Morgunblaðið - 15.08.2005, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 15.08.2005, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 17 ERLENT Fjarðargötu 17 - Hafnarfirði Sími 520 2600 - Fax 520 2601 Netfang as@as.is Heimasíða http://www.as.is Kári Halldórsson, löggiltur fasteignasali, Jónas Hólmgeirsson, Eiríkur Svanur Sigfússon, Birna Benediktsdóttir, Melkorka Guðmundsdóttir, Laufey Lind Sigurðardóttir Opið virka daga kl. 9–18 DREKAVELLIR 26 GLÆSILEGT NÍU HÆÐA LYFTUHÚS Nýkomnar í sölu 3ja, 4ra og „penthouse“ íbúðir í glæsilegu 9 hæða lyftuhúsi á góðum stað á Völlunum. Alls eru 34 íbúðir í húsinu, þar af eru tvær „penthouse“ íbúðir en þær eru 5 herbergja. Tvær lyftur eru í húsinu. Bílakjall- ari með 29 stæðum. Við hönnun hússins var lögð áhersla á að allar íbúðirnar nytu útsýnis og sólar. Öllum íbúðunum fylgja stórar suður- svalir, að og auki fylgja norðursvalir 4ra herb. íbúðunum. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna nema á baðherbergi og þvottahúsi verða flísar á gólfi. Sérlega vandaðar Voke III innréttingar frá Húsasmiðjunni. Vönduð tæki. Mynddyrasími. Hús að utan afhendist fullfrágengið, klætt báruformaðri klæðningu. Lóð og sameign fullfrágengin. Frábært útivistarsvæði er í grennd við húsið. 4310 ESKIVELLIR 7 - GLÆSILEGT LYFTUHÚS GLÆSILEGT 5 HÆÐA LYFTUHÚS. Nýkomnar á sölu 2ja-3ja, 3ja-4ra, 4ra og 5 herbergja íbúðir í glæsilegu fimm hæða lyftuhúsi á góð- um stað á Völlunum. Alls eru í húsinu 37 íbúð- ir. Bílakjallari með 26 stæðum. Áhersla var lögð á að allar íbúðirnar njóti útsýnis og sólar. Öllum íbúðunum fylgja góðar svalir eða ver- andir. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna nema á baðherbergi og þvottahúsi verða flísar. Sérlega vandaðar MODULA innréttingar frá BYKO. Hús að utan afhendist fullfrágengið, steinað með ljósum marmarasalla, þannig að húsið verður viðhaldslítið í framtíðinni. Lóð og sameign full- frágengin. Frábært útivistarsvæði er í grennd við húsið þar sem margar góðar gönguleiðir eru. Stutt verður í alla þjónustu. AFHENDING er í júní 2006. Teikningar og allar nánari upplýsingar á skrifstofu. 4467 DREKAVELLIR - FJÓRBÝLI - NÝTT - NÝTT GVORUM AÐ FÁ Í EINKASÖLU NÝJAR OG GLÆSILEGAR 126,5 4ra herbergja SÉR- HÆÐIR í nýju „FJÓRBÝLISHÚSI“ á VÖLL- UNUM í Hafnarfirði. SÉRINNGANGUR í allar íbúðir. Seljast fullbúnar að utan sem innan, án gólfefna. Afhending í feb.- mars 2006. Verð 27,2 millj. 4315 BIRKITEIGUR - MOSFELLSBÆ EINBÝLI EÐA TVÆR SÉRHÆÐIR EFRI SÉRHÆÐ: Falleg ný 160,9 fm fimm her- bergja íbúð í tvíbýli ásamt 46,8 fm innbyggð- um bílskúr, samtals 207,7 fm. SÉRINN- GANGUR. Hæðin skilast rúmlega fokheld. Verð 32,9 millj. NEÐRI SÉRHÆÐ: Falleg ný 80,5 fm 3ja her- bergja íbúð í nýju fallegu tvíbýli. SÉRINN- GANGUR. Útgengt er í garð úr stofu, sérlóð til vesturs og suðurs. Íbúðin afhendist þannig að búið er að ganga frá útveggjum og húsið að utan fullgert. Verð 15,5 millj. 4308 ESKIVELLIR 9A & B GLÆSILEGT SEX HÆÐA LYFTUHÚS Nýkomið í sölu glæsilegt sex hæða lyftuhús á Völlun- um. Tvö samliggjandi stigahús með 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðum. Bílageymsla er í kjallara, alls 22 stæði og fylgir sérgeymsla hverju bílastæði. Íbúðirnar eru frá 86 fm og upp í 125 fm. Fimm herbergja íbúð- irnar eru 142 fm. Svalirnar eru stórar, frá 16 fm og upp í 22 fm eftir stærð íbúðanna. Íbúðirnar afhendast fullbúnar að innan án gólfefna nema baðherbergi og þvottahús verða flísalögð. Baðherbergin eru sér- lega glæsileg, hornbaðkar með nuddi og innbyggðum hitastýrðum blöndunartækjum og sturtu. Fyrsta flokks innréttingar. Húsið skilast fullbúið að utan, einangrað og klætt með báruformaðri álklæðningu og verður því nánast viðhaldsfrítt. Lóð og sameign fullfrágengin. 