Morgunblaðið - 15.08.2005, Page 4

Morgunblaðið - 15.08.2005, Page 4
4 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stökktu til Rimini 18. eða 25. ágúst frá kr. 29.990 Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð til Rimini í ágúst. Njóttu lífsins á þessum vinsælasta sumarleyfisstað Ítalíu. Bókaðu sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr.29.990 í viku Verð kr.39.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í 1 eða 2 vikur. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • Akureyri sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Síðustu sætin Verð kr.39.990 í viku Verð kr.49.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/ stúdíó/íbúð í 1 eða 2 vikur. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. BMW-VERKSMIÐJURNAR hafa fengið Ólaf Elíasson myndlist- armann til að hanna svokallaðan listabíl, „Art-Car“, og er hann sex- tándi listamaðurinn frá upphafi sem fenginn er til slíks, en aðrir í hópnum eru á meðal þekktustu listamanna 20. aldar. Um er að ræða vetnisbíl er kallast BMW H²R. Ólafur segir að öfugt við fyrri listamenn, er hafi einkum málað á tilbúna bíla, muni hann hanna um- gjörð bílsins frá grunni. BMW styður verkefnið rausnarlega „Ég fæ bara grind og vélbúnað frá BMW, hjól og bremsur og þess hátt- ar, en þarf síðan að hanna alla um- gjörðina sjálfur. Þetta er ofboðslega stórt verkefni fyrir mig, mikil vinna. Ég hef þegar ráðið tvo menn mér til aðstoðar og skoðaði í síðustu viku hönnunarrannsóknarstofur BMW og fór m.a. inn í vindgöngin þar og lét blása um mig. BMW styður verkefnið 100%, leggur góðan fjárstuðning í verkefnið og ég er með heilan hóp manna hjá fyrirtækinu mér til aðstoðar, auk þess að hafa fullan aðgang að tölvu- kosti þeirra, rannsóknarstofum, verkstæðum o.s.frv. Þeir eiga stór- kostleg tæki sem er gaman að leika sér með.“ Ólafur varð fyrir valinu að til- hlutan alþjóðlegs ráðs virtra safn- stjóra. Verður eintak af bílnum flutt á vinnustofu Ólafs síðar í þessum mánuði og er búist við að listamað- urinn skili verki sínu í mars á næsta ári. Markmiðið hjá BMW er að um sé að ræða hugmyndabíl í aðeins einu eintaki. Það á að sýna hann á bílasýn- ingum í Frankfurt og Detroit og listasöfnum víðsvegar um heiminn. „Spurningin sem að mér snýr er hvort ég á að gera eitthvað „kol- brjálað“, eitthvað algjörlega afstrakt, eða hvort ég á að gera eitthvað raun- særra, eitthvað sem hefur hugs- anlega notagildi,“ segir Ólafur. „Að sumu leyti þætti mér áhugavert að mín hönnun kæmist í fjöldafram- leiðslu að einhverju leyti, a.m.k. að eitthvað af hugmyndunum þróist í þá veru, en á sama tíma verður að hafa hugfast að ég er ekki bílahönnuður í venjulegum skilningi og það sem ég kann best er að gera listaverk. Ég þarf því kannski að gæta þess að fara ekki of langt frá því, í stað þess að fara inn á verksvið þeirra sem hafa þróað hefðbundna bíla í hundrað ár.“ Hann kveðst þó byrjaður að kynna sér ýmsa þá þætti er snerta grunn- þætti bílahönnunar, svo sem hreyf- anleika, því þótt hönnun hans verði væntanlega óhlutræn sé fróðlegt að þekkja hefðbundnari útfærslur á þessu sviði. Einnig sé afar áhugavert að hugleiða stöðu bílsins í hinum vestræna heimi, þar sem flest heimili eigi eða hafi aðgang að bifreið og flestir hafi skoðanir á bifreiðum. „Í raun hefur bíllinn ótrúlegt pláss í heiminum,“ segir Ólafur. „Ég er líka byrjaður að safna að mér alls kyns gögnum um bíla, og leikfangabílum, og er búinn að byggja upp ágæt- issafn af leikfangabílum síðustu mán- uði. Allt nýtist þetta við að nálgast verkefnið.