Morgunblaðið - 15.08.2005, Side 27

Morgunblaðið - 15.08.2005, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 27 MINNINGAR LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is LEGSTEINAR Englasteinar Helluhrauni 10 220 Hfj. S. 565-2566 þess voru dæmi að menn héldust ekki við í návist við samingamanninn – og báru við heilsufarsástæðum. Einhverju sinni á lokasprettinum of- bauð Dr. Frans Andriessen, utanrík- isviðskiptakommisar framkvæmda- stjórnarinnar, svo þvergirðings- háttur Íslendinga að hann kallaði yfir salinn svo að ekki fór framhjá nein- um: „Þið skuluð ekki halda, Íslend- ingar, að þið fáið hér allt fyrir ekk- ert.“ Andstæðingar EES-samnings- ins, þessir sem nú lofa hann og prísa kvölds og morgna og miðjan dag, eignuðu mér ranglega þessi ummæli um að við hefðum fengið „allt fyrir ekkert“. En það sem Andriessen var að skamma okkur Íslendinga fyrir hefur síðar verið skilgreint af fræði- mönnum sem „ofbeldishneigð lítil- magnans“. Það skírskotar til þess að almenningsálitið leyfi ekki að Golíat neyti aflsmunar við Davíð – og smá- þjóðir geti skákað í því skjólinu. Ís- lendingar lærðu þessi bellibrögð í þorskastríðum sínum við Breta og beittu þá þessum brögðum með góð- um árangri. Það minnir okkur á að viðurkenning 200 mílna lögsögu strandríkja yfir auðlindum sjávar að þjóðarrétti og EES-samingurinn við Evrópusambandið eru stóru tindarn- ir á vegferð Íslendinga sem sjálf- stæðrar þjóðar hingað til, í samskipt- um okkar við aðrar þjóðir. Embættismennirnir, sem héldu fram málstað Íslands í samningum við aðr- ar þjóðir í þessum stórmálum, hétu Hans G. Andersen og Hannes Haf- stein. Að öðrum ólöstuðum hljóta þeir að teljast bera höfuð og herðar yfir aðra embættismenn í þjónustu Íslendinga á lýðveldistímanum. Þessir menn uxu af verkum sínum. Íslenska þjóðin mun lengi njóta þeirra verka. Fyrr á þessu ári minntust okkar fyrrverandi bandalagsþjóðir í EFTA, Finnar, Svíar og Austurrík- ismenn, þess að tíu ár voru liðin frá því að þær yfirgáfu EFTA og gengu í Evrópubandalagið árið 1995. Fram- sögumenn á málþinginu voru allir fyrrverandi samstarfsmenn í EFTA og í samningunum um EES. Þeir voru Franz Vranitsky, fv. kanzlari Austurríkis, Matt Hellström, fv. utanríkisviðskiptaráðherra Svía, og Pertti Salolainen, fv. utanríkisvið- skiptaráðherra Finna og náinn per- sónulegur vinur. Fyrir utan fram- sögumennina brá fyrir mörgum kunnuglegum andlitum úr samn- ingagengjum EFTA-þjóða forðum daga, sem minnti mig á hvað EFTA var eitthvað notalegur klúbbur með- an hann var og hét. Allir heilsuðust (að íslenskum sið) að fyrra nafni og hittust öðru hverju með mökum og gerðu sér glaðan dag. Ósjaldan þáðu menn m.a.s. heimboð hver hjá öðr- um. EFTA var, eftir á að hyggja, eins konar holdgervingur hins búddíska mottós um að smátt sé fagurt. Samt munaði heldur betur um EFTA- þjóðirnar sameiginlega á markaðs- torgi heimsviðskiptanna. Þær voru fyrirferðarmeiri í viðskiptum við Evrópusambandið á þessum árum en Bandaríkin og Japan til samans. Það munar um minna. En þrátt fyrir þessa búsæld var bírókratíið undir stjórn – og stutt í brosið. Þetta var allt svo lókalt og í mannlegum skala. Hversu oft hef ég ekki hitt gamla EFTA-félaga þessi síðustu ár á mál- þingum í Evrópu þar sem við löð- umst enn hver að öðrum í krafti sam- eiginlegra minninga um gamla góða daga. Og þannig var það líka á tíu ára afmælishátíðinni í Helsinki í tilefni af inngöngunni í Evrópusambandið. En