Morgunblaðið - 15.08.2005, Page 12
12 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Reynt er að efla einstaklinginn, af þvíþarfagreining leiddi í ljós að hjá al-mennum starfsmönnum í verslun er
sjálfstraustið í lægri kantinum. Maður sér
það hjá nemendum okkar að þau hafa mikla
hæfni en eiga það til að vantreysta sér. Í
þessu námi styrkjast þau í því að þau séu að
gera rétt og verða
ánægðari auk þess sem sjálfstraustið
eykst,“ segir Hildur Friðriksdóttir, en hún er
verkefnisstjóri verslunarfagnáms við Verzl-
unarskóla Íslands.
„Forsvarsmenn innan stórra verslanakeðja
leituðu til Samtaka verslunar og þjónustu til
að koma á fót einhverri fræðslu fyrir starfs-
fólk sitt. Þó svo þessar keðjur hafi starfrækt
nokkurs konar skóla, vildu þær þéttari
fræðslu,“ segir Hildur sem bendir á að VR
hafi einnig haft aðkomu að verkefninu.
„Fræðslumiðstöð atvinnulífsins gerði síðan
víðtæka þarfagreiningu innan lands sem ut-
an. Þær Sigrún Jóhannesdóttir og Guðmunda
Kristinsdóttir unnu gífurlega gott starf en
þær undirbjuggu verslunarfagnámið og voru
óhræddar við að byggja það upp á annan hátt
en hefðbundið skólanám. Þær skiptu náminu
upp í fjögur svið; þ.e.a.s. verslunarfærni, al-
menna undirstöðufærni, persónufærni og
sérstaka færni.“
Áhersla á huglæga þætti
Hildur segir námið ekki byggt á prófum,
heldur sé um símat og verkefnavinnu að ræða
og sinni nemendurnir störfum í verslunum
meðfram náminu. „Nýtt í þessu námi er að
áhersla er lögð á huglæga þætti sem erfitt er
að meta, s.s. þjónustulund, færni í sam-
skiptum og frumkvæði. Þannig nefnast fögin
í persónulegri færni heitum á borð við Sjálfs-
þekkingu, Samvinnu og Sveigjanleika.“
Þegar talið berst aftur að þarfagreining-
unni, tekur Hildur dæmi úr auglýsinga-
herferð VR, þar sem þreytt fólk er að kaupa
inn að loknum vinnudegi. „Það finnur ekki
akkúrat það sem vantar, það er mikið að gera
og svo framvegis. Svo kemur það á kassann
og fær þá kannski útrás fyrir allt ergelsi sitt
með því að hella sér yfir starfsmanninn. Ef
hann fær alltaf það viðmót að hann sé einskis
virði, þá verður sjálfstraustið ekki gott.“
Í verslunarfærni er farið í hugmyndafræði,
fjármál, vinnustaðinn, vinnubrögð, við-
skiptavini og vörur. „Hugmyndafræðin teng-
ir t.d. við það hvers virði verslunin er í þjóð-
félaginu sem hún er svo stór hluti af. Í
fjármálum er farið yfir algeng hugtök á borð
við veltuhraða, rýrnun, framlegð o.s.frv. og
farið yfir faglega þætti eins og hvað þarf að
gera til að búa til góðan vinnustað.“
Ennfremur er farið í verslunarreikning,
tjáningu, framkomu og fleira. Í síðustu lot-
unni vinna nemendurnir verkefni sem nær yf-
ir fimm vikur.
Það er unnið í samvinnu við vinnuveitanda
og hugsað sem hagnýtt verkefni sem nýtist
vinnustaðnum. „En nú þegar, í fyrstu lotunni,
unnu nemendurnir verkefni um nýliða-
fræðslu sem ég veit að hafa nýst inni í þessum
stóru fyrirtækjum. Svo þau eru strax farin að
hafa áhrif innan eigin fyrirtækja.“
Áhersla er lögð á mikla tengingu milli
skóla og vinnustaðar, að sögn Hildar. „Hver
nemandi hefur starfsþjálfa innan fyrirtæk-
isins, leiðbeinanda sem er þá kennari hans á
vinnustaðnum og metur frammistöðuna í
hverri lotu.“
Metið til eininga
Hildur minnir á að námið sé metið til ein-
inga. Þær fáist þó ekki allar metnar beint inn
í stúdentspróf heldur sé um að ræða sérhæft
starfsnám sem gefi 51 einingu.
Annað verkefni sem ýtt verður úr vör í
haust og Hildur byggir einnig upp, er þjón-
ustu- og styrkingarnámskeið fyrir versl-
unarfólk.
