Morgunblaðið - 15.08.2005, Page 15

Morgunblaðið - 15.08.2005, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 15 DAGLEGT LÍF | HEILSA Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 Birkiaska Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur JOSHUA David er sölufulltrúi hjá KB-banka og vinnur einnig sem þjónn á nýja veitingastaðnum í Bankastræti, B-5. Hann er upptekinn maður en finnur sér tíma til að stunda góða hreyfingu enda finnst honum mikilvægt að sinna heilsunni og útlit- inu. Joshua æfir samkvæmisdansa fjórum sinnum í viku, tvo tíma í senn. Hann er tvöfaldur Íslands- meistari í sínum flokki og dansar við Fanneyju Magnadóttur. „Mig langaði alltaf til þess að læra samkvæm- isdansa og fylgdist spenntur með keppnunum í sjónvarpinu þegar ég var yngri. Ég lét svo verða af því fyrir fjórum árum að byrja að dansa og sé alls ekki eftir því,“ segir hann glaðbeittur. Hann hefur prófað ýmislegt en segir dansinn með erfiðari íþróttum. „Ég hef prófað mjög margar íþróttir eins og badminton, körfubolta og fótbolta en dans- inn hefur vinninginn. Það þarf að hugsa um svo margt í einu, líkamsbeitinguna, dansfélagann og sporin og svo er þetta svo skemmtilegt.“ En Joshua lætur þetta ekki nægja. Hann lyftir þrisvar í viku í World Class og hleypur jafnoft vikulega. „Með lyftingum er ég að móta líkamann, styrkja hann og viðhalda honum. Hlaupin eru svo til að brenna,“ segir Joshua og greinilegt er að þetta er þaulhugsað hjá honum. En er ekki erfitt að finna tíma fyrir þetta allt saman? „Það gefst alltaf smátími. Ég þoli ekki að heyra þegar fólk segir að það hafi ekki tíma til að hreyfa sig, ég hlusta bara ekki á svoleiðis bull. Við erum að tala um að fara í fjörutíu mínútur að lyfta og hlaupa svo í tuttugu mínútur nokkrum sinnum á viku. Þetta eru kannski fjórar klukkustundir á viku sem fara í þetta, “ segir hann ákveðinn. Joshua er sannkölluð fyrirmynd og lifir heilsu- samlegu líferni. Hann segir mikilvægt að sofa 7–8 tíma á nóttu og borða reglulega hollan mat. „Ég borða sex sinnum á dag og fæ mér mikið prótein, enda er ég í mjög góðu formi. Það sést líka á því að ég sef betur og ég vakna betur. Þegar ég vakna þá er ég vaknaður,“ segir hann. Hann segir allt þetta vera ætlað til þess að viðhalda góðum lífsstíl og halda líkamanum í góðu formi. „Gott skipulag er aðalatriðið og svo ætla ég að vera flottur fimm- tugur,“ segir Joshua að lokum.  HREYFING | Joshua David er í góðu formi Æfir samkvæmisdansa fjórum sinnum í viku Morgunblaðið/ÞÖK Joshua og Fanney dansa saman hjá dansíþróttafélagi Hafn- arfjarðar. Auk þess að dansa hleypur Joshua og lyftir. Hve mörg okkar sem slitiðhafa barnsskónum getasofið í þá 6 til 8 klukku-tíma sem talið er að flestir þurfi til að hvílast nægilega? Sumir einfaldlega gefa sér ekki þann tíma, en fyrir aðra er það munaður sem sjaldan fæst vegna svefnvanda- mála. Það virðist rökrétt að álíta að þreyta geti auðveldað fólki að sofna og sofa vel en svo er ekki alltaf. Alla- vega skiptir tegund þreytunnar máli, þreyta sem kemur frá lík- amlegri áreynslu er betri en sú sem er af völdum andlegs álags. Bandol- ier, sem er breskt vísindarit, gerði stutta úttekt á rannsóknum sem gæti varpað ljósi á tengsl þjálfunar og svefns og tók út þrjár rannsóknir. Ein beindist að eldra fólki, önnur að eldra fólki sem átti við þunglyndi að stríða og sú þriðja að konum eftir tíðahvörf. Svefntíminn lengdist Fyrsta rannsóknin tók til fólks á aldrinum 50 til 76 ára sem hafði átt við væg svefnvandamál að stríða, notaði ekki svefnlyf og var kyrr- setufólk. Þeim var skipt í tvo hópa þar sem annar hópurinn fór í líkams- rækt fjórum sinnum í viku í 16 vikur, en hinn hópurinn fékk enga líkams- þjálfun. Í upphafi tók það fólkið að meðaltali tæpan hálftíma að sofna og meðalsvefntími var sex klukku- stundir. Eftir 16 vikur tók það lík- amsræktarhópinn um korter að sofna og svefntíminn lengdist í tæpa sjö klukkutíma. Engin breyting var hjá hinum hópnum. Orkufrek styrktarþjálfun Önnur rannsóknin beindist að fólki sem var greint með þunglyndi, var eldra en sextugt og stundaði eró- bikk-þjálfun tvisvar í viku eða oftar. Meðferðin fólst í orkufrekri styrkt- arþjálfun þrisvar í viku í 10 vikur. Viðmiðunarhópur fékk fræðslu, en ekki líkamsþjálfun. Niðurstaðan var sú að tæplega helmingur þeirra sem var í líkamsþjálfun sagðist sofa bet- ur, en enginn í viðmiðunarhópnum. Morgunþjálfun