Morgunblaðið - 15.08.2005, Síða 16

Morgunblaðið - 15.08.2005, Síða 16
16 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Aþenu. AP, AFP. | Allir um borð, 115 farþegar og sex manna áhöfn, fór- ust er þota frá kýpverska flug- félaginu Helios Airways hrapaði til jarðar skammt frá Aþenu, höfuð- borg Grikklands, í gær. Helst var hallast að því, að slysið mætti rekja til skyndilegs loftþrýstings- falls en sérfræðingur í flugslysum og rannsóknum á þeim telur þá skýringu mjög ólíklega. Farþegaþotan, sem var af gerð- inni Boeing 737, tveggja hreyfla, lenti utan í fjallshlíð og dreifðist brakið úr henni yfir stórt svæði. Kviknuðu þá víða eldar í kjarri og skógi og því varð að kalla til flug- vélar búnar vatnsgeymum og slökkva eldana áður en björgunar- menn gátu athafnað sig. Þotan, sem kom frá Larnaca á Kýpur, átti að millilenda í Aþenu á leið sinni til Prag í Tékklandi. Voru fréttir um farþegana mjög misvísandi í gær því að Jiri Parou- bek, forsætisráðherra Tékklands, sagði, að 80 þeirra hefðu verið tékknesk börn á heimleið úr sum- arfríi á Kýpur en Andreas Christou, innanríkisráðherra Kýp- ur, neitaði því. Sagði talsmaður kýpverska forsetaembættisins, að langflestir farþeganna hefðu verið grísk-kýpverskir. Grískir og kýp- verskir embættismenn segja, að samband við flugvélina hafi skyndilega rofnað og þá hafi tvær grískar F16-orrustuþotur verið sendar á loft til að kanna hvað um væri að vera. Komu þær að far- þegaþotunni yfir Euboca-skaga norðaustur af Aþenu og að sögn Iannis Pantazatos, yfirmanns flug- umsjónar á Aþenu-velli, virtust flugmenn þotunnar þá liggja fram yfir sig eins og meðvitundarlausir. Fáum mínútum síðar hrapaði þot- an til jarðar í Varnava, sem er að mestu óbyggt svæði 40 km norð- austur af Aþenu. Bláir í framan og mikill kuldi Snemma í gær taldi talsmaður gríska hersins líklegt, að vélinni hefði verið rænt en gríska lögregl- an sagði síðar, að svo virtist sem loftþrýstingur í vélinni hefði fallið skyndilega. Í síðasta viðtali flug- stjórans við flugturninn í Aþenu sagði hann, að eitthvert ólag væri á kerfinu og það virðist líka ljóst af SMS-boðum frá einum farþeganna til frænda síns. Í þeim segir hann, að flugmenn- irnir séu orðnir bláir í framan og hitastigið inni í vélinni hafi hrapað niður. „Ég kveð þig, frændi minn. Við erum öll að frjósa í hel,“ sagði meðal annars í SMS-skeytinu. Talsmaður Kýpurstjórnar sagði í gær, að ekkert benti til, að um hryðjuverk hefði verið að ræða en hann og grískir embættismenn lögðu áherslu á, að ekkert væri hægt að segja neitt um ástæðu slyssins fyrr en það hefði verið kannað og svörtu kassarnir, en þeir fundust í gær. Ekki trúaður á loftþrýstings- fall sem ástæðu slyssins Francois Grangier, kunnur sér- fræðingur í flugslysum, sagði í París í gær, að skyndilegt loft- þrýstingsfall hefði ekki átt að geta valdið því að vélin hrapaði og það hefði ekki átt að verða til að flug- mennirnir misstu meðvitund. Grangier sagði, að kýpverska þotan hefði verið í tiltölulega lítilli hæð er hún nálgaðist Aþenu og skyndilegt loftþrýstingsfall hefði engin áhrif á innviði og burðarvirki flugvéla. Þá hefðu flugmennirnir átt að hafa sínar eigin súrefnis- birgðir til að geta lent vélinni. Aðrir sérfræðingar segja, að skyndilegt loftþrýstingsfall í mik- illi hæð geti valdið og hafi valdið því, að flugmenn missi meðvitund en þó því aðeins, að þeir geti ekki af einhverjum ástæðum sett á sig súrefnisgrímur. Flugslysið í gær veki því grunsemdir um, að eitt- hvað mikið hafi verið að, jafnvel að einhvers konar sprenging hafi orð- ið í loftþrýstingskerfinu og eitr- aðar gufur átt þátt í hvernig fór. Margir ættingjar farþega og flugliða söfnuðust í gær saman á Larnaca-flugvelli þar sem margir grétu er þeir biðu frétta af örlög- um ástvina sinna. Helios Airways var stofnað 1999 og er fyrsta flugfélagið á Kýpur í einkaeigu. Hefur það verið með fjórar Boeing 737 vélar og flýgur meðal annars til Lundúna, Aþenu, Sofíu, Dyflinnar og Strassborgar. Var það selt ferðaskrifstofunni Libra Holidays á síðasta ári. Virtust meðvitundarlausir rétt áður en vélin hrapaði Getgátur um að loftþrýstingsfall hafi valdið