„Þar verður lögð áhersla á sjálfsþekkingu
og persónufærni, að byggja upp þessa þætti
sem gera fólk að betri starfsmönnum. Annar
þáttur er þjónusta, framkoma og viðhorf og
að lokum er farið yfir vinnustaðinn sjálfan.
Námskeiðið tekur alls 20 stundir og verður
haldið fjórum sinnum. Eitt þeirra verður sér-
staklega fyrir konur á besta aldri!“
Nýr hópur í haust
Hildur vekur athygli á því að nýr hópur
nema verður tekinn inn í haust. Sá hópur hef-
ur nám í janúar 2006 en byrjað er að taka við
umsóknum og rennur umsóknarfrestur út 30.
september nk. Inntökureglur er að finna á
heimasíðu Verzlunarskólans, www.verslo.is
Hildur Friðriksdóttir
„Átta sig ekki
á eigin hæfni“
Maður er að vinna í verslun og villgera það almennilega. Okkurbauðst að taka verslunarfagnámið
hjá 10–11 og hljómaði spennandi,“ segir
Kristín Benediktsdóttir sem varð versl-
unarstjóri í 10–11 í Staðarbergi eftir að hún
hóf verslunarfagnámið.
„Námið hefur verið mjög skemmtilegt og
áhugavert. Ég er farin að sinna starfinu á
meðvitaðri hátt en áður, legg meira upp úr
betri þjónustulund og hugsa meira um við-
skiptavininn.“
Hvað myndirðu segja að væri það besta við
námið?
„Áherslan á persónulega uppbyggingu er
jákvæð. Maður lærir að koma fram og tala
við fólk, ennfremur að stjórna. Mjög mik-
ilvægir þættir í þessu starfi,“ segir Kristín
sem telur ríka þjónustulund og hæfni í mann-
legum samskiptum með mikilvægustu þáttum
í sínu starfi.
En hvernig gekk að samþætta nám og
vinnu?
„Mín upplifun var góð, þetta var ekkert
mál. Mikið tillit var tekið til okkar frá 10–11
og við fengum okkar tíma til að sinna heima-
námi og verkefnum.“
Hvers vegna starfar þú sem versl-
unarmaður?
„Eiginlega af því bara. Ég byrjaði að vinna
í verslun með skóla, hætti svo í skóla og eign-
aðist barn. Nú er kærastinn í skóla og ég vinn
á meðan. En mér finnst þetta gaman og þetta
vil ég vinna við í dag.“
Hvað með góðar og slæmar hliðar starfs-
ins. Hvernig er góður dagur og mjög slæmur
dagur í þínu starfi?
„Eru ekki bara allir dagar góðir? En það
versta sem getur komið fyrir eru líklega erf-
iðir viðskiptavinir,“ segir Kristín.
Kristín Benediktsdóttir
Finnst
gaman í
vinnunni
„EF ÞÚ sýnir ekki meiri metnað þá
endar þú á kassanum í Bónus.“
Þarf semsagt ekki metnað til að
sinna verslunarstörfum? Ríkjandi
viðhorf virðast hafa verið á þá leið að
störf í verslunum krefjist lítils af
þeim sem störfunum sinna. Þarfa-
greining fyrir verslunarfagnám
sýndi fram á að fólk sem sinnir versl-
unarstörfum skortir sjálfstraust og
ber litla virðingu fyrir starfi sínu.
Sumir stórmarkaðir eru braut-
arstöðvar þar sem nýtt starfsfólk
streymir stöðugt í gegn. Það gæti þó
verið að breytast vegna vitund-
arvakningar um gildi fagmennsku
og menntunar í verslunarstörfum.
Ýmsir möguleikar á menntun til
starfsgreinarinnar eru nú í boði og
fljótlega mun framboð á námsleiðum
til verslunarstarfa aukast. Ýmis
námskeið í endur- eða símenntun
eru í boði, þ.á m. við Háskólann í
Reykjavík. Nefna má fjarnám í
verslunarstjórnun á Bifröst sem
fékk Starfsmenntaverðlaunin 2004.
Þar er í undirbúningi nám á há-
skólastigi fyrir stjórnendur í versl-
unarfyrirtækjum. Í Verzlunarskól-
anum á sér stað blómlegt
þróunarstarf en þar fara af stað í
haust þjónustu- og styrking-
arnámskeið fyrir verslunarfólk. Í
vor lauk svo fyrstu lotu af þremur í
svokölluðu verslunarfagnámi sem er
tilraunaverkefni til þriggja ára.
Gegnumstreymið stöðvað
Sigurður Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka verslunar og
þjónustu, segir að samtökin hafi sett
á fót menntahóp fyrir tveimur árum,
eftir að nokkur stór fyrirtæki leituðu
til samtakanna.
