Morgunblaðið - 15.08.2005, Side 31

Morgunblaðið - 15.08.2005, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 31 DAGBÓK Valgerður Matthíasdóttir eða Vala Matteins og flestir landsmenn þekkjahana er að fara af stað með nýjanþátt á sjónvarpsstöðinni Sirkus í byrjun september. Þátturinn bætist við flóru íslenskrar þáttagerðar sem hefur blómstrað á síðustu misserum en Sirkus byrjar að kynna haustdagskrá sína dag. Vala segir Morg- unblaðinu aðeins frá þættinum sínum sem ber heitið „Veggfóður“. „Þetta er áframhald og útvíkkun á því sem ég hef verið að gera. Þátturinn verður hönnunar- og lífsstílsþáttur þar sem ég verð með hönnun, innlit, hug- myndir og allt mögulegt sem tengist lífsstíl fólks. Við verðum með annan fótinn í útlöndum þar sem við heimsækjum Íslendinga og sjáum hvernig þeir búa en skoðum einnig hvað er að gerast í borgunum í kringum okkur,“ segir Vala. Hún flutti sig um set frá sjónvarpsstöðinni Skjá einum nýlega og yfir á Sirkus. Hvernig hefur breytingin lagst í hana? „Það var nauðsynlegt fyrir mig að breyta til og víkka út efnistökin á þessum vettvangi. Ég verð áfram með arkitektúr og innlit inn á heimili fólks og breytingar en svo bætist ým- islegt spennandi við.“ Um nýja vinnustaðinn hefur Vala einungis góða hluti að segja. „Það ríkir mikil vinnugleði hérna og áhugi. Hér er líka fullt af góðu fólki sem gott er að vinna með aftur. Undirbúningur hefur gengið vel og allt er að smella saman enda mikill hugur í fólki og skemmtilegt.“ Þessi geðþekka sjónvarpskona hefur verið á sjónvarpsskjánum í nær tuttugu ár eða frá árinu 1986. Hvað finnst henni skemmtilegast við sjónvarpsþáttagerð? „Þetta er eitthvað sem ég kann mjög vel við. Ef ég sé eitthvað sem hrífur mig þá er ég við- þolslaus þangað til ég get miðlað því til sem flestra. Ég er menntuð í húsarkitektúr og er með masterspróf frá arkitektaskólanum í Kaup- mannahöfn. Þar lærði ég einnig innhúss- arkitektúr og hönnun og því er það algjör draumur fyrir mig að vera að miðla þessum lista- og hönnunarheimi til áhorfenda heim í stofu,“ segir hún og getur vel hugsað sér að vera á skjánum í nokkur ár í viðbót að minnsta kosti. „Mér finnst ég bara nýbyrjuð,“ segir hún hlæjandi. Spurð um arftakana að Innlits/útlits- þættinum á Skjá einum segir Vala að sér lítist mjög vel á. „Mér líst mjög vel á nýja fólkið. Það er til nóg af efni og Íslendingar eru ofvirk- ir svo það verður bara gaman að hafa sem flesta í þessu.“ Þátturinn Veggfóður verður á dagskrá á mánudagskvöldum í vetur á slaginu 9 á Sirkus. Sjónvarp| Vala Matt með nýjan lífsstílsþátt á Sirkus Útrás og nýjar áherslur  Valgerður Matt- híasdóttir fæddist í Reykjavík 1953. Hún útskrifaðist úr Kunstakademiets- arkitektaskólanum í Kaupmannahöfn árið 1984 með mast- erspróf. Hún byggði upp menningar- og listadeild Stöðvar 2 og hannaði meðal annars fyrstu leik- mynd stöðvarinnar. Hún hefur starfað í sjón- varpsþáttagerð frá árinu 1986 hjá Stöð 2, Ríkisútvarpinu, Skjá einum og nú Sirkus. Jafnframt þessu hefur hún unnið við arki- tektaráðgjöf og ritstörf.70 ÁRA afmæli. Í dag, 15. ágúst,er sjötugur Einar Þór Arason, fyrrverandi lögreglumaður, Grænási 1, Njarðvík. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 75 ÁRA afmæli. Í dag, 15. ágúst,er sjötíu og fimm ára Adólf Sig- urgeirsson, Suðurvör 2, Grindavík. Hann eyðir deginum í faðmi fjölskyld- unnar. HM ungmenna. Norður ♠K ♥ÁK98542 A/NS ♦KD6 ♣62 Vestur Austur ♠109752 ♠863 ♥G3 ♥76 ♦G72 ♦108 ♣K97 ♣DG10853 Suður ♠ÁDG4 ♥D10 ♦Á9543 ♣Á4 Alslemma stendur á borðinu í NS og rúmlega það, en leiðin þangað er síður en svo augljós ef austur hefur leikinn með hindrunarsögn í laufi. Spilið kom upp á heimsmeistaramóti ungmenna, sem nú stendur yfir í Sydney í Ástralíu. Eins og ungra manna er siður vöktu margir á þremur laufum með spil austurs, þrátt