Morgunblaðið - 15.08.2005, Síða 33

Morgunblaðið - 15.08.2005, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. ÁGÚST 2005 33 MENNING STURTUR & BLÖNDUNARTÆKI Fosshálsi 1 • 110 Reykjavík Sími 525 0800 • www.badheimar.is 9. sýn. sun. 21/8 kl. 14 nokkur sæti laus 10. sýn. sun. 28/8 kl. 16 sæti laus 11. sýn. fim. 1/9 kl. 19 sæti laus Á LANDAREIGN Þóris Gunn- arssonar, aðalræðismanns Íslands í Prag, og eiginkonu hans Ingi- bjargar Jóhannsdóttur var nýlega opnuð aðstaða fyrir íslenska lista- menn sem samanstendur af vinnu- stofu og íbúð, alls 200 fermetrum. „Fyrir sex árum keyptum við gamlan sveitabæ í 50 km fjarlægð frá Prag og á landareigninni eru sjö gömul hús,“ sagði Þórir í sam- tali við Morgunblaðið. Aðstaðan, sem hlotið hefur nafn- ið Leifsbúð, er nefnd í höfuðið á Leifi Breiðfjörð glerlistamanni en hann er tíður gestur í Tékklandi og góðvinur Þóris og Ingibjargar. „Einhvern tímann þegar Leifur var hér í heimsókn sýndi ég hon- um eitt húsið á landinu sem er byggt yfir gamlan brunn frá 1620 og var mjög illa farið,“ lýsir Þórir. „Hann spyr hvað ég ætli að gera við húsið og stingur upp á því í gríni að þar gæti hann málað þeg- ar hann væri orðinn gamall.“ Vilja vanda val listafólks Í fyrrahaust þegar Þórir og Ingibjörg voru svo stödd hér á landi í heimsókn hjá Leifi og Sig- ríði, konu hans, var aftur farið að gantast með gamla brunnhúsið. Þórir leggur þá til að gera húsið upp og breyta því í menningarhús fyrir listamenn og að Leifur yrði sá fyrsti til að nýta aðstöðuna í til- efni af sextugsafmæli hans. Það varð úr að hafist var handa við að gera upp húsið og Leifsbúð var svo opnuð hinn 25. júní síðast- liðinn, daginn eftir sextugsafmæli Leifs. Á opnuninni voru sýnd verk eftir tékkneska listahópinn Rubi- kon sem hélt sýningu á Kjarvals- stöðum árið 2001. „Aðstaðan er hugsuð til notk- unar allan ársins hring fyrir rit- höfunda, tónskáld og myndlist- arfólk,“ segir Þórir. „Skipuð hefur verið nefnd hússins og í henni sitja Leifur og kona hans Sigríður Jónsdóttir fyrir hönd myndlist- arfólks, Þráinn Bertelsson fyrir hönd rithöfunda, Kjartan Ragn- arson fyrir hönd leiklistarfólks og Þorkell Sigurbjörnsson fyrir hönd tónskálda.“ Stofnfundur um Leifsbúð verður haldinn hér á landi á næstu vikum og þá ákveðið frekar hvernig starfsemin mun fara fram. „Við viljum vanda valið á því listafólki sem mun dvelja í Leifs- búð og koma þannig góðum stimpli á starfsemina,“ segir Þórir. Afraksturinn 37 verk Leifur og Sigríður eru nýkomin heim eftir sex vikna dvöl í Leifs- búð og láta afar vel af aðstöðunni. Leifur segir tilbreytinguna góða og að í Tékklandi sé heilmikinn innblástur að fá. Auk þess þyki honum virkilega gaman að húsið heiti í höfuðið á sér. „Það var leiðinlegt að fara frá Prag en hitt er annað mál að það er alltaf gott að koma aftur heim til Íslands og vinna hér,“ segir Leifur sem hefur eignast mikið af góðum vinum í Tékklandi í gegn- um árin. „Auk þess að vinna ferðuðumst við hjónin töluvert um og skoð- uðum listasöfn og byggingarlist. Það er ótrúlega mikið að sjá í Tékklandi og búið að vinna þar feiknamikið starf undanfarin ár við endurbyggingu og viðgerðir á illa förnum byggingum.“ „Ég fór þangað fyrst árið 1998 þegar ég vann skírnarfont fyrir Hallgrímskirkju en hluti af honum var steyptur í Tékklandi. Nú þekkjum við hjónin orðið nokkuð vel til á þessum slóðum og eigum þarna mikla og góða vini,“ út- skýrir hann og segir alltaf jafn gott að koma til Tékklands. Á þeim sex vikum sem Leifur dvaldi í Tékklandi vann hann 37 verk og hélt vinnustofusýningu fyrir tékkneska vini sína daginn áður en haldið var heim til Ís- lands. Listir | Leifsbúð, vinnustofa fyrir íslenska listamenn opnuð í Prag Leifsbúð er á landareign Þóris Gunnarssonar