“ Í hópi heimsfrægra listamanna Árið 1975 tóku BMW-verksmiðj- urnar upp á því að fá þekkta lista- menn til að umbreyta bifreiðum eftir eigin hugmyndum. Fyrstu árin voru bílar sem tekið höfðu þátt í Le Mans- kappakstrinum fræga notaðir í þessu skyni en síðar meir bílar úr hefð- bundinni framleiðslu BMW. Á meðal þeirra fimmtán listamanna sem rétt hafa BMW-verksmiðjunum hjálp- arhönd með þessum hætti eru Frank Stella, Roy Lichtenstein, Andy War- hol, A.R. Penck og David Hockney. Ólafur Elíasson hannar „listabíl“ frá grunni fyrir BMW Þætti áhugavert að mín hönn- un kæmist í fjöldaframleiðslu Frank Stella myndskreytti þennan BMW-kappakstursbíl árið 1976, en Ólafur Elíasson mun sjálfur hanna útlit bifreiðarinnar frá grunni. SAMANLAGÐUR aldur andstæð- inga Friðriks Ólafssonar, stórmeist- ara í skák, í fjöltefli er fram fór í gær var ríflega 1.000 ár, en keppendur voru þó aðeins tuttugu og fimm tals- ins. Skýringin á þessum háa meðal- aldri var sú að Skáksamband Íslands ákvað að minnast 80 ára afmælis síns og 70 ára afmælis Friðriks með því að halda svo kallað „afmælisfjöltefli“ í húsnæði Háskólans í Reykjavík, þar sem Friðrik tefldi fjöltefli við fólk er á það sameiginlegt að hafa fyllt heilan tug á árinu. Keppendur undir tíu ára aldri nutu þó sérstakrar undanþágu og var aldursbilið því 6–90 ár. Á meðal þeirra sem freistuðu þess að bera sigurorð af Friðriki má nefna Stein- grím J. Sigfússon alþingismann, Kristbjörgu Kjeld leikkonu, Gunnar Guðbjörnsson óperusöngvara og Magnús Skarphéðinsson, skóla- stjóra Álfaskólans. „Ég ætla að sigra hann!“ Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, for- seti Skáksambands Íslands, bauð öll stórafmælisbörnin velkomin í upp- hafi móts og benti á að samanlagður aldur þessa „ferlíkis“ sem Friðrik þyrfti að etja kappi við væri ansi óárennilegur. Elsti þátttakandinn í fjölteflinu var Anna Þorsteinsdóttir, er varð níræð á þessu ári, og því tutt- ugu árum eldri en stórmeistarinn. „Ég kem hingað til að vinna Friðrik, og væri ekki hérna nema til að gera einhverjar gloríur,“ sagði Anna gal- vösk í samtali við Morgunblaðið. „Ég ætla að sigra hann!“ Hún kveðst ekki tefla mikið, hafa fyrir mörgum árum teflt við tölvu en í fyrra rifjaði hún upp gamla kunn- áttu á skáknámskeiði fyrir konur við Skákskóla Íslands. „Ég gleymdi því nú fljótlega aftur þannig að ég byggi aðallega á því sem ég lærði sem krakki, það er það eina sem tollir í manni þegar maður er orðinn svona gamall.“ Anna kvaðst kjósa að tefla með hvítu mönnunum og var ánægð með að hafa þá í orrustunni gegn stór- meistaranum. Það nægði henni þó ekki til sigurs því Friðrik bar sigur úr býtum í þeirri skák sem og átján öðrum, en hann gerði sex jafntefli og tapaði engri. Jafntefli náðu Stein- grímur J. Sigfússon, feðgarnir Grét- ar Áss og Sigurður Áss, Lárus Ari Knútsson, Birgir Aðalsteinsson og Bragi Kristjánsson. Skáksamband Íslands minntist 80 ára afmælis síns og 70 ára afmælis Friðriks Ólafssonar með afmælisfjöltefli Friðrik tefldi við 1.000 ár Morgunblaðið/Árni Torfason Friðrik Ólafsson teflir hér við einn 25 andstæðinga sinna í gær, Steingrím J. Sigfússon alþingismann, en hann var einn sex keppenda sem náðu jafntefli gegn stórmeistaranum. KARL Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, segir að fyrir liggi tillaga um að Ljósavatnsprestakall verði lagt niður og flutt til Akureyrar. Hins vegar hafi ekki náðst samstaða um málið og það sé því óútkláð. Sveit- arstjórn Þingeyjarsveitar hefur