Morgunblaðið - 15.08.2005, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 15.08.2005, Qupperneq 28
28 MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Hundabúr - hvolpagrindur Full búð af nýjum vörum. 30% af- sláttur af öllu. Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. 10-16 og sun. 12-16. Tokyo, Hjallahrauni 4, Hafnarfirði, sími 565 8444. Ferðalög Atvinnuhúsnæði Til leigu nýinnréttuð skrifstofu- herbergi í 104 Rvík. Securitas ör- yggiskerfi. Tölvulagnir. Góð sam- nýting. Uppl. í síma 896 9629. Sumarhús ROTÞRÆR Framleiðum rotþræ 2300 - 25000 lítra. Öll fráveiturör og tengistykki í grunninn. Sérboruð siturrör, tengistykki og fylgihlutir í situr- lögnina. Heildarlausn á hagstæðu verði. BORGARPLAST Seltjarnarnesi: S 561 2211 Borgarnesi: S 437 1370 www.borgarplast.is Iðnaðarmenn Smiður getur bætt við sig verk- efnum. Uppl. í síma 856 9640. Námskeið Bættu Microsoft í ferilskrána Vandað MCSA nám í umsjón Mi- crosoft netkerfa hefst 5. sept. Einnig styttri áfangar. Hagstætt verð. Nánari upplýsingar og skráning á www.raf.is og í síma 863 2186. Rafiðnaðarskólinn. Tölvur Ódýrar tölvuviðgerðir og upp- færslur. Get skilað samdægurs. Uppl. í s. 821 6036. Fartölvustandar, póstkassar ofl. Fartölvustandar frá kr. 2.990. Póstkassar frá kr. 2.900. Krydd- rekkar fyrir skúffur kr. 1.600. Plexiform, smíði og hönnun, Dugguvogi 11, sími 555 3344. Til sölu FOSSBERG Dugguvogi 6 5757 600 B y s s u t a s k a Byssutaska úr áli • 1350 x 330 x 112 mm 6.995 Tékkneskar og slóvanskar kris- tal ljósakrónur. Handslípaðar. Mikið úrval. Gott verð. Slóvak kristall, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, s. 544 4331. Skápahurðir í öllum stærðum. Spónasalan ehf., Smiðjuvegi 40, gul gata, sími 567 5550. Pallaefni úr cedrusviði sem er varanlegt. Spónasalan ehf., Smiðjuvegi 40, gul gata, sími 567 5550. Mikið úrval af vönduðum tékk- neskum postulín styttum. Slóvak Kristall, Dalvegi 16b, 201 Kópavogi, s. 544 4331. Lerkigólfborð, gott verð Spónasalan ehf., Smiðjuvegi 40, gul gata, sími 567 5550. Fyrirtæki Gott fyrirtæki til sölu. Til sölu gott fyrirtæki með skyndibita, grill, ís og fleira. Góð staðsetning, miklir möguleikar, gott verð, auð- veld kaup. Nánari upplýsingar veitir Reynir í síma 581 2040. Þjónusta Raflagnir og dyrasímaþjónusta Setjum upp dyrasímakerfi og gerum við eldri kerfi Nýlagnir, viðgerðir, töfluskipti, endurnýjun á raflögnum. Gerum verðtilboð Rafneisti sími 896 6025 • lögg. rafverktaki Hitaveitur/vatnsveitur Þýskir rennslismælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís sf., s. 567 1130 og 893 6270. Vélar & tæki Bátar Bátaland, allt fyrir báta. Utanborðsmótorar, bátahlutir, dælur, öryggisbúnaður, bátar, þurrkubúnaður og margt fleira. Bátaland, Óseyrarbraut 2, Hafnarfirði, S. 565 2680, www.bataland.is Bílar Góður bíll á góðu verði! Til sölu Skoda Felicia árg. '99. Ek- inn 66.000 km. Uppl. 868 4901. Jeppar Nissan Patrol Elegance árg. 2000. Skráður 11/2000, ekinn 82 þ., 35" hækkun, leður, topplúga, rafdr. sæti, samlæsing, dráttar- krókur, einn eigandi. Mjög vel með farinn. Verð 3.350.000. Sími 863 9229. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Snorri Bjarnason BMW 116i, nýr, bifhjólak. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, '05 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Glæsileg kennslubifreið, Subaru Impreza 2004, 4 wd. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, símar 696 0042 og 566 6442. Búslóðaflutningar Vegna búslóðaflutninga Sófa- borð 7 þús., sjónvarpsskápur 10 þús. 3ja arma antiklampi 12 þús., jeppadekk á 16" álfelgum 45 þús., ungbarnarúm 5 þús., borðskápur 3 þús. Auk þess Nissan Terrano II. Gsm: 699 0224. Hreingerningar Fyrirtæki, stofnanir og heimili Við hreinsum allar tegundir af gardínum. Gerum tilboð. Upplýsingar í síma 897 3634. Smáauglýsingar augl@mbl.is hinar eiginlegu samningaviðræður. Svo var hann alltaf vel lesinn og undirbúinn og hafði skýra mynd af stöðunni og hinu mögulega. Þegar fram í sótti sóttust aðrir saminga- menn EFTA eftir því að vita álit hans á hinum ýmsu álitaefnum. Sú virðing sem hann þannig ávann sér nýttist vitaskuld Íslandi til ávinnings. Og svo þurfti að ná betri samningum en Noregur í fiskinum á sama tíma og ráðamenn í Noregi höfðu lýst því yfir að eitt yrði yfir Ísland og Noreg að ganga. Það tókst snilldarlega að upp- fylla þetta skilyrði en ná samt betri samningum fyrir Ísland. Stundum var tekist hart á og öðrum samninga- mönnum stóð ekki alltaf á sama. Vel er mér í minni, þegar Gro Harlem Brundtland, forsætisráðherra Nor- egs, mætti til ráðherrafundar í Vín og var kynnt fyrir íslensku samn- inganefndinni og tók svo til orða: „Er det så den fryktelige Hannes.“ Þann- ig var ógnblandin virðingin sem emb- ættismenn hennar báru henni af samskiptunum við Hannes. Hitt má ekki gleymast að í svona samningum er ekkert sjálfgefið eða auðfengið. Hannes og pípan voru eitt. Hún var eiginlega hans attríbút. Hann föndraði drjúgt við hana á samninga- fundum. Hún fór jafnvel að gegna hlutverki á samningafundunum. Menn tóku að lesa í takta og með- höndlun Hannesar á pípunni hvað hann væri að hugsa og hvernig hann kynni að bregðast við því sem var á dagskrá. Þótt föndrið bæri hæst þurfti þó annað veifið að kveikja í píp- unni. Starfsmenn EFTA höfðu hins vegar gert samþykkt um reykinga- bann á fundum. Sem Hannes hafði eitt sinn kveikt í pípu sinni vatt sér að honum formaður starfsmannafélags- ins og sagði að hér ætti ekki að reykja. Svar Hannesar lifir enn: „Þú getur sagt upp, ef þér mislíkar reyk- ingar mínar.“ Tilsvör Hannesar voru þannig gjarnan vafningalaus og hrukku sumir undan þeim við fyrstu kynni. Þótt Hannes væri harður og sæk- inn samningamaður og ýmsum lærð- ist að kássast ekki upp á hann var hann mildur og sérlega skemmtileg- ur. Nærvera hans eða félagsskapur við hann var þess vegna ævinlega gefandi. Þau diplómataboð sem mað- ur sat í áhættunni um dauflega vist urðu skemmtisamkomur ef Hannes var viðstaddur og í kallfæri. Það veit ég að engan vildi eiginkona mín