aðalræðismanns og Ingibjargar Jóhannsdóttur í nágrenni Prag. Alltaf jafn gott að koma til Tékklands Frá vinnustofu Leifsbúðar, þar sem glerlistamaðurinn Leifur Breiðfjörð dvaldist í sex vikur fyrr í sumar en aðstaðan heitir eftir listamanninum. Eftir Völu Ósk Bergsveinsdóttur valaosk@mbl.is KORNUNG stúlka frá Akranesi, Oddný Björgvinsdóttir, þreytti op- inbera frumraun sína á seinni Berja- dagatónleikum laugardagsins eftir uppfærslu barnaóperu Mistar Þor- kelsdóttur og Messíönu Tómasdóttur kl. 15, Undir Drekavæng, er undirr. fjallaði um við frumflutninginn fyrr á árinu. „Debút“ Oddnýjar ætti þó kannski að taka með svolitlum fyr- irvara, enda er hún í framhaldsnámi á hnappaharmóniku við Tónlist- arháskólann í Ósló. Tónleikarnir voru í minningu Jóns Árnasonar á Syðri-Á er Oddný kynntist í sum- ardvölum sínum á Kleifum. Léku þau oft saman á nikkur, eins og hún lýsti í kynningum milli atriða. Hér- umræddir tónleikar fóru fram í full- setinni Ólafsfjarðarkirkju og nærri jafnþéttskipuðu safnaðarheimili að auki, er byggt hefur verið þvert á kirkjuskipið með opið á milli svo rúmur þriðjungur hlustenda sá og heyrði frá 90 gráðu horni. Farið var hægt af stað með Þrem sálmalögum fyrir harmóniku og selló eftir Finnann Ahti Sonninen með laglínuna hjá knéfiðlunni. Frekar dimm og döpur lög, en melódískt fal- leg. Eftir ítalska dansnikkarann Pietro Frosini, er var í miklu uppá- haldi hjá Jóni, lék Oddný fínlega en stöku sinni svolítið hikandi valsinn Ólífublómin og Belviso polka með leiftrandi miðkafla. Í klaustrinu Ferapontow (Hugleiðingar um dío- nýsískar veggmyndir) eftir Wlad- islaw Solotariov kvað við rúss- neskulegt lagferli eftir drungalegt upphaf og stutta en vakra tokkötu, er var ágætlega spilað. Sneggri blettir voru á „Sónötu í C“ eftir Domenico Scarlatti, enda ekki hlaupið að því að skila sembalsónötunni með „caccia“ lúðrakallastefinu kunna í sprækum 6/8 takti í harmónikuumritun. Þessa gætti einnig á köflum í Ljóðrænum en hljómrænt krydduðum valsi eftir Nikolai Tschaikin, er vantaði herzl- umuninn upp á að ná viðeigandi gusti. Eftir hlé lék Oddný krómatískt flúraðan Konsertvals Jóns Árnason- ar af hugljúfri lipurð. Þríþætt Viken- svíta í anda norskra harðang- ursfiðluslátta í harmónikuútsetningu núverandi kennara Oddnýjar í Ósló, Jon Faukstad, var gegnsætt rituð og fáguð í túlkun, þó að truflandi hósti úr áheyrendasal kunni að hafa sett spilarann út af laginu miðað við hvað sumt varð órólegt og andstutt í mót- un. Síðan voru leikin 3 íslenzk þjóð- lög fyrir selló og harmóniku eftir fyrrnefndan Anders Viken; til- tölulega lítið útfærð af höfundi en á móti við meira jafnræði milli hljóð- færa en í Sonninen, og komu þau bráðfallega út. Mun kröfuharðara var viðamesta verk kvöldsins, hið khatsjat- úríanskulega dúó Inngangur og allegro eftir Mátýás Seiber; eink- anlega til sellósins en samt skrifað af miðilsvænu innsæi til beggja handa, og þurftu báðar að taka vel á. Tókst lífleg túlkun stallnanna í heild mjög vel og var þeim launað með voldugu klappi á fæti. Loks lék Oddný Veru Lynn stríðssmellinn Við hittumst heil (We’ll Meet Again) við almennan fjöldasöng. Spámannslegur boð- skapur, enda má trúlega vænta for- vitnilegrar „alvöru“-frumraunar inn- an fárra ára af þessari efnilegu ungu dragspilsstúlku. Morgunblaðið/Þorkell Oddný Björgvinsdóttir: Efnileg ung dragspilsstúlka. Fínlega þanið dragspil TÓNLIST Ólafsfjarðarkirkja Tónleikar í minningu Jóns á Syðri-Á með verkum eftir Sonninen, Frosini, Solotar- iov, D. Scarlatti, Tschaikin, Jón Árnason, Viken og Seiber. Oddný Björgvinsdóttir harmónika, Ólöf Sigursveinsdóttir selló. Laugardaginn 13. ágúst kl. 20.30. Harmónikutónleikar Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.