betri fyrir svefninn Þriðja rannsóknin var gerð meðal kvenna eftir tíðahvörf og sem ekki voru á hormónameðferð. Hópnum var skipt í tvennt þar sem annar hópurinn var í líkamsþjálfun fimm sinnum á viku í eitt ár, en hinn var í teygjuæfingum í klukkustund á viku í eitt ár. Hvorki líkamsþjálfunin né teygjuæfingarnar virtust hafa bæt- andi áhrif á svefninn, þó notuðu færri af þeim sem voru í teygjuæf- ingum svefnlyf. Í þessari rannsókn var einnig skoðað hvort það skipti máli að stunda í líkamsrækt á morgnana eða kvöldin og nið- urstöður bentu til þess að þeim sem stunduðu þjálfun á morgnana gengi betur að sofna. Tekið skal fram að þetta er ekki tæmandi úttekt á rannsóknum á áhrifum hreyfingar á svefn, en flest- ar virðast þær benda til þess að lík- amsþjálfun bæti svefn. Auk þess sem hreyfing hefur margvísleg önn- ur heilsubætandi áhrif. Þeir sem eiga við svefnerfiðleika að stríða ættu að stunda hreyfingu með meðaláreynslu í 4 til 6 klukkutíma á viku.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Landlæknisembættið Líkamsræktin bætir svefninn Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur Morgunblaðið/Jim Smart Regluleg hreyfing er holl fyrir líkama og sál. GULRÆTUR eru með- al vinsælustu rót- arávaxta, fáanlegar árið um kring. Þær geymast vel, en bestar eru þó nýuppteknar vorgulrætur. Nota má gul- rætur hráar í salöt eða sem nasl með ídýfu. Einnig er gott að sjóða þær í svolitlu smjöri og sykri við væg- an hita í um stundarfjórðung eða í dálitlum appelsínusafa. Litl- ar gróðurhúsaræktaðar gulrætur eru fremur bragðdaufar, en stærri gulrætur má t.d. rífa niður í salöt, sjóða í litlu vatni og bera fram með mat eða nota í súpur, pott- rétti og kássur. Smátt skornar gulrætur má nota í alls konar soð-, sósu- og súpugrunna. Rifnar gulrætur má nota í kökur og eft- irrétti auk þess sem þær eru upp- lagðar í gulrótarmarmelaði. Gulrótin er auðug af ýmsum bætiefnum. Mikilvægast er þó hversu auðug hún er af karótíni, sem breytist síðan í A-vítamín í mannslíkamanum, en rúm 100 grömm af gulrótum eru talin full- nægja daglegri A-vítamínþörf. Rannsóknir benda einnig til þess að neysla á karótíni geti dregið úr krabbameinshættu. Þó svo að gulrætur séu sein- sprottnar má víða rækta þér hér utandyra enda eru þær harðgerar. Víðast hvar er þó þörf á að bæta veðurfarsskilyrðin með því að breiða trefja- eða plastdúk yfir beðin að lokinni sáningu og á með- an plönturnar eru að komast á legg. Bestum vexti ná gulrætur í djúpum, léttum jarðvegi, en hins vegar er þéttur eða grýttur jarð- vegur óhentugur. Áburðarþörf gulróta er meðalmikil og má oft miða við 0,6–1,0 kg af garðáburði á hverja tíu fermetra fyrir jarð- vinnslu að vori. Gulrótum er sáð beint á vaxtarstaðinn því þær þola ekki dreifsetningu. Sáð er snemma vors í raðir með 15–20 cm millibili og grisjað ef þörf kref- ur þegar plönturnar eru komnar með fyrsta laufblaðið þannig að 2–4 cm séu á milli plantna. Fram- an af sumri vaxa gulrætur hægt, en ræturnar bæta ört við þyngd sína er líða tekur á haustið. Hæpið er að reikna með uppskeru hér- lendis utandyra fyrr en í lok júlí eða byrjun ágúst eða um 80–90 dögum eftir sáningu þótt ræturnar séu vel nýtanlegar talsvert fyrr, segir Garðar R. Árnason, lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands. Næringar- og bragðefni fara í súginn ef gulrætur eru látnar bull- sjóða í miklu vatni. Betra er að skera þær í sneiðar og hægsjóða í litlu vatni ásamt svolitlum sykri og smjöri, pipar og salti. Þá verða þær gljáandi og bragðmiklar. Einnig má gufusjóða eða ofnbaka gulrótarsneiðar. Meðfylgjandi er uppskrift að kóríanderkryddaðri gulrótarsúpu úr smiðju Nönnu Rögnvald- ardóttur. Gulrótarsúpa 50 g smjör 1 msk kóríanderfræ, steytt 500 g gulrætur, skornar í þunnar sneiðar 7 dl kjúklingasoð (eða vatn og súputeningur) ½ tsk sykur (má sleppa) nýmalaður pipar salt 1 dl kaffirjómi söxuð steinselja Smjörið brætt í potti og kórí- andernum hrært saman við. Gul- ræturnar settar út í og látnar malla við vægan hita í um 15 mín- útur. Þá eru þær kældar dálítið og síðan maukaðar í matvinnsluvél eða blandara ásamt soði, sykri, pipar og salti. Settar aftur í pott, rjómanum hrært saman við og súpan hituð en ekki látin sjóða. Smökkuð til og skreytt með stein- selju.  MATUR | Gulrætur góðar í salöt og súpur Kóríanderkrydduð gulrótarsúpa join@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.