frek- ar eiga að borðherra en Hannes í matarboðum. Hannes var einkar greindur, og nýtti greind sína vel. Hann var jafn- framt hagmæltur og listfengur. Síð- ari hluta ævinnar tók hann að stunda myndlist af nokkru kappi í frístund- um sínum og liggur eftir hann nokk- urt safn ágætra málverka, sem munu minna á hann og verma minninguna um hann um ókomin ár. Ungur kvæntist hann Ragnheiði Valdimarsdóttur, sem nú saknar ást- ríks og elskaðs eiginmanns. Þau hjón voru sérlega samhent og samrýnd og unnust mjög. Þau voru einkar glæsi- legir fulltrúar Íslands hvar sem þau fóru. Fjölskyldu sína, börn, tengda- börn og barnabörn héldu þau þétt ut- an um. Hlýjan og væntumþykjan geislaði af þeim. Við Irma vottum þeim öllum okkar dýpstu samúð, þegar við kveðjum nú vininn og gleði- gjafann Hannes Hafstein. Kjartan Jóhannsson. Við fráfall Hannesar Hafstein hef- ur íslenska utanríkisþjónustan misst einn af máttarstólpum sínum. Hann var íslenskum diplómötum fyrir- mynd og leiðtogi á tímum mikilla breytinga í hinu alþjóðlega umhverfi, vinnusamur og traustur. Hann gerði miklar kröfur til samstarfsmanna sinna en þó ávallt meiri til sín sjálfs. Hann lagði mál skýrt fyrir, lá ekki á skoðunum sínum og sagði frá kostum og göllum mismunandi leiða að mark- miðum. Víðtæk þekking hans og reynsla kom þjóðinni allri e.t.v. best er hann gegndi starfi aðalsamninga- manns Íslands í EES-samningavið- ræðunum. Þáverandi utanríkisráð- herra lýsti því að þar hefði réttur maður verið á réttum stað. Hannes varð sendiráðsritari í Stokkhólmi 1965, sama ár og hann var ráðinn í utanríkisþjónustuna. Fimmtán árum síðar hóf ég störf í sendiráði Íslands þar og hafði áður þegið ráðleggingar hans í því sam- bandi. Áberandi var, að ýmsir lykil- menn í sænsk-íslenskum samskipt- um minntust þá enn með hlýjum orðum starfa hans að þeim málum. Störf Hannesar í ráðuneytinu 1970– 74 voru heilladrjúg fyrir utanríkis- þjónustuna því hann átti þá, ásamt Pétri heitnum Thorsteinssyni, þáver- andi ráðuneytisstjóra, drýgstan þátt í að endurmeta, skilgreina og nú- tímavæða starfsemina. Ný Fyrir- mæla- og leiðbeiningabók varð til, grundvallarrit fyrir alla starfsmenn þjónustunnar. Innan þjónustunnar segjum við gjarnan að menn gleymi aldrei fyrsta „póstinum“ í útlöndum. Árið 1977 fluttum við Anna á fyrsta póst okkar; til Brussel. Þar voru þá fyrir Guð- mundur Í. Guðmundsson, Rósa kona hans og Hannes og Ragnheiður. Ekki er hægt að ímynda sér betri og hlýlegri móttökur en við nýliðarn- ir nutum þarna í verðandi höfuðborg Evrópu. Börn okkar og börn Hann- esar og Ragnheiðar eru á svipuðum aldri og þarna voru fljótt lögð drög að vináttu sem staðið hefur síðan. Ómet- anleg hjálpsemi Hannesar og Ragn- heiðar í hvívetna á þessum tímamót- um í lífi okkar verður seint fullþökkuð. Og betri fyrirmyndir ekki til. Á þessum árum voru aðeins þrír ís- lenskir diplómatar í Brussel, ég var fyrsti „Third Man“, eins og Hannes kallaði það, og hann var staðgengill Guðmundar Í. Með okkur störfuðu tveir ritarar. Aðalstarfið