af því að margir þessara EFTA-for- kólfa eru nú orðnir fyrrverandi hitt og þetta höfðu menn tíma til að setj- ast saman utan við formlega ráð- stefnudagskrá til þess að bera saman bækurnar. Framsögumennirnir fóru að vísu samviskusamlega með rök sín fyrir því af hverju það bar brýna nauðsyn til fyrir þeirra þjóðir að stíga skrefið til fulls og ganga í Evrópusambandið. Og reyndar er það rétt: Þessum þremur (Austurríki, Svíþjóð og Finn- landi) hefur vegnað þar vel. Þetta eru þjóðir sem skara fram úr. Þær eru ekki haldnar neinni uppdráttarsýki. Þær eru flinkar á brimbrettum al- þjóðavæðingarinnar og þurfa ekki að kvarta. Samt gat ég ekki að mér gert að stríða mínum gömlu félögum með því að þylja yfir þeim EFTA-stat- istík: Um hagvöxtinn, þjóðartekjur á mann, hátæknidreifinguna og sam- keppnishæfnina og sagði svo: „Top that, laggards!“ Þá kvað við hljóð úr horni í finnsk- um baritón: „Þó nú væri að þið Ís- lendingar getið borið ykkur manna- lega. Það er allt af því að þið börðuð í gegn með okkar hjálp svo rosalega góðan samning í EES. Fenguð þið ekki allt fyrir ekkert? Hvað hét hann aftur þessi Evrópuskelfir ykkar? Kölluðum við hann ekki hr. Nei – hr. Hafstein, var það ekki? Með þess konar þrjóskuhunda við samninga- borðið á Evrópusambandið ekki sjens. Við reyndum að apa eftir hon- um þegar við sömdum um inngöngu okkar í ESB 1995. En við gátum það ekki. Okkur vantaði karakterinn.“ Það tók sig upp gamalt bros. Ég var greinilega í góðum félagsskap. Við lyftum glasi og skáluðum fyrir „hr. Nei“ Hafstein aðalsamninga- manni. Þeir hafa ekki gleymt honum enn. Við Bryndís flytjum Ragnheiði, börnum þeirra, barnabörnum og fjöl- skyldu allri hlýjar samúðarkveðjur um leið og við minnumst hins mæta manns með virðingu og eftirsjá. Jón Baldvin Hannibalsson. Mér eru minnisstæð þau fyrstu skipti er ég sá Hannes Hafstein er hann kom í afgreiðslusal Lands- banka Íslands við Austurstræti til að hitta heitkonu sína Ragnheiði sem ég vann með sem sumarstarfsmaður í sparisjóðs- og ávísanadeild bankans. Ég kynntist Hannesi lítt á þeim tíma en mér fannst hann glæsimenni á velli og þau sem kærustupar einstak- lega myndarlegt fólk. Við starfsbyrjun mína í utanríkis- þjónustunni rúmum áratug síðar kynntist ég svo náið persónu hans og þeim miklu mannkostum sem hann hafði til að bera. Skrifstofur okkar voru samliggjandi á efri hæð Stjórnarráðsins við Lækjargötu og með okkur tókust afar góð kynni og vinátta. Hann vann þá nánast í hjá- verkum með rekstri hinnar almennu skrifstofu ráðuneytisins við að rita nýja leiðbeiningabók fyrir starfsfólk utanríkisþjónustunnar. Sú bók hefur lengst af síðan verið grundvallarrit fyrir yngri sem eldri starfsmenn þjónustunnar. Að honum á svo ung- um aldri var falið þetta erfiða verk- efni lýsir því trausti sem til hans var borið. Hann reyndist mér þá að sönnu góður leiðbeinandi og fyrir- mynd eins og síðar er hann var ráðu- neytisstjóri og ég sem skrifstofu- stjóri ráðuneytisins var staðgengill hans. Á þeim árum hófst Hannes handa um undirbúning viðræðna um inngöngu Íslands í Evrópska efna- hagssvæðið sem hann síðan leiddi sem aðalsamningamaður Íslands. Það starf hans var einnig brautryðj- andastarf og hefur reynst þjóðinni heilladrjúgt og ómetanlegt til fjár. Starfsferill Hannesar og þeirra hjóna á erlendum vettvangi var einkar giftudrjúgur og þau komu fram fyrir landið okkar hvarvetna með glæsibrag. Við berum fram bænir og þakkir fyrir það sem