4071 FLESJAKÓR - KÓPAVOGUR - NÝBYGGING - PARHÚS - KÓRAHVERFIÐ Flott parhús sem nýtist mjög vel. Fimm svefn- herbergi, gott skipulag eignar, flott staðsetning, afhent við kaupsamning. Fullbúið að utan en fokhelt að innan. Jeppabílskúr, er 39 fm með 3,3 m lofthæð. Vandaðir verktakar. Allar nánari upplýsingar hjá ÁS fasteignasölu, sjá myndir á netinu. 4024 HÁHOLT - LAUGARVATN FALLEGT 126,7 fm ENDARAÐHÚS á tveimur hæðum ásamt 25,8 fm BÍLSKÚR, samtals 152,5 fm og að auki ca 15 fm undir súð. Hús- ið verður afhent fullbúið að utan og innan. Lóð verður frágengin. Einnig er miðjuhúsið til sölu en það afhendist fokhelt. Verð 21,1 millj. og 12,1 millj. 2354NÝBYGGINGAR VOGUM VATNSLEYSUSTRÖND LINNETSSTÍGUR 2 - VEL STAÐSETT LYFTUHÚS Í MIÐBÆ HF. - MEÐ STÆÐUM Í BÍLAGEYMSLU Nýkomnar í einkasölu glæsilegar 3ja og 4ra her- bergja íbúðir í glæsilegu litlu LYFTUHÚSI á THORSPLANINU Í HAFNARFIRÐI. Íbúðirnar eru mjög vandaðar og skilast fullbúnar að innan, án gólfefna, flísar á baðherbergi og þvottahúsi. Að utan skilast húsið fullbúið og lóð frágengin. AF- HENDING er í ÁGÚST 2005. AÐEINS 5 ÍBÚÐIR EFTIR. Byggingaraðili Fjarðarmót ehf. Verð frá 25,0 millj. Allar nánari upplýsingar hjá Ás fast- eignasölu, sími 520 2600. 3743 Húsin skilast fullbúin að utan og fokheld að innan eða lengra komin. Verðdæmi: Einbýli frá kr: 19,5 millj. - 27,5 millj. Raðhús frá kr. 12,8 millj. - 23,1 millj. Parhús frá kr. 17,2 millj. - 24,3 millj. HÆGT ER AÐ FÁ HÚSIN AFHENT fokheld / tilbúin undir tréverk / eða fullbúin án gólfefna. 4441 VORUM AÐ FÁ EINBÝLI - RAÐHÚS OG PARHÚS Í NÝJU HVERFI Í VOGUNUM. Bagdad. AP, AFP. | Leiðtogar sjíta og Kúrda í Írak virtust í gær tilbúnir til að ganga frá drögum að nýrri stjórn- arskrá án samþykkis súnníta. Áttu drögin að vera tilbúin í dag en súnn- ítar vilja ekki fallast á hugmyndir um einhvers konar sambandsríki í Írak. „Við getum enn gengið frá drög- unum án aðildar súnníta, sagði Mahmud Othman, einn fulltrúa Kúrda í stjórnarskrárnefndinni, en Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, sagði, að ekk- ert samkomulag væri um drögin og yrði að ræða þau áfram í dag. Sagði hann, að meginágreiningsefnin væru tvö, annars vegar hugmyndir sjíta og Kúrda um sjálfstjórnarsvæði þeirra og hins vegar staða íslams eða trú- arinnar. Hvort hún eigi að vera „sjálf lagauppsprettan“ eða ein af þeim. Kynda Íranar undir? Khalilzad sagði einnig í viðtali við CNN í gær, að straumur Írana og ír- anskra vopna til Íraks kynti undir óróanum þar. Kom það einnig fram á fréttavef bandaríska tímaritsins Time í gær en þar er vitnað í skjöl frá leyniþjónustu bandaríska hersins. Í þeim komi fram, að Íranir hafi tekið upp beinan stuðning við íraskan skæruliðahóp undir forystu manns að nafni Abu Mustafa al-Sheibani. Hafi hann á að skipa 280 mönnum, sem skiptist upp í 17 sprengju- og dauðasveitir. Hafi þessi hópur að undanförnu notað mjög öflugar sprengjur gegn bandarískum herbíl- um. Time segir einnig, að vestrænir