„Út úr því kom verslunarstjóra-
námið sem er tveggja ára fjarnám í
Viðskiptaháskólanum á Bifröst og
endar með diplómu. Þetta hefur gef-
ist vel og verið eftirsótt. Námið er
fyrir fólk sem starfar í verslun, ann-
aðhvort verslunarstjórar eða verð-
andi verslunarstjórar. Það gerir
samning við fyrirtækið um að starfa
í versluninni og stunda námið sam-
tímis.“ Haldið var áfram að greina
þörfina og kom m.a. í ljós að einungis
um 40% þeirra sem starfa í verslun
eru með framhaldsmenntun og því
60% sem ekki hafa lokið framhalds-
skóla. „Líka lá ljóst fyrir miðað við
mikla starfsmannaveltu að eitthvað
varð að gera til að bæta þjónustuna
og framlegðina í versluninni og
stoppa þetta gegnum-streymi sem
var gífurlega mikið. Sumar búðir
hafa verið eins og járnbraut-
arstöðvar,“ segir Sigurður.
Menntaðir verslunarfræðingar
Þá varð til verslunarfagnámið við
Verzlunarskólann, sem er þriggja
ára tilraunanám. „Við vonumst til
þess að menntaðir verslunarfræð-
ingar komi inn í búðirnar til að bæta
þjónustu og rekstur verslananna.“
Ekki var látið staðar numið heldur
haldið áfram að velta vöngum um
hvað mætti gera. „Í fyrra var sett á
fót rannsóknarsetur verslunarinnar
af SVÞ, viðskiptaráðuneytinu og
stærstu fyrirtækjunum og ákveðið
að vista í Viðskiptaháskólanum á
Bifröst, þar sem fyrir eru nú þegar
Vitundarvakning um gildi fagmennsku og menntunar í verslunarstörfum
„Ætlar þú að enda á
kassanum í Bónus?“
Verslun er atferli sem er manninum eðlislægt. Miklu skiptir að fólk sem
starfar við verslun sé hæft til sinna starfa, en vaxandi meðvitund um það
sýnir sig í uppbyggingu á námsleiðum, m.a. nýju verslunarfagnámi við
Verzlunarskóla Íslands. Anna Pála Sverrisdóttir kannaði málið.
Ég lít þetta nám mjög björtum augumog hef miklar væntingar til þess,“segir Sigurgeir H. Garðarsson, versl-
unarstjóri í 10–11, en hann er starfsþjálfi
þriggja nemenda í verslunarnáminu.
„Mín reynsla af náminu er mjög góð og
gríðarlega vel að náminu staðið af hálfu
skipuleggjenda og opnað þarna fyrir óend-
anlega möguleika. Öllum spurningum sem
vakna er svarað. Maður tekur auðvitað tillit
til þess að um er að ræða tilraunaverkefni í
þróun en fyrsta lotan sem nú er búin var
glæsileg. Tveir af þremur nemendum eru
orðnir verslunarstjórar í dag og ná að nýta
sér námsefnið til fullnustu. Fyrst og fremst
hefur það skilað auknu öryggi á vinnustað og
í öðru lagi meiri persónulegri færni.“
En hefur ekkert verið pirrandi að hafa
fólkið upptekið við nám sem fer fram á
vinnutíma?
„Jú, það fer auðvitað mikill tími í námið en
þetta er engu að síður spennandi og vinnur
svo á móti hvað maður fær út úr þessu. Ég
sem starfsþjálfi alveg eins og nemendurnir,
þetta kemur til með að nýtast vel því ég hef
fengið góða innsýn í verkefni og námið. Ég er
verslunarstjóri í tólf manna verslun og næ að
nýta þessa þekkingu á mína ellefu starfs-
menn. Þannig að þetta kemur vel til góða,“
segir Sigurgeir sem sjálfur stundar fjarnám í
verslunarstjórnun við á Bifröst.
Finnur Sigurgeir fyrir fordómum í garð
verslunarfólks?
„Ég hef allt aðra sýn á það, ég sé í gegnum
þetta. Það var gerð þarfagreining á námi í
verslun á Íslandi og sú greining leiddi í ljós
mjög mikinn skort á virðingu fyrir eigin
starfi í verslun, miðað við á Norðurlöndum.
Þar er meiri menntun í boði og raunhæfari
kostur að þróa starfsferil í verslunarrekstri.
En maður finnur vissulega fyrir því að ekki
þykir fínt að vinna á kassa í búð.“
Sigurgeir bætir því við að án efa hafi allir
nemendurnir öðlast meiri virðingu fyrir sjálf-
um sér. „Ég mæli hiklaust með þessu námi.“
Sigurgeir H. Garðarsson
Fyrsta lot-
an glæsileg