Morgunblaðið - 15.08.2005, Qupperneq 13
Hefði örvandi áhrif
HUGMYND um framhaldsskóla í
Borgarnesi er ekki ný af nálinni.
Finnbogi Rögnvaldsson formaður
bæjarráðs Borgarbyggðar telur
hana vera álíka gamla og hugmynd-
ina um Fjölbrautaskóla Vesturlands
á Akranesi.
Á fundi bæjarráðs 4. ágúst sl. var
rætt um möguleika á að koma upp
framhaldsskóla í Borgarnesi. Sam-
þykkt var að óska eftir fundi með
rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst,
rektor Landbúnaðarháskóla Íslands
á Hvanneyri og skólameistara Fjöl-
brautaskóla Vesturlands til við-
ræðna um málið.
„Margir Borgnesingar hafa í
gegnum tíðina viljað sjá framhalds-
skóla hér, en nú held ég að sé lag.
Við sjáum fram á vöxt í Borgarnesi
og á Akranesi á ýmsum sviðum og
það er ljóst að íbúum er að fjölga
hér og mikið er byggt af íbúðar-
húsnæði um þessar mundir. Hér í
Borgarnesi hefur til að mynda öllum
byggingarlóðum verið úthlutað. Þá
held ég að tilkoma framhaldsskóla
muni jafnframt örva enn íbúafjölgun
á svæðinu,“ segir Finnbogi.
Áhersla á viðskipta-
og náttúrufræðigreinar
Finnbogi segir það skipta veru-
legu máli að þessir tveir háskólar
séu í héraðinu. Það geri allt starfs-
mannahald við framhaldsskóla fýsi-
legra og möguleikar á samstarfi við
háskólana skipti máli. „Ég sé líka
fyrir mér mikla samvinnu við Fjöl-
brautaskólann á Akranesi,“ sagði
Finnbogi. „Þar hefur verið og mun
áfram verða verknámsskóli fyrir
þetta svæði því ég geri ekki ráð fyrir
að fjöldi nemenda yrði nógu mikill
til að reka annan verknámsskóla
hér. Þessi skóli gæti heldur ekki
boðið upp á jafn fjölbreytt nám og er
á Akranesi.
Mér þætti eðlilegt að í skólanum í
Borgarnesi yrði lögð áhersla á við-
skipta- og náttúrufræðigreinar
vegna nálægðarinnar við Bifröst og
Hvanneyri og þeirrar þekkingar
sem þar er að finna. Fyrst í stað
gæti skólinn verið útibú frá FVA,
fyrsta, annað og þriðja árið og síðan
yrði skólinn stofnaður á fjórða ári og
gæti þá útskrifað nemendur að
vori.“
Skólarnir á Bifröst og Hvanneyri
hafa gífurleg áhrif í héraðinu og svo
mundi einnig vera með
framhaldsskóla ef vel tekst til.
Finnbogi segir að spurningin um
hvort hugmyndin um framhalds-
skóla í Borgarnesi geti orðið að
veruleika snúist að verulegu leyti
um fjármagn. Ef ekki sé vilji hjá
stjórnvöldum til að setja fjármagn í
svona skóla og það aukafjármagn
sem þarf til að koma honum af stað
sé þetta vonlaust.
Vaxtarsvæði framtíðarinnar
„Í mínum huga þurfa stjórnvöld
að átta sig á að á Vesturlandi er
vaxtarsvæði framtíðarinnar, alveg
eins og Suðurland, og nú fara um
90% þeirra sem ljúka grunnskóla-
prófi í framhaldsskóla. Ekki komast
allir sem sóttu um í FVA að í þeim
skóla jafnvel þótt nú hafi bæst við
framhaldsskóli á Snæfellsnesi og
með auknum íbúafjölda er þörf á
fleiri skólum. Auk þess tel ég skipta
mjög miklu máli fyrir fólk sem er að
hugsa um að flytja á Vesturland að
þar séu möguleikar á góðri menntun
fyrir börn og unglinga.“
Ekki segist Finnbogi vera búinn
að hugsa sér hvar skólinn yrði stað-
settur í Borgarnesi. Verið sé að
skoða möguleika á byggingu nýs
hjúkrunarheimilis og einnig sé verið
að athuga með framtíðarhúsnæði
fyrir leikskólana í Borgarbyggð. Það
sé því ekki útilokað að hugað yrði að
byggingu fyrir framhaldsskóla þar
sem þessar byggingar muni rísa.
Framhaldsskóli í Brákarey?
