Morgunblaðið - 15.08.2005, Síða 18

Morgunblaðið - 15.08.2005, Síða 18
18 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Í slenskur fræðimaður hefur kallað Skotann Niall Ferguson „Wayne Rooney sagnfræð- innar“. Komið hafa út kynstur af læsilegum ritum eftir Ferguson og hann hefur verið óhræddur við að fara eigin leiðir. Fyrir bragðið hefur hann orðið með tekjuhærri sagnfræðingum sem sög- ur fara af. Nýverið var gefið út í kiljuformi í Bandaríkjunum ritið Kolossus – Ris og fall bandaríska heimsveldisins (Colossus –The Rise and Fall of the American Empire) þar sem Ferguson setur umdeild- ustu stofnun samtímans, bandaríska heimsveldið, í sögulegt samhengi. Allt frá okkur komið Vegna skírnarnafns höfundar spyr ég fyrst hvort hann eigi ættir að rekja hingað til Íslands. „Mannsnafnið Njáll þekkist á Norður-Skotlandi og Írlandi auk Ís- lands. Skotar stytta það oft í eitt at- kvæði en kannski er þar Englend- ingum um að kenna. Ég er miklu hrifnari af íslenska framburðinum. Fyrir utan nafnið er ég smeykur um að ég tengist landinu ekkert,“ svarar Niall Fergusson. Af hverju hefur nafni bókarinnar frá fyrri útgáfu, Kolossus: Kostn- aðurinn við bandaríska heimsveldið verið breytt? „Um þessar mundir kemur bókin út í út í kiljuformi undir nafninu Kol- ossus – Ris og fall bandaríska heims- veldisins en ég hef alltaf verið hrifn- ari af því heiti, en Colossus: The Price of America’s Empire sem var nafn harðspjaldaútgáfunnar. Ég held að smáskjálfti hafi hlaupið í menn út af heitinu Kolossus – Ris og fall bandaríska heimsveldisins. Þetta er hreint ekki út í bláinn því að flestar bækur um bandaríska heims- veldið eru í grundvallaratriðum gagnrýni á heimsveldið út frá sjón- armiðum vinstrimanna. Annan tón kveður við þessari bók þar sem því er haldið fram að bandaríska heims- veldið sé ekki endilega af hinu illa og heimsveldi nokkuð eðlilegur þáttur í mannkynssögunni. Hrynji banda- ríska heimsveldið verður eftirsjá að því að mínu mati.“ Ameríku ögrað Viðbrögðin við bókinni? „Næstum enginn Bandaríkjamað- ur getur verið sáttur við bókina. Íhaldsmaður er lítt hrifinn af hug- myndinni um að Bandaríkin séu heimsveldi og sér þau frekar fyrir sér sem volduga þjóð, máttuga á sér- bandaríska vísu. Hins vegar er íhaldsmaðurinn sáttur við veldi Bandaríkjamanna svo að jákvæðu ummælin í bókinni, frá sjónarmiði íhaldsmanna, fóru fyrir lítið þegar ég skrifaði að Bandaríkin væru heimsveldi og heimsveldi liðu undir lok. Á hinn bóginn er gott og blessað að frjálslyndir kalli Bandaríkin heimsveldi sem stendur höllum fæti. Þeim var hins vegar lítt að skapi að ég skyldi segja að það væri miður og bandaríska heimsveldið í reynd af hinu góða. Bandarískir lesendur og gagnrýn- endur skiptust í öndverðar fylkingar í afstöðu til bókarinnar en ég var ekki í nokkrum vafa um að svo yrði. Bókina samdi ég til að ögra Banda- ríkjamönnum, ekki til að gera þeim til geðs.“ Hallur undir Herr Bush? Hver voru viðbrögðin í Evrópu? „Ég held að bókin hafi farið fyrir ofan garð og neðan hjá Þjóðverjum. Þeir geta bara sætt sig við eitt sjón- armið; að Bandaríkin séu heimsveldi af hinu illa, og virðast hafa meira eða minna gleymt að þeir standa í þakk- arskuld við Bandaríkjamenn fyrir að hafa fært stjórnskipulag í landinu til betri vegar á sínum tíma. Þegar bók- in kom út í Þýskalandi var ég útmál- aður sem forsvarsmaður Bush en það mun nokkuð undarleg túlkun.