Morgunblaðið - 15.08.2005, Side 9

Morgunblaðið - 15.08.2005, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 9 FRÉTTIR Mörkinni 6, sími 588 5518. Stórútsala Yfirhafnir í úrvali Mörg góð tilboð Stuttkápur Heilsársúlpur Jakkar Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga frá kl. 11-16 20-50% afslátt ur FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár LÓÐIR TIL SÖLU Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Hef sérhæft mig í sölu á lóðum og öðru tengdu byggingarrétti. Til mín hafa leitað aðil- ar sem hafa til sölu nýbyggingarlóðir/bygging- arrétt ásamt atvinnuhúsnæði og gistihúsum í fullum rekstri á höfuðborgarsvæðinu. Ég óska einnig eftir eignum til niðurrifs. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali, sími 898 9396. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Útdráttur húsbréfa Húsbréf Koma þessi bréf til innlausnar 15. október 2005. 1. flokki 1991 – 55. útdráttur 3. flokki 1991 – 52. útdráttur 1. flokki 1992 – 51. útdráttur 2. flokki 1992 – 50. útdráttur 1. flokki 1993 – 46. útdráttur 3. flokki 1993 – 44. útdráttur 1. flokki 1994 – 43. útdráttur 1. flokki 1995 – 40. útdráttur 1. flokki 1996 – 37. útdráttur 3. flokki 1996 – 37. útdráttur Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 www.ils.is Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess eru númer úr fjórum fyrsttöldu flokkunum hér að ofan birt í DV, mánudaginn 15. ágúst. Upplýsingar um útdregin húsbréf má finna á heimasíðu Íbúðalánasjóðs: www.ils.is. Stykkishólmur | Bæjarhátíð Hólmara, Danskir dagar, voru haldnir í 12. sinn um helgina. Gestum á hátíðina hefur fjölgað árlega og er talið að aldrei fleiri gestir hafi gist Stykk- ishólm en nú. Talið er að um 10.000 gestir hafi verið hér samankomnir á laugardag. Vegateljarar sýndu að um 2.000 bílar hafi komið yfir Vatna- leið á föstudaginn. Hver lófastór grasblettur var nýttur af gestum til að reisa tjöld og fellihýsi. Hátíðin hófst á föstudagskvöldið með hverfagrilli. Þar söfnuðust heimamenn saman með sínum gest- um og buðu til veislu. Mikil sam- keppni var á milli hverfa um skemmtilegustu skreytinguna og verðlaun hlaut Ásklifið. Samkeppnin leiddi til þess að bærinn var mikið skreyttur og dönsk áhrif voru greinilega áberandi Á laugardag var fjölbreytt dag- skrá víða um bæinn. Mesta athygli vakti heimsókn Danans og Evr- óvisjónsöngvarans Jakobs Sveist- rup. Hann kom gagngert til Stykk- ishólms til að taka þátt í Dönskum dögum og skemmta gestum með söng. Lionsmenn voru á sínum stað með sína Aktion, þar sem margir nytjahlutir lentu í höndum nýrra eiganda. Á laugardagskvöld var bryggju- ball sem lauk um miðnætti með glæsilegri flugeldasýningu hjá björgunarsveitinni Berserkjum. Á sunnudag messaði Elínborg Sturludóttir í gömlu kirkjunni og fór messan fram á dönsku. Það féll í góðan jarðveg hjá Hólmurum, enda hafa þeir ekki átt í vandræðum með að skilja dönskuna, allavega ekki á sunnudögum. Þrátt fyrir þennan mikla mann- fjölda sem dvaldi í Hólminum um helgina fór allt mjög friðsamlega og virtust gestir og heimamenn vera komnir á Danska daga í þeim til- gangi að skemmta sér og njóta þess sem var í boði og það tókst vel. Ljósmynd/Gunnlaugur Árnason Fjölbreytt dagskrá var víða um bæinn á meðan á hátíðarhöldunum stóð. Margir nutu Danskra daga í Hólminum Ólafur Sighvatsson og Gestur H. Kristinsson voru í hátíðarskapi. Talið er að aldrei hafi fleiri gestir gist Stykkishólm en nú. BORGARRÁÐ hefur samþykkt að veita strætisvögnum frekari for- gang í umferðinni með sérakreinum eftir Lækjargötu. Strætóakrein verður frá gatna- mótum Hafnarstrætis og Lækjar- götu suður að Austurstræti og frá Bókhlöðustíg norður að Hverfis- götu. Eins og áður hefur verið greint frá munu strætisvagnar einnig aka eftir sérstökum forgangsakreinum eftir Miklubraut, frá Kringlunni og vestur fyrir Stakkahlíð. Lögreglustjórinn í Reykjavík hef- ur þó endanlegt ákvörðunarvald í þessum efnum en ætla má að for- gangsakreinarnar geti stytt ferða- tíma strætisvagna enn frekar. Strætó fái sérakrein í Lækjar- götu AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.