Morgunblaðið - 15.08.2005, Page 29

Morgunblaðið - 15.08.2005, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 29 MINNINGAR Atvinnuauglýsingar  Upplýsingar gefa 569 1122 Ragnhildur og Bryndís. í Skeifuna, Flatir í Garðabæ, Hlíðarveg í Kópavogi og á Álftanes Raðauglýsingar 569 1100 Listmunir Dieter Roth — Hans Dalh — Lestu þetta Hef til sölu málverk eftir Dieter Roth sem nú er orðinn gífurlega vinsæll og verðmikill í Evr- ópu og vaxandi í Ameríku. Sennilega eina málverkið sem er til sölu á frjálsum markaði í heiminum í dag. Eitthvað er til af bókarskreytingum og öðrum teikningum á markaðnum en ekkert málverk. Til sýnis og sölu hjá Fyrirtækjasölunni í Suður- veri á venjulegum skrifstofutíma. Verkið er afstrakt, hreint Geometrik verk, sign- erað af honum sjálfum og á mjög sérstaka og kunnuga sögu. Frábær fjárfesting og vaxandi. Tilboð óskast. Upplýsingar ekki gefnar í síma, aðeins á staðnum. Á sama stað er til fallegt verk eftir hinn heims- fræga norska málara Hans Dalh sem dó 1937. Verkið hefur verið á Íslandi yfir 60 ár í eigu sömu fjölskyldunnar. Fyrirtækjasalan Suðurveri. Styrkir Auglýsing um úthlutun styrkja Frímerkja- og póstsögusjóður var stofnaður með reglum nr. 449, 29. október 1986. Gildandi reglur eru nr. 453, 18. maí 2001. Tilgangur sjóðsins er að efla og styrkja störf og rannsóknir á sviði frímerkjafræða og póst- sögu og hvers konar kynningar- og fræðslu- starfsemi til örvunar á frímerkjasöfnun, svo sem með bóka- og blaðaútgáfu. Eins skal sjóðurinn styrkja sýningar og minjasöfn, sem tengjast frímerkjum og póstsögu. Styrki má veita félagasamtökum, einstakling- um og stofnunum. Næsta úthlutun styrkja fer fram á degi frímerk- isins 9. október 2005. Umsóknir um styrki skal senda til stjórnar sjóðsins, b.t. Halldórs S. Kristjánssonar, samgönguráðuneytinu, Hafnar- húsinu v. Tryggvagötu, 101 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 15. september 2005. Umsóknum skal fylgja ítarleg greinargerð um í hvaða skyni sótt er um styrk. Reykjavík, 19. júlí 2004. Stjórn Frímerkja- og póstsögusjóðs. hann fulltrúi Íslands við framkvæmd samningsins og síðar til lífsloka með- limur og þá forseti ESA, eftirlits- stofnunar EFTA-landanna. Samningarnir um evrópska efna- hagssvæðið eru þýðingarmestu al- þjóðasamningar, sem Noregur og Ís- land hafa gert. Yfirburðaþekking og jákvætt framlag Hannesar til þeirrar samningagerðar var einnig Noregi mjög til góðs. Hafa þessir samningar átt mjög mikinn þátt í að tryggja og bæta efnahagsástand landa okkar beggja. Traustbyggð reynsla Hannesar og þekking hans og innsæi varðandi al- þjóðasamstarf skóp honum stöðu sem mjög áhrifamiklum talsmanni ís- lenskra hagsmuna, en umfram allt sá hann mál og möguleika í heildrænu samhengi og nálgun hans á grund- vallaratriðum var mjög heilsteypt. Þessir hæfileikar hans komu sér mjög vel við áralangt starf hans sem meðlimur og forseti ESA. Hannes Hafstein var þægilegur og umgengnisgóður maður frá fyrstu kynnum, traustur og réttsýnn og orðum hans mátti treysta og svo hafði hann skapandi kímnigáfu. Hinir fjölmörgu norsku vinir hans og