George
Michael, verður einnig sýnd í flokkn-
um. Myndin heitir George Michael:
A Different Story og í henni ræðir
söngvarinn um líf sitt, skúrir þess og
skin, auk þess sem Mariah Carey,
Noel Gallagher, Simon Cowell, El-
ton John, Sting, Geri Haliwell og
fleiri tjá sig um samskiptin við
George í gegnum árin.
Önnur heimildamynd er banda-
ríska myndin Tarnation, en hún hef-
ur unnið til verðlauna á alls sjö kvik-
myndahátíðum um heim allan. Í
myndinni skeytir leikstjórinn Jonat-
han Caouette saman heima-
myndböndum, ljósmyndum, sím-
svaraskilaboðum og fleiru úr æsku
sinni til þess að varpa ljósi á uppeldi
sitt með geðklofaveikri móður.
Kínverska myndin Shijie (Heim-
urinn) segir frá starfsfólki í
skemmtigarði rétt utan við Peking,
en eitt helsta aðdráttarafl garðsins
eru líkön af undrum heimsins.
Kvikmyndin La Nina Santa (Heil-
aga stúlkan) frá Argentínu er einnig
væntanleg en hana gerði Lucrecia
Martel. Myndin, sem fjallar um trú-
arofstæki og kynferðismál, var til-
nefnd til Gullpálmans á kvik-
myndahátíðinni Cannes.
Í mannréttindaflokknum, sem
unninn er í samstarfi við UNIFEM
og UNICEF á Íslandi, er búið að
staðfesta írönsku myndina Turtles
Can Fly (Skjaldbökur geta flogið)
sem hlaut sérstaka viðurkenningu á
Berlínarhátíðinni auk þess að hafa
unnið til verðlauna á alþjóðlegu
kvikmyndahátíðinni í San Sebastian
í fyrra. Myndin er ævintýraleg og
skemmtileg fyrir alla fjölskylduna
og segir frá börnum á landamærum
Íraks og Tyrklands við upphaf inn-
rásar Bandaríkjamanna.
Þýska myndin Gegen Die Wand
segir síðan frá tyrkneskum innflytj-
endum í Þýskalandi sem hafa stofn-
að til gervihjónabands til að losna
við þrýsting frá ættingjum sínum.
Myndin fjallar um hvernig Tyrkjum
gengur að fóta sig í vestrænu sam-
félagi. Myndin hefur hlotið fjölda
verðlauna, m.a. gullbjörninn á kvik-
myndahátíðinni í Berlín fyrr á árinu.
Að lokum hefur verið staðfest að
amerísk/indverska heimildamyndin
Born Into Brothels verður sýnd. Við
gerð þeirrar myndar fékk kvik-
myndagerðarkonan Zana Briski
börn vændiskvenna í Kalkútta til að
taka myndir af umhverfi sínu og að-
stæðum og segja þannig sína eigin
sögu. Myndin hefur hlotið fjölda
verðlauna, meðal annars Ósk-
arsverðlaun sem besta heim-
ildamyndin árið 2004 og áhorf-
endaverðlaun á
Sundance-kvikmyndahátíðinni.
Kvikmyndir | Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík
Dagskráin farin að skýrast
Úr kvikmyndinni Tarnation sem sýnd verður á Kvikmyndahátíð í Reykjavík.
TENGLAR
..............................................
www.filmfest.is