Morgunblaðið - 15.08.2005, Qupperneq 14
14 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF | HEILSA
Af þessum níu af hundraðþúsund konum sem hafagreinst hér árlega frá1990 dugar í flestum til-
fellum keiluskurður eða legnám til
að losa þær við meinið. Það er af
því að við greinum þær á því stigi
þegar krabbameinið er rétt að
byrja. Dánartíðni af völdum leg-
hálskrabbameins hérlendis er um
tvær til þrjár konur af hundrað
þúsund á ári og er hún bundin við
þær konur sem mæta illa í skoð-
un,“ segir Kristján Sigurðsson yf-
irlæknir Leitarstöðvar Krabba-
meinsfélagsins.
„Það er svokallaður HPV-vírus
sem veldur leghálskrabbameini.
Kona fær ekki legháls-
krabbamein nema hún fái þennan
vírus og þótt hún hafi vírusinn er
ekki víst að hún fái sjúkdóminn.
Það eru aðrir þættir sem auka þá
áhættu, enginn þeirra þátta er
þekktur með vissu en menn vilja
nefna reykingar, kynsjúk-
dómasmit og mögulega getn-
aðarvarnartöfluna. Enginn þess-
ara þátta hefur verið negldur
niður. Það eina sem er vitað með
vissu er að veiran er nauðsynleg
en ekki nægjanleg ein sér til að
valda krabbameininu.“
Vírusinn smitast við samfarir
Kristján segir að það megi kalla
leghálskrabbamein afleiðingar
kynsjúkdóms því að vírusinn sem
veldur því smitast í 99% tilvika við
samfarir. Þær konur sem eru lík-
legastar til að fá legháls-
krabbamein eru þær sem hafa
stundað kynlíf. Rannsóknir sýna
að kona sem hefur aldrei verið við
karlmann kennd fær ekki legháls-
krabbamein þó að undantekningar
finnist. „Þessi vírus er mjög al-
gengur. Tíðnitölur sýna að allt
upp í 45–50% af ungum stúlkum
innan við 25 ára aldur eru með
vírusinn í sér. Rannsóknir sýna að
því fleiri karlmönnum sem kona
hefur sofið hjá því meiri líkur eru
á því að hún fái vírusinn. Kona
sem hefur ekki verið nema við
einn karlmann kennd getur samt
hafa smitast í gegnum manninn
sem hefur kannski átt nokkra
rekkjunauta.“
Vírusinn veldur ekki bara
krabbameini í leghálsi því rann-
sóknir hafa sýnt að hann er líka
áhættuþáttur í krabbameini í
burðarbörmum, leggöngum, leg-
hálsi, endaþarmi og jafnvel í hálsi.
Léleg mæting í leitarskoðun
HPV-vírusinn skiptist í um 200
aðaltegundir og undirtegundir
sem aftur skiptast í góðkynja og
illkynja stofna. Af þessum góð-
kynja eru tveir stofnar sem valda
um 90% af öllum kynfæravörtum.
Þessir stofnar valda ekki krabba-
meini en ef þeir eru til staðar þá
eru miklar líkur á því að þeir ill-
kynja séu líka til staðar.
„Flestar þeirra stúlkna, sem eru
með vírussmitið í sér, eru smit-
aðar af stofnum sem valda leg-
hálskrabbameini. Við vitum líka að
tíðni smitsins lækkar með aldr-
inum því eftir 45 ára aldur grein-
ast aðeins 5–10% af konum með
vírusinn í sér. Þessi tíðnilækkun
er talin vera vegna þess að yngri
konur eiga fleiri rekkjunauta og
með aldrinum mynda konurnar
ónæmi gegn vírusnum.“
Aðspurður um forvarnir segir
Kristján skipta miklu máli að fólk
gæti varkárni í sambandi við
frjálst kynlíf og að konur mæti í
krabbameinsleit þegar þær eru
boðaðar í hana. Hann segir að þó
það leiki nokkur vafi á því hvort
smokkurinn verji gegn HPV-
veirunni þá sé nauðsynlegt að
nota hann því hann ver gegn öðr-
um kynsjúkdómum sem eru með-
virkandi þáttur með HPV-smiti í
myndun leghálskrabbameins.
„Því miður er mæting íslenskra
ungra kvenna í leitarskoðun léleg.