starfsbræður munu æ minnast hans með gleði og virðingu. Við Norðmenn sendum frú Ragn- heiði og allri fjölskyldu hans einlæg- ar samúðarkveðjur. Guttorm Vik, sendiherra Noregs á Íslandi. Flestir eru sammála um að fátt hafi skilað okkur Íslendingum meiri ávinningi á fjölmörgum sviðum þjóð- lífsins undanfarin ár en EES-samn- ingurinn. Auðvitað koma margir að slíkri samningagerð. Stjórnmála- menn og embættismenn leggja sitt af mörkum, hver á sínu sviði. Ég held að á engan sé hallað þótt það sé fullyrt, að fáir hafi átt jafnmikinn þátt í þeim ágæta samningi sem Ísland náði og Hannes Þórður Hafstein. Fyrir okk- ur sem þekktum hann kom þetta ekki á óvart. Við vissum að öll hans störf einkenndust af skýrri sýn á þau markmið sem stefnt var að, og þraut- seigju og vilja til að ná árangri. Þar sem Hannes fór fór virtur embætt- ismaður sem skilaði árangri sem skipti máli. Sá sem þetta skrifar kynntist emb- ættismanninum Hannesi ekki mikið. Hannes var að vísu orðinn embætt- ismaður, eins og þeir gerast bestir, þegar ég sem stúdent í Stokkhólmi kynntist þeim hjónum, Hannesi og Ragnheiði. Ég man vel hversu stoltir við Stokkhólmsstúdentar vorum af okkar manni, hvernig hann bar sig eins og „statesman“ þegar íslenskir aðkomustúdentar, sem stunduðu nám í „sveitabæjunum“ Uppsölum og Lundi, réðust inn í sendiráð Ís- lands í Stokkhólmi og hertóku það. Á þessum stúdentsárum í Stokk- hólmi varð ég heimagangur á heimili þeirra hjóna. Þau leyfðu mér að taka þátt í sínu lífi eins og ég væri einn af fjölskyldunni. Það er í raun ekki mik- ill aldursmunur á okkur, svo ég hef aldrei alveg gert mér grein fyrir því, hvort ég leit á þau sem eldri systkini mín eða viðbótarforeldra. Á heimili þeirra lærði ég að passa börn og skipta um bleiur. Þar hitti ég líka marga ættingja og vini þeirra Hannesar og Ragnheiðar, sem síðan urðu einnig mínir vinir. Á þessum tíma voru börnin fyrst eitt, Ásgerður Katrín, og síðar tvö, þegar Ásta Ragnheiður kom í heim- inn. Valdimar Tryggvi og Soffía Lára fæddust eftir að við höfðum öll yf- irgefið Stokkhólm. Ég lít á það sem mikil forréttindi að hafa kynnst Hannesi, Ragnheiði og börnunum. Hér verða ekki tíundaðar minningar tengdar badminton- og fótboltaæf- ingum, eða tilraunum Hannesar og Ragnheiðar til að glæða skilning minn á óperum og æðri listum, eða aðrar góðar samverustundir. Þarna varð til vinátta sem hefur þróast og dafnað. Í seinni tíð hafa samveru- stundirnar þó verið allt of fáar. Við sendum þér, elsku Ragnheið- ur, börnum, tengdabörnum og barnabörnum og einnig Sigurði, bróður Hannesar, og hans fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Davíð og Elín. ÞRJÁR ungar stúlkur, Lilý Erla Adamsdóttir, Valdís Ösp Jónsdóttir og Una Guðlaug Sveinsdóttir, halda til Moskvu í Rússlandi í næsta mán- uði og taka þátt í Evrópukeppni ungra vísindamanna. Þær tóku þátt í keppninni Ungir vísindamenn sem fram fór í Reykjavík síðastliðið vor og er skemmst frá því að segja að verkefni þeirra bara sigur úr býtum í keppninni. Verkefnið nefnist „Cuddle my clothes“ eða Nuddgall- inn, en upphaflega hét það „Nudd og