Morgunblaðið - 15.08.2005, Page 22

Morgunblaðið - 15.08.2005, Page 22
22 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Á FERÐ minni um Norðurland fyrir nokkrum árum ákveð ég að hafa viðdvöl á Akureyri svo ég geti séð Nonnahús. Það er ósk mín allt frá barnæsku að vita meira um líf þessa manns. Hver urðu örlög hans? Á safninu hans er upplýst að gröf hans sé að finna í Köln í Þýskalandi, og í Köln býr dóttir mín. Gæti hún athugað þetta nán- ar? En í Köln eru margir stórir kirkjugarðar. Svo flytja þau hjónin í nýtt hverfi og gegnum netið upp- götva þau að Jón Sveinsson, Nonni, er jarðsettur í heiðursreit jesúítareglunnar, í kirkjugarði bara 10 mín. gang frá heimili þeirra. Er þetta tilviljun? Við hjónin fórum í heimsókn í Köln og ætluðum að vera þar 17. júní. Ég vildi finna gröf Nonna, kaupa blóm, leggja þau á gröf hans og láta þau bera kveðju frá öllum Íslendingum. Við komum í kirkjugarðinn 17. júní, áætlun mín virðist ófram- kvæmanleg. Kirkjugarðurinn er gríðarlega stór, svo langt sem aug- að eygði lágu stórar götur og um- hverfið skógi vaxið. Við snerum okkur til gæslumanna garðsins, en engar upplýsingar frá árunum fyr- ir 1945 virtust liggja fyrir, enda var Köln öll í rúst eftir loftárásir. Þá minnist ég hafa lesið að Jón Sveinsson hafi látist í sprengjuflóði sem féll á sjúkrahús sem hann dvaldist á í okt. 1944. „Þetta tekst aldrei,“ sagði tengdasonur okkar. En dóttir mín og eiginmaður höfðu samúð með mér og fundu hve ár- íðandi þetta var fyrir mig. Við skiptum því liði og héldum hvert í sína áttina. Ég leitaði eftir einföld- um mosagrónum legsteini en fann ekki þann rétta. Ég þykist þó vita að ég verði leidd að gröf Nonna ef hugurinn er brennandi og óskin einlæg. Dóttir mín brosir og segir: „Já, þú mamma, þú gefst ekki upp. En hvar er pabbi?“ Þá sjáum við hann bak við lauf trjánna hlustandi á leiðsögumann nokkurn sem fer fyrir hópi manna. Þarna er þá lík- lega skólabekkur og kennarar. Leiðsögumaðurinn er hressileg- ur og virðist hafa margt og mikið að segja um grafhýsi frægra manna. Hann verður fyrir truflun við komu okkar og spyr nokkuð hvasst hvað við viljum. „Hér eru Íslendingar á ferð sem vilja minn- ast Nonna,“ segir dóttir mín, „gröf hans er sögð vera í þessum kirkju- garði.“ „Veit ég víst hver maðurinn var og hvar hans hvíldarstaður er,“ segir hann. „Geturðu sagt okkur hvar leg- stað hans er að finna? Hér er móð- ir mín íslensk sem vill heiðra minningu Nonna.“ Augnaráð leiðsögumannsins var snöggt og ákveðið. „Með einu skil- yrði, þið verðið að segja okkur sögu Nonna á eftir.“ Er þetta tilviljun? Við nálgumst stóran og breiðan grafreit, steinn- inn er þakinn nöfnum og þarna stendur: Jón Sveinsson, fæðingar- og dánardagur. Ég verð há- stemmd, fínn til skyldleika við manninn og uppruna hans, blómin mín blá, rauð og hvít, og kortið sem fylgir, á því stendur: „Í minn- ingu Jóns Sveinssonar, Nonna, á þjóðhátíðardegi okkar 17. júní 2005.“ Svo nöfn okkar og fjölskyld- unnar í Köln. „Bíddu við,“ segir leiðsögumað- urinn. „Ég skal sækja blómaglas og vatn fyrir þig.