“ Ég er sammála því sem þú skrifar í bókinni en velti jafnframt fyrir mér hvort þetta sé kynslóðabil, að okkar kynslóð sé sáttari við orðinn hlut, að Bandaríkin séu heimsveldi. „Eins og heyra mátti í háskólum árið 1968 taldi kynslóðin sem komst til manns á ofanverðum sjöunda ára- tugnum heimsveldisstefnu Banda- ríkjamanna í grundvallaratriðum af hinu illa; til hins verra fyrir umheim- inn, til hins verra fyrir Bandaríkin. Þá er ekki öll sagan sögð. Í fyrsta kaflanum reyni ég að útskýra af hverju Bandaríkjamenn eru upp til hópa svona andsnúnir heimsveldinu. Ég rek þetta að miklu leyti til neyð- arástandsins á Filipseyjum fyrir einni öld því ég held að þá hafi runn- ið upp fyrir Bandaríkjamönnum að þeir voru ekki heimsveldi af sama sauðahúsi og hin. Undanfarin hundrað ár hafa þeir verið gjarnir á að sjá sig í öðru ljósi og sverja af sér evrópsku heimsveldin. Bandaríkja- mönnum er einfaldlega ekki ljúft til þess að hugsa að þeir séu bara nýj- asta heimsveldið í langri runu og telja sér trú um að þeir séu sér á parti en það eru þeir vitaskuld ekki.“ „Heldur þann versta…“ Rithöfundurinn Gore Vidal hefur margoft látið svo um mælt að heims- veldið sé að ganga af lýðveldinu dauðu. „Mér hefur alltaf þótt Gore Vidal lunknari við að semja skáldsögur en úttala sig um stjórnmál. Ekki er þetta alrangt hjá honum en hann freistast til að taka of djúpt í árinni þegar hann lýsir því yfir að lýðveldið sé ekki að hruni komið heldur hrun- ið. Þetta eru líkast til elliglöp eða kannski bara reiði sem vaknar hjá demókrötum af höfðingjastigum sem komnir eru af öldungaráðs- mönnum þegar þeir horfa upp á völd repúblikana og hve fúsir amerískir stjórnmálamenn í Hvíta húsinu eru til að brjótast til heimsveldis.“ Heimsveldi hinna frjálslyndu Hvað getur komið í staðinn fyrir bandaríska heimsveldið? „Þegar maður hugsar þetta til enda vekur furðu að Vidal skuli vera andsnúinn hvers kyns inngripi á er- lendri grundu hvort heldur fyrir mannúðar eða aðrar sakir. Svo að lýðveldið sé óspillt ættu Bandaríkin að láta Íraka, Afgana, íbúa í Kósóvó og væntanlega þá sem búa í Darfur sigla sinn sjó. Rökin fyrir heims- veldi, fyrir að grípa fram fyrir hend- urnar á fullvalda ríkjum sem gerst hafa sek um glæpi gegn mannkyninu eða leggja hryðjuverkasamtökum fé í hendur eru í reynd frjálslynd rök- færsla og mér finnst hugmyndin um frjálslynd heimsveldi fyllilega rök- rétt. Hins vegar á ég bágt með að skilja afstöðu þeirra sem segja: „Okkur þykir svo vænt um frjáls- lyndisstefnuna í Bandaríkjunum að við kærum okkur kollótta um hvort þessi gildi eru í heiðri höfð í öðrum löndum og ætlum ekki að gera nokk- urn skapaðan hlut til að bera þessi gildi út til annarra landa.“ Þetta sýn- ist mér eigingirni af verstu gerð. Heimsveldið er svo slæmt að hrópa ber það niður þótt það þýði að millj- ónir manna megi búa við kúgun og smán.