Morgunblaðið - 15.08.2005, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.08.2005, Qupperneq 2
2 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LÁNUÐU 846 MILLJÓNIR Forsvarsmenn Baugs eru ákærðir fyrir að hafa veitt rúmlega 846 millj- ónir króna að láni frá félaginu til fjárfestingafélagsins Gaums, sem er í eigu Jóhannesar Jónssonar og fjöl- skyldu, einkahlutafélagsins Fjár- fars, sem Jón Ásgeir Jóhannesson rak og stjórnaði, og til Kristínar Jó- hannesdóttur og Jóns Ásgeirs per- sónulega. Lánin voru oft án skulda- viðurkenninga, trygginga eða samninga um endurgreiðslur, að því er segir í ákæru ríkislögreglustjóra. Ákærðu neita sök, og segja lánin hafa verið viðskiptalegs eðlis og full- komlega lögleg. Flugslys í Grikklandi Boeing 737-farþegaþota frá kýp- verska flugfélaginu Helios Airways hrapaði til jarðar skammt frá Aþenu í Grikklandi í gær. Fórust allir um borð, 115 farþegar og sex manna áhöfn. Átti vélin að lenda í Aþenu en nokkru áður rofnaði samband við hana. Áður hafði flugstjórinn sagt, að eitthvert ólag væri á loftþrýst- ingskerfinu og SMS-skilaboð frá einum farþeganna sögðu, að helj- arkuldi væri í vélinni, flugmennirnir bláir í framan og allir að deyja. Tvær grískar herþotur voru sendar til móts við vélina og sáu flugmennirnir annan flugmanninn að því virtist meðvitundarlausan og tvo menn vera að reyna að taka við stjórninni. Þykir slysið ráðgáta því að fari jafn- þrýstingur af í flugvél er unnt að nota súrefnisgrímur. Ljóst er, að það var gert um borð í vélinni og því hefur vaknað grunur um, að eitthvað meira hafi komið til. Þarf aukið fjármagn Auka þarf fjárframlög til öldr- unargeðlækninga þar sem um vanda er að ræða sem þarfnast brýnnar úr- lausnar, að mati sviðsstjóra geð- deildar Landspítala – háskóla- sjúkrahúss. Hann segir að þessi þáttur komi til með að vaxa enn á komandi árum og áratugum og gera þurfi áætlun um hvernig megi styrkja þjónustuna og óska svo eftir auknu rekstrarfé til stjórnvalda. Metfjöldi atvinnuleyfa Allt stefnir í að metfjöldi atvinnu- leyfa verði veittur útlendingum á þessu ári. Veittum atvinnuleyfum fjölgaði úr 284 í júní í 571 í júlí. Alls voru gefin út 3.750 atvinnuleyfi árið 2004, en þau eru orðin 2.644 það sem af er þessu ári. Atvinnuleysi var um 2% í síðasta mánuði, atvinnuleysi meðal ungs fólks hefur minnkað en hlutfall eldra fólks aukist. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Dagbók 30/32 Vesturland 13 Myndasögur 28 Erlent 16/17 Víkverji 30 Menning 33 Staður og stund 31 Daglegt líf 14/15 Leikhús 33 Umræðan 19/24 Bíó 34/37 Bréf 22 Ljósvakar 38 Forystugrein 20 Veður 39 Minningar 25/29 Staksteinar 39 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is UPPTÖKUR á nýjustu mynd Poppoli kvikmyndafélags standa yf- ir um þessar mundir en að sögn Ólafs Jóhannessonar, leikstjóra myndarinnar, fjallar hún um búddamunkinn Robert sem kom hingað til lands árið 1994. Að- spurður segir Ólafur að Robert sé raunverulegur maður og það sé saga hans einnig, en þó sé ekki um heimildarmynd að ræða. Að sögn Ólafs hefur hinn kunni rússneski geimfari, Júrí Gagarín, haft töluverð áhrif á líf Roberts og var í raun og veru ástæða þess að hann hætti að vera munkur. Þannig „kastaði Robert kuflinum“ eftir að hafa verið munkur í 16 ár og líf hans tók dramatískum breytingum. Myndin hefur enn ekki hlotið nafn en tökum á henni lýkur innan skamms og er áætlað að hún verði tilbúin í byrjun næsta árs. Tónlistin við myndina er hins vegar tilbúin en hana vann Barði Jóhannsson. Í einu af atriðum myndarinnar sést rússneski geimfarinn Júrí Gagarín spóka sig um á Rauðhólum. Júrí Gagarín á Rauðhólum?  Búddamunkurinn | 36 FLEIRI félagsmenn Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur vinna fjar- vinnu nú en fyrir ári, samkvæmt nið- urstöðum launakönnunar félagsins. 28% þeirra sem svöruðu könnuninni sögðust vinna fjarvinnu heima hjá sér, en það er fimm prósentum meira en á síðasta ári. Verulegur munur er milli kynja- og menntahópa hvað þetta varðar. Kristín Sigurðardóttir, forstöðu- maður samskipta- og þróunarsviðs VR, segir að í langflestum tilvikum óski starfsmenn eftir því að fá að vinna einhvern hluta vinnunnar heima. Hún segir að þetta sé hluti af fjölskylduvænni stefnu á vinnustöð- um og þarna sé verið að gefa fólki aukinn sveigjanleika í starfi. Hún seg- ir að almennt sé brugðist vel við slík- um beiðnum í fyrirtækjum og fjar- vinna sé greinilega að færast í aukana. Á við ýmiss konar störf „Það er mikill skilningur á þessu,“ segir Kristín. „Það er hægt að skil- greina ýmis verkefni hvað þetta varð- ar og þetta tíðkast í margbreytilegum störfum. Við sjáum þetta víða, en það er mikið um þetta í sérhæfðum störf- um, til dæmis í fjármálageiranum, en eðlilega minna í beinum verslunar- störfum.