“ Ég verð dálítið hissa, svona var hann þá, næstum viðkvæmur í röddinni. Kemur með blómaglasið, fyllir það af vatni úr stórri könnu, tekur blómin úr hendi minni og hagræðír þeim var- lega. Ég les fyrir hann textann á kortinu og saman stöndum við nokkur augnablik, Íslendingurinn og þessi ókunni Þjóðverji. Nú seg- ir hann hópnum hvernig á þessu stendur, að við séum komin frá Ís- landi til að heiðra minningu þessa sonar Íslands. Svo kemur að því sem lofað var að ég skyldi segja sögu Nonna. Mér finnst til hlýða að ég megi tala íslensku svo þetta verði kveðja á móðurmáli Nonna. Dóttir mín þýðir orð mín á þýsku. Mér líður feikilega vel að vera komin á ákvörðunarstaðinn og undrast yfir hvernig allt hefur ver- ið lagt upp í hendur mér. Svo kem- ur maður úr hópnum með mikla myndavél, og segist vera blaða- maður og sé þarna staddur við leiði Jóns Sveinssonar í annað sinn með Íslendingi. Sá sem á undan mér hefði komið var þáverandi for- seti Íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, sem var í opinberri heimsókn til Kölnar og hafði óskað þess að nota tíma sinn til að standa við leiði Nonna áður en hún sæi hina frægu Kölnardómkirkju. Hann spyr mig hvers vegna ég væri hér. „Vegna þess að ég er Íslend- ingur,“ varð mér að orði. Blaða- maðurinn sagðist ætla að skrifa um þennan atburð í blaði kaþólska safnaðarins í Köln, og ekki nóg með það, leiðsögumaður hópsins sagðist hafa skrifað sögu ýmissa kirkjugarða í Köln og virtist hann hafa mikinn áhuga á þessu. Það var merkilegt að við skyld- um rekast á þennan hóp og þenn- an leiðsögumann. Var þetta allt saman tilviljun? Mér fannst ég vera undir handleiðslu einhvers. Hver verður sá næsti sem finnur gröf Nonna og ber honum kveðju og þökk frá þjóð hans? Svo sannarlega varð þessi merk- isdagur merkilegur dagur fyrir mig. SIGRÍÐUR GUÐMUNDS- DÓTTIR WILHELMSEN, Thornegt. 35, Drammen, Noregi. Merkilegur dagur í Köln Frá Sigríði Guðmundsdóttur Wilhelmsen: Greinarhöfundur, leiðsögumaðurinn og blaðamaðurinn sem nefndir eru í greininni, við leiði Nonna í Köln. ÞAU tíðindi berast að rík- isstjórnin hyggist flýta þeim skattalækkunum sem þegar hafa verið kynntar og jafnvel lækka skatta enn frekar. Ef það er aukið svigrúm til þess að draga úr skatt- heimtu ríkisins, væri ekki þjóðráð að nota tækifærið jafnframt til þess að einfalda skatt- heimtu, auka gagnsæi skattkerfisins og skil- virkni þess? Gera eitt- hvað róttækt? Ein tegund skatta er löngu komin fram yfir síðasta söludag og eru það vörugjöldin. Þau eru gamaldags, tilviljanakennd og ósanngjörn og ættu að vera fyrsta fórn- arlamb skattalækk- unaráforma rík- isstjórnarinnar. Mér er til efs að vörugjöld, að frátöldum tekjum af vörugjöldum á bifreiðar, séu að skila svo miklu að teknu til- liti til kostnaðar kerfisins. Marg- feldisáhrif þeirra má hins vegar ekki leiða hjá sér því virð- isaukaskattur leggst af fullum þunga ofan á verð vörunnar með vörugjaldi sem er afleit tvísköttun. Það skal tekið fram að undirrit- aður er hlynntur skattalækkunum. Punktur. En það verður líka að vera „metode i galskabet“ eins og danskurinn segir. Talað er um „lækkun matarskatts“ sem mikið sanngirnismál. Þetta orðaval, „lækkun matarskatts“, ber keim pópúlísks slagorðs. Reynt er að setja „lækkun matarskatts“ í mór- alskan búning. Að það sé eitthvað skammarlegt við það að matur sé skattlagður með sama hætti og annað. En á þá að leggja vaskinn á matvæli yfirhöfuð? Ef skattlagning