“ Veröld ný og góð? Litist þér betur á ef heiminum væri stýrt frá Brussel eða Peking? „Þetta er spurning sem allir and- stæðingar heimsveldisstefnu þurfa að spyrja sjálfa sig að fyrr eða síðar. Sögulega er vandinn sá – eins og kemur í ljós þegar saga Bretlands á 19. öld er skoðuð – að allt sem komið gæti í stað heimsveldis eru yfirleitt önnur þaðan af verri heimsveldi eða handónýt þjóðríki. Fjárhagslegur og pólitískur glundroði hefur skapast hjá mörgum breskum nýlendum eft- ir að þær öðluðust sjálfstæði – Zim- babwe er gleggsta dæmið. Færri ný- lendur hafa blómstrað að fengnu sjálfstæði. Er til annar trúverðugur kostur sem svar við bandaríska heimsveldinu? Væri umheimurinn betur settur ef bandaríska heims- veldið drægi saman seglin? Það er erfitt að svara þessari spurningu ját- andi. Heimurinn væri næstum áreið- anlega verri.“ Nú höfum við Íslendingar aðra sögu að segja. Ef til vill erum við undantekningin sem sannar regluna. „Ég tel nokkuð hæpið að láta í veðri vaka að til sé nokkur regla. Það liggur í augum uppi að til að mynda Singapúr vegnaði mun betur sem sjálfstæðu ríki en undir Breta- veldi. Mergur málsins er sá að sjálf- stæð ríki blómstruðu af vissum ástæðum á eftirstríðsárunum. Þetta voru tímar gríðarlegra efnahags- legra tækifæra fyrir gervalla heims- byggðina. Reynsla Íslendinga sýnir að sé komið á laggir stofnunum sem viðhalda lögum og reglu við sjálf- stæðisheimtina og séu stjórnvöld óspillt og eigi þegnarnir fulltrúa í ríkinu þá gengur mönnum að lík- indum allt í haginn í efnahags- málum. Brjótist hins vegar til valda að fengnu sjálfstæði eintómir harð- stjórar sem brjóta öll guðs og manna lög, þá munu menn nokkuð örugg- lega búa við kröpp kjör.“ Má ekki rekja velgengni Singa- púra eftir seinni heimsstyrjöld að einhverju leyti til þess að þeir hrófl- uðu ekki við breska stjórnkerfinu? „Tökum mikilvægasta dæmið í Asíu, Indland. Í hartnær fjóra ára- tugi eftir að Indverjar fengu sjálf- stæði gekk efnahagsstefna Indverja í berhögg við þá frjálslyndu við- skiptastefnu sem Bretar aðhylltust og Indverjar leituðust í meg- indráttum við að viðhalda miðstýr- ingu að hætti Sovétríkjanna. Ind- verjar þróuðust ekki efnahagslega fyrr en þeir gáfu þessa stefnu upp á bátinn. Þetta er sérdeilis athygl- isverð saga sé hún heimfærð upp á Bandaríkin. Bandaríkjamenn vilja koma á fót útgáfum af eigin stofn- unum í ýmsum löndum og Bush hef- ur tekið af öll tvímæli um að hann vill að komið sé á amerísku lýðræði í einhverri mynd um allar jarðir. Sá er galli á gjöf Njarðar að Banda- ríkjamönnum liggur svo reiðinnar ósköp á að ná þessu markmiði að þeir hafa ráðist á önnur lönd annað veifið í rúm hundrað ár, steypt rík- isstjórnum af stóli og reynt að koma á stjórnháttum með bandarísku sniði. Þetta var reynt í Mið- Ameríku, á Filippseyjum, í Asíu, í Víetnam og nú síðast í Mið- Austurlöndum. Þegar allt kemur til alls hafa þeir ekki haft erindi sem erfiði, með markverðum undantekn- ingum á borð við Vestur-Þýskaland, Japan og kannski líka Suður-Kóreu og Taívan. Ástæðan til þessa er í flestum tilfellum að Bandaríkja- menn héldu ekki kyrru fyrir nógu lengi til að setja nógu rækilega á laggir eigin stofnanir á sviði laga og stjórnmála. Írak svo athyglisvert dæmi. Haldi Bandaríkjamenn þetta út í einhver ár, ef ekki áratugi, sé ég enga ástæðu til þess að Írakar geti ekki náð efnahagslegum og pólitísk- um stöðugleika. Ef Bandaríkjamenn eru á bak og burt eftir, segjum fjög- ur ár, efast ég um að Írakar eigi von á góðu.