skorað á biskup að auglýsa hið fyrsta laust til umsóknar starf sókn- arprests í Ljósavatnsprestakalli og tekur fram að hún geti ekki fallist á að þar sé enginn prestur. Ekki lakari þjónusta „Þarna eru nokkur prestaköll á litlu svæði sem eru öll frekar fá- menn. Kirkjan hefur takmörkuð ráð á stöðugildum, samkvæmt samningi við ríkisvaldið, og Kirkju- þing hefur markað þá stefnu að þegar losni prestsembætti í presta- kalli með undir 500 íbúum skuli at- hugað hvort rétt sé að sameina það öðru prestakalli. Þetta er gert til hagræðingar.“ Karl segir að brotthvarf prests úr sókninni þurfi ekki að þýða lakari þjónustu við sóknarbörnin, þar eð henni sé vel sinnt frá Háls- prestakalli. „Þar hefur fengist við- bótarþjónusta héraðsprests, þannig að þjónustan við sóknarbörnin er síst minni. Þá hefur guðfræðingur verið að störfum við Þorgeirskirkju á Ljósavatni sumar, með tilstilli kristnisjóðs.“ Biskup segir að erindi sveit- arstjórnar Þingeyjarsveitar verði svarað með formlegum hætti innan skamms, en of snemmt sé að segja til um hvort til greina komi að ráða nýjan prest til starfa. Ekki samstaða um Ljósavatnsprestakall PÁLMI Kristinsson, framkvæmda- stjóri Smáralindar, segir að fullyrð- ingar Helga Njálssonar, eiganda verslunarinnar Ralph Lauren, um Smáralindina í Morgunblaðinu í gær, standist ekki nánari skoðun. Fram kom í frétt Morgunblaðsins að Helgi hefði hætt rekstri verslunarinnar Ralph Lauren í Smáralindinni, rúmum níu mán- uðum eftir að hún var þar opnuð. Pálmi segir að verslunarrekstur Ralph Lauren í Smáralindinni hafi verið sorgarsaga frá upphafi til enda. Allt hafi brugð- ist sem brugðist gat. Innréttingar hafi t.d. ekki verið samboðnar al- vöru verslun frá umræddu vöru- merki, þjónustan í versluninni hafi verið langt undir því að vera sam- boðin vörunni, fagmennskan hafi verið engin og vöruúrval lítið. Þrátt fyrir þetta hafi vöruverð í versl- uninni verið mjög hátt. Pálmi segir að Helgi geti því ekki tekið reksturinn og gert hann að mælikvarða fyrir Smáralindina í heild. Pálmi nefnir sem dæmi að meðalfermetrasala Helga þá níu nánuði sem verslunin var starfrækt hafi verið 25% af meðalfermetrasölu annarra fata- og tískuvöruverslana í Smáralindinni. „Salan í þessari til- teknu verslun var því einn fjórði af meðalsölunni í þessu húsi,“ segir Pálmi og bætir því við að ljóst sé af þeim tölum að eitthvað meira en lít- ið hafi farið úrskeiðis í rekstri um- ræddrar verslunar. Pálmi segir að fimm ára leigu- samningi við Helga hafi því verið slitið í apríl sl. og að samkomulag hafi verið gert um að versluninni yrði lokað um mánaðamótin júlí og ágúst. Það hafi gengið eftir. Að sögn Pálma er ráðgert að tísku- verslunin Oasis verði innan tíðar opnuð í þessu sama verslunarrými. Ber saman epli og appelsínur Helgi gagnrýndi einnig leiguverð í Smáralindinni og sagði það mun hærra en leiguverð í Kringlunni. Pálmi segir að Helgi sé í raun að bera saman epli og appelsínur. Hann sé að bera saman eitt best staðsetta verslunarrýmið í Smára- lind við einn lakasta staðinn í Kringlunni. Það sé algjör fásinna að bera saman svo ólíka hluti. Samkvæmt upplýsingum frá Pálma er áætlaður heildarfjöldi gesta í Smáralindinni um 4,3 millj- ónir í ár. Um 70 til 80 aðilar séu með rekstur í verslunarmiðstöðinni og frá því hún var opnuð í október 2001 hafi rúmlega tuttugu aðilar hætti rekstri. Á sama tíma hafi ver- ið gerðir um fjörutíu nýir leigu- samningar. Rekstur Ralph Lauren sorgarsaga Pálmi Kristinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.