Morgunblaðið - 15.08.2005, Síða 10
10 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Umræðan
á morgun
Daglegt
málþing
þjóðarinnar
FYRRVERANDI nemendur í
Tækniháskóla Íslands, sem hefja
nám í Háskólanum í Reykjavík í
haust í kjölfar sameiningar skól-
anna, fengu sendan greiðsluseðil í
síðasta mánuði þar sem þeir voru
rukkaðir um skólagjöld upp á 49
þúsund krónur fyrir veturinn.
Samkvæmt upplýsingum frá HR
sundurliðast upphæðin þannig að
annars vegar er um að ræða 45.000
krónur, sem er það skrásetningar-
gjald sem nemendur greiða í ríkishá-
skólum hér á landi, og hins vegar
4.000 króna pappírsgjald, sem
Tækniháskólinn hafði innheimt af
nemendum sínum.
Gjöldin ekki hækkuð í THÍ
Einhverjum brá nokkuð í brún við
þetta enda hafði nemendum
Tækniháskólans verið heitið því að
þeir yrðu áfram ríkisháskólanem-
endur þrátt fyrir sameininguna og
myndu halda áfram námi sínu á
sömu forsendum og þau hófu það.
Skrásetningargjöld í Tækniháskól-
anum voru ekki hækkuð á sama tíma
og gjöld í öðrum ríkisháskólum í des-
ember í fyrra en þá var gjaldið
hækkað úr 32.500 í 45.000 krónur
með sérstakri lagabreytingu á lög-
um um Háskóla Íslands, Kennarahá-
skólann og Háskólann á Akureyri en
samsvarandi breyting var ekki gerð
á lögum um Tækniháskólann.
Ástæða þess var að til stóð að sam-
eina hann Háskólanum í Reykjavík
og fella lög um skólann úr gildi.
Í lögum um Tækniháskólann var
því ákvæði um gjaldheimtu óbreytt,
þannig að upphæðin var 32.500
krónur allt þar til að lög um skólann
voru felld úr gildi með lögum 11/
2005. Í þeim lögum segir að nem-
endur skólans eigi rétt á að ljúka
námi sínu „samkvæmt því náms-
skipulagi sem í gildi er við skólann
miðað við gildandi reglur um náms-
framvindu“ og í greinargerð segir
auk þess að nemendur eigi rétt á að
ljúka námi á sömu forsendum.
Spurningin er því hvaða skilning
megi leggja í þetta orðalag, þ.e.
hvort nemendur hafi átt að sjá það
fyrir að gjaldhækkanir í öðrum skól-
um myndu ná til þeirra líka, þó lög-
um um Tækniháskólann hafi ekki
verið breytt.
Í greinargerðinni segir ennfremur
að óheimilt sé að innheimta skóla-
gjöld af þeim nemendum sem færa
sig yfir í HR. Þrátt fyrir þessi skýru
fyrirmæli fengu allir þeir nemendur
sem fóru úr Tækniháskólanum og
yfir í Háskólann í Reykjavík rukkun
fyrir „skólagjöldum“ upp á 49 þús-
und krónur. Þess má geta að aðrir
nemendur HR en þeir sem koma
beint úr Tækniháskólanum greiða 99
þúsund krónur í skólagjöld fyrir
hverja önn, eða 198 þúsund krónur
fyrir skólaárið.
Tók til allra ríkisháskóla
Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor
HR, segir að skólinn hafi tekið
ákvörðun um að nemendur úr
Tækniháskólanum fái að njóta sömu
kjara og aðrir ríkisháskólanemar.
„Það er alveg ljóst að Alþingi
ákvað að hækka skólagjöld, eða svo-
nefnd skrásetningargjöld, í fyrra og
það gildir auðvitað fyrir alla ríkishá-
skólana. Við lofuðum okkar nemend-
um að innheimta ekki þessi reglu-
bundnu skólagjöld sem HR hefur
verið að innheimta af sínum nem-
endum heldur fengu þeir að njóta
þeirra kjara sem ríkisháskólarnir
hafa. Þessi bindandi hækkun varð í
desember í fyrra þannig að ég
ímynda mér að viðkomandi nemend-
ur hafi getað gengið að því að þetta
yrði talan,“ segir Guðfinna.