Mætingin, á þriggja ára fresti,
hefur fallið úr um 82% í um 75%
miðað við landið í heild. Ungar
stúlkur verða að muna að þær
eiga að mæta hingað á tveggja ára
fresti, en þriggja ára mæting á
aldrinum 20–24 ára er aðeins um
58%. Aldursbundið nýgengi leg-
hálskrabbameina hjá konum undir
40 ára aldri hefur farið hækkandi
hér á landi eftir 1980. Konur yfir
fertugt, sem hafa mætt reglulega
og haft eðlilega leitarsögu, geta
mætt á fjögurra ára fresti svo
fremi sem þær breyta ekki um
kynhegðun.“
Bólusetning gegn
leghálskrabba
Árið 2002 hófst rannsókn hér á
landi á bóluefni gegn legháls-
krabbameini og mun hún standa
fram til ársins 2007. Rannsóknin
kallast FUTURE II og er sam-
vinnuverkefni milli landlæknis,
Krabbameinsfélagsins og lyfjafyr-
irtækisins Merk. „Það eru um sjö-
hundruð konur á aldrinum 18–23
ára sem taka þátt í þessari rann-
sókn hér á landi, helmingurinn af
þeim fékk virkt bóluefni en hinn
helmingurinn lyfleysu. Það er ver-
ið að rannsaka hvort bóluefnið
hafi áhrif á myndun forstigs
krabbameinsins hjá þessum kon-
um,“ segir Kristján.
Rannsóknin fer fram víðsvegar í
heiminum með þátttöku um 12.000
kvenna. Hún verður opnuð árið
2007 og þá verður tekin ákvörðun
um það hvort bóluefnið verður
sett á markað eða ekki.
Kristján reiknar með því að það
verði ungar stúlkur, fyrir kyn-
þroskaaldur, sem verði bólusettar.
Vonir eru um að bóluefni gegn
fimm aðal áhættustofnum HPV
geti lækkað dánartíðni af völdum
leghálskrabbameins um 95%.
Kristján leggur þó áherslu á
mikilvægi núverandi krabbameins-
leitar því ljóst er að langt er í
land að bólusetning muni útrýma
sjúkdómnum að fullu.
KYNHEILSA | HPV-vírus smitast við kynmök og getur valdið leghálskrabbameini
Ungar konur mæta illa í krabbameinsleit
Á Íslandi er leghálskrabbamein ekki vandamál.
Þrátt fyrir það er það annað algengasta krabba-
meinið meðal kvenna á heimsvísu og þriðja algeng-
asta dánarorsökin. Leghálskrabbamein er heims-
böl, en hefur lága tíðni á öllum Norðurlöndunum
vegna skipulagðrar krabbameinsleitar.
ingveldur@mbl.is
Nánari upplýsingar má finna á
heimasíðu Krabbameinsfélagsins
www.krabb.is
Morgunblaðið/Jim Smart
„Það er svokallaður HPV-vírus sem veldur leghálskrabbameini.
Kona fær ekki leghálskrabbamein nema hún fái þennan vírus og þótt hún
hafi vírusinn er ekki víst að hún fái sjúkdóminn,“ segir Kristján Sigurðs-
son, yfirlæknir Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins.
Hér á landi greinast níu af
hverjum hundrað þúsund
konum með legháls-
krabbamein árlega. Dán-
artíðni af völdum þess er
bundin við þær konur sem
mæta illa í krabbameinsleit.
Vírusinn, sem veldur leg-
hálskrabbameini, smitast í
99% tilvika við kynmök.
Tíðnitölur sýna að allt upp í
45–50% af ungum stúlkum
innan við 25 ára aldur eru
með vírusinn í sér.
Mætingin í krabbameinsleit
á Íslandi hefur, á þriggja
ára fresti, fallið úr um 82% í
um 75%. Mæting á aldrinum
20–24 ára er aðeins um 58%
og hefur aldursbundið ný-
gengi leghálskrabbameins
hjá konum undir 40 ára
aldri farið hækkandi hér á
landi eftir 1980.
Forvarnir gegn legháls-
krabbameini eru að fólk
gæti varkárni í sambandi
við frjálst kynlíf og að kon-
ur mæti í krabbameinsleit
þegar þær eru boðaðar í
hana.
Konur at-
hugið að:
NÝVERIÐ var sagt frá því að flest
slys á eldri borgurum verða við
heimili þeirra eða innan veggja
heimilisins. Nú hefur verið stofnuð
sérstök móttaka fyrir aldraða í
Landakoti. Byltu- og beinvernd-
armóttakan hefur það hlutverk að
vinna að forvörnum til að fækka
slysum og beinbrotum hjá öldr-
uðum.