„Gamla Borgarnes eða Digranes-
ið sem það stendur á er að springa.
Ef fer sem horfir og íbúum fjölgar
enn er þörf á fjölgun byggingarlóða.
Spurningin er hvort farið verður
vestur fyrir Borgarvoginn með
þessar byggingar eða hvort þær
verði staðsettar í Brákarey. Fram-
haldsskóli Borgarness í Brákarey
finnst mér skemmtilegur titill. En
reyndar eru margir sem hafa áhuga
á að vera með starfsemi þar í fram-
tíðinni.“
Enn hefur ekki verið boðað til
fundarins með rektorum Við-
skiptaháskólans á Bifröst, Landbún-
aðarháskóla Íslands á Hvanneyri og
skólameistara Fjölbrautaskóla Vest-
urlands á Akranesi þar sem bæj-
arstjórinn í Borgarbyggð er í fríi.
En áhugi á framhaldsskóla í Borg-
arnesi hefur komið opinberlega
fram bæði hjá Runólfi Ágústssyni
rektor Viðskiptaháskólans og Magn-
úsi Árna Magnússyni aðstoðarrekt-
or.
Áhugi á viðræðum um framhaldsskóla í Borgarnesi í samvinnu við skóla á Vesturlandi
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Brákarey Hugsanlegur staður fyrir framhaldsskóla í Borgarnesi.
Eftir Ásdísi Haraldsdóttur
asdish@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 13
MINNSTAÐUR
VESTURLAND
Vesturland | Tveir hænuungar
höfðu litið dagsins ljós, þegar
fréttaritari heimsótti Þorleifi
Halldórsson, 14 ára útungunar-
og hænsnabónda á Þverá í Eyja-
og Miklaholtshreppi. Hann hefur
komið sér upp hænsnabúi með
heimaræktuðum íslenskum hæn-
um og ungar út sjálfur. Fyrstu
eggin fékk Þorleifur fyrir ári í
Dalsmynni sem er næsti bær við
Þverá og er núna að unga út
fjórða hollinu.
,,Ég komst á snoðir um að
tengdafaðir systur minnar ætti
útungunarvél og ég fékk hana
lánaða, með þeim skilyrðum þó,
að ég passaði vel upp á hana.
Þetta er 20–30 ára gömul vél en
vel með farin og upprunalegu
leiðbeiningarnar fylgja henni.“
Fyrir útungun safnar Þorleifur
saman eggjum, en þau má geyma
í allt að tvær vikur áður en þau
fara í útungunarvélina. Klakið
tekur síðan um þrjár vikur, 19–21
dag. Kjörhitastig til klaks er
39°C hiti, en í útungunarvélinni
er hitamælir sem Þorleifur fylg-
ist reglulega með og þar er einn-
ig rakamælir.
Langflottasti haninn
,,Ég prófaði í fyrsta sinn núna
að úða eggin með vatni tvisvar
sinnum á dag, mér er sagt að það
hjálpi til við að halda rakanum
inni í eggjunum og þá fæ ég
kannski fleiri unga. Oftast kemur
bara úr svona helmingnum, af 40
eggjum koma svona 20 ungar.
Síðan er reynsla mín að svona
tveir þriðju séu hanar en þá losa
ég mig við, því þeir verpa jú eng-
um eggjum og eru nánast þarf-
lausir nema til að frjóvga eggin.
Ég á reyndar einn hana núna,
hann er langflottasti hani sem um
getur með stél sem er yfir 20
sentimetrar.“
Þorleifur segist nú orðið vera
farinn að þekkja hanana fljótlega
eftir að þeir koma úr eggjunum.
Hann hefur einu sinni prófað að
unga út tveimur andareggjum
með hænueggjunum, en and-
areggin þurfa viku lengur. ,,Þá
setti ég þau egg viku fyrr í vél-
ina, bætti svo hænueggjunum við
þegar vikan var liðin. Það gekk
ótrúlega vel miðað við að það er
svo mikil goggunarröð meðal
unganna, þeir drepa látlaust þá
sem eru minni, veikari eða öðru-
vísi, t.d. hef ég prófað að unga út
eggjum úr hvítum hænum og
setti hvítan unga með holli sem
var miklu yngra en þeir náðu
samt að stúta honum.“
Að sögn er Þorleifs er þetta
ekki ódýrt áhugamál, því unga-
fóðrið kostar sitt en það kaupir
hann í búvörudeild KB í Borg-
arnesi. ,,Það þarf að fóðra ung-
ana, þeir verða ekki fullvaxta
fyrr en 6 mánaða og byrja þá að
verpa eggjum. Hænurnar fá svo
auðvitað matarafganga þannig að
slíkt nýtist og svo er hænsnaskít-
urinn tilvalinn áburður, það er
víst verið að selja svoleiðis dýrum
dómum fyrir sunnan.“
Þorleifur er samt ekki farinn
að hagnast á ræktuninni ennþá,
hann hefur engar hænur selt, ein-
ungis gefið og mamma hans fær
eggin. ,,Ég hef heldur ekki hugs-
að mér að verða kjúklingabóndi,
en á meðan ég hef gaman af
þessu held ég áfram,“ segir þessi
ungi ötuli maður sem innan
skamms fer í 9. bekk Laug-
argerðisskóla.