því að kýpversk flugvél fórst skammt frá Aþenu en sérfræðingur í flugslysum telur það ólíklegt. Með vélinni fórst 121, farþegar og áhöfn. Reuters Brak úr kýpversku farþegaþotunni en það dreifðist yfir mjög stórt svæði. Vonast er til, að svörtu kassarnir, sem báðir eru fundnir, geti leyst gátuna um tildrög slyssins en talið er, að loftþrýstingsfall hafi átt þátt í því. FRANSKA seglskipið „Belem“ er hér lengst til vinstri og næst því „Khersones“ frá Úkraínu. Tóku þau þátt í alþjóðlegri siglingahátíð í Bremerhaven ásamt um 220 seglskipum og 100 öðrum skipum frá 25 löndum. Reuters „Stolt siglir fleyið mitt“ Teheran. AP, AFP. | Harðlínumað- urinn Mahmood Ahmadinejad, for- seti Írans, birti í gær ráðherralista nýrrar stjórnar en þar eru harð- línumenn í lykilembættum. Við það tækifæri varaði stjórnin Banda- ríkjamenn við að ráðast inn í land- ið og sagði, að það yrði þeim dýr- keypt. Harðlínumaðurinn Manoushehr Mottaki verður nýr utanríkisráð- herra en Mostafa Pour-Mohamm- adi, fyrrum aðstoðarráðherra leyniþjónustumála, verður innan- ríkisráðherra. Þá verður Ali Sa- idloo, eftirmaður Ahmadinejads sem borgarstjóri í Teheran, olíu- málaráðherra en Íran er næst- mesti olíuframleiðandinn innan OPEC, Samtaka olíuútflutnings- ríkja. Gholamhossein Mohseni-Ejei, sem áður var formaður hins aft- urhaldssama trúarráðs, verður leyniþjónusturáðherra en Hossein Safar Harandi, fyrrum ritstjóri hins bókstafssinnaða dagblaðs Kayhan, verður menningarmála- ráðherra. Vill ekki útiloka hernað George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, kvaðst á föstudag ekki vilja útiloka innrás í Íran vegna fyrirætlana stjórnvalda þar í kjarnorkumálum en lagði áherslu á, að valdbeiting væri alltaf neyð- arúrræði. Hamid Reza Asefi, tals- maður íranska utanríkisráðuneyt- isins, sagði í gær, að Bush ætti að gera sér grein fyrir því, að Íranir myndu gera meira en hafa í fullu tré við Bandaríkjamenn, réðust þeir á landið. Sagði hann einnig, að vegna hótana Bandaríkjamanna kynnu Íranir að taka aftur til við að auðga úran. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, veik að yfirlýsingu Bush í fyrradag er hann sagði á stjórnmálafundi, að hótanir um valdbeitingu gagnvart Írökun væru út í hött. Bresk stjórnvöld hafa ekkert um málið sagt en hópur námsmanna safnaðist saman við sendiráð þeirra í Teheran í gær og grýtti það með yfirlýsingum um, að rétt væri að ráðast þar inn og reka burt „ensku njósnarana“. Óttast trúaröfga nýrrar stjórnar Ahmadinejad hefur sagt, að stjórn sín muni einkennast af „hóf- semi“ en andstæðingar hans kalla hann öfgamann og óttast, að hann muni reyra þjóðina í fjötra bók- stafstrúarinnar og eiga í eilífum útistöðum við vestræn ríki. Benda þeir á, að eftir mikinn sigur Ah- madinejads í kosningunum í júní ráði harðlínumenn öllu í landinu. Harðlínustjórn skipuð í Íran Vara Bandaríkjastjórn við óförum reyni þeir að ráðast inn í landið AP Íranskir námsmenn grýta sendiráð Breta í Teheran. Hrópuðu þeir ókvæðisorð um vestræn ríki. New York. AP. | Yfirvöld í New York hafa farið fram á það við eigendur veitingastaða í borginni að þeir hætti að nota herta fitu í elda- mennskunni. Geri þeir það muni um leið draga verulega úr dauðs- föllum af völdum skæðasta óvinar borgarbúa, hjartasjúkdóma. Verði veitingamenn í New York við þessum tilmælum verða þeir að hætta að nota smjörlíki og djúp- steikingarolíu og vafalaust einnig margar uppskriftir að eftirsóttu sætabrauði. Í tilmælum borgarinnar er vitn- að í Robert Eckel, formann banda- rísku hjartaverndarsamtakanna, en hann segir að hert fita valdi hjartasjúkdómum með sama hætti og mettuð fita og mjólkurfita. Hef- ur bandaríska matvælastofnunin einnig skorið upp herör gegn hertri fitu á landsmælikvarða og frá og með næstkomandi janúar verður skylt að merkja sérstaklega öll matvæli sem innihalda hana. Þegar leitað var álits starfs- manna og gesta á veitingastöðum voru þeir margir heldur vantrúaðir á tilmælin en nú eru tvö ár liðin síð- an öll tóbaksnotkun var bönnuð á veitingastöðum, krám og skrif- stofum í borginni. Vilja hertu fituna burt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.