Á móttökunni er tekið á móti þeim
sem:
eiga á hættu að detta og brotna
er vísað af bráða- og slysa-
móttöku eftir byltu eða brot
vísað er þangað af heim-
ilislækni vegna óstöðugleika og
dettni
Mjög góð þjónusta er við sjúk-
linga og þurfa þeir í fyrstu heimsókn
sinni að dveljast hálfan dag. Þeir eru
sóttir og keyrðir heim. Í boði er
einnig hádegismatur og kaffi.
Hjúkrunarfræðingur, læknir,
sjúkraþjálfari og iðjuþjálfi meta
ástand sjúklingsins eftir þessum at-
riðum:
minni
andlegri líðan
félagslegri stöðu
næringarástandi
sjúkdómasögu
skoðun með tilliti til sjúkdóma
sem geta stuðlað að byltum eða
brotum
mati á hreyfifærni og jafnvægi
athugun á heimili, hún beinist
að slysagildrum eins og þrösk-
uldum, lausum teppum og stiga
án handriða svo eitthvað sé
nefnt.
Sjúklingum er fylgt eftir og þeir
fá fræðslu um byltu- og beinvernd,
sem innifelur inntöku kalks og D-
vítamíns, og gildi hreyfingar. Oft
leiðir skoðunin til breytingar á lyfja-
meðferð, athugunar á heimili og
endurhæfingar.
ALDRAÐIR | Leitast við að fækka slysum og beinbrotum í heimahúsum
Byltu- og beinverndarmóttaka fyrir roskið fólk
Hægt er að fá nánari upplýsingar á
vef Landspítalans, www.landspit-
ali.is, undir öldrunarsvið og þar
undir göngudeild eða hringja í
síma 543-9900.
Morgunblaðið/Ómar
Styrking jafnvægis er mikilvægt atriði í forvörnum gegn byltum og bein-
brotum. Gildi hreyfingar verður líka seint ofmetið.
Hér eru nokkur góð ráð sem
vert er að hafa í huga til að
reyna að lágmarka byltur í
heimahúsum.
Það er mikilvægt að reyna
að viðhalda góðum styrk og
jafnvægi með því að gera
reglulegar æfingar.
Góð lýsing getur komið í veg
fyrir að fólk reki sig í eða
detti um hluti.
Reynið að forðast algengar
slysagildrur eins og laus
teppi, snúrur sem liggja um
gólf eða hindranir sem geta
verið fyrir.
Góður fótabúnaður getur
skipt máli og miða þarf hann
við aðstæður.
Handföng og hjálpartæki er
mikilvægt að hafa á réttum
stöðum, eins og við baðkar
og klósett.
Góð ráð til
að lágmarka
heimaslys
$
&'''''
&()*+
&(,&
&(,*+
&(-&
&(-*+
&((&
&((*+
*''&
)'
.'
/'
0'
*'
&'
'
"#
$
%&'
( $
)
12 34!
5*.
*.+0.
0.+//
/.+./
..6
/.
/'
0.
0'
*.
*'
&.
&'
.
'
SAMKVÆMT því sem kemur fram
á vefnum destinationsante.com
geta meðferðir gegn krabbameini
haft áhrif á vitsmuni og gáfur.
Bandarísk rannsókn sem fjallað er
um í blaðinu Journal of the Nation-
al Cancer institute, telur að þeir
sem hafa lifað af krabbameins-
meðferð séu tvisvar sinnum líklegri
til þess að þjást af greindarskorti
en þeir sem ekki hafa greinst með
krabbamein.
Talið er að meðferðarúrræði
gegn krabbameini valdi þessum
skorti eins og Prófessor Meyero-
witz frá Háskólanum í Kaliforníu
greinir frá: „Meðferðarúrræðin
sem við notum á þessari stundu
geta valdið gloppum í minni og því
að hegðun breytist.“ Sagt er frá því
að mögulegt sé að þessi áhrif séu
þegar fyrir hendi fyrir meðferð og
að ákveðin efnasambönd í sumum
meðferðum geti aukið einkennin.
Það sé því mikilvægt að finna út
hvaða meðferðir séu skaðlegastar
og komast að því hvernig þær hafa
áhrif á greind manna.
KRABBAMEIN
Meðferðin
getur haft
áhrif á greind