Í heimsókn hjá Þorleifi Halldórssyni, 14 ára hænsnabónda á Þverá
Ræktar íslenskar hænur
Hrókur alls fagnaðar Haninn hreykir sér hátt, enda nýtur hann hylli.
Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur,
fréttaritara, Borgarnesi
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Smávinir fagrir Þorleifur heldur á litlum vini sínum í fanginu.
önnur rannsóknasetur og eins í sam-
bandi við vinnumarkaðinn. Í rann-
sóknasetrinu á bæði að stunda rann-
sóknir á hvers konar málefnum
verslunar og jafnframt undirbúa
kennslu á háskólastigi. Það er mikil
þörf og mikill hugur í mönnum að
koma til móts við þarfir verslunar-
innar. Og þótt ekki tíðkist lengur að
tala um ævistarf, þá er mikilvægt að
starfsfólk í þessum geira tjaldi leng-
ur en til einnar nætur.“
Jón Þór Sturluson er for-
stöðumaður rannsóknasetursins.
Hann segir undirbúning fyrir
fræðslu á háskólastigi fyrir stjórn-
endur í verslunarfyrirtækjum nú í
fullum gangi, en stefnan sé að verja
góðum tíma í undirbúninginn til að
hámarka gæði námsins. „Þetta er
komið vel á skrið og styrkur til verk-
efnisins hefur fengist úr starfs-
menntunarsjóði verslunarinnar.“
Jón Þór segir að unnið verði í sam-
starfi við Norðurlönd, þ.á m. Nor-
ræna smásöluháskólann sem stað-
settur er í Svíþjóð. „Þar verðum við
með sameiginlegt „intensívt“ nám-
skeið í október, þar sem fimm nem-
endum frá Bifröst gefst færi á að
taka þátt. Í náminu lítum við meðal
annars einnig til háskólans í Stirling
í Skotlandi.“
aps@mbl.is
Mér finnst skipta máli fyrirfólk í verslunarstörfum aðhafa menntun til starfanna
og það skiptir öllu máli hvernig
námið er byggt upp. Það er ekki nóg
að um nám sé að ræða, það þarf að
svara réttum þörfum. Uppbygg-
ingin á verslunarfagnáminu hefur
skilað sér til okkar og starfsmanna
sem hafa farið í þetta nú þegar,“
segir Anna Margrét Jónsdóttir,
starfsmannastjóri Hagkaupa.
„Sjálfsstyrkingin skiptir mestu,
að fá trú á umhverfinu og sjálfum
sér í starfi. Að standa fyrir framan
hóp og tala, að koma hugmyndum
niður á blað og svo framvegis. Einn-
ig að fá dýpri sýn á hvað verslun er.“
Hverju leitar þú helst að í fólki
þegar þú ræður til starfa?
„Þjónustulund, númer eitt, tvö og
þrjú. Þjónustulund og umburð-
arlyndi, og að hafa gaman af því að
vinna í því umhverfi að þjónusta við-
skiptavini.“
Ég heyrði að í Danmörku hefði
einhver verslunarkeðja gefist upp á
að reka nýliðafræðslu, af því starfs-
fólkið hætti bara um leið og nám-
skeiðinu lyki. Þá má spyrja á for-
dómafullan hátt: Tekur því að
mennta starfsfólk sem stoppar oft
stutt við?
„Já, það finnst mér. Annars væri
ég hætt, ef ég hefði ekki trú á þessu!
Ég er ekki sammála því að ekki taki
því að mennta starfsfólkið. Við erum
til dæmis með nýliðanámskeið sem
allir nýliðar sækja og finnst við fá
mikið út úr því. Starfsmenn átta sig
betur á því hvar við stöndum og
hvaða réttindi og skyldur þeir
hafa.“
Anna Margrét Jónsdóttir
Að geta
þróast í
starfi