Þarf ekki lagaheimild
Steingrímur Sigurgeirsson, að-
stoðarmaður menntamálaráðherra,
segir að ástæða þess að skrásetning-
argjöld í Tækniháskólanum hafi ekki
verið hækkuð á sama tíma og í öðr-
um skólum vera þá að leggja átti
skólann niður og sameina hann Há-
skólanum í Reykjavík. Við samein-
inguna hafi nemendur Tækniháskól-
ans orðið að nemendum hins nýja
sameinaða skóla, sem sé einkaskóli
og þar af leiðandi ekki bundinn af
lögum varðandi ákvörðun slíkra
gjalda. Hann segir heimildir ríkishá-
skólanna vera bundnar í lög en hins
vegar þurfi sjálfstæðir háskólar ekki
sérstakar lagaheimildir vegna gjald-
töku sinnar.
Steingrímur segir það vera hár-
toganir að halda því fram að hækka
hefði þurft skrásetningargjöldin sér-
staklega í Tækniháskólanum á sín-
um tíma, enda greiði fyrrum nem-
endur Tækniháskólans sömu gjöld
og ef skólinn hefði verið starfræktur
áfram.
Rukkaðir um hækkun
skrásetningargjalds
Gjaldið hafði ekki verið hækkað í lögum um THÍ
Eftir Árna Helgason
arnihelgason@mbl.is
Nýr sameinaður skóli Tækniháskólans og Háskólans í Reykjavík tekur til starfa á næstu vikum.
NAUTAKJÖT fæst vart orðið í Bón-
usi og innlendur markaður annar
ekki eftirspurn. Þetta segir Guð-
mundur Marteinsson, framkvæmda-
stjóri Bónuss, og gagnrýnir ákvörð-
un Guðna Ágústssonar,
landbúnaðarráðherra, að hafna
beiðni um innflutning á kjöti frá Arg-
entínu.
„Við erum óhress með að svona
innflutningur sé bannaður meðan ís-
lenska framleiðslan annar ekki eft-
irspurn,“ segir Guðmundur og bætir
við að neytendur líði fyrir skortinn á
nautakjöti enda hafi verðið hækkað
um tugi prósenta.
„Við höfum þurft að selja nauta-
hakk á 1.300 krónur kílóið en það
ætti alls ekki að fara yfir þúsund
krónur.“
Guðmundur segir að Bónusversl-
anirnar séu langt frá því að fá inn
það magn nautakjöts sem þær þurfa.
„Mér finnst mjög skrítið að innflytj-
endur fái ekki að flytja inn kjöt á
þessum tíma og þegar forsendurnar
eru þessar,“ segir Guðmundur.
Nánast nautakjöts-
laust í Bónusi
„ÞETTA mál er afgreitt af minni
hálfu,“ segir Guðni Ágústsson, land-
búnaðarráðherra, um bann við inn-
flutningi á kjöti frá Argentínu vegna
hættu á gin- og klaufaveiki.
Kjötframleiðendur ehf., hafa óskað
eftir að flytja inn nautakjöt frá Arg-
entínu. Samkvæmt lögum er það
landbúnaðarráðherra að ákveða
hvort flytja megi inn ákveðnar vörur
að fengnum meðmælum yfirdýra-
læknis. Í þessu tilfelli veitti yfirdýra-
læknir jákvæða umsögn á þeim
grundvelli að gin- og klaufaveiki hafi
ekki greinst í Argentínu í tvö ár og að
umrætt kjöt komi frá svæði þar sem
hefur verið laust við gin- og klaufa-
veiki.
Þurfum að vera hörð
Guðni segir aftur á móti að hingað
til hafi ekki verið horft til ólíkra
svæða í löndum heldur til landanna í
heild.
„Í Argentínu er verið að bólusetja
við gin- og klaufaveiki og hún hefur
verið viðvarandi vandamál. Það væri
gífurlegt áfall fyrir íslenska þjóðarbú-
ið ef hingað bærist gin- og klaufa-
veiki. Við þurfum að vera harðari en
nokkur önnur þjóð enda erum við
með viðkvæma búfjárstofna,“ segir
Guðni og bætir við að Íslendingar hafi
aldrei flutt inn kjöt frá S-Ameríku.
„Argentína er okkur mjög fjarlægt
land sem við vitum ekki mikið um.
Það er því mikilvægt að fara miklu
betur yfir þetta.“ Guðni bendir á að
eftir sem áður sé innflutningur á
nautakjöti frá ýmsum öðrum löndum
leyfilegur. „Það er ekki verið að
stoppa innflutning á nautakjöti yfir-
leitt. Við getum flutt inn frá ýmsum
löndum sem við höfum þróað traust
viðskiptasambönd við,“ segir Guðni
og tekur Nýja-Sjáland sem dæmi.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra
Bann við innflutningi
frá Argentínu stendur
Morgunblaðið/Skapti
Nautakjöt hefur hækkað í verði undanfarið vegna skorts á kjöti.