sendimenn telji, að allar upplýsing- ar, sem þeir og einkum Bandaríkja- menn láti írösku stjórninni í té, fari beint til íranskra stjórnvalda. Engin sátt um stjórnar- skrá Íranar sagðir styðja einn skæru- liðahópanna í Írak Colombo. AFP. | Her- og lögreglu- menn á Sri Lanka handtóku í gær fjölda manna í leitinni að morðingj- um Lakshman Kadirgamars, utan- ríkisráðherra landsins. Var hann skotinn til bana á föstudag. Hundruð lögreglumanna fóru í gær hús úr húsi í höfuðborginni, Co- lombo, og leitað var í öllum bílum, sem fóru frá eða komu til borg- arinnar. Kvaðst yfirmaður lögregl- unnar viss um, að morðingjarnir væru enn í Colombo og sagðist von- góður um að ná þeim með hjálp óbreyttra borgara. Stjórnvöld gruna skæruliða Tam- íl-tígra um morðið en Kadirgamar, sem sjálfur var Tamíli, hafði oft far- ið hörðum orðum um skæruliða og var sagður vera ofarlega á dauða- lista þeirra. Beitti hann sér fyrir því, að Tamíl-tígrar voru settir í bann í Bandaríkjunum og Bretlandi og af þeim sökum höfðu honum ver- ið fengnir um 100 lífverðir. Hann notaðist þó ekki alltaf við þá og er sagður hafa skellt skollaeyrum við viðvörunum um, að hann væri ekki óhultur á eigin heimili. Var hann skotinn þar og höfðu morðingjarnir búið um sig í næsta húsi. Talsmenn Tamíl-tígra neita því að bera ábyrgð á morðinu og segja, að stjórnvöld ættu að líta sér nær, meðal Singhalesa, sem eru meiri- hluti landsmanna, séu ýmis öfl and- víg núverandi vopnahléi milli Tamíl- tígra og stjórnvalda og vilji það feigt. Mikil leit að morð- ingjunum ♦♦♦ Kissufim. AP, AFP. | Ísraelskir hermenn búa sig nú undir að flytja burt ísraelska landtökumenn á Gaza nauðuga viljuga en þeim hefur verið skipað að rýma hús sín þar fyrir miðnætti ann- að kvöld. Dan Halutz herhöfðingi sagði í gær, að hann vonaðist til, að brottflutningurinn færi frið- samlega fram þrátt fyrir, að nokkrar þúsundir andstæðinga brottflutningsins væru nú saman komnar í gyðingabyggðunum. Palestínumenn hafa einnig mikinn viðbúnað á Gaza vegna brottflutningsins en Ísraelar hafa varað þá við og segja, að verði ráðist á ísr- aelska hermenn meðan á honum stendur verði hætt við hann að sinni. Á miðnætti í nótt átti að loka landamærum Ísraels og Gaza. Sagði talsmaður Ísraelshers, að eftir það fengi enginn að fara til Gaza, að- eins þaðan. Þá munu þeir Ísraelar, sem enn eru í gyðingabyggðunum, fá skipun um að vera farnir fyrir miðnætti annað kvöld, ella verði þeir fluttir burt með valdi. Búist við átökum Um 8.000 gyðingar hafa búið á Gaza og Ha- lutz hershöfðingi sagði í gær, að líklega myndu aðeins 50% þeirra fara þaðan fyrir miðnætti annað kvöld. Þá viðurkenndi hann, að allt að 5.000 andstæðingar brottflutningsins væru nú í Gush Katif-byggðinni auk íbúanna þar og því mætti búast við einhverjum átökum. Halutz benti á, að búið væri að yfirgefa 21 byggð á Gaza en andstaðan er mest í byggðum bókstafstrúaðra gyðinga á sunnanverðu svæð- inu. Þar er því haldið fram, að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hafi svikið guðlegan rétt þeirra samkvæmt Biblíunni til að taka landið af Palestínumönnum. Ísraelum á Gaza skipað burt AP Ísraelskir lögreglumenn bera burt íbúa í gyðingabyggðinni Kfar Darom á Suður-Gaza. Reyndu íbú- arnir að koma í veg fyrir, að hermenn gætu flutt ýmsan búnað frá byggðunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.