Morgunblaðið - 15.08.2005, Side 30
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
HENGIRÚM
ÞETTA ER
EKKI GOTT
VERKFALLS-
VEÐUR
ÉG ÆTLA AÐ FÆRA
KENNARANUM OKKAR SÚPU HÚN ÞARF EINMITTÁ SKÁL AF...
... REGNI AÐ HALDA
STANGAVEIÐI ER SVO
LEIÐINLEG ÍÞRÓTT
VIÐ ERUM BÚNIR AÐ
SITJA HÉR Í 20 MÍNUTUR OG
ÞAÐ HEFUR EKKERT GERST
ÓLAFUR, HVERNIG GET ÉG
LÆRT AÐ LESA OG SKRIFA?
ÞÚ VERÐUR AÐ
SETJAST Á SKÓLABEKK
ALLTAF ER ÞAÐ EITTHVAÐ!
HVERNIG ER BEST
FYRIR MIG
AÐ NÁLGAST
HUNDINN ÞINN? UNDAN
VINDI!
VARAÐU ÞIG!
GÆTI ÉG FENGIÐ
ANNAN SKAMMT
BOLLURNAR
ERU ÞVÍ MIÐUR
BÚNAR
HVAÐ MEINARÐU,
ÞETTA ER VEISLA. ÞAÐ Á
AÐ VERA NÓG TIL
VIÐ ÁKVÁÐUM AÐ FARA
HÓFLEGA Í MATINN Í ÁR
ÞAÐ
VIRÐIST SAMT
NÓG TIL AF
BRINGU
Dagbók
Í dag er mánudagur 15. ágúst, 227. dagur ársins 2005
Því er nú tekið aðhalla þessu sumri,
sem Veðurstofan segir
hafa verið vel fyrir of-
an meðallag hvað hita-
farið snertir, bæði fyr-
ir norðan og sunnan,
en þó er ekki laust við,
að Víkverja finnist
eitthvað upp á vanta.
Sumarið byrjaði held-
ur ekki vel – þrálát
norðanátt með kulda
og svo miklum þurrki,
að gróðri fór lítið fram
og jafnvel var farið að
sjá á honum. Var Vík-
verja, sem er mikill
áhugamaður um garða og gróður,
ekkert farið að lítast á blikuna um
hríð en úr því rættist að lokum með
langþráðri vætu.
Síðan hafa skipst á skin og skúrir
eins og líka vera ber en eftir hita-
bylgjuna í fyrra og almennt góða
sumartíð á síðustu árum er Víkverji
kannski farinn að gera allt of miklar
kröfur til veðurguðanna. Að vísu
skein sólin hér sunnanlands í nokkra
daga samfleytt í ofanverðum júlí en
síðan þóknaðist þeim að senda okkur
svona heldur snemmborna haust-
lægð ásamt meðfylgjandi tjald-
vagna- og húsbílafoki.
Þeir sem ekki eiga allt sitt undir
sól og regni, eiga auð-
vitað ekki að vera að
kvarta og víst er, að
haustið býr ekki yfir
minni töfrum en gró-
andinn á vorin. Þá
stendur allt í blóma og
þá fer að hilla undir
það, sem Víkverji hef-
ur svo gaman af, ber-
jatínsluna.
Á æskuheimili Vík-
verja var mikið tínt af
berjum, krækiberjum,
sem síðan voru söftuð
og saftin meðal annars
drukkin með lýsinu á
morgnana. Þá var
uppskeran mæld í fötum ef ekki böl-
um en nú lætur Víkverji sér nægja
nokkur box af krækiberjum og blá-
berjum. Það er heldur ekki lengur
meginmarkmiðið að tína sem mest,
heldur ekki síður að njóta náttúr-
unnar í sólvermdri brekku eða bala.
Þegar ágúst er genginn í garð fer
Víkverji að huga að sprettunni og
velta því fyrir sér hvert nú skuli
halda en á síðustu árum hefur hann
alltaf beðið eftir áliti þess berjafróða
manns, Sveins Rúnars Haukssonar
læknis. Dómur hans að þessu sinni
er sá, að berjaþroski sé góður og þá
er bara að taka til tínurnar og halda
af stað.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Times-torg | Bandaríska konan Edith Shain, 86 ára, minntist þess að um
helgina voru liðin sextíu ár frá því hún smellti heitum kossi á sjóliða nokkurn
á Times-torgi í New York. Tilefnið var endalok síðari heimsstyrjaldarinnar
og var kossinn festur á filmu. Myndin hlaut mikla frægð og varð í huga
margra tákn um endalok stríðsins. Við tækifærið færði listamaðurinn Sew-
ard Johnson Shain að gjöf höggmyndina „Skilyrðislaus uppgjöf“.
Reuters
Skilyrðislaus uppgjöf
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Látið því ekki hið góða sem þér eigið verða fyrir lasti. (Róm. 14, 16.)