okkur er gefið og við Heba þökkum fyrir að hafa átt Hannes að vini og samferða- manni. Við biðjum Guð að blessa minningu hans og styrkja Ragnheiði og börnin í sorg þeirra. Helgi Ágústsson. Þegar litið er yfir starfsferil Hann- esar Hafstein, sendiherra og fyrrver- andi ráðuneytisstjóra, standa tveir veigamiklir þættir upp úr, sem vert er að þakka, við hið ótímabæra fráfall hans. Hinn fyrri er sú mikla fórnfúsa vinna, sem hann lagði sig fram við, á tímabilinu 1970–74 við að færa rétt- indi og kjör starfsmanna utanríkis- þjónustunnar til betri vegar, en fram til þess tíma höfðu starfskjör í utan- ríkisþjónustunni verið nánast handa- hófskennd og algjörlega ósamræmd. Pétur J. Thorsteinsson, sem var ráðuneytisstjóri á þessum tíma, sá vel hvað í Hannesi bjó og fékk hann Hannes sér til aðstoðar til þessara starfa sem lauk með útgáfu á viða- miklu riti – Fyrirmæla- og leiðbein- ingabók utanríkisþjónustunnar. Þessa allsherjar uppstokkun á kjör- um, réttindum og skyldum starfs- manna búa þeir enn við að mestu leyti. Hinn síðari er aðkoma Hannesar að gerð EES-samningsins, samning- ur sem hefur lagt grundvöll að efna- hags- og viðskiptalegum tengingum Íslands við Evrópu og á sinn þátt í þeirri velmegun sem við njótum í dag. Flestir Íslendingar taka það nú- orðið sem sjálfsagðan hlut, að geta flutt til ríkis innan evrópska efna- hagssvæðisins og geta hafið vinnu, sjálfstæðan rekstur eða nám nánast á komudegi. Ástandið var allt öðru vísi fyrir 15–16 árum þegar margvís- leg höft og leyfi voru ennþá við lýði. Undirbúningsstarfið sem hófst í janúar 1989 og lauk með EES- samn- ingnum þegar hann tók gildi 1. jan- úar 1994 er samofið starfi Hannesar, fyrst sem ráðuneytisstjóra og síðar sem aðalsamningamanns Íslands í viðræðum við Evrópusambandið. Það var hans hlutskipti að setja sam- an íslensku samninganefndina úr ólíkum ráðuneytum sem fékk það verkefni að ná bestu kjörum fyrir hönd Íslands, en Hannes var um leið aðalráðgjafi ríkisstjórnarinnar. Stjórnmálamenn ákváðu stefnuna og mótuðu almenningsálitið, en Hannes og einvala lið embættismanna lögðu sig fram við að ná fram bestu kjörum fyrir hönd Íslands. Það tókst og vel það. Það var ekki síst fyrir þraut- seigju, úthald og samningaaðferðir Hannesar að ýmsum verulegum hindrunum, sem birtust meðan á samningsgerðinni stóð, var rutt til hliðar Íslandi til góðs. Hin eðlislæga hlédrægni Hannesar gerði það að verkum að hans ómetanlega framlag er ekki á allra vitorði og því eðlilegt að árétta það hér. Þótt atvikin höguðu því þannig að við Hannes störfuðum sjaldnast sam- an á 35 ára starfsferli bundust fjöl- skyldur okkar traustum vinabönd- um. Hannes var skemmtilegur að umgangast í þröngum vinahópi, barngóður með afbrigðum og glettn- in aldrei langt undan. Við Guðný og dætur okkar nutum góðs af nánu sambýli við Hannes og Ragnheiði í nokkur ár. Dætur okkar geyma með sér ljúfar minningar um innileika beggja hjóna gagnvart þeim. Þannig minnumst við vinar okkar Hannesar Hafstein. Sverrir Haukur Gunnlaugsson. Þegar kvaddur er góður vinur, fallinn frá fyrir aldur fram, vakna minningar um liðna daga. Þær eru allar góðar. Margs er að minnast eft- ir næstum hálfrar aldar vináttu, þótt samskiptin hafi verið slitróttari en skyldi síðustu árin vegna starfa beggja í ólíkum heimshlutum. Stundum finnst okkur að lífið sé allt ein tilviljun og atvikin raðist sam- an af lítt skiljanlegu handahófi. Kannski er það þó alls ekki þannig. Júlídag