matar sem grundvallarnauðsynja er ómórölsk, þá er 7% ekkert betra en 14%, hvað þá 24,5%. Of mikið bil á milli þrepa eykur hins vegar freistinguna til þess að aðlagast skattinum. T.d. reyna að endurskilgreina vöru sem að öllu jöfnu fer í 24,5% flokk þannig að hún falli í neðra þrepið. Indriði skattstjóri myndi kalla það skatt- svik, við hin myndum kalla þetta að nýta sér möguleika kerfisins! Ég þigg hins vegar „lækkun mat- arskattsins“ í 7% ef það er það eina sem er í boði! Nokkuð er um að vörur og þjón- usta bera engan virðisaukaskatt. Dæmi eru tryggingar, flugfarseðlar og leigubílar. Af hverju er ekki virðisaukaskattur á þjónustu leigu- bíla? Er það af því að það væri svo ómóralskt að leggja virðisaukaskatt á þessa þjónustu? Væri ekki nær að samræma frekar virð- isaukaskattinn? Fækka undanþágum og afnema þrepin? Verslunarráð var með ágæta tillögu um sam- ræmdan 15% virð- isaukaskatt. Einhverjir vilja hækka fjármagns- tekjuskattinn í 15%. Ekki er hægt að sjá hvað kallar á slíkt, nema að það fari sam- an við aðrar skattkerfisbreytingar, t.d. lækkun á tekjuskatti fyrirtækja úr 18% í 15%. Það má ekki horfa framhjá því að skattlagning arð- semis atvinnurekstrar er samtals um 26%, fyrst 18% af hagnaði, og síðan 10% af útgreiddum arði eftir skatta. Hækkun fjármagns- tekjuskattsins um 50% væri til þess eins að valda flótta fjármagns úr landinu ef í því felst einungis aukin skattheimta á atvinnulífið. Um tekjuskattinn er það að segja að því lægri, því betri! Enn- fremur má endurskoða núverandi afsláttarkerfi, s.s. persónuafslátt og sjómannaafslátt, t.d. í samfloti við aðrar skattkerfisbreytingar eins og vikið verður að hér fyrir neðan. Vaxtabætur á húsnæðislán hafa nýlega verið gagnrýndar, m.a. með þeim rökum að með lækkun vaxta á húsnæðislán sé ekki lengur þörf á þessari niðurgreiðslu lánsfjár. En þrátt fyrir samkeppni á húsnæð- islánamarkaði eru húsnæðisvextir á Íslandi óheyrilega háir í sam- anburði við nágrannalöndin. Á það bæði við um eiginlegt vaxtastig og svo sérstaklega vegna verðbótaá- hrifa verðtryggingar lánanna. Í Danmörku eru t.d. algengir vextir óverðtryggðra húsnæðislána til 30 ára á bilinu 2,5 til 3 prósent. Og því til viðbótar er veittur rausnarlegur skattaafsláttur vegna vaxtabyrði húsnæðislána. Gallinn við vaxtabæturnar er hins vegar millifærsluþátturinn, þ.e. að skattaafslátturinn er ekki í beinu sambandi við greiðslu afborg- ana húsnæðislána. Þær eru greidd- ar sér. Því er engin bein tenging í vitund fólks milli vaxtabóta og hús- næðisafborgana. Þær verða ein- ungis partur af sumarglaðningnum frá skattinum, þ.e.a.s ef maður er einn af þeim sem fær endur- greiðslu. Sama vandamál á við um barna- bætur. Þar kemur greiðsluglaðn- ingur á þriggja mánaða fresti til foreldra innan tekjuramma, sem vissulega léttir undir, en er ekki endilega notað beint í þágu barna. Því veltir maður því fyrir sér hvort ekki megi samtvinna með einhverjum hætti persónuafslátt- inn, vaxtabætur, barnabætur og jafnvel húsaleigubætur. Í stað milli- færslukerfis verði nýtt afslátt- arkerfi. Væri t.d. hægt að hugsa sér að í stað sérstaks lægra skattþreps fyr- ir börn að þá yrðu laun barna skattlögð með sama hætti og aðrar launatekjur? Að hvert barn hefði sitt persónuafsláttarskattkort