“ Tíminn sem fólk ver í fjarvinnu hef- ur styst á milli ára. Þeir sem unnu fjar- vinnu í fyrra gerðu það að meðaltali í tíu klukkustundir á viku en í ár hefur þeim fækkað í tæpar sjö klukkustund- ir. 34% karla hafa unnið fjarvinnu sam- kvæmt könnuninni en aðeins 22% kvenna og fjarvinnan er algengust í aldurshópnum 30 til 40 ára. Þeir sem hafa lokið háskólaprófi vinna helst heima og 59% starfs- manna með masters- eða doktorspróf vinna eitthvað heima. Af þeim sem hafa lokið einhverju viðbótarnámi að loknum framhaldsskóla hafa 28% unnið fjarvinnu og aðeins tólf prósent þeirra sem hafa grunnskólapróf eða minni menntun. Jákvætt að hafa þak á vinnutíma Fjarvinna fellur undir skilgreindan dagvinnutíma og Kristín segir al- gengast að fólk fái að vinna einhvern ákveðinn tímafjölda heima á viku. Hún segir að ekki hafi verið greint sérstaklega af hverju fjarvinnutími styttist en fleiri stundi hana, en vissu- lega sé gott að þak sé á vinnutíma- fjölda og að fólk vinni ekki ótakmark- að. „Okkur finnst það jákvæð þróun af því að eins og flestir þekkja byrjar maður oft og ætlar bara aðeins að vinna en svo verður það oft lengra.“ Launakönnun VR er gerð árlega og athugar almenn kjör á vinnustöð- um félagsmanna. Meðal þátta sem eru skoðaðir eru vinnutími, launakjör, hlunnindi og menntun. „Skýrslan verður gefin út í heild sinni um miðjan septembermánuð og það kemur margt áhugavert fram í henni,“ segir Kristín. „Við skoðum all- ar atvinnugreinar og sýnum meðal annars hverjir eru hæstir og lægstir. Þá skoðum við kynbundinn launamun og jafnréttismál.“ Fjarvinna er algengari meðal karla en kvenna innan VR Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is FRAMTÍÐ R-listans ræðst að öllum líkindum á félagsfundi Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs í Reykjavík í kvöld. Að öllu óbreyttu má búast við því að stjórn Vinstri grænna í Reykjavík leggi fram til- lögu um sjálfstætt framboð flokksins í komandi borgarstjórnarkosning- um. Verði sú tillaga samþykkt verða dagar R-listans taldir að loknu þessu kjörtímabili. Trúnaðarsamtöl formanna Samkvæmt heimildum blaða- manns hafa aðstandendur R-listans rætt óformlega sín á milli um helgina og reynt að finna sameiginlegan flöt. Engin tillaga til lausnar var þó kom- in fram í gærkvöld, eftir því sem blaðamaður komst næst. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Sam- fylkingarinnar, sagði í samtali við blaðamann að hún hefði fylgst með þróun mála um helgina. Hún kvaðst jafnframt aðspurð hafa rætt þessi mál við Steingrím J. Sigfússon, for- mann Vinstri grænna, fyrir helgi. „Samtöl okkar á milli eru trúnað- arsamtöl,“ sagði hún, innt eftir því hvað þeim hefði farið á milli. Þorleifur Gunnlaugsson, varafor- maður stjórnar VG í Reykjavík, seg- ir að verði niðurstaða félagsfundar VG sú að flokkurinn bjóði fram sjálf- stætt næsta vor, ættu félagshyggju- flokkarnir í borginni að athuga þann möguleika að fara í komandi kosn- ingar með fyrirheit um samstarf eft- ir kosningar. Framtíð R-listans talin ráðast í kvöld Eftir Örnu Schram arna@mbl.is LANDSFLUG EHF. hefur fest kaup á þriðju Dornier-328-flugvél- inni sem félagið tekur í rekstur á komandi hausti. Skv. upp- lýsingum forsvars- manna fé- lagsins er um að ræða mjög hraðfleyga 32 sæta skrúfuþotu sem er sögð henta mjög vel við íslenskar aðstæður sem og að sinna flugi til og frá Íslandi. Dagsferðir á enska boltann „Með kaupum á þriðju Dornier 328-flugvélinni hyggst Landsflug bjóða upp á betri þjónustu á áætl- unarleiðum sínum á Íslandi, sem í dag eru Vestmannaeyjar, Horna- fjörður, Sauðárkrókur, Bíldudalur og Gjögur. Dornier-328 kemur í góð- ar þarfir þar sem núverandi flugvél- ar Landsflugs á Íslandi eru Dor- nier-228, sem eru einungis 19 sæta flugvélar. Með tilkomu Dornier 328- vélarinnar hyggst Landsflug auka þjónustu sína í áætlunar-, leigu- og sjúkraflugi,“ segir í tilkynningu fé- lagsins. Landsflug hyggst m.a. bjóða upp á ýmsar nýjungar í ferðum út í heim, t.d. verða farnar dagsferðir á enska boltann í vetur. Auka þjón- ustu á flug- leiðum inn- anlands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.