“ Lærdómur sögunnar Má læra af framgöngu Banda- ríkjamanna í Vestur-Þýskalandi og Japan eftir seinni heimsstyrjöld? „Ég held að til séu auðsæjar lexí- ur sem heimfæra hefði mátt upp á Írak um leið og Bagdad féll. Hver sem velt hefur vandlega fyrir sér sögu Þýskalands og Japans eftir seinni heimsstyrjöld veit mætavel að fara þarf varlega í sakirnar þegar menn hreinsa út stofnanir – nasista í Þýskalandi og Baathflokkinn í Írak – því að þeir eiga á hættu að kippa undan stoðunum sem halda landinu saman. Ég tel að ákvörðun Bremers um að leysa upp íraska herinn séu himinhrópandi mistök þar sem menn lærðu berlega ekki af sögunni. Menn geta gengið milli bols og höf- uðs á þessum ríkisstjórnum en ekki er endilega hyggilegt að kviðrista þær um leið, að fjarlægja allt stjórn- kerfið og byrja frá grunni. Bandaríkin veittu gríðarlegt fjár- magn til þess að reisa við efnahaginn í Vestur-Þýskalandi og Japan. Þetta hefur í raun ekki gerst enn í Írak. Útgjöldin fara að mestu í að tryggja öryggi og borga fyrir hersetuna. Við erum víðs fjarri einhvers konar Marshall-aðstoð. Hvetja þarf Íraka til að láta af stuðningi við uppreisn- armenn en mikið var gert til að fá Vestur-Þjóðverja og Japana til að sætta sig við forystu Bandaríkja- manna eftir seinni heimsstyrjöld. Það útheimtir áratuga hersetu, ára- tugi þar sem fullvalda þjóð eru sett- ar pólitískar skorður, til að ná settu marki. Margir benda á að hér sé ólíku saman að jafna, að Japan og Vestur-Þýskaland sé einsleitar þjóð- ir, þ.e.a.s. að þjóðerni, en annað eigi við um Íraka, þetta hafi verið þjóð- félög með lýðræðishefð og kapítal- íska hefð. Þetta get ég fallist á. Á hinn bóginn voru skelfilegustu heimsveldi í gervallri mannkynssög- unni, og vissulega þau skæðustu, Þýskaland í stjórnartíð nasista og Japan á valdaárum þjóðernissinna, að ýmsu leyti mun erfiðari tilfelli en Írak. Fyrst í stað voru þau mun hættulegri og ástandið í Vestur- Þýskalandi og Japan árið 1945 langtum verra en í Írak árið 2003. Menn geta lært af reynslunni þótt hún sé ekki einatt sú sama. Aug- ljósasti lærdómurinn mun vera sá að verstu glæpaveldum má breyta í af- bragð annarra lýðræðisríkja, af- bragð frjálslynds kapítalisma, ef menn gefa sér tíma og eru fúsir til að fjárfesta í þeim.“ Heldurðu að niðurstaðan úr síð- ustu forsetakosningum í Bandaríkj- Risinn í vestri Skoski sagnfræðing- urinn Niall Ferguson hefur vakið heims- athygli fyrir skrif sín um óhjákvæmilegt hrun bandaríska heimsveldisins. Jónas Knútsson ræddi m.a. við hann um styrk- leika og veikleika Bandaríkjanna og stöðu Íslands í sam- félagi þjóðanna. Niall Ferguson: Samdi bókina til að ögra Bandaríkjamönnum, ekki til að gera þeim til geðs. ’ Bandaríkjamönn-um er einfaldlega ekki ljúft til þess að hugsa að þeir séu bara nýjasta heims- veldið í langri runu og telja sér trú um að þeir séu sér á parti en það eru þeir vitaskuld ekki. ‘

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.