í sumar heyrði ég nafnið mitt nefnt á bílastæði fyrir utan matvöru- verslun í borginni. Þar voru Hannes og Ragnheiður á ferð. Sannarlega óvæntir endurfundir. Hann nýkom- inn af sjúkrahúsi eftir erfiða aðgerð og allt virtist horfa til betri vegar. Bæði voru þau glöð og reif svo sem þeirra var háttur. Eins og ævinlega var stutt í brosið hjá Hannesi og grunnt á gamansemi enda þótt það leyndi sér ekki að hann var búinn að vera mikið veikur. Þetta spjall í sól- inni á bílastæðinu er mér nú meira virði en mig þá óraði fyrir. Það var eins og við hefðum síðast hist í gær, enda þótt ár hefðu liðið milli endur- funda. Það er aðal og einkenni þeirra vináttubanda, sem bundin eru á ár- unum um og fyrir tvítugt. Á kveðjustund leita myndir liðinna stunda á hugann. Árin í MR, þegar við B-bekkingar í máladeild vorum ekki alltaf sérstakir afreksmenn til bókarinnar eða mikil latínuljón. Hannes sá að ekki mátti við svo búið standa. Einhenti sér að Cesari og Ciceró og dúxaði í latínu á stúdents- prófi, muni ég rétt, og virtist ekki hafa mikið fyrir því. Árin eftir stúd- entspróf, briddsklúbbur okkar skóla- bræðranna, þar sem skýr rökhugsun Hannesar og stálminni kom vel fram við spilaborðið því enginn okkar hinna stóðst honum snúning í spila- mennskunni. Miðvikudagarnir fyrir skírdag þegar við spiluðum fram undir morgun og voru eina skiptið á árinu sem guðaveigar fylgdu spila- mennskunni og gætti þess kannski nokkuð í sagngleði og bjartsýni þeg- ar leið á nóttu. Að loknu laganámi kom Hannes til starfa í utanríkisþjónustu íslenska lýðveldisins. Það var vel ráðið. Hér skal glæsilegur ferill diplómatsins Hannesar Hafsteins ekki rakinn. Fljótlega fóru þau hjónin til starfa í sendiráði Íslands í Stokkhólmi. Haustið 1968 komum við Eygló til nokkurra mánaða dvalar í Stokk- hólmi. Svo illa tókst til að við lentum í klónum á óprúttnum húsaleiguokr- ara, kjötkaupmanni sem rak verslun í húsinu þar sem íbúðarkytran var. Hannes tók málin í sínar hendur. Ég stóð hálfvandræðalegur við hlið hans þegar hann las yfir sænska kaup- manninum í búðinni hans, talaði um „ockershyra“ og hótaði að kæra hann fyrir húsaleigunefnd borgarinnar fyrir svívirðilegt okur. Kaupmaður- inn lyppaðist niður, endurgreiddi okurleiguna og með góðri hjálp þeirra Hannesar og Ragnheiðar fundum við helmingi stærri og ódýr- ari íbúð þessa Stokkhólmsmánuði. Hannes stóð ekki einn. Ung að ár- um gengu þau Ragnheiður í hjóna- band sem varð farsælt og hamingju- ríkt og þau áttu barnaláni að fagna. Hún studdi hann dyggilega í starfi. Það er vandasamt og reyndar van- metið starf, sem eiginkonur sendi- herra Íslands á erlendri grund inna af höndum. Ragnheiður hefur gert þetta með sjaldgæfum glæsibrag og þeir eru margir sem notið hafa róm- aðrar gestrisni þeirra hjóna heima og heiman og eiga um það góðar minningar. Starfsferill Hannesar í utanríkis- þjónustunni reis líklega hæst er hann var aðalsamningamaður okkar við gerð EES-samningsins, en hann var ráðuneytisstjóri er það ferli hófst. Þar á þjóðin honum þakkarskuld að gjalda. Það var ekki að ástæðulausu að þáverandi forsætisráðherra Nor- egs, Gro Harlem Brundtland, er sögð hafa heimtað að fá að sjá þennan Hannes Hafstein sem alltaf segði nei! Hann sagði vissulega ekki alltaf nei, en hann kunni að semja. Við áttum samtöl þegar þessir samningar voru að hefjast, því hon- um fannst strengir þeirra Jóns Bald- vins, þáverandi utanríkisráðherra, ekki alveg samstilltir. En