Morgunblaðið - 15.08.2005, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 7
FRÉTTIR
w w w . o p t i c a l s t u d i o . i s
Acuvue linsur
frá
Linsurnr. 1
á Íslandií dag!
Engey RE
hefur aflað
fyrir um 300
milljónir kr.
AFLAVERÐMÆTI Engeyjar RE
1, stærsta skips íslenska flotans, er
um 300 milljónir króna, nú þegar
annar túr skipsins er u.þ.b. hálfnað-
ur og segir Eggert B. Guðmunds-
son, forstjóri HB Granda, útgerðar
skipsins, að veiði hafi verið góð.
„Það er líka einstaklega ánægjulegt
að við höfum margfaldað verðmæti
síldarinnar, bæði með því að frysta
hana til manneldis og bræða hratið
sem til fellur úti á sjó,“ segir Egg-
ert.
Skipið er nú í sinni annarri veiði-
ferð, frá því útgerð þess hófst hér-
lendis, og er hún ríflega hálfnuð.
Aflaverðmætið er til þessa komið í
um 130 milljónir króna en í fyrri
veiðiferðinni náði verðmætið um 160
milljónum króna.
„Þetta er í samræmi við vænt-
ingar okkar og mjög viðunandi.
Auðvitað gengur veiðin upp og nið-
ur og hún mætti vera stöðugri en
þetta eru fyrstu túrarnir á nýju
skipi með nýrri vinnslu um borð, og
ég held að það þætti í frásögur fær-
andi ef vinnsla í landi væri komin á
fullan skrið á þessum tíma. Skip og
áhöfn hafa staðið sig með prýði.“
Skipið er að veiðum í grennd við
Jan Mayen og er úthaldið rétt um
mánuður.
Morgunblaðið/Alfons
Kjölurinn brotnaði
í briminu við Vík
KJARTAN Hauksson, sem rær
hringinn í kringum landið til styrkt-
ar hjálparliðasjóði Sjálfsbjargar, er
nú kominn á Stokkseyri þar sem
hann hefur unnið að því að gera við
kjölinn á bát sínum áður en hann
heldur áfram ferð sinni, en hann
reiknar með að halda áfram í dag og
róa til Grindavíkur, ef veður leyfir.
„Hann brotnaði aftur hjá mér
kjölurinn að aftan, svo ég er að gera
við hann,“ segir Kjartan. „Þetta
gerðist í briminu hjá Vík. Báturinn
er tvöfaldur svo það lak bara inn í
hann og hann varð þyngri. Af því
hann er tvöfaldur með flotum inni í
get ég róið þótt hann fyllist, en hann
verður bara mjög þungur.“
Kjartan segir það drauminn að
koma til Reykjavíkur fyrir menning-
arnótt, en veður ráði miklu um hvort
það tekst. Þar sem leið liggur fyrir
Reykjanesið er ekki víst að hagstæð
skilyrði náist fyrir allri ferðinni í
einu, þótt Kjartan segist hafa þrek í
það, og því líklegt að hann reyni að
taka stutta róðra í Garð eða Sand-
gerði áður en hann leggur af stað í
lokahluta ferðarinnar, sem leið ligg-
ur til Reykjavíkur.
NÁLÆGT tvö þúsund manns
höfðu í gær ritað nafn sitt undir
áskorun Félags íslenskra bifreiða-
eigenda (FÍB) til stjórnvalda um
að lækka skatta á eldsneyti. Und-
irskriftasöfnun hófst fyrir helgi á
vef félagsins, fib.is, að sögn Run-
ólfs Ólafssonar, framkvæmda-
stjóra FÍB.
Runólfur segir að FÍB hafi sent
fjármálaráðherra erindi fyrir um
það bil mánuði þar sem stjórnvöld
voru hvött til þess að draga úr
sköttum á eldsneyti vegna mikillar
hækkunar olíuverðs á heimsmark-
aði. „Bensín og olía eru meðal
þeirra vara sem bera hæstu skatta
hér á landi,“ segir hann. „Sú þróun
sem hefur átt sér stað, það sem af
er þessu ári, þýðir hundruð millj-
óna kr. aukatekjur fyrir ríkissjóð.“
Runólfur segir að eldsneyti sé
stór útgjaldaliður heimilanna og að
verðhækkanir hafi því áhrif á af-
komu þeirra. Það sé því eðlilegt að
stjórnvöld grípi inn í við aðstæður
eins og þessar. Auk þess sé for-
dæmi fyrir inngripi stjórnvalda í
þessa veru, m.a. í tíð núverandi
ríkisstjórnar. Aðspurður segir
Runólfur að undirskriftasöfnunin
muni líklega standa yfir í viku til
tíu daga.
FÍB safnar
undirskriftum
Stjórnvöld
dragi úr
sköttum á
eldsneyti