sem væri að fullu yfirfæranlegt til for- eldra, en á móti yrðu barnabæt- urnar felldar niður? Má hugsa sér eitthvað sambærilegt með vaxta- og húsaleigubætur? Að í stað milli- færslna, verði þær teknar upp í persónuafsláttarkerfið? Tilhneigingin er sú þegar kemur að skatta- og bótamálum að deila mest um upphæðir og prósentur. En er ekki lag nú að horfa á skipu- lagið í heild sinni og velta fyrir sér hvort ekki er hægt að gera eitthvað allt annað? Skilvirkara, betra og sanngjarnara? Skattalækkanir Friðrik Jónsson fjallar um skattheimtu ’…væri ekki þjóðráð aðnota tækifærið jafn- framt til þess að ein- falda skattheimtu, auka gagnsæi skattkerfisins og skilvirkni þess? ‘ Friðrik Jónsson Höfundur er sérfræðingur á sviði alþjóðamála. NOKKUÐ er um liðið síðan stjórn VG í Hafnarfirði sendi frá sér áskorun þess efnis að efna skyldi til atkvæðagreiðslu meðal bæjarbúa um stækk- un álversins í Straumsvík. Síðan þá hafa margir ritað greinar í héraðsblöð og aðra miðla og lýst yfir stuðningi sínum við þessar hug- myndir. Í Morgunblaðinu hinn 11. ágúst skrifar Sigurður Pétur Sig- mundsson og rök- styður þar hvers vegna það sé sjálf- sögð og eðlileg krafa að hafa kosningu um stækkun ál- versins. Eins og ég hef skrifað á öðrum vettvangi er mengun vegna álversins gríðarleg, eins og sést í athugasemdum Hjörleifs Gutt- ormssonar við umhverfismati Hönnunar frá 2002. Ekki er gert ráð fyrir besta hugsanlegum bún- aði vegna flúormengunar, miðað er við óbreytt mörk þynning- arsvæðis eins og þau voru skil- greind áður, og svo mætti telja áfram. Sjónmengun af stærra álveri myndi hafa gríðarleg áhrif á það fallega bæjarstæði sem Hafn- arfjörður er, og ef til sameiningar við Voga kæmi væri þá álver í miðjum Hafnarfirði? Væri ekki nær að hefja athuganir á því að flytja álverið á stað sem betur myndi henta? Í fyrrnefndri grein Sigurðar spyr hann um framtíðarsýn bæj- aryfirvalda, hvort íbú- ar Áslands og Valla hafi vitað af þessari stækkun. Því er til að svara að skýrsla um umhverfismat vegna stækkunarinnar lá fyrir fyrir margt löngu, bæði á bókasafni okkar Hafnfirðinga og víðar. Það er þó umdeilanlegt hvort slík kynning sé nægileg kynning fyrir svo veigamiklar breytingar sem álversstækkunin er. Eins má líka benda á að stækkun álversins er í hróplegri þversögn við samþykkt svæð- isskipulag höfuðborgarsvæðisins alls. Það er því ánægjulegt hversu góðan hljómgrunn þessi hugmynd um íbúakosningu fær meðal bæj- arbúa. Bæjarstjórn getur varla vikist undan áskorun VG um kosn- ingu um álversstækkunina. Bæj- arstjóri hefur sagt að afstaða til áskorunarinnar verði tekin á bæj- arstjórnarfundi, að loknum kynn- ingarfundi um stækkunaráformin. Bæjarstjóri hefur jafnframt lýst því yfir að góðar líkur séu á að af kosningunum verði. Þetta er von- andi góðs viti og fyrirboði um að íbúalýðræði sé beitt í meira mæli en hingað til, ekki síst við jafn veigamiklar ákvarðanir og hér liggja fyrir. Gríðarlegur stuðn- ingur við áskorun VG Gestur Svavarsson fjallar um atkvæðagreiðslu Hafnfirðinga um stækkun álversins í Straumsvík ’Bæjarstjórn geturvarla vikist undan áskorun VG um kosn- ingu um álvers- stækkunina.‘ Gestur Svavarsson Höfundur er formaður VG í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.