fyrir til- tölulega jafna skiptingu og einungis sexlit. Þannig gengu sagnir í leik Ísraela og Bandaríkjamanna á öðru borðinu: Vestur Norður Austur Suður Wooldridge Hoffman Hurd Ofir – – 3 lauf Dobl 5 lauf 6 hjörtu Allir pass Það er erfitt að gagnrýna NS fyrir þessa afgreiðslu, enda möguleikar til vitrænna samskipta takmarkaðir. Á hinu borðinu passaði austur í byrjun svo NS fengu frítt spil í sögn- um og rúlluðu í rólegheitum upp í sjö grönd. Er þá „rétt“ að vekja á þremur lauf- um á spil austurs? Í þessu tilviki heppnast það vel, en málið vandast þegar makker opnara er með góð spil á móti. Oftast er svar- hönd að íhuga þrjú grönd, en þá ákvörðun er erfitt að taka af skyn- samlegu viti ef opnunin getur verið allt frá slíku rusli og upp í ÁKG sjöunda. Ekkert er ókeypis í þessum heimi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Ánægjulegt Pæjumót á Siglufirði NÝLEGA buðu Siglfirðingar um 1.400 stúlkum til keppni í knatt- spyrnu. Í jafn stórri keppni og þessari má ekkert út af bregða til að setja leikjaskipulag og dagskrá úr skorð- um. Það gerðist hins vegar ekki þrátt fyrir erfið veðurskilyrði fram- an af móti. Knattspyrnufélag Siglufjarðar stóð einkar fagmannlega að fram- kvæmd mótsins. Á það jafnt við um aðbúnað keppenda, leikjaskipulag og það sem meira var að allar tíma- setningar stóðust eins og stafur á bók. Slíkt er síður en svo sjálfgefið sérstaklega ef mið er af því tekið að Pæjumót KS og Þormóðs-ramma er stærsta kvennaknattspyrnumót landsins. Aðbúnaði okkar foreldra stúlkn- anna má einnig hrósa. Siglfirðingar sýndu einkar mikla gestrisni og þrátt fyrir stöðugt stærri bíla, fleiri fellihýsi og húsvagna en áður var rúm fyrir alla á Siglufirði þessa helgi. Það verður vonandi einnig að ári þegar Siglfirðingar bjóða eina ferðina enn stúlkum af öllu landinu og foreldrum þeirra til Pæjumótsins. Með þökk. Einar Sveinbjörnsson. Eggerti svarað ÞAÐ er alveg ótrúlegt, að nokkur skuli láta sér detta í hug að skrifa aðra eins þvælu og hann Eggert Eyjólfsson gerir hér 8. ágúst. Það er bara alls ekki satt, að strætóbílstjórar aki um eins og „brjálað fólk“. Mikið af okkar at- hygli fer í það að passa okkur á öku- níðingum í umferðinni, ökuníðingum sem halda að þeir eigi göturnar hér skuldlausar. Ég get alveg ímyndað mér, að það sé erfitt fyrir menn eins og Eggert að þurfa að beygja sig fyrir því, að almenningsvagnar eiga vissan for- gang í umferðinni. Ekki bara út af biðstöðvum, heldur líka á vissum ljósum. Úff, þvílík frekja í þessum strætóbílstjórum. En ég get ráðlagt fólki eins og Eggerti að leggja nú bara bílnum, og taka strætó. Frábær lausn, ekki satt? Þá getur Eggert hætt að láta það fara í taug- arnar á sér, að þessir gulu vagnar skulu leyfa sér að hafa meiri réttindi en hans bíll. Þá situr hann bara í strætó með okkur hinum, og nýtur réttindanna með okkur. Og svo eitt að lokum. Það eru sí- ritar í vögnunum. Kannski getur Eggert fengið sér svoleiðis apparat í sinn bíl? Bílstjóri hjá Strætó bs. Dýrt að eiga sumarbústað HÖRÐUR Bergmann skrifaði grein sem birtist í Morgunblaðinu nýlega undir fyrirsögninni Sumarhús sem tekjustofn sveitarfélaganna. Ég er þakklát Herði fyrir það að hann veki máls á þessu málefni, því það er allt- af verið að plokka af okkur sum- arbústaðaeigendum. Ég er sjálf búin að eiga sum- arbústað í yfir fimmtíu ár, sem var upphaflega í skjóli tengdaforeldra minna og við höfum orðið að sjá um hverja einustu framkvæmd, en hið opinbera hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut sem tengist sum- arbústaðnum. Við létum ryðja smá vegarspotta til að við gætum ekið að bústaðnum. Við höfum séð um hverja einustu kostnaðarhlið við þessa götu, en síðan gefur sveitarfé- lagið þessum vegi nafn. Ég spyr þá: Ber þeim ekki að leggja eitthvað fram á móti? Maður greiðir allt í gjöld af þessu. Nú les ég að hækkanirnar verði alveg geysilegar og vil aftur þakka Herði Bergmann fyrir að vekja at- hygli á þessu. Ellen Stefánsdóttir. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is TÓNLISTARHÁTÍÐ Ólafsfirð- inga, Berjadagar, heitir eins og gefur að skilja eftir lyngbrekku- afurð móður náttúru en ekki (eins og undirr. hélt í fyrstu) af því að hún fókusi á slagverk. Hún var nú haldin í sjöunda sinn nyrðra og hófst með veglegum tón- leikum á föstudagskvöld í félags- heimili bæjarins Tjarnarborg fyrir fullu húsi. Efst á blaði var þokkafull strengjaserenaða Mozarts, Eine kleine Nachtmusik – n.k. loka- kveðja snillingsins til þeirrar kvöldlokkugreinar sem hann hóf til ævarandi vegs og virðingar án þess að missa sjónar á upphaflegu skemmtigildi hennar, enda „felur listin listina“ að hætti Vín- arklassíkur. Sautján manna Strengjasveit Berjadaga (5-4-3- 4-1) lék þessa heimsfrægu ljúf- lingsdillu af markvissri mýkt með öllum viðeigandi híatusum og ses- úrum á sínum stað. Hraðavöl Arn- ar Magnússonar voru að vísu held- ur settleg í II. og einkum IV. þætti, en annars gekk allt eins og í sögu. Hljómurinn í Tjarnarborg var notalegur og skýr, þó að ögn lengri ómtími hefði verið æskilegur, ekki sízt í Holbergi Griegs og aukalag- inu í tónleikalok. Stefán Jón Bernharðsson var sólisti í Konsert Haydns fyrir vald- horn og strengi, Hob. VII:4 (tón- tegundar ógetið) og blés af vir- túósu öryggi með þónokkrum persónulegum túlkunartilþrifum. T.d. tók hann bergmálstvítekn- ingar í fínalnum með cuivré- handarstoppi, er gaf skemmtilega „rifinn“ litakontrast. Sveitin lék með viðhlítandi haydnskum húmor og handfestu undir hnitmiðaðri forystu Arnar, er stjórnaði sprota- laust en engu óskýrara fyrir það. Loks var „Frá tíma Holbergs“, strengjasvíta er Edvard Grieg samdi í tilefni af tveggja alda af- mæli norsk-danska leikritaskálds- ins. Elskulegt verk og ljóðrænt en einnig tignarlegt á köflum, inn- blásið frá fyrsta til síðasta tóns í eftirminnilega heilsteyptri blöndu af barokkstílhermu og ramm- norskum Harðangurssláttum, enda sló það strax í gegn og hefur hald- ið verðugum vinsældum allt frá frumflutningsdegi. Skemmst er frá að segja að hér fögnuðu stjórnand- inn og SB óvæntum stórsigri. Alltjent minnist ég ekki að hafa heyrt aðra eins póetískt sveigj- anlega túlkun á þessu réttnefnda meistaraverki hér á landi. Það var eins og allir legðust á eitt um að framhefja hin mörgu oft yfirséðu snilldartök Griegs án merkj- anlegrar fyrirhafnar, hvað þá rembings, svo að heildarútkoman varð ein samfelld döggtær unaðs- upplifun. Aukalagið, strengjaum- ritun Griegs á sönglagi sínu Morg- unn, var sama gæðamarki brennt, sömuleiðis þökk sé skáldlegri mót- un og af pottþéttu tímaskyni. Ekki amaleg byrjun hjá nýstofn- aðri strengjasveit. Vonandi er hún komin til að vera. Skáldleg frumraun TÓNLIST Tjarnarborg, Ólafsfirði Mozart: Lítið næturljóð. Haydn: Horn- konsert nr. 2. Grieg: Holbergssvíta. Stef- án Jón Bernharðsson horn; Strengjasveit Berjadaga. Stjórnandi: Örn Magnússon. Föstudaginn 12. ágúst kl. 20:30. Strengjatónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Stefán Jón Bernharðsson Örn Magnússon LJÓSMYNDASTOFA Reykjavíkur gefur út bókina From the Air, Iceland Orig- inal eftir Emil Þór. Í bókinni gefur að líta ljósmyndir Emils Þórs sem teknar hafa verið úr lofti af íslensku landslagi. Formáli er rit- aður að bókinni á íslensku, ensku, þýsku og frönsku en að öðru leyti inni- heldur bókin eingöngu ljósmyndir. Myndirnar í bókinni eru tölusettar á korti aftast í ritinu. Umbrot annaðist Hlynur Ólafsson FÍT og prentun var í höndum Pjaxa ehf. Ljósmyndabók Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 Hair play frá Rakarastofan Klapparstíg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.