nálægð og var einnig lokaverkefni þeirra í uppeldisfræði í Mennta- skólanum á Akureyri, en allar braut- skráðust stúlkurnar þaðan í júní síð- astliðnum. Um er að ræða samfellu með merkingum sem sýna strokur sem notaðar eru í ungbarnanuddi og og athugun á því hvort foreldrar nýti sér frekar ungbarnanudd sem þeir hafa lært ef þeir hafa aðgang að slíkri flík. Stúlkurnar kynntu verkefni sitt í Íslandsbanka í vikunni. Um var að ræða eins konar lokaæfingu fyrir keppnina í Moskvu, sem fram fer 17. september næstkomandi. Þátttakendur í Evrópukeppni ungra vísindamanna, Lilý Erla Adamsdóttir, Valdís Ösp Jónsdóttir og Una Guðlaug Sveinsdóttir. Þær keppa til úrslita í Moskvu í Rússlandi 17.–22. september nk. með verkefni sitt. Kynntu Nuddgallann FRÉTTIR Í frétt í blaðinu sl. laugardag um nefndarsetu Jónatans Þórmunds- sonar lagaprófessors í yfirskatta- nefnd sagði ranglega að ársreikning- ur Norðurljósa hf. fyrir árið 2003 hefði verið móttekinn hjá Ríkisskatt- stjóra 2. maí 2004. Hið rétta er að hann var móttekinn 2. maí 2005. Þetta leiðréttist hér með. LEIÐRÉTT Rangt ártal SÍMINN mun á næstu mánuðum taka í notkun nýja tækni sem auka mun hraða á gagnaflutningi í far- síma, að því er kemur fram í frétta- tilkynningu frá fyrirtækinu. Um er að ræða tækni sem nefnist EDGE og er hún skref í átt að þriðju kynslóðar farsímaþjónustu, en með henni eykst gangnaflutningshraði um GPRS-kerfi. Helstu breytingar sem viðskiptavinir finna fyrir með EDGE er aukinn gagnaflutnings- hraði. Segir í tilkynningunni að hrað- inn geti orðið allt að fjórfalt meiri en nú þekkist í GPRS-kerfi. Fyrir viðskiptavini sem tengja fartölvur mikið við farsímana verður leiðin einnig miklum mun greiðari. Mun Síminn á næstu mánuðum kynna fjölda þjónustutegunda sem nota EDGE-tæknina sem flutnings- leið. Síminn nýtir EDGE-tækni ÁHUGAHÓPUR hefur staðið fyrir söfnun á augnmús vegna aðstæðna Magneu Karlsdóttur (Maggýjar) í Hveragerði, sem greindist með MND fyrir rúmum þremur árum, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og víð- ar. Skv. upplýsingum aðstandenda söfnunarinnar hefur hún gengið framar vonum og nú er svo komið að safnast hefur fyrir músinni og vel það. „Þegar búið er að borga augnmúsina og nauðsynlegan búnað með henni er afgangur af söfnunarfénu. Hefur því verið ákveðið að fela stjórn MND-fé- lagsins og fagaðilum MND-teymisins að ráðstafa þeim fjármunum til kaupa á tækjabúnaði sem nýtist þeim sem glíma við sjúkdóminn. Maggý hefur nú þegar fengið augnmúsina til afnota. Henni er stjórnað með augnhreyfingum og mun það auðvelda henni að skrifa á tölvuna og halda þannig áfram að eiga samskipti við fjölskyldu og vini á þann hátt. Hægt er að fylgjast með hetju- legri baráttu hennar og fjölskyldu hennar við sjúkdóminn í gegnum skrif Maggýjar á heimasíðu hennar http://www.blog.central.is/magneak. Magnea Karlsdóttir og fjölskylda vilja þakka öllum þeim fjölmörgu fyr- irtækjum og einstaklingum sem lögðu söfnuninni lið, fyrir stuðning- inn,“ segir í fréttatilkynningu. Söfnun vegna augnmúsar er lokið ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.