það var fljótt að breytast. Þessir tveir sterku einstaklingar lærðu að meta kosti hvors annars og fljótlega myndaðist með þeim traust trúnaðarsamband og vinátta, sem átti áreiðanlega sinn þátt í hversu farsælar málalyktir urðu í þessum mikilvægustu samn- ingum okkar á seinni helmingi síð- ustu aldar. Hannes var verkstjóri í þessum samningum og hélt þannig á þjóðarhagsmunum okkar að ekki hefðu aðrir betur gert. Ég veit að ég er ekki einn um þá skoðun. Hannes Hafstein var um marga hluti sérstakur maður. Við fyrstu kynni virtist sumum hann fjarlægur og lítt opinskár. Hann var kannski ekki allra, ekki alltaf, en engan veit ég sem var meiri vinur vina sinna er á reyndi. Hann hafði ríkan húmor og mikla hlýju. Hann átti líka þann eig- inleika sem er fegurst mannlýsing Íslendingasagna; hann var drengur góður. Líkt afa sínum og nafna mun Hannes Hafstein lifa í verkum sín- um, þótt ólík séu. Við leiðarlok er hugurinn hjá Ragnheiði og börnum þeirra og fjölskyldum. Þeim sendum við Eygló innilegar samúðarkveðjur. Megi sá sem öllu ræður veita þeim styrk á sorgarstundum. Eftir stend- ur minning um góðan dreng og þau forréttindi að hafa átt vináttu hans um langan aldur. Blessuð sé minning Hannesar Hafstein. Eiður Guðnason. Í dag er kvaddur Hannes Hafstein sendiherra. Hann var í senn vinur og félagi í marga áratugi og starfsbróðir í rúmlega hálfan annan áratug á sam- eiginlegum vettvangi Evrópumál- efna. Við hjónin kveðjum vininn sem veitti okkur margar gleðistundir. Ís- land kveður einn af sínum bestu son- um. Hannes Hafstein helgaði utan- ríkisþjónustu Íslands krafta sína. Strax að loknu lögfræðiprófi réðst hann þar til starfa og starfaði innan hennar eða sem fulltrúi hennar alla starfsævina. Hann var slyngur dipló- mat og snjall samningamaður. Sem slíkur skilaði Hannes Íslandi ríkuleg- um arði. Að mínum dómi reis ferill hans hæst í samningunum um Evr- ópska efnahagssvæðið (EES) og reyndar einnig varðandi aðild Ís- lands að svonefndu Schengen-svæði. Mér hlotnaðist að fylgjast með hon- um í þessum samningum, og þá einkar náið varðandi EES. Það var bæði gaman og lærdómsríkt. Hann gerði sér fljótt grein fyrir að þessir samningar yrðu erfiðir og miklu skipti hvernig niðurstaðan yrði. Efnahagslega var augljóst að við- skiptakjör fyrir fisk skiptu Ísland mjög miklu, og ekkert annað EFTA- landanna sex ætti viðlíka hagsmuni á því sviði. Þótt Noregur væri reyndar stórútflytjandi á fiski var efnahags- legt mikilvægi þess hlutfallslega mun minna en fyrir Ísland. Hinn pólitíski mælikvarði á árangur samn- inganna á Íslandi var afdráttarlaust útkoman varðandi fiskinn. Önnur at- riði áttu nánast enga athygli. Þess vegna var nauðsynlegt að vinna slag- inn um fiskinn, og það reyndar í sam- keppni við Noreg. Hitt vissum við mætavel að áhrifin og afraksturinn af samningnum lægi til lengri tíma ekkert síður á öðrum sviðum. Hann- es kunni öll ráð til þess að sækja hagsmuni Íslands. Hann hélt fast á sínu. Þótti stundum óvæginn, en ávann sér virðingu annarra samn- ingamanna, jafnvel samtímis því sem þeir kveinkuðu sér undan skeytum hans. Hann kunni vel að nýta sér fé- lagsskapinn og fá hin EFTA-ríkin til þess að gera kröfur Íslands að sínum og ná þannig fram ýmsu sem Ísland átti engan möguleika á að vinna án félagsskaparins og þeirrar viktar sem hann hafði. Hannesi var lagið að nýta óformleg samtöl til viðbótar við SJÁ SÍÐU 28

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.