var að vera fastanefnd hjá NATO, en jafnframt gagnvart Efnahagsbandalagi Evrópu, eins og ESB hét þá, og sendiráð í Belgíu og Lúxemborg. Mikið vinnuálag var á þessa fámennu sveit, vinnutími mjög langur, fundarsetur miklar, tilheyr- andi greinargerðir sendar í ráðu- neytið o.m.fl. Þetta voru eftirminni- leg mótunarár sem liðu hratt. Hannes varð skrifstofustjóri utanrík- isráðuneytisins í kjölfarið og svo sendiherra í Genf. Leiðir lágu saman á ný 1987–89 í ráðuneytinu þar sem Hannes stýrði sem ráðuneytisstjóri ört vaxandi starfsemi. Meðal breytinga í ráðu- neytisstjóratíð Hannesar var að utanríkisviðskiptin fluttust frá við- skiptaráðuneytinu í utanríkisráðu- neytið. Eftir að þau Ragnheiður fluttu til Brussel á ný, þar sem hann varð sendiherra gagnvart ESB o.fl., hitt- umst við oft þar, ekki síst eftir að við Anna fluttum til Bonn. Eftir að Hannes tók við störfum í fram- kvæmdastjórn ESA var gaman að fylgjast með því þegar þau Ragn- heiður endurgerðu gamalt hús í Brussel eftir sínu höfði. Þegar vel tekst til geta störf í utan- ríkisþjónustunni verið mjög gefandi fyrir hjón, teymissamstarf tveggja einstaklinga, sameiginleg kynning á landi og þjóð erlendis. Á þessu sviði voru Hannes og Ragnheiður alla tíð fyrirmynd og er raunar vart hægt að hugsa sér að gera megi betur í þess- um mikilvæga þætti starfsins. Mót- tökur og málsverðir Ragnheiðar og Hannesar voru annálaðar samkomur frá fyrstu tíð. Fór þar saman gest- risni og hlýja gestgjafanna, frábær eldamennska húsfreyjunnar og glöggt auga fyrir því sem íslenskum hagsmunum kæmi best. Aðdáunar- vert var að sjá samspil þeirra hjóna sem einkenndist ávallt af ást og gagnkvæmri virðingu. Æskuást þeirra entist ævina. Ragnheiður var stoð og stytta Hannesar er veikindi herjuðu á. Í góðra vina hópi var Hannes hrók- ur alls fagnaðar. Minnisstætt er okk- ur Önnu 40 ára afmæli hans þar sem græskulaus húmorinn var allsráð- andi – stórar stundir í lífinu fram- undan. Hannes átti það til að setja saman vísur í gamansömum tón, sem oft tengdust daglegum störfum. Ekki flíkaði hann þeim kveðskap frekar en ýmsu öðru sem hann taldi til einka- mála. Hann náði t.d. miklum árangri í ræktun rósa og á seinni árum tók hann upp olíu- og vatnslitamálun í tómstundum. Hann var maður mik- illa tilfinninga sem hann fór vel með, en það duldist t.d. engum við viss tækifæri, eins og í brúðkaupi elstu dótturinnar. Elsku Ragnheiður og fjölskylda: Við Anna og börnin biðjum góðan Guð að styrkja ykkur öll og milda sorgina. Ég kveð lærimeistara og vin með virðingu og söknuði. Guð blessi minn- ingu hans. Hjálmar W. Hannesson. Látinn er mikill höfðingi. Hannes Hafstein var lykilpersóna í þróun Evrópusamstarfsins síðustu 15 ár. Alveg sérstaklega á þetta við þegar unnið var að samningagerðinni um stofnun evrópska efnahagssvæð- isins, sem veitti EFTA-löndunum að- gang að innra markaði Evrópusam- bandsins. Þar fór Hannes fyrir samninganefnd Íslands, síðan varð HANNES ÞÓRÐUR HAFSTEIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.