Morgunblaðið - 15.08.2005, Page 20

Morgunblaðið - 15.08.2005, Page 20
20 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á hátíðarsamkomu ár- legrar Hólahátíðar í gær las Ísak Harð- arson, skáld hátíðar- innar, úr eigin verk- um og Kammerkór Akraness söng nokkur lög undir stjórn Sveins Arnars Sæmundssonar auk þess sem Vigdís flutti fyrr- greinda ræðu. Nærri 30 í pílagrímagöngu Dagskrá Hólahátíðar hófst með málþingi um náttúrusiðfræði á föstudagskvöld og á laugardag var efnt til svonefndrar píla- grímsgöngu frá Atlastöðum í Svarfaðardal heim að Hólum og þann dag var einnig efnt til helgi- stundar í Gvendarskál, við altari Guðmundar biskups góða, sem er í hlíðum Hólabyrðu. Sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum, sagðist í samtali við Morgunblaðið vera mjög ánægður með þátttöku í dagskrá Hólahátíðar. Hátt í 30 manns tóku þátt í pílagrímsgöngunni sem hjónin sr. Guðrún Edda Gunnarsdóttir og Einar Sigurbjörnsson guðfræði- prófessor leiddu. Var staldrað við nokkrum sinnum á sex og hálfs tíma langri göngu til að hlýða á ritningarlestur og syngja sálma auk þess sem göngumenn nutu líkamlegrar næringar. Nokkuð á annan tug manna gekk um hádegisbil á laugardag í Gvendarskál og tók þátt í helgi- stund við altari Guðmundar góða. Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, flutti hugvekju og sr. Jón Aðalsteinn stýrði helgistund í þokumóðu. Þá flutti norska tríóið Trio i ein Fjord þjóðlög og dansa og Voces Thules söng úr Þorláks- tíðum við aftansöng. Við hátíðarguðsþjónustu í gær prédikaði sr. Pétur Þórarinsson, prófastur í Laufási, og vígður var í messunni prósessíukross eftir Leif Breiðfjörð. Í ræðu sinni ræddi Vigdís Finnbogadóttir í upphafi um Hólastað og sagði hátíðina hafa aukið víðsýni sína og annarra að- komumanna á viðamiklu mennta- starfi sem þar færi fram. „Hér er meira að gerast á gamla sögu- staðnum, menntakjarna Norður- lands fyrri alda, en nokkurn grunar sem aldrei fær meira en nasasjón af stórmerkri starfsemi Háskólans á Hólum í fjölmiðlum í hringiðu dagsins,“ sagði meðal annars. Hún gerð að umtalsefni ábyrgðina úrunni sem ekki gæti tal sig sjálf og sagði hana n þeirri ábyrgð sem við b Lýsti áhyggjum af áhrifum enskunnar á íslens Koma þarf á ken stundum í orðatil Vigdís Finnbogadóttir sagðist meðal annars í ræðu sinni á Hólahátíð í gær hafa áhyggjur af nýjum áhrifum ensk- unnar í setningum og notkun óþarfra auka- sagna í íslenskri tungu. Í frásögn Jóhannesar Tómassonar kemur fram að forsetinn fyrr- verandi telur aðkall- andi að efla vitund um mikilvægi þess að varð- veita íslenskt mál og efla kennslu í íslensku í skólum. Telur Vigdís það ekki geta skaðað að koma á sérstökum kennslustundum í orða- tiltækjum. Kirkjugestir þakka prestunum, sr. Pétri Þórarinssyni, sr. Jóni A biskup og sr. Gunnari Jóhannessyni sóknarpresti. Gengið til hátíðarguðsþjónustu á Hólahátíð og borinn var próses kross eftir Leif Breiðfjörð sem vígður var við það tækifæri. Sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson vígslubiskup bar hitann og þung skipulagi Hólahátíðar með Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi seta Íslands, sem hélt hátíðarræðuna. UMRÆÐUR UM KJARNA MÁLS Nú hafa orðið ákveðin þáttaskilí svonefndum Baugsmálum. Ítæp þrjú ár eða frá því að húsleit var gerð í höfuðstöðvum fyr- irtækisins hafa opinberar umræður nánast eingöngu byggzt á þeim upp- lýsingum, sem fram hafa komið frá talsmönnum fyrirtækisins sjálfs. Þeir hafa í fyrsta lagi sagt að tímasetning húsleitar haustið 2002 hafi miðast við að spilla viðskiptaáformum þeirra varðandi brezka fyrirtækið Arcadia. Þeir hafa í öðru lagi sagt, að rannsókn málsins hafi tekið alltof langan tíma. Þeir hafa í þriðja lagi sagt, að um póli- tískar ofsóknir væri að ræða. Nú liggja ákærurnar fyrir og hafa verið birtar að frumkvæði þeirra sjálfra. Þar með hafa orðið þáttaskil. Nú þarf ekki lengur að ræða málið á grundvelli staðhæfinga þeirra um ofangreint. Nú er hægt að ræða þetta mál á efnislegum forsendum, þ.e. um þau ákæruatriði, sem fram eru komin. Þetta á líka við um talsmenn fyrir- tækisins. Í viðtölum þeim, sem Fréttablaðið birti sl. laugardag við þá Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jó- hannesson, ræða þeir um málið á fyrr- greindum forsendum eins og þeir hafa gert síðustu tæp þrjú ár. Nú er hins vegar komið að því að þeir ræði um efnisatriðin sjálf. Þótt lögmenn þeirra, sem væntanlega eru höfundar að þeim athugasemdum við hvern ákærulið, sem birtar hafa verið opinberlega, hafi lýst ákveðnum sjón- armiðum er eðlilegt að sakborningar tjái sig um þær beint úr því að þeir á annað borð vilja fjalla um málið á op- inberum vettvangi. Það eru vafalaust mörg lagaleg álitamál í ákærunum. Á þeim tíma, sem rannsóknin nær til er Baugur al- menningshlutafélag. Þótt stofnendur Bónuss hafi verið ráðandi hluthafar í Baugi á þessum tíma voru fjölmargir aðrir hluthafar í félaginu á þeim ár- um, sem um er að ræða. Þeir eiga líka sinn rétt. Við lestur ákærunnar stöðva vafa- laust margir við það mikla fjár- streymi, sem er úr sjóðum almenn- ingshlutafélagsins á þeim tíma, sem Baugur er skráður á Kauphöll Ís- lands, til félaga í eigu ráðandi hlut- hafa, sem nota svo peninga um tíma til þess að fjárfesta í öðrum félögum eða í Baugi. Þeir nýta sér fjármuni Baugs m.a. til þess að styrkja stöðu sína í Baugi. Ljóst er af athugasemdum sak- borninga, að þeir telja þetta löglega viðskiptahætti og vísa m.a. til sér- stakrar lagagreinar í hluthafafélög- um sjónarmiði sínu til stuðnings. Segjum sem svo að þeir hafi rétt fyrir sér og slíkar lánveitingar hafi verið heimilar lögum samkvæmt, þótt ákæruvaldið sé annarrar skoðunar. Hvað þá um aðra hluthafa? Höfðu þeir sama aðgang að sjóðum Baugs? Var þeim kunnugt um að þeir gætu fengið lánaða peninga úr sjóðum Baugs m.a. til þess að auka hlut sinn í félaginu? Var þeim gerð grein fyrir þessum möguleika? Er ekki eðlilegt að jafnræði ríki á milli hluthafa? Það er grundvallaratriði í Kauphallarvið- skiptum, að allir, sem málið snertir, hafi jafnan aðgang að upplýsingum um rekstur fyrirtækis og það á sama tíma. Höfðu aðrir hluthafar í Baugi þær upplýsingar undir höndum að þeir gætu fengið slíka fyrirgreiðslu hjá Baugi? Ef ekki; hvernig stendur þá á því? Varla hafa forsvarsmenn almennings- hlutafélags, sem skráð er á Kauphöll Íslands með þúsundir hluthafa, um- gengist félagið eins og það væri einkaeign þeirra? Það væri fróðlegt að fá umsagnir einhverra sakborninga um vangavelt- ur af þessu tagi. Í bréfum Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar til lögregluyfirvalda, sem Morgunblaðið birti í heild, er vikið að óskum Hreins Loftssonar, stjórnar- formanns Baugs, veturinn 2002 um skýrslu endurskoðenda fyrirtækisins um tiltekin atriði. Í bréfum Jóns Ás- geirs kemur fram, að þegar skýrslu- gerð endurskoðenda var lokið hafi ákveðnar greiðslur farið fram til Baugs til þess að allt væri á hreinu. Af þeim gögnum, sem fyrir liggja, er ekki hægt að fullyrða að í þeirri skýrslu, sem Hreinn Loftsson óskaði eftir, hafi verið drepið á mörg þeirra atriða, sem nú eru orðin að opinberu ákæruefni, en miðað við að margar greiðslur eru gerðar upp í maímánuði 2002 bendir margt til að svo sé. Hreinn Loftsson lét af stjórnarfor- mennsku Baugs þá um vorið. Hvað olli því? Taldi hann sig sem fulltrúa allra hluthafa stórra og smárra ekki geta varið þær gerðir, sem um var fjallað í skýrslu endur- skoðenda þennan vetur og vor? Það er kominn tími til að spurningum um at- riði af þessu tagi verði svarað úr því sakborningar telja það henta sínum hagsmunum að fjalla mikið um þetta mál utan dómsala. Eitt af því, sem ítrekað hefur verið sagt af hálfu talsmanna fyrirtækisins á undanförnum mánuðum og misser- um er, að upphafleg ákæruefni Jóns Geralds Sullenberger hafi horfið út í veður og vind og í ljós hafi komið að þau hafi ekki verið forsendur fyrir ákærum. Annað hefur nú komið í ljós. Í ákærunum eru efnisþættir, sem varða skemmtibát á Flórída, innflutning á bílum og kreditnótu, sem notuð hafi verið til að fegra milliuppgjör al- menningshlutafélagsins Baugs. Hingað til hafa talsmenn Baugs ítrek- að haldið því fram, að efnahagsbrota- deild ríkislögreglustjóra hafi ekki þekkt muninn á debet og kredit og verður þó að ætla að endurskoðendur hafi komið að ráðgjöf hjá efnahags- brotadeild vegna svo viðamikils máls. Þótt Morgunblaðið bendi á ofan- greind atriði í ljósi þess sem fram hef- ur komið hjá talsmönnum Baugs á undanförnum misserum skal undir- strikað að blaðinu er ljóst að í þessu máli eru mörg lagaleg álitamál og það getur enginn staðhæft með nokkurri vissu hver niðurstaða dómstóla verð- ur. Reynslan hefur sýnt að þótt þung- ar ákærur komi fram er ekki þar með sagt að dómar falli á sama veg. Þetta kom skýrt fram í svonefndu Hafskips- máli og hefur komið fram í öðrum málum. Efnahagsbrotadeild hefur tapað málum fyrir dómstólum. Það sem máli skiptir hins vegar nú þegar ákærur hafa